Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 33 s t - - a i - - g - a - s r m r i t - r , - n ð ð . m - a a f m n - s g n f ð - i - s ð . u r u u u k i - - u r - ð ð t - - m - l u t ð m - . l n r - n a m - t n a i ð svo ákveðið fram í þessu máli að segja má að hann hafi lagt pólitíska framtíð sína að veði að þessi áform verði að veruleika. Á sama tíma hafa svo forráðamenn Norður- áls á Grundartanga lýst áhuga á verulegri stækkun álversins þar sem hafa mundi mikla þýðingu fyrir atvinnulífið á suðvesturhorni landsins. Þeir eru með peningana tilbúna. Þeir komast hins vegar ekkert áfram með þessi áform vegna þess að í raun koma þeir að lok- uðum dyrum hjá Valgerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra. Norðurálsmenn munu hins vegar ekki láta peningana sína liggja lengi óhreyfða í banka og eru líklegir til að fara annað ef þeir fá ekki áheyrn hér. Það mundi augljóslega verða póli- tískt áfall fyrir Framsóknarflokkinn á höfuð- borgarsvæðinu og Vesturlandi ef Norðuráls- menn féllu frá þessum áformum vegna þess að á þá hafi ekki verið hlustað í ráðuneytum Framsóknarflokksins. Þetta mál sýnir vanda Framsóknarflokksins í hnotskurn. Það er erfitt að sækja aukið kjós- endafylgi á suðvesturhornið ef kjósendur fá á tilfinninguna að framfaramál stöðvist vegna ótta framsóknarmanna við að uppbygging á því svæði komi í veg fyrir uppbyggingu annars staðar á landinu. Það er svo umhugsunarefni fyrir forystu- menn Framsóknarflokksins að Sjálfstæðis- flokkurinn er líka flokkur sem sækir fylgi sitt bæði í þéttbýli og dreifbýli og hefur alltaf haft öfluga stöðu á landsbyggðinni. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hins vegar ekki komizt í þá stöðu, sem Framsóknarflokkurinn virðist vera að komast í að öllu óbreyttu, að togstreitan á milli hagsmuna þéttbýlis og landsbyggðar valdi flokknum miklum erfiðleikum. Hvað veldur því að Sjálfstæðisflokknum tekst betur að fást við hagsmunaátökin á milli ólíkra landshluta? Getur verið að þetta sé að einhverjum leyti heimatilbúinn vandi fram- sóknarmanna sjálfra? Ný forysta ÞÓTT framsóknar- menn eigi samkvæmt því sem hér hefur verið rakið í töluverðum vanda við að fóta sig málefnalega á þeim ólíku hagsmunum, sem takast á milli þéttbýlis og dreifbýlis, tókst þeim býsna vel að endurspegla þessi mismun- andi sjónarmið í kjöri nýrrar forystu á flokks- þinginu. Með kjöri Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra sem varaformanns Framsóknar- flokksins hafa þeir lýst því yfir að flokkurinn muni eftir sem áður leggja ríka áherzlu á hags- muni sveitanna og dreifbýlisins. Landbúnaðar- ráðherra hefur skapað sér skemmtilega sér- stöðu í ríkisstjórn og er líklegur til að verða öflugur málsvari landsbyggðarsjónarmiða inn- an Framsóknarflokksins. En jafnframt var það snjall leikur á hinu pólitíska taflborði hjá Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra að bjóða sig fram til ritara en ekki varaformanns eins og margir gerðu ráð fyrir að hún mundi gera. Með yfirburðakjöri í þá stöðu hefur unhverfisráðherra augljóslega skapað sér sterka vígstöðu til framboðs í for- mannsstöðu Framsóknarflokksins þegar nú- verandi formaður hverfur frá því starfi. Ráðherrarnir tveir eru áberandi talsmenn þeirra tveggja kjósendahópa sem Framsóknar- flokkurinn þarf að ná til og með því að undir- strika þriggja manna forystu í stað tveggja getur flokkurinn styrkt stöðu sína á höfuð- borgarsvæðinu og meðal ungs fólks. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi minnkað gegnir hann jafn veigamiklu hlutverki í ís- lenzkum stjórnmálum og áður. Hann er eins og oft áður í ákveðinni lykilstöðu. Þó hefur það breytzt frá því sem var á árum áður þegar kalda stríðið og átökin um utanríkisstefnuna gerðu það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki margra kosta völ við stjórnarmyndun. Nú má segja að Sjálfstæðisflokkurinn gæti málefnanna vegna myndað ríkisstjórn með hvaða flokki sem væri. Þannig er t.d. augljós samhljómur í afstöðu Sjálfstæðisflokks og vinstri-grænna til Evrópumála sem er gjör- breyting frá því sem var þegar samstarf Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags var talið úti- lokað vegna utanríkismála. Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík geta haft áhrif á þá pólitísku mynd sem hér hefur verið til umfjöllunar. Eins og mál hafa þróast innan Framsóknarflokksins má telja víst að flokkurinn muni eiga áframhaldandi aðild að Reykjavíkurlistanum þótt ekki sé hægt að úti- loka einhverjar uppákomur í þeim efnum. Reykjavíkurlistinn mun hins vegar ekki halda meirihluta sínum í Reykjavík ef vinstri-grænir efna til sjálfstæðs framboðs í höfuðborginni. Sú harða afstaða sem fram kom til vinstri- grænna á flokksþingi Framsóknarflokksins getur haft erfiðleika í för með sér í væntan- legum samningaviðræðum Reykjavíkurlistans og vinstri-grænna um samstarf í borgar- stjórnarkosningum. Ef Reykjavíkurlistinn teygir sig of langt til móts við sjónarmið vinstri-grænna getur það orðið til þess að framsóknarmenn hrökkvi til baka. En vinstri- grænir telja sig áreiðanlega í stöðu til að gera miklar kröfur til Reykjavíkurlistans og vekja athygli á því að þeir gætu með sjálfstæðu framboði og samningaviðræðum um meiri- hlutamyndun að kosningum loknum við hvorn hinna flokkanna sem er, Reykjavíkurlista eða Sjálfstæðisflokk, hugsanlega náð meiri mál- efnalegum árangri en með aðild að Reykja- víkurlistanum í kosningum. Næstu tvö ár geta því orðið óvenju við- burðarík á vettvangi stjórnmálanna. Morgunblaðið/Ómar Í Húsdýragarðinum. „Það mundi aug- ljóslega verða póli- tískt áfall fyrir Framsóknarflokk- inn á höfuðborgar- svæðinu og Vestur- landi, ef Norðuráls- menn féllu frá þessum áformum vegna þess að á þá hafi ekki verið hlustað í ráðuneyt- um Framsóknar- flokksins.“ Laugardagur 24. marz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.