Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 37 mann sem getur ekki borgað ykkur nema brot af því sem þið hafið gert fyrir mig. Þú varst aldrei mikið fyrir lang- ferðir en þessa ferð verður þú víst að fara. Þótt við sjáumst ekki aftur á ég eftir að spjalla við þig. Ég óska þér góðrar ferðar og vona að þú farir varlega. Þinn sonur og vinur, Jóhann. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum, kæri tengdapabbi minn. Minningarnar renna gegnum hugann. Minningar um hlýjan og ljúfan mann sem lét sér annt um fjölskyldu sína og umhverfi. Þessar minningar tengjast ekki eingöngu sárum söknuði, heldur er um að ræða ljúfsárar minningar um innileg og skemmtileg samskipti, hvort sem var við hin hversdagslegu störf eða við önnur hátíðlegri tækifæri. Þú hafðir ætíð gaman af fjöl- breytileika mannlífsins og sérvisku- legum hlutum. Og þú hafðir gaman af því að segja sögur enda kunnir þú hafsjó af sögum úr Reykjavík, göml- um sögum sem nýjum og alltaf kom blik í auga og færðist bros yfir and- litið. Kímnin var aldrei langt undan og þú sást spaugilegu hliðarnar á málunum. Flest símtöl þín til okkar byrjuðu: „Hvað segið þið fallegt? Eru ekki allir hressir?“ Stuttu heimsóknirnar sem við vorum farin að kalla „örheimsóknir“ – þegar þú tylltir þér í eldhúskrók- inn hjá okkur Jóa, þáðir smá veit- ingar t.d. kex og sultu og ekki verra ef hún var heimatilbúin. Fékkst fréttir af þínu fólki og miðlaðir frétt- um til okkar. Síðan varstu rokinn. Alltaf hafðir þú eitthvað fyrir stafni, eitthvað að sýsla fyrir einhverja úti í bæ eða fjölskylduna. Ófá skiptin komstu til okkar, mokaðir snjó af tröppunum, braust klaka af stéttinni eða hreinsaðir burt drasl þegar við stóðum í fram- kvæmdum. Þú varst boðinn og bú- inn til aðstoðar ef við þurftum að- stoðar við. Oft gaukaðir þú einhverju að okk- ur, settir í poka með þeim orðum: „Þið getið kannski nýtt ykkur þetta.“ Stundum þegar við komum heim vissum við að þú hafðir komið við hjá okkur því þá hékk á hurðarhúninum poki með bakkelsi eða öðru góðgæti. Fyrir síðustu jól var það jólaölið. Svona hugsaðir þú um fjölskyldu þína og sýndir væntumþykju þína í verki. Þú varst börnunum okkar, Almari Erni, Friðriki Frank og Maríu Femu, góður afi og fylgdist með þeim á þinn rólega hátt. Og er sárt til þess að hugsa að þau fái ekki lengur að njóta samvista við þig og kynnast þér betur. En við eigum minningar og sögur sem við eigum eftir að miðla til þeirra. Síðustu vikur hafa verið erfiðar og mörg tár fallið. Að sjá þig svona veikan og þér hraka svo hratt og finna sig svo vanmáttugan gagnvart veikindum þínum. Þú dvaldir þína síðustu daga á heimili þínu með fjölskylduna í kringum þig. Við reyndum að hafa umhverfið á sem eðlilegastan hátt, barnabörnin skottuðust í kringum þig eins og áð- ur, með hlátrasköllum og galsa. Degi fyrir andlát þitt var slegið upp smá afmælisveislu hjá ykkur af því að þú gast ekki komið í fimm ára afmæli litla nafna þíns, Friðriks Franks, en hann gat ekki til þess hugsað að ömmurnar og afi kæmu ekki í hefðbundið afmælisboð á af- mælisdaginn. En baráttan var stutt við erfiðan sjúkdóm og þú varst kallaður burt allt of snemma og ótímabært. Þú sem áttir eftir að gera svo margt. Er þú kvaddir þennan heim á heimili þínu var öll fjölskyldan hjá þér. Í bænum við lútum og höldumst í hendur, hugsunum okkar við beinum til þín. Að megir þú himinsins líða um lendur í ljósinu bjarta er í austrinu skín. Ævinnar dagur er kominn að kveldi, kær er þín minning, hún lýsir um nótt. Opnist þér hliðin að Alföður veldi, ástríkis njóttu, svo sofir þú rótt. (Jón Hallur Ingólfsson.) Með því síðasta sem þú sagðir við okkur var að þú vildir bara vera í hlýjunni hjá okkur. Kæri Friðrik, þú verður ætíð í hlýjunni hjá okkur, í hlýjum og góðum minningum, orða- tiltækjum og atvikum sem munu minna á þig. Takk fyrir allt. Guð verndi þig og geymi. Díana. Elsku afi. Ég sakna þín mjög sárt. Dagurinn sem þú lést var mjög lang- ur sorgardagur. Þetta er skrítið. Ég grét mikið þennan dag. Stundum jafnast það, en svo kemur það aftur. Það má segja að það komi í bylgjum. Það verður allt svo skrítið án þín. Ég vildi að ég hefði eitt tækifæri til að hitta þig, en ég hef ekki neitt tæki- færi til þess. Vonandu veistu hvað ég sakna þín mikið. Þú veist líka að okkur öllum þykir vænt um þig og við söknum þín svo mikið. Þú varst það mikið veikur og ég vissi að þér leið dálítið illa. En nú veit ég að þér líður betur og vonandi ert þú kom- inn í betri heim. Ég vona að þér sé batnað. Ég á eftir að sakna þín og þú skalt trúa því, að ég á aldrei eftir að gleyma því hvað við gerðum margt skemmtilegt saman. Ég mun alltaf muna hvað þú varst góður og skemmtilegur afi. Alltaf þegar ég kom með rútunni í bæinn komst þú að sækja mig og keyrðir mig heim til þín, ömmu og frænda. Eins var þeg- ar ég var lítil, þá var ég alltaf heima hjá ömmu og þér meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Eftir að ég varð aðeins stærri fékk ég stundum að koma til þín á skrifstofuna í heim- sókn. Þá bauðst þú upp á malt og te- kex og það var alveg sérstakt bragð af því. Nú á ég aðeins minninguna um þig eftir og ég mun segja litlu frændsystkinunum frá þér. Ég gleymi þér aldrei. Ástkærar kveðjur frá þínu barna- barni. Ásta Hrönn. Það varð snöggt um nafna minn og mág. Ekki þarf að spyrja um leikslok þegar krabbinn herjar á. Sumir falla á örskotsaugabragði, en aðrir búa við umsátursástand um árafjöld. Það er huggun harmi gegn, þegar kærleiksríkar líknarhendur Karitasar veita ástúð og umhyggju síðustu vikurnar. Friðrik vann í Reykjavík við verslunarstörf alla tíð, hann var vin- sæll í starfi og átti fjölda vina og kunningja, sem mátu hann að verð- leikum. Um sögu Reykjavíkur á 20. öldinni var hann mörgum fróðari og þá sérstaklega hvað verslun varðar. Var oft fróðlegt að hlýða á frásagnir hans, hverjir höfðu rekið verslunar- fyrirtæki við þessa eða hina götuna í Reykjavík. Hjálpsemi Friðriks var viðbrugð- ið, hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd er til hans var leitað. Friðrik bjó lengst af í Faxaskjóli 4 og var því sannur vesturbæingur og þegar fjölskyldan flutti um set var það rétt vestur fyrir borgarmörkin að Sævargörðum 22. Þar byggðu þau hjónin fallegt og smekklegt heimili og þar undu þau hag sínum vel. Nú er silfurþráðurinn slitinn og gullskálin brotin, eftir er skilið duft- ið eitt, hið jarðneska duft, er hverfur til jarðarinnar. En andinn er farinn til Guðs, sem gaf hann. Ásta mín, undirritaður vottar þér og fjölskyldu þinni samúð sína. Í val- inn er fallinn vammlaus drengur. Friðrik Eiríksson. Um jólin 1953 fengum við eldri systir mín sokk fullan af sælgæti. Sokkurinn var jólagjöf frá 26 ára gömlum manni er nýverið hafði haf- ið störf í heildverslun föður míns. Þetta gladdi okkur litlu börnin af- skaplega. Fjörutíu og átta árum síð- ar varð ég vitni að því þegar þessi sami maður, þá enn við störf í sömu heildverslun, gladdi kornungt barnabarn sitt með trakteringum af svipuðum toga. Hví er minningargrein hafin á þessa vísu? Ástæðan er skýr. Atvik- ið lýsir innræti Friðriks Wathne, mannsins sem við kveðjum í dag. Í fari hans var inntakið einfalt og kristaltært: Vertu heiðarlegur, ábyrgur, kurteis, og gleddu alla þá er minna mega sín. Hafðu engan að háði og spotti, virtu allt sem þú um- gengst, bæði lifandi fólk og dauða hluti. Yfir slíka menn nota Englend- ingar orðið „gentleman“. Þannig er einfaldast að rifja upp minningu þess heiðursmanns sem við nú sjáum á bak, að því er mér finnst allt of snemma. Við Friðrik höfum starfað saman síðan faðir minn lést, fyrir réttum 25 árum, og ég fullyrði að afar sjaldan sló í brýnu okkar á milli í þennan aldarfjórð- ung. Friðriki var treystandi fyrir öllu. Hann vann verk sín af trú- mennsku og samviskusemi, naut þess að hitta viðskiptavini og félaga og slá á létta strengi. Sumir mundu telja að hann hafi verið af gamla skólanum, en einmitt það orðatil- tæki var mikið notað okkar í milli. „Hann er af gamla skólanum,“ sagði Friðrik oft ef einhver barst í tal og þá vissi ég að honum líkaði við manneskjuna og að henni væri treystandi. Einn var sá kostur Friðriks að hann fór vel með íslenska tungu og hafði gaman af að segja sögur. Komu þá oft fram á sjónarsviðið margir kynlegir kvistir en aldrei var þó gert grín að þeim heldur dregnar fram í dagsljósið á elskulegan máta hinar spaugilegu hliðar mannlífsins. Þá fór hann á kostum. Ég neita því ekki að missir minn og fjölskyldu minnar er mikill að eiga hann ekki lengur að en enn meiri er þó missir hans nánustu. Friðrik var einmitt mikill fjölskyldumaður og allar hans gjörðir miðuðust við hag ættingja og vina. Þess naut ég oft, ásamt mörg- um öðrum. Fallinn er í valinn maður „af gamla skólanum“. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu hans í hennar miklu sorg. Fjölskylduna bið ég jafnframt að muna að Friðrik sjálfur hefði ekki viljað að of mikill tími færi í að syrgja hann. Líf þeirra á og verður að halda áfram. Þannig var stíllinn. Þannig var innrætið. Þannig voru skilaboð þessa manns. Vertu sæll, Friðrik, þakka þér fyrir vináttuna og hlýjuna í minn garð. Sjáumst síðar. Eyjólfur Bergþórsson.                                                         !   #$   %&& '    (                  !  "#  " $   % " &'(  "  %  )"*# !    "#  *! %     +  "  !*, $ * # &  &( # &  &  &(                                   !" #$ %& "!& ' ()( !( *'" '  $ ""+  ," ($  $  %& ' +$ - ( .&!"                               ! " #!  %&   '(( )*         "  #                                                    ! " #"" $ %##   #"" &'()  * '  **   #"" * * #*  +, '  ! "    '   - * * # #"" ' (  ()                                        !"## "    $ % %&   !"##  & !   $  ! '"  !"## (  " !"## (  " !"##   (  $                                          !      "                                            !"#$ %&  '  &   ") *$'   ' +!   "#$  !" *$  ' ) ,  , 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.