Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVÍAR fara nú með formennsku í Evrópusambandinu (ESB) í fyrsta skipti síðan þeir gengu í sambandið. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, vill að Svíar leggi áherslu á þrjú mál í formennsku sinni, stækkun sambandsins, atvinnumál og umhverfismál. Aðaláherslan á fundinum í Stokkhólmi átti að vera á efnahagsmál en útlit er fyrir að mörg fleiri mál verði á dagskrá. Samskipti við Rússland, nýleg átök í Makedóníu og gin- og klaufaveiki- faraldurinn sem riðið hefur yfir Evrópu tóku hins vegar mikinn hluta af áður þéttskipaðri dagskrá. Svíum er umhugað um að for- mennsku þeirra verði minnst fyrir árangur. Nýverið var haft eftir embættismanni í framkvæmda- stjórninni að ekki yrði búist við miklu af formennsku Svía. Frekar væri beðið eftir að Belgar tækju við formennsku í sambandinu um mitt ár. Svíar bentu á að ekki væri sann- gjarnt að dæma formennskuna eftir aðeins þrjá mánuði. Mestur árang- ur og niðurstöður næðust einatt undir lok formennskunnar þegar það væri búið að vinna að málum í að minnsta kosti nokkra mánuði, ná samstöðu og leggja grunninn að mikilvægum ákvörðunum. Hins vegar er nokkuð ljóst að tímamóta- ákvarðannir verða ekki teknar í for- mennsku Svía. Það má einnig segja að nú sé ekki tíminn til að taka tímamótaákvarðanir. ESB verði nú að vinna úr þeim ákvörðunum og stefnumótun sem fundirnir í Nice og Lissabon á síðasta ári tóku. Hætt er við að stækkun sam- bandsins, atvinnumálin og umhverf- ismálin falli nokkuð í skuggann hér í Stokkhólmi. Forseti Evrópuþings- ins Nicole Fontaine sagði í ræðu sinni í gærmorgun að þinginu væri sérstaklega umhugað um tvö mál á alþjóðavettvangi, annars vegar ástandið í Makedóníu en forseti landsins kemur til Stokkhólms til skrafs og ráðagerða og hins vegar stöðu mála í Tsjetsjníu. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, kemur og fundar með leiðtogum Evrópu- sambandslandanna. Evrópuþingið hefur áhyggjur af því að alþjóðleg- um hjálparstofnunum og blaða- mönnum sé meinaður aðgangur að Tsjetsjníu. Vilja standa við Lissabon-samþykkt Á fundi Evrópuráðsins í Lissabon á síðasta ári var samþykkt stefna ESB um að innan tíu ára yrði Evr- ópa eitt kraftmesta og samkeppn- isfærasta hagkerfi í heimi. Þessu takmarki yrði náð fyrir 2010 en jafnframt tryggt að atvinnuleysi yrði í lágmarki og að hið svokallaða félagslega kerfi Evrópu haldi sér. Þetta sé takmarkið, leiðtogar ESB segja að nú verði að leggja áherslu á að ná því. Það verði fyrst og fremst framkvæmt með því að innri markaður ESB þróist frekar. Mikið vantar upp á að hann geti talist full- kominn. Eitt af því mikilvægasta er að tryggja að Evrópa verði einn fjármagnsmarkaður. Samkomulag náðist seint á fimmtudagskvöld á fundi ECOFIN, ráðherra fjármála og efnahagsmála aðildarríkja sambandsins. Niður- staðan verður lögð fyrir leiðtogaráð sambandsins og búist er við sam- þykki þess. Markmiðið er að í árs- byrjun 2002 verði komin samræmd löggjöf á sviði verðbréfaviðskipta í Evrópu. Áhrifin yrðu til dæmis að bankar gætu boðið upp á sömu þjónustu á ólíkum mörkuðum án þess að þurfa að aðlaga sig löggjöf ólíkra landa. Talið er að þessar breytingar geti aukið hagvöxt og at- vinnu í löndum sambandsins. Nú þegar útlit er fyrir að hagvöxtur minnki í Evrópu eru þessar breyt- ingar enn mikilvægari en ella. Evr- ópuþingið á eftir að leggja blessun sína yfir tillöguna. Bosse Ringholm, fjármálaráð- herra Svíþjóðar, sagði að í gær hefði náðst góður árangur á fundi fjármálaráðherra aðildarríkja ESB. Það væri stuðningur við að setja takmörk og tímaáætlanir til að ná fram því markmiði sem sett var í Lissabon. Þrátt fyrir mikla lækkun á verðbréfamörkuðum og niður- sveiflu í efnahagslífi Japans og Bandaríkjanna væri góður grunnur fyrir áframhaldandi hagvexti í Evr- ópu. Næg verkefni eru framundan á næstu misserum til að ná markmið- inu sem sett var í Lissabon. Bætt rekstrarskilyrði smárra og meðal- stórra fyrirtækja eru meðal þessa og markmiðið er að Evrópa geti boðið fyrirtækjum upp á eitt besta rekstrarumhverfi í heimi, sem lönd Evrópu hafa hingað til ekki verið þekkt fyrir. Ætlunin er að ná sam- stöðu um svokallað evrópskt einka- leyfi. Slíkt myndi vera mikið hag- ræði fyrir fyrirtæki og uppfinn- ingamenn, en í stað þess að þurfa að fara í gegnum umfangsmiklar og tafsamar skráningar í einstökum löndum mun evrópska einkaleyfið ná til allra landa í ESB. Ennfremur hyggst sambandið ná forskoti í mál- um sem lúta að samskipta-, tölvu- og upplýsingatækni með því að auka menntun og rannsóknir á þessu sviði. Margt annað má telja upp sem er nauðsynlegt til að þróa markaðinn frekar, svo sem aukið frjálsræði á sviði orkuframleiðslu og dreifingu og í frjálsu flæði þjónustu en enn eru margar hindranir sem gera þjónustufyrirtækjum erfitt fyrir að bjóða vöru sína í mismunandi lönd- um. Stækkun til austurs Stækkun sambandsins til austurs er eitt mikilvægasta málið fyrir fundinum nú. Ljóst er að þrátt fyrir að 13 lönd hafi verið samþykkt sem mögulegir meðlimir ESB er langt því frá að öll þeirra nái að vera full- gildir meðlimir sambandsins árið 2003. Breytingar þurfa að eiga sér stað á landbúnaðarstefnu sam- bandsins og umhverfismál eru steinn í götu margra landa sem eru langt frá því að uppfylla kröfur sambandsins um umhverfismál. Sví- þjóð leggur mikla áherslu á að þróa samskipti ESB við svokallað norð- ursvæði en til þess teljast Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltslöndin og Pól- land. Hugtakið kom fram í tíð for- mennsku Finna en fyrir þeim og Svíum er mikilvægt að á þessu svæði ríki stöðugleiki og að þessi lönd þróist enn frekar í átt til frjáls- ræðis í efnahagsmálum og stjórn- kerfi þeirra sé lýðræðislegt. Þrátt fyrir að mörg mikilvæg mál séu á dagskrá hér í Stokkhólmi hef- ur almenningur ekki mikinn áhuga á fundinum. Ríkisstjórn Svíþjóðar ætlaði að nota tækifærið og nota formennsku í sambandinu til að vekja áhuga almennings á starfsemi ESB. Hingað til hefur það ekki bor- ið mikinn árangur. Almenningur virðist ekki áhugasamur um fund- inn og starfseminna almennt. Svíar eru ekki meðlimir í Efnahags- og myntbandalaginu og þó að Göran Persson hafi sagt að það komi ekki niður á formennskuhlutverkinu set- ur það Svía í óþægilega stöðu. Þeirra hlutverk í formennsku er að knýja fram breytingar í átt að frek- ari samvinnu og samstarfi aðildar- ríkjanna. Það hjálpar þeim ekki að standa fyrir utan eitt stærsta mál sem ESB hefur staðið fyrir á síð- ustu árum. Persson er einnig um- hugað um að hann og flokkur hans, jafnaðarmenn, komi vel út í þing- kosningum á næsta ári. Mikilvægt er fyrir hann að sýnast ekki of hlið- hollur ESB þegar almenningur er ekki of áhugasamur og enn ekki sannfærður um ágæti þess að taka þátt í Evrópusamstarfinu. Þéttskipuð dagskrá leiðtogafundar Evrópusambandsins Persson lagði áherslu á stækkun ESB Leiðtogafundur Evrópusambandsins var haldinn í Stokk- hólmi í fyrsta skipti um helgina og fylgdist Tómas Orri Ragn- arsson með fundinum. AP Göran Persson (t.v.), forsætisráðherra Svíþjóðar, ræðir við Boris Trajk- ovsky, forseta Makedóníu, sem er meðal gesta á leiðtogafundi Evrópu- sambandsríkjanna í Stokkhólmi. BAKSVIÐ HEIMSÓKN Vladímírs Pútíns, for- seta Rússlands, á leiðtogafund Evr- ópusambandsins (ESB) virðist hafa skilað nokkrum árangri. Bæði Pútín og Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, voru jákvæðir eftir fund- inn og lofuðu meiri samvinnu og sam- starfi milli landa Evrópu og Rúss- lands. Mörg mál voru rædd, þar á meðal ástandið í Tsjetsjníu, staða Kalínín- grads eftir að Eystrasaltslöndin og Pólland ganga í Evrópusambandið og samvinna á sviði efnahags- og um- hverfismála í Rússlandi. Spurður um stöðuna í Tsjetsjníu sagði Pútín á blaðamannafundi að hann vissi að það væri viðkvæmt mál og sagði að það væri afar mikilvægt að hagkerfi og stjórnkerfi héraðsins kæmist í lag og að flóttamönnum yrði gert kleift að snúa til síns heima. Hann dró upp hliðstæðu við stöðu Tsjetsjníu og ástandið í Makedóníu nú. Rússar hefðu ekki átt neinna kosta völ nema að afvopna skæruliða í Tsjetsjníu þegar átökin brutust út í Dagestan á sínum tíma. Nú væri ver- ið að afvopna með valdi Kosovo-Al- bana sem stunduðu skæruhernað í Makedóníu. Ef átökin myndu breið- ast út gæti það haft í för með sér enn meiri óstöðugleika og átök á Balkan- skaganum. Þetta væru sömu ástæður og rökin fyrir að Rússar fóru út í að afvopna hryðjuverkamenn í Tsjetsjn- íu, sagði Pútín. Á blaðamannafundi eftir viðræð- urnar sagði Persson að samvinna milli ESB og Rússlands ætti eftir að aukast og það væri hagur Evrópu að efnahags- og stjórnmálaumbætur í Rússlandi gengju eins hratt og vel fyrir sig og mögulegt væri. Innganga Rússlands í Heimsviðskiptastofn- unina (WTO) væri mikilvæg og Pútín sagði að Rússland krefðist þess ekki að fá undanþágur frá reglum um inn- göngu í stofnunina. Hins vegar væri krafan sú að Rússlandi yrðu ekki settar aukalega sérstakar kröfur um viðskipti og verð. Hann sagði að á síð- ustu árum hefði landið tapað stórum fjárhæðum vegna reglna um verð á ýmsum málum eins og áli og stáli. Rússlandi hefði verið gert ókleift að flytja út mikið af þessum vörum vegna verndarsjónarmiða vestrænna framleiðenda. Persson tók sérstaklega fram að Fjárfestingarbanki Evrópu myndi auka lánveitingar sínar til Rússlands, sérstaklega til verkefna í umhverfis- málum. Hann vonaðist til að aukin skuldbinding bankans myndi skila ár- angri í umhverfismálum í Rússlandi. Vöruflutningar til Asíu Annað mál sem hefur verið nokkuð til umræðu eru lestarsamgöngur milli Asíu og Evrópu. Þetta er mál sem ætti að geta náðst samstaða um. Vitað er að þegar Pútín hittir forsætisráð- herra Japans, Yoshiro Mori, í Síberíu í næstu viku verður þetta eitt aðal- umræðuefnið. Lengi hefur verið vitað að með því að auka vöruflutninga frá Asíu til Evrópu í gegnum Rússland næðist fram mikil hagræðing. Flutn- ingur með lestum er miklu ódýrari og ferðatíminn mun minnka frá um 40 dögum með skipi í um 15 með lest- arflutningum. Nú virðist sem skilyrði fyrir að koma þessu verkefni á skrið séu fyrir hendi. Persson og Pútín áréttuðu að Evr- ópa og Rússland ættu samleið. Evr- ópa myndi styðja aðgerðir í áttina til frekari markaðsvæðingar og breyt- inga á stjórnskipulagi Rússlands í lýðræðisátt. Persson sagði að undir venjulegum kringumstæðum ættu verslun og viðskipti milli Rússland og Evrópuríkja að vera miklu meiri en nú væri. Á næstu árum yrði að nást árangur í efnahagsmálum í Rússlandi og hann hefði trú á að það markmið næðist. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í Stokkhólmi á föstudag. Heimsókn Pútíns sögð gagnleg Segja samvinnu munu aukast Stokkhólmi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.