Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ E r pólitísk sannfær- ing að verða úrelt fyrirbæri, sem bráðum verður bara minjagripur, svona eins og trúarsannfæring var orðin fyrir ekki mjög löngu? Það er kannski djúpt í árinni tekið að halda slíku fram, en að minnsta kosti er augljóst að þeir sem finnst pólitík ekki koma sér við eru sífellt að verða stærri hópur. Þessi skoðun, að pólitík (að minnsta kosti eins og hún er nú iðkuð af atvinnupólitíkusum) sé í besta falli ill nauðsyn og í versta falli trúarofstæki, hefur verið kennd við þagnarhyggju (á ensku „quietism“) eða rólynd- ishyggju og ef til vill mætti gera greinarmun á tveimur útgáfum af þeirri hyggju, sterkri og veikri. Sterk þagn- arhyggja í pólitík myndi hljóða upp á að öll pólitísk sannfæring sé röng, og svarið við spurningunni sem lagt var upp með (hvort pólitísk sannfæring sé orðin úrelt fyr- irbæri líkt og trúarsannfæring) væri samkvæmt því jákvætt. Veik þagnarhyggja, aftur á móti, myndi hljóða upp á að sinnuleysi um pólitík verði að vera möguleiki fyrir þá sem slíkt myndu kjósa. Maður geti ein- faldlega valið að beina hugsun sinni og kröftum að öðru en póli- tík. Þetta þýðir þó ekki skilyrð- islaust að maður sé sinnulaus um allt nema eigin hag, og þetta þarf heldur ekki að þýða að maður hafi ekkert vit á pólitík. Þvert á móti getur þessi val- kostur verið afleiðing náinna kynna af stjórnmálum – og þeirra ekki sérlega góðra. Helsti munurinn á þessum tveimur gerðum pólitískrar þagnarhyggju er sá, að sterka gerðin krefst algildis, það er, hafnar öllum öðrum kostum en sjálfri sér. Þeir sem myndu að- hyllast þessa hyggju myndu þá í raun segja að allir ættu – ef þeir bara hugsuðu skynsamlega – að vera þessarar skoðunar og af- neita pólitík. Veik þagnarhyggja í pólitík virkar aftur á móti þveröfugt, ef svo má segja. Samkvæmt henni er einmitt algildiskröfu póli- tískra hugmyndafræða (eins og til dæmis um markaðsfrelsi) hafnað. En umfram allt er hafn- að þeirri algildiskröfu að það sé ekki hægt annað en að hafa sinnu á pólitík því að slíkt sé beinlínis í eðli mannskepnunnar – samanber þau orð Aristótel- esar að maðurinn sé pólitísk skepna. En jafnframt er hafnað algild- iskröfu sterkrar pólitískrar þagnarhyggju um sjálfa sig – það er að segja, þeirri fullyrð- ingu að öll pólitísk sannfæring sé í eðli sínu röng. Svar veikrar pólitískrar þagnarhyggju við spurningunni sem spurt er í upphafi þessa pistils (hvort öll pólitísk sannfæring sé að verða að minjagrip, líkt og trúarsann- færing) er því neikvætt. – Og þó. En þótt þarna megi því greina verulegan mun á þessum tveim- ur gerðum pólitískrar afneitunar eiga þær sér þó sömu grundvall- arforsendur. Þessar forsendur eru, í fyrsta lagi, að pólitísk af- skipti séu ekki forsenda ham- ingjusams lífs og, í öðru lagi, að hægt sé að lifa lífinu án þess að vega og meta hlutina jafnan út frá pólitísku sjónarmiði. Ennfremur er í pólitískri þagnarhyggju (bæði veikri og sterkri) fólgið það viðhorf að sinna á pólitík sé ekki óhjá- kvæmilegur þáttur í ham- ingjuríku lífi. Það er samkvæmt þessu fullkomlega gildur kostur að þegja í allri pólitískri um- ræðu, án þess að sæta því þar með að maður sé hugsunarlaust fórnarlamb áróðurs og auglýs- ingamennsku og geri sér ekki grein fyrir alvöru lífsins. Ef maður aðhyllist sterka þagnarhyggju myndi maður lík- lega ganga svo langt að segja að alvara lífsins sé alveg ópólitísk, og að í rauninni hljóti hver ein- asti maður að stefna að því að fá að ráðstafa lífi sínu algerlega á eigin forsendum. Eða að minnsta kosti aðeins á eigin forsendum að viðbættum forsendum ann- arra sem maður hefur sjálfur ákveðið að séu hluti af lífi manns. En ef manni sýnist heldur vit í veikari útgáfunni af pólitískri þagnarhyggju myndi maður fremur halda því fram, að það væri æskilegt að hver og einn gæti ráðstafað lífi sínu algerlega á eigin forsendum, en um leið myndi maður samþykkja að lík- lega sé slíkt í raun ógerningur. Þar af leiðandi sé pólitík óhjá- kvæmilegur þáttur í lífinu, svo lengi sem menn búa í samfélagi. En þetta þýðir jafnframt að pólitík er í rauninni neikvæður hluti af tilverunni – ill nauðsyn, en ekki þungamiðja mannlífsins. Það er einmitt þess vegna sem það er fullkomlega gildur kostur – og í raun góður kostur – að forðast pólitík eftir megni. En er þetta ekki bara sjálfs- blekking? Getur maður í raun og veru haft djúpan lífsskilning og fundið merkingu í tilverunni og eigin lífi tilgang án þess að taka þar með pólitíska afstöðu til heimsins? Hvaða aðra möguleika á maður? Það blasir alls ekki við, og þess vegna er pólitísk þagn- arhyggja kannski ekki auðverj- anlegt lífsviðhorf. Það er átak- anlega auðvelt að saka þagnarhyggjumann um pólitísk- an barnaskap og jafnvel hugs- unarleysi og að hann láti reka á reiðanum, sé leiksoppur í tilver- unni fremur en áhrifavaldur um eigin örlög. En þetta er ekki sanngjarnt. Þótt maður hafi enga pólitíska sannfæringu er alls ekki þar með sagt að maður hafi enga sannfæringu og fljóti sofandi að einhverjum ósi sem aðrir hafa ákveðið fyrir mann. Það er alveg óljóst hvers vegna pólitísk sann- færing hljóti að vera mikilvægari og traustari en einhver önnur. Eru það ekki gömul sannindi að öll sannfæring sé á einhvern hátt blekking? Engin afstaða? En er þetta ekki bara sjálfsblekking? Getur maður í raun og veru haft djúpan lífsskilning og fundið merkingu í tilver- unni og eigin lífi tilgang án þess að taka þar með pólitíska afstöðu til heimsins? VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@yorku.ca Í DAG, 25. mars, fær Schengen-sam- starfið hagnýtt gildi fyrir ferðafólk, með þátttöku Íslands. Eft- irlit með ferðum fólks yfir landamæri aðildar- ríkja Schengen er lagt niður og fólk getur ferðast yfir þau án þess að sýna vegabréf. Evrópusamvinnan fel- ur þegar í sér frelsi til að búa alls staðar á svæðinu og frjálst flæði vöru, þjónustu og fjármagns yfir landa- mæri. Nú bætist við fullt frelsi til að ferðast innan svæðisins eins og þegar ferðast væri innanlands. Þetta er mikilvægur liður í að auka réttindi íbúa álfunnar og byggja upp „Evr- ópu borgaranna“ sem er forgangs- verkefni hjá Evrópusambandinu eins og samþykkt Réttindaskrár- innar í desember sl. er vitnisburður um. Schengen-samstarfið markaði á sínum tíma upphafið að Evrópu- samvinnu í dóms- og lögreglumál- um. Samvinna lögregluyfirvalda gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hluti af Schengen-samstarfinu en Evrópusamvinna á þessu sviði hefur aukist mjög síðustu ár. Eftir leið- togafundinn í Tammerfors í Finn- landi haustið 1999 varð þetta sam- starf dýpra og í viðræðum við þau ríki sem óska eftir aðild að ESB er sú samvinna eitt af mikilvægustu umræðuefnunum. Schengen-sam- starfið tekur þó ekki til allrar sam- vinnu á sviði dóms- og lögreglumála og með þátttöku í Schengensam- starfinu verður Ísland ekki aðili að allri Evrópusamvinnu á því sviði. Schengen er nafn á litlum bæ syðst í Lúxemborg, á landamær- unum við Frakkland og Þýskaland. Hinn 15. júní árið 1985 skrifuðu fulltrúar fimm Evrópuríkja undir samning sem kenndur er við bæinn, þess efnis að landamæraeftirlit á milli þessara fimm ríkja yrði afnum- ið. Þessi fimm ríki eru Belgía, Frakkland, Holland, Lúxemborg og Þýskaland. Samningurinn var síðar uppfærður með Schengen-sáttmál- anum frá 19. júní 1990. Þar er nán- ar kveðið á um hvernig samstarfinu skuli komið á. Schengen er nú einn- ig notað sem hugtak yfir þá sam- vinnu sem á sér stað á milli ríkja Evrópu með það að markmiði að samræma reglur um vegabréfaárit- anir og umsóknir um pólitískt hæli og að draga almennt úr eftirliti með fólksflutningum yfir innri landa- mæri. Aðilar að Schengen-samstarfinu eru nú, auk Íslands og Noregs, að- ildarríki ESB að frátöldum Eng- landi og Írlandi sem hafa ákveðið að standa utan við þann hluta sam- starfsins sem nær til landamæra- vörslu. Það er mikilvægt fyrir Norðurlöndin að viðhalda vega- bréfasamstarfi sínu en það hefði ekki reynst mögulegt ef Noregur og Ísland hefðu staðið utan Schengen. Samningaviðræðum Íslands og Noregs við hin Schengen-ríkin lauk veturinn 1998/1999 og Alþingi sam- þykkti aðild Íslendinga að Scheng- en-samstarfinu í mars árið 2000. Norska Stórþingið samþykkti samninginn í apríl árið 1999. Innri og ytri landamæri Kjarninn í Schengen-samstarfinu er að leggja niður eftirlit með ferð- um fólks yfir landamæri þátttöku- ríkjanna, svokölluð innri landa- mæri. Fólk þarf ekki að framvísa vegabréfi við þessi landamæri en ráðlegt er að hafa meðferðis gild skilríki vegna hugsan- legs eftirlits innan ríkjanna og af ýmsum hagnýtum ástæðum, svo sem ef slys ber að höndum. Öfugt við það sem gildir í norræna vegabréfasamstarfinu njóta íbúar landa utan Schengen-svæðisins þess einnig að eftirlit er lagt niður á svæð- inu. Þannig getur til dæmis ferðamaður frá Bandaríkjunum farið frjálst um þátttökurík- in 15 eftir vegabréfa- skoðun á Íslandi þar sem önnur aðildarríki treysta því að eftirlit Íslendinga sé fullnægjandi. Einstök ríki innan Schengen- svæðisins geta hafið tímabundið eft- irlit á ný í sérstökum tilvikum og eftir samráð við önnur Schengen- ríki. Eftirlit með vöruflutningum yfir landamæri er utan Schengen- samstarfsins og aðeins háð ákvörð- unum ESB um innri markaðinn, ásamt ákvæðum EES-samningsins hvað varðar Ísland og Noreg. Eng- ar breytingar verða hvað það varð- ar. Mikilvægur þáttur í Schengen- samstarfinu er að ferðamenn sem heimsækja svæðið fái sömu þjón- ustu og lúti sömu reglum í öllum Schengen-ríkjunum. Samkvæmt samningnum skulu allir framvísa skilríkjum við ytri landamæri Schengen-svæðisins, hvort sem það er í Keflavík, París eða Kaup- mannahöfn. Að auki skal fara fram ítarlegra eftirlit með ríkisborgurum landa utan svæðisins. Þeir skulu sýna fullgilda vegabréfsáritun ef þeir koma frá ríki þaðan sem kraf- ist er áritunar. Gengið skal úr skugga um að viðkomandi hafi næg ráð til dvalar og ferða og einnig má krefjast upplýsinga um markmið dvalarinnar. Í framhaldinu verður tekinn í notkun sameiginlegur gagnagrunnur Schengen-ríkjanna þar sem m.a. verður hægt að at- huga hvort einstaklingur er eftir- lýstur fyrir sakhæft athæfi og er það liður í því að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ferðafólk sem uppfyllir inngöngu- skilyrði á rétt á að dvelja á Schen- gen-svæðinu í allt að þrjá mánuði. Krafist er sérstaks dvalarleyfis ef óskað er lengri dvalar. Samræmd vegabréfsáritun Þar sem fólk er frjálst ferða sinna innan Schengen-svæðisins er nauðsynlegt að þátttökulöndin sam- ræmi reglur um vegabréfsáritanir. Útbúinn hefur verið listi yfir þau ríki sem ekki er krafist vegabréfs- áritunar frá og sambærilegur listi yfir ríki þaðan sem krafist er árit- unar. Ennfremur hefur verið útbúin svokölluð stöðluð vegabréfsáritun sem gildir á öllu Schengen-svæðinu og einstaklingur sem hefur fengið slíka áritun getur ferðast og dvalist í ríkjunum 15 á gildistíma áritunar- innar sem er allt að þrír mánuðir. Þetta er meira frjálsræði en með norræna vegabréfasamstarfinu þar sem vegabréfsáritanir giltu aðeins til þess lands sem þær voru gefnar út til. Stöðluð áritun er gefin út af sendiráðum Schengen-landanna. Vegabréfsáritun skal að öllu jöfnu gefin út af landinu sem ferðast er til. Ef viðkomandi Schengen-land hefur ekki sendiráð eða ræðis- mannsskrifstofu í viðkomandi landi getur sendiráð eða ræðismanns- skrifstofa annars Schengen-lands gefið út vegabréfsáritunina. Markmið ESB er að auka sam- starf aðildarríkja hvað varðar mál- efni innflytjenda og þeirra sem sækja um pólitískt hæli. Þetta er viðkvæmt pólitískt mál og á þessu sviði er Schengen-samstarfið enn sem komið er aðeins tæknilegt sam- starf um vinnuferli og upplýsinga- skipti. Það er einnig undir hverju þátttökuríki komið að ákvarða stefnu í innflytjendamálum og þar með meðhöndlun umsókna þar að lútandi. Til að forðast að pólitískum flóttamönnum verði vísað á milli landa er skýrt kveðið á um dreif- ingu ábyrgðarinnar í Schengen- sáttmálanum. Aðildarríki ESB hafa gert með sér sáttmála, svokallaðan Dublin- sáttmála sem einnig hefur verið samþykktur á Íslandi og í Noregi, þar sem kveðið er á um rétt póli- tískra flóttamanna til að fá umsókn sína tekna til athugunar. Í sáttmál- anum kemur fram hvaða vinnulagi skal beitt en þar er ekki kveðið á um sameiginlega stefnu í málefnum pólitískra flóttamanna. Til að hafa eftirlit með því hvort umsækjandi hafi áður sótt um hæli hefur verið samþykkt að koma á miðlægri fingrafaraskrá, Eurodac-skránni. Alþjóðlegt glæpasamstarf er um- fangsmikið og skipulagt samstarf lögregluyfirvalda hefur reynst erf- itt, sérstaklega við að sporna gegn eiturlyfjasölu, smygli á fólki, vop- nasmygli og auðgunarbrotum. Sam- hliða því að dregið er úr eftirliti með ferðum almennra borgara yfir landamæri var talið nauðsynlegt að lögregluyfirvöld í Schengen-ríkjun- um ættu með sér aukið samstarf. Samstarfið tekur m.a. til manna- og upplýsingaskipta. Sérstakt upplýs- ingakerfi hefur verið hannað í þess- um tilgangi, SIS. Schengen-upplýs- ingakerfið er byggt á rafrænni gagnaskrá sem lögregluyfirvöld í Schengen-ríkjunum hafa aðgang að. Hvert land rekur eigin skrá en tæknilegur stuðningur kemur frá Strassborg. Hægt er að skrá upp- lýsingar um fólk sem er eftirlýst fyrir sakhæft athæfi, einstaklinga sem saknað er o.fl. Skráning per- sónulegra upplýsinga verður að vera í samræmi við sáttmála ESB um persónuvernd og í hverju ríki fyrir sig gefur eftirlitsstofnun um vernd persónuupplýsinga því gætur að reglum um persónuvernd sé framfylgt. Óháð eftirlitsstofnun með aðsetur í Strassborg mun einnig gæta verndar persónuupplýsinga. Nú þegar Íslendingar og Norð- menn geta ferðast um 13 af 15 að- ildarríkjum Evrópusambandsins án þess að framvísa vegabréfi má líta á það sem framhald á því Evrópu- samstarfi sem hófst skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Sam- starfið hefur þróast smám saman í hagnýtum skrefum eftir óskum og þörfum aðildarríkjanna með það fyrir augum að bæta lífsgæði al- mennings. FRÁ SCHENGEN TIL KEFLAVÍKUR Gerhard Sabathil Kjarninn í Schengen- samstarfinu, segir Gerhard Sabathil, er að leggja niður eft- irlit með ferðum fólks yfir landamæri þátt- tökuríkjanna, svokölluð innri landamæri. Höfundur er sendiherra og stýrir fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi með aðsetur í Ósló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.