Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á Fólkinu á mbl.is er vefur um Buena
Vista Social Club í tilefni af tónleikum
þeirra á Íslandi 30. apríl næstkomandi.
Buena Vista Social Club er hópur kúb-
verska tónlistarmanna og skærustu
stjörnurnar í þeim hópi eru Ruben
Gonzalez, Ibrahim Ferrer og Omara
Portuondo.
Hægt er að lesa greinar um
hljómsveitina, hlusta á tvö lög og fá
upplýsingar um miðasöluna á tón-
leikana.
buena vista
social club
á mbl.is
Smelltu þér á BVSC á mbl.is!
Joseph Barbera, einn af frum-
kvöðlum í teiknimyndagerð í
draumaborginni Hollywood. Þeir
störfuðu saman í meira en hálfa
öld og var afrakstur samstarfsins
meðal annars félagarnir Tommi og
Jenni.
Talsmenn teiknimyndasjón-
varpstöðvarinnar Cartoon Net-
work, sem sýnir reglulega margar
af teiknimyndum Hanna, segja að
Hanna verði minnst sem eins af
hæfileikaríkustu teiknurum allra
tíma.
Hanna og Barbara hófu sam-
vinnu árið 1937 og stofnuðu sitt
nafntogaða fyrirtæki tveimur ára-
tugum síðar. Þegar frægðarsól
Hanna og Barbera reis hvað hæst
framleiddu þeir allt að 11 hálftíma
langa teiknimyndaþætti á viku. Á
endanum skildu þeir eftir sig yfir
3 þúsund slíka þætti. Þar til við-
bótar unnu þeir að einstaka stutt-
um teiknimyndum eins og hinum
fimm mínútna löngu Tomma og
Jenna þáttum. Saman unnu þeir til
sjö Óskarsverðlauna.
Hanna fæddist í Nýju-Mexíkó
árið 1910. Hann skilur eftir sig
eiginkonuna Violet, tvö börn og sjö
barnabörn.
anna, eins og Flintstone-fjölskyld-
unnar, Jóga bjarnar og Scooby
Doo.
Hanna var, ásamt félaga sínum
WILLIAM Hanna teiknimynda-
frumkvöðullinn er látinn á 91. ald-
ursári. Hann er höfundur margra
af þekktustu fígúrum teiknimynd-
Hér má sjá William Hanna (til hægri) og Joseph Barbera umvafða
nokkrum af fjölmörgum sköpunarverkum sínum.
Faðir Tomma og Jenna látinn
AP
SARAH Jessica Parker er afmæl-
isbarn dagsins í dag því þessi
smellna leikkona, sem við þekkjum
helst sem Carrie Bradshaw úr þátt-
unum Beðmál í borginni, fæddist í
Nelsonville, Ohio-fylki, fyrir 36 ár-
um.
Sarah Jessica virðist fædd í hlut-
verk sitt, að fjalla um kynlíf og
stefnumótasiði, sá eldheiti hrútur
sem hún er. Hún hefur ekki bara
sólina í hrút heldur einnig ástar-
stjörnuna Venus og samskipta- og
tjáningarstjörnuna Merkúr í þessu
brautryðjandi og bíræfna stjörnu-
merki. Hún er fædd til að vera
krossfari í kynferðismálum. Stjörn-
urnar eru þannig staðsettar að
stelpan er berorð og blátt áfram og
að hún mun gefa hvaða manni sem
er tækifæri ef hann á peninga. Hún
er sjálfstæð, bardagfús og ögrandi,
og lifir lífinu eftir eigin reglum.
En þrátt fyrir að hún sé ofurhugi
á ytra borði hefur hún hið tilfinn-
ingasama tungl í hinni jarðbundnu
steingeit sem afhjúpar konu sem
kýs traust, langvarandi sambönd.
Hún gæti litið út fyrir að vera mann-
gerð sem maður veit ekki hvar mað-
ur hefur en þeim sem Sarah Jessica
þykir vænt um reynist hún stoð og
stytta krefst jafnvægis í tilfinninga-
málum og trausts.
Það sem snýr að framanum hefur
Sarah Jessica hina einbeittu og
metnaðagjörnu stjörnu Mars í því
nákvæma og rökvísa meyjarmerki
sem gefur til kynna að Sarah Jess-
ica sé látlaus fullkomnunarsinni í
starfi sínu. Hún er sífellt að betr-
umbæta sjálfa sig og færni sína.
Júpíter hefur hún svo í nauti, sem er
merki efnislegs ríkidæmis og mun-
aðar sem mun sjá til þess að tryggja
varanlegan frama Söruh Jessicu og
ríkidæmi. Það er nú heppilegt fyrir
leikarann Matthew Broderick sem
klófesti kellu fyrir hartnær fjórum
árum.
Stjarna stjarnanna í þetta sinnið er
hrúturinn Sarah Jessica Parker.
Ögrandi
fullkomnunarsinni
Reuters
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.