Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM það bil fimmtungur íbúa heims- ins reynir nú að draga fram lífið á minna en dollar á dag (andvirði 86 króna). Þessi mælikvarði segir ekki alla söguna en á bak við þetta liggur dagleg barátta við hungur, eymd og sjúkdóma sem enginn maður ætti að þurfa að þola. Á árþúsundafundi Sameinuðu þjóðanna í september einsettu leiðtogar heimsins sér að „láta einskis ófreistað“ til að leysa samborgara sína und- an „ömurlegum og ómannúðlegum að- stæðum örbirgðar“. Þeir lofuðu því að hlut- fall þeirra íbúa heims- ins, sem búa við þess- ar aðstæður, lækkaði um helming fyrir árið 2015. Líklega er ekkert sem myndi stuðla meira að því að þetta loforð verði efnt en að opna markaði auð- ugu ríkjanna fyrir varningi sem framleiddur er í fátæku ríkjunum. Bændur í fátæku ríkjunum þurfa nú að keppa við niðurgreidd mat- væli frá auðugu ríkjunum. Þeir standa einnig frammi fyrir miklum innflutningshindrunum. Innflutn- ingsgjöldin sem iðnvæddu ríkin setja á matvæli eins og kjöt, sykur og mjólkurafurðir eru næstum fimm sinnum hærri en á aðrar framleiðsluvörur. Hæstu innflutn- ingsgjöld Evrópusambandsins á kjötafurðir nema 826%. Því meira sem þróunarlöndin vinna úr hráefnum sínum til að auka virði þeirra, þeim mun hærri verða innflutningsgjöldin. Í Japan og Evrópusambandinu eru til að mynda innflutningsgjöldin á full- unnar kjötafurðir helmingi hærri en á afurðir á fyrsta stigi vinnslunnar. Iðnvæddu ríkin framfylgja því verndarstefnu, sem aftrar því að fátæku þjóðirnar þrói eigin at- vinnugreinar, þótt sömu ríkjum verði tíð- rætt um ágæti frjálsra og sanngjarnra við- skipta. Þessi verndarstefna er þróunarlöndunum til mikilla trafala. Þrátt fyrir þessar að- stæður nema útflutn- ingstekjur þeirra meira en 1.500 millj- örðum Bandaríkjadala, andvirði 129.000 millj- arða króna. Útflutningstekjur þeirra ykjust auðvitað til muna ef hindranirn- ar yrðu fjarlægðar. Hreinn hagn- aður þeirra myndi nema að minnsta kosti rúmum 100 milljörðum dala, 8.600 milljörðum króna – og yrði helmingi meiri en sú aðstoð sem þau fá frá auðugu ríkjunum á ári hverju. Þegar fram líða stundir, er framleiðendurnir laga sig að nýjum útflutningstækifærum, gæti ábatinn orðið miklu meiri. Auk þess sem út- flutningstekjurnar myndu aukast gætu þessi tækifæri orðið til þess að beinar erlendar fjárfestingar ykjust í þróunarlöndunum. Þessar fjárfestingar nema nú tæpum 200 milljörðum dala, 17.200 milljörðum króna, á ári og féð streymir einkum til fárra ríkja sem hafa náð mestum árangri í þriðja heiminum. Fátækustu þróunarlöndin, þar sem rúmlega 10% íbúa heimsins búa, hafa næstum algjörlega farið á mis við heimsviðskiptin og fjárfest- ingar. Þau hafa aðeins fengið alls 12 milljarða dala (rúma 1.000 milljarða króna) af árlegu fjárhagsaðstoðinni, útflutningstekjur þeirra nema 25 milljörðum dala (2.100 milljörðum króna) og erlendu fjárfestingarnar nema aðeins 5 milljörðum dala (430 milljörðum króna). Sameinuðu þjóðirnar ætla að efna til ráðstefnu í Brussel eftir tvo mánuði og hún verður helguð vandamálum þessara 49 ríkja. Að- gangur að mörkuðum verður efst á baugi. Leiðtogarnir á fundi Sameinuðu þjóðanna í fyrra viðurkenndu mik- ilvægi markaðsaðgangsins í barátt- unni gegn fátækt. Þeir skoruðu á iðnvæddu ríkin að afnema tolla og kvóta á nánast allar útflutningsvör- ur fátækustu ríkjanna, helst fyrir ráðstefnuna í Brussel. Mér til mikillar ánægju hefur Evrópusambandið, gestgjafi ráð- stefnunnar, gengið fram fyrir skjöldu í að verða við þessari áskor- un. Evrópusambandið samþykkti nýlega að afnema alla tolla og kvóta á allar útflutningsvörur fátækustu ríkjanna, aðrar en vopn. Til að taka þessa ákvörðun þurftu leiðtogar Evrópusambandsins að sigrast á andstöðu öflugra hags- munasamtaka framleiðenda í aðild- arríkjunum. Þeir þurftu einnig að fullvissa Afríku-, Karíbahafs- og Kyrrahafsríki, sem njóta nú við- skiptaívilnana á markaði ESB, um að þau verði ekki fyrir miklum skaða vegna þeirra ívilnana sem öðrum fátækum ríkjum verður boð- ið. Leiðtogarnir tóku hins vegar rétta ákvörðun og sendu þar með umheiminum mikilvæg pólitísk skilaboð. Ákvörðun þeirra sýnir að Evrópusambandið vill í raun og veru sanngjarnt fyrirkomulag í heimsviðskiptum þar sem fátæku ríkin fái raunverulegt tækifæri til að brjótast út úr fátæktinni með því að auka útflutninginn. Þetta ætti að styrkja traust okk- ar á því að fjölþjóðlega viðskipta- kerfið og Heimsviðskiptastofnunin geti fullnægt þörfum allra ríkja, ekki aðeins hinna auðugustu og voldugustu. Þetta er góðs viti fyrir nýja lotu samningaviðræðna um heimsviðskipti, sem verða að þessu sinni að vera „þróunarlota“. Auðvitað dugir ákvörðun Evrópu- sambandsins ein og sér ekki til að útrýma fátækt í heiminum. Bein efnahagsleg áhrif hennar verða fremur lítil þar sem flest fátækustu þróunarlöndin hafa þegar fengið fremur hagstæðan aðgang að mark- aði Evrópusambandsins. Fátækustu ríkin hafa auk þess ekki burði til að notfæra sér nýju viðskiptatækifærin strax vegna tak- markaðrar framleiðslugetu. Þau þurfa á verulegri fjárfestingu og tæknilegri aðstoð að halda til að auka framleiðsluna. Það er þó mjög mikilvægt byrj- unarskref að veita þeim aðgang að mörkuðunum. Ég skora á önnur iðnvædd ríki – einkum Bandaríkin, Japan og Kanada – að fara að dæmi Evrópusambandsins, án nokkurra fyrirvara og takmarkana. Ráðstefn- an í Brussel verður að marka tíma- mót í baráttunni gegn fátækt og eymd stórs hluta mannkyns. Tækifæri fyrir fá- tækustu þjóðir heims Reuters Áttræð eþíópísk kona heldur á fimm ára gömlu barnabarni sínu nálægt dauðum nautgripum sínum í grennd við bæinn Afder. Um fimmtungur mannkynsins lifir í sárri fátækt og þarf að lifa á minna en dollar á dag. Iðnvæddu ríkin fram- fylgja verndarstefnu, sem aftrar því að fátæku þjóðirnar þrói eigin atvinnugreinar, þótt sömu ríkjum verði tíðrætt um ágæti frjálsra og sanngjarnra viðskipta. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. eftir Kofi A. Annan Í FYRSTU utanlandsferð sinni flaskaði nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Paul O’Neill, á erf- iðri spurningu – með því að segja sannleikann. Í forsetatíð Bills Clint- ons sögðu forverar O’Neills, Robert Rubin og Lawrence Summers, að Bandaríkjastjórn hefði þá stefnu að tryggja „sterkan dollara“. Hermt er hins vegar að O’Neill hafi sagt: „Við framfylgjum ekki ... stefnu sem mið- ar að því að tryggja sterkan doll- ara.“ Hann var strax gagnrýndur fyrir að falla frá langvarandi stefnu og hann var fljótur að hopa. Það er slæmt vegna þess að ummæli hans eru miklu skynsamlegri en yfirlýs- ingar forvera hans. Sannleikurinn er að bandarísk stjórnvöld framfylgja ekki neinni stefnu í gengismálum. Þegar Alan Greenspan seðlabankastjóri íhugar næsta skref í vaxtamálum er lítið til- lit tekið til gengis dollarans gagn- vart evrunni, jeninu eða öðrum gjaldmiðlum. Ákvarðanir banda- rískra stjórnvalda í peningamálum ráðast af styrk eða veikleika efna- hagsins og verðbólgunni í Banda- ríkjunum. Ef efnahagurinn hægir á sér, framleiðslugetan er ekki nýtt til fulls og verðbólgan er lág eru vext- irnir lækkaðir. Ef efnahagurinn er öflugur, framleiðslugetan nýtt og verðbólguþrýstingurinn eykst eru vextirnir hækkaðir. Bandaríski seðlabankinn hefur ekki bein af- skipti af erlendum gjaldeyrismörk- uðum nema við mjög óvenjulegar aðstæður. Bandarísk stjórnvöld beita sér raunar aðeins fyrir „sterkum doll- ara“ í einum skilningi: stefna banda- ríska seðlabankans miðar að því að halda verðbólgunni niðri. Dollaran- um er haldið „sterkum“ með tilliti til kaupmáttar hans í Bandaríkjunum. Þetta er hins vegar ekki það sem markaðirnir töldu að sú stefna að halda dollaranum sterkum gengi út á. Þeir töldu að slík stefna snerist um gengið. Í þeim skilningi myndi hún þýða að bandaríska stjórnin stefndi að „veikri evru“ eða „veiku jeni“. Svo er alls ekki. Hvers vegna sagði þá hver fjár- málaráðherrann á fætur öðrum að stefnt væri að sterkum dollara? Skýringin er meðal annars sú að stuðningur við sterkan dollara er þægilegt slagorð; hann virðist vera til marks um þjóðrækni. Auk þess hefði það verið álitið fjandsamlegt gagnvart Evrópusambandinu ef Rubin og Summers hefðu sagt ber- um orðum að þeir vildu „veika evru“, þótt þeir segðu það óbeint. Það hefði verið nær sannleikanum ef þeir hefðu sagt að bandarísk stjórn- völd hefðu enga stefnu í gengismál- um, sem er það svar sem O’Neill reyndi að gefa. Önnur ástæða er fyrir yfirlýsing- um þeirra. Nokkrir bandarískir embættismenn telja að yfirlýsingar um „sterkan dollara“ hafi stuðlað að stöðugleika á erlendu gjaldeyris- mörkuðunum, jafnvel þótt stefna Bandaríkjamanna í peningamálum snerist ekki um styrk dollarans gagnvart evrunni og japanska jen- inu. Sumir telja að án slíkra yfirlýs- inga myndi gengi dollarans snar- lækka gagnvart evrunni og jeninu. Eða hvað myndi halda gengi hans stöðugu ef fjármálaráðherra Banda- ríkjanna styddi hann ekki? Samkvæmt þessu myndu þátttak- endurnir á mörkuðunum byrja að spá hnignun dollarans. Þeir myndu selja dollara í þeirri trú að hann myndi veikjast. Þessar gjaldeyris- sölur myndu síðan leiða til geng- ishruns gjaldmiðilsins. Þannig myndu þátttakendurnir á gjaldeyr- ismörkuðunum láta eigin spádóma rætast. Slíkar sveiflur á gengi gjaldmiðla vegna spádóma markaðarins virðast hafa átt sér stað. Yfirlýsingar um að stefnt sé að „sterkum dollara“ geta styrkt gengi hans í stuttan tíma, jafnvel nokkur ár. En á endanum hefur styrkur eða veikleiki efna- hagsins meiri áhrif á gengi gjald- miðilsins en spár sem spámennirnir láta sjálfir rætast. Ef efnahagur Bandaríkjanna veikist, eins og nú virðist vera að gerast, á sama tíma og efnahagur Evrópuríkjanna helst öflugur, þá veikist dollarinn gagnvart evrunni, óháð því hvort bandaríski fjármála- ráðherrann beitir sér fyrir sterkum dollara. Veikari dollari gagnvart evrunni myndi stuðla að samfelldri eftirspurn í Bandaríkjunum þegar efnahagurinn hægir á sér. Með svip- uðum hætti myndi jenið hneigjast til að veikjast gagnvart dollaranum og evrunni vegna efnahagslegra veik- leika Japans. Hafi yfirlýsingar um að stefnt sé að sterkum dollara haft einhver áhrif er líklegt að þær hafi stuðlað að fjármálabólunni í Bandaríkjunum á árunum 1998–2000. Fjárfestar í Bandaríkjunum og öðrum löndum töldu á þessu stutta tímabili að fjár- festingar í Bandaríkjunum væru trygging fyrir ríkidæmi; þetta stuðl- aði að miklum uppgangi og síðan hruni hlutabréfa í bandarískum tæknifyrirtækjum. Það barnalega viðhorf að dollar- inn verði alltaf sterkur (og eigi eftir að styrkjast enn meira) gagnvart evrunni kynti undir fjármagns- streymi til Bandaríkjanna. Nú er sú bóla að springa, bandarísku hluta- bréfamarkaðirnir hafa veikst og dollarinn veikist gagnvart evrunni. Hætta er á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum á árinu. Hvernig ætti þá gengisstefna bandarískra stjórnvalda að vera? Rétt er að miða stefnuna í peninga- málum við viðskiptaaðstæðurnar heima fyrir fremur en gengi gjald- miðla. Lítil hagkerfi sem hafa sam- lagast viðskiptalöndum sínum geta sett sér markmið í gengismálum, eða bundið gengi gjaldmiðla sinna við gjaldmiðla viðskiptalandanna, en betra er fyrir stór og tiltölulega lok- uð hagkerfi eins og Bandaríkin, Evrópusambandið og Japan að ein- beita sér að eigin viðskiptaaðstæð- um og láta markaðina um að ákvarða gengið. Leyfa ætti dollaranum að styrkj- ast eða veikjast gagnvart evrunni og jeninu í samræmi við styrk eða veik- leika þessara þriggja efnahags- svæða. Núna er líklegt að markaðs- öflin verði til þess að dollarinn veikist frekar gagnvart evrunni og að gengi jensins lækki gagnvart dollaranum og evrunni. O’Neill fjármálaráðherra hafði því á réttu að standa þótt orðalagið hafi verið kauðalegt. Bandarísk stjórn- völd ættu ekki að framfylgja stefnu sem miðar að sterkum eða veikum dollara, heldur aðeins skynsamlegri stefnu í eigin peningamálum með það að leiðarljósi að erlendu gjald- eyrismarkaðirnir eigi að ráða geng- inu. Hvert stefnir sterki dollarinn? Reuters Starfsmenn gjaldeyrismarkaðar í Tókýó fylgjast með gengi evrunnar gagnvart dollaranum og jeninu. © Project Syndicate. Bandarísk stjórnvöld ættu ekki að fram- fylgja stefnu sem miðar að sterkum eða veikum dollara, heldur aðeins skyn- samlegri stefnu í eigin peningamálum með það að leiðarljósi að erlendu gjaldeyris- markaðirnir eigi að ráða genginu. Jeffrey Sachs er Galen L. Stone-prófessor í hagfræði og framkvæmdastjóri Alþjóða- þróunarmiðstöðvarinnar við Harvardháskóla. eftir Jeffrey Sachs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.