Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Friðrik F.Wathne var fæddur á Seyðisfirði 3. júní 1923. Hann lést á heimili sínu þann 16. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lára Friðriksdóttir Wathne, f. í Reykja- vík 6. janúar 1900, d. 10. júní 1981, og Jó- hann Anton Wathne, f. á Búðareyri við Reyðarfjörð 30. janúar 1895, d. 29. ágúst 1969. Friðrik var næstelstur í hópi fjögurra systkina en þau eru : Hjördís Wathne, f. 6. maí 1925, húsfreyja í Kópavogi, gift Hektori Sigurðs- syni f. 13. september 1921. Börn þeirra eru Hrefna, Sigurður Örn og Jóhann Már. Jón Atli Wathne, f. 19. mars 1929, d. 17. janúar 1993. Ásta Hrönn, f. 12. janúar 1990, og Maríanna f. 25. nóvember 1995. 2) Jóhann Albert, f. 12. apríl 1963, sjúkraliði við Kleppsspítalann. Maki hans er Díana Liz Franks- dóttir, f. 4. ágúst. 1964, hjúkrunar- fræðingur á Kleppsspítalanum. Börn þeirra eru: Almar Örn, f. 19. nóvember 1991, Friðrik Frank, f. 15. mars. 1996, og María Fema, f. 20. júlí 1999. 3) Eiríkur Jón, f. 8. október 1965, starfsmaður í Nóa- túni. Friðrik fluttist ásamt foreldrum og systkinum til Reykjavíkur 1935. Hann var við nám í Laugarnesskól- anum og síðan Austurbæjarskólan- um. Hann fór ungur að vinna eins og venja var á þeim árum. Byrjaði að sendast með skólanum, fyrst í Kiddabúð og síðan í Málaranum. Síðan lá leið hans í Heildverslun Ólafs Gíslasonar og síðan starfaði hann um tíma hjá Friðrik Bertel- sen. En megnið af sinni starfsævi eða í næstum fimmtíu ár starfaði hann í Heildversluninni Berg. Útför Friðriks fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudaginn 26. mars, og hefst athöfnin klukk- an 15. Hann var ókvæntur og barnlaus. Albert Wathne, f. 21. febrúar 1931, starfsmaður Kassagerðarinnar, kvæntur Maju Veigu Halldórsdóttir, f. 20. maí 1938. Barn þeirra er Jóhann Ottó. Friðrik kvæntist hinn 14. júní 1958, Ástu Eiríksdóttir, f. 22. júní 1923 á Hesti í Borgarfirði. Foreldr- ar hennar voru Eirík- ur Albertsson prestur og skólastjóri á Hesti og kona hans Siguríður Björns- dóttir kennari. Börn Friðriks og Ástu eru: 1) Guðbjörg Lára, f. 5. desember 1958, nemandi við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Maki hennar er Kristján Friðriksson, f. 24. febrúar 1954, vélfræðingur hjá Landsvirkjun. Börn þeirra eru Pabbi minn. Stundum gerast at- burðir á augabragði sem við vitum öll að eiga eftir að henda okkur, en eru fjarlægir. Hugsunin er alltaf sú að nógur tími sé til stefnu. Þú sem varst svo hress og kátur, fórst til vinnu á hverjum degi, þótt þú værir kominn í eldri borgara tölu og hefðir getað verið sestur í helgan stein. En það átti ekki við þig. Þú varst búinn að vera á sama vinnustaðnum í næstum fimmtíu ár og alltaf í mið- bænum, fyrst í Lækjargötunni og síðan á Bergstaðastrætinu. Þú þekktir miðbæinn og fannst það til- heyra að fara þangað á hverjum degi. Minningarnar sem við eigum um þig, þegar þú varst að vinna niðri í Berg, þegar við fengum að líta inn, bæði sem börn og þegar við urð- um eldri, og þiggja einhverjar góð- gerðir eða fá að fara með í bíltúr og keyra út vörur. Það var eins og þú þekktir fólk alls staðar sem við kom- um, hvort sem það var inni í búð- unum eða bara úti á götu. Þú hafðir unnið við verslunarstörf alveg frá unglingsaldri frá því að vera sendill í Kiddabúð og hjóla með vörur, síðan hjá Friðrik Bertelsen og fleiri fyr- irtækjum þangað til þú byrjaðir í Berg en það var áður en við systk- inin fæddumst. Það var oft svo gam- an að heyra þig segja sögur frá þess- um árum, hvað þið vinirnir voruð að bralla og hvernig lífið á Seljaveg- inum og vesturbænum gekk til. Þú hafðir góða frásagnargáfu og mund- ir eftir mörgum kúnstugum atburð- um. Ég veit að ég tala fyrir munn margra að hjálpsamari maður en þú var varla til. Þú varst maður smáat- riðanna. Áttir það til að koma í heimsókn með meðlæti til fólks sem þú vissir að átti kannski bágt með að komast út, moka snjóinn af tröpp- unum fyrir það, fá þér kaffisopa og síðan varst þú horfinn, oftast innan hálftíma. Ég man það sem barn að mörgum vinkonum mínum fannst það skrítið að ég fór alltaf með þér í bæinn, ef átti að kaupa jólakjól, nýja skóla- úlpu eða fyrstu skólatöskuna fórum við saman og versluðum. Við vorum vön að fara saman í heimsóknir og eftir að ég flutti út á land birtist þú oft, annaðhvort með rútunni eða keyrandi, færandi hendi en stopp- aðir yfirleitt ekki lengi, venjulega aðeins eina eða tvær nætur. Þegar við komum í bæinn og gistum hjá þér og mömmu, sem var ósjaldan, var alltaf verið að hugsa um hvað væri hægt að gera fyrir okkur. Þeg- ar komið var út í bíl á morgnana var það segin saga að þú varst búinn að moka, þrífa gluggana og hita bílinn upp svo ég færi nú ekki inn í kaldan bílinn. Þú varst alltaf að hugsa um börnin þín og fjölskyldur þeirra og hvað þú gætir gert fyrir þau. Eins var um marga aðra sem áttu þig að í gegnum tíðina. Hvernig átti okkur að gruna um jólin, þegar þú fórst að kvarta yfir verkjum og þú værir svo þreyttur, að þetta væri svona alvar- legt. Og svo þegar úrskurðurinn kom nokkrum dögum fyrir andlát þitt héldum við að við ættum a.m.k. nokkra mánuði eftir saman. En við vitum aldrei hvernig hlut- irnir snúast og allt í einu varst þú farinn frá okkur. Sem betur fer fékkst þú að deyja heima, eins og þú óskaðir, umvafinn öllu þínu fólki. Það er bara einhvern veginn svo sárt að vita að við fáum aldrei að hafa þig hjá okkur eins og áður. Samt var eins og brottför þín væri við hæfi. Þú stoppaðir oftast stutt þar sem þú komst og símtölin voru oft í styttra lagi. En þú vildir alltaf fylgast með hvort við hefðum það ekki örugglega gott og liði vel. Þótt þú verðir ætíð í huga okkar, sem þótti svo vænt um þig, er það ekki eins og hafa þig hjá okkur. Þig vant- ar í hópinn okkar. Barnabörnin þín spyrja: Hvernig gat þetta gerst? En þetta er víst lífsins gangur sem á fyrir okkur öllum að liggja. Kveðjur til þín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, frá Kristjáni, Ástu Hrönn og Maríönnu. Farðu í guðs friði. Þín dóttir, Lára. Jæja elsku pabbi. Þá ertu farinn í þína lengstu ferð og þetta verður víst fyrsta og eina bréfið sem ég skrifa þér. Síðustu dagar fyrir andlát þitt voru skrýtnir og undarlegir og hlut- irnir gerðust hratt, ég dvaldi mikið heima hjá ykkur mömmu og á þeim tíma hugsaði ég mikið um samband okkar. Fyrir um 38 árum kom ég inn í líf þitt og átti eftir að fylgja þér síðan. Þetta voru góð ár, eiginlega alltaf sól, stundum smá dropar. Á þessari ferð okkar hef ég lært margt og sé kannski núna hvað það er sem skipt- ir okkur máli í lífinu og hvað ekki. Þegar kom að kveðjustundinni var bara einn hlutur sem ég átti eftir að segja þér og það var hvað mér þótti óendanlega vænt um þig. Það var stundum skrítið fyrir lít- inn strák, óframfærinn og feiminn að eiga pabba sem fylgdi ekki straumnum og fór sínar eigin leiðir og hafði alltaf hlutina aðeins öðru- vísi en aðrir. Síðast í gærkvöld var ég minntur á hvernig þú fórst ætíð þínar eigin leiðir þegar við vorum á leið heim frá nesinu, að Almar sagði og benti til vinstri: Afi fór alltaf þessa leið. Leið sem við förum aldrei og fáir gera, því hún er hálfgerð krókaleið. Þú sagðir alltaf: Engin hættuleg gatnamót. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að ég sá hvað það er miklu meira varið í fólk sem fylgir ekki þessum straum og gerir hlutina aðeins öðru- vísi. Ég á margar góðar minningar sem ég get brosað að núna en gerði kannski ekki þá. Þegar ég lít til baka held ég að veraldlegir hlutir eða lífsgæða- hlaupið hafi ekki skipt þig mjög miklu máli nema fyrir utan að eign- ast eigið húsnæði og svo kannski málverkin þín. Þegar ég spurði þig hvort þú ætl- aðir ekki að fá þér hitt og þetta, t.d. nýjan bíl, voru svörin ætíð á þá leið að þessir hlutir skiptu þig bara ekki nokkru máli. Ætíð varstu þakklátur fyrir hvað eina sem fyrir þig var gert – hvernig svo sem það var gert – eintómir snillingar á ferð. Ef ég gerði eitt- hvað fyrir þig og vildi gera hlutinn betur var alltaf sama viðkvæðið hjá þér: „Þetta má bara ekki vera betra.“ Ég man ekki eftir því að hafa heyrt þig hallmæla nokkrum manni og þó að allir væru sammála um að hann væri bjáni reyndir þú ætíð að bæta úr og fannst ætíð eitthvað já- kvætt í fari hans, stundum með at- hugasemdum sem komu málinu ekkert við, s.s. hann á voða mynd- arlega konu eða hann er alltaf fínn í tauinu. Það versta sem þú gast sagt um nokkurn mann var að þér þætti hann ekki skemmtilegur. Við vorum ekki alltaf sammála um hlutina – eiginlega vorum við alltaf ósammála en ég held að það hafi verið bara til að hafa umræðuna lif- andi og skemmtilega – innst inni vorum við sammála um svo marga hluti. Ég hafði samband við þig næstum því á hverjum degi en nú þarf ég að leita annað til að biðja um smá- greiða, upplýsingar eða bara smá- spjall. Ég á sjaldnar eftir að heyra orð eins og rakin vitleysa, tóm della, bakkelsi, „lay it on the line“ eða ég má bara ekki til þess hugsa. Það verður skrítið, pabbi, að fara í bæinn og geta ekki komið við hjá þér niðri í Berg sem var vinnustaður þinn í næstum 50 ár. Manstu, pabbi, þegar ég spurði þig hvort þú hefðir aldrei hugsað um að skipta um vinnustað og þá sagðirðu: „Ég fengi hvergi að hafa sama frjálsræðið,“ en það skipti þig miklu máli. Þér þótti vænt um fyrirtækið og þann sem þú vannst með, hann Olla, þú sagðir að þið væruð á svipaðri bylgjulengd. Eftir að hafa kynnst þér sem föð- ur er ekkert skrýtið að ég valdi þig sem vin minn, maður fær víst að velja þá sjálfur en föður og móður fékk ég ekki að velja frekar en nokk- ur annar. Sá sem valdi ykkur mömmu á einn inni hjá mér ef ekki fleiri. Dyrnar hjá ykkur hafa alltaf verið opnar mér og minni fjölskyldu og er ég þakklátur fyrir þá ást, hlýju, ör- yggi og virðingu sem þið hafið veitt mér. Allir smáu hlutirnir sem þið gerðuð fyrir mig eru löngu orðnir að mörgum stórum. Þú talaði ekki oft um tilfinningar en síðustu dagana var það svo aug- ljóst í samtölum okkar hvað þér þótti vænt um mömmu. Ef ég gerði eitthvað fyrir ykkur voruð þið mér alltaf þakklát. En sjálfur lít ég á mig sem skuldugan FRIÐRIK WATHNE                               !" # $ % %                              !    ""# $       %              &      ' &'  ( " ')*+""  $( &+ *  , ( " ')*+"" )  $ "** &+ " ')**   -" ( ./!*+"" "% " ')**   -" $*+"" !%   *+"" + 0" +** & 0   ** / $  *+""  %/! *01 (                                    !" "  ! "#!$ !%&  ' !$ !  ( !  !%%&  ! )* + #,,! '+ ! "#!  !%%&  "&!'!$ ! , %#,,!  ,, !  !%%&   $ -   !%#,,! %  ! !  !%%&  . /# %#,,!  !  '  !%#,,! . ' . ' %&  0 ! 01! &' 0 ! 0 ! 01! 2                        !                 " #!  $ %!# &'  && (    #&'  ) & "  ' ##*  ##  "  #&'  + ,#   ' ##*   #   ##*  '  -   ##*   .  "  / * 0 0 $                      !                      !   "   #    "#  $ %&$'  (   '    $ $$!    $! )* + , +-$'  .   '  /#$   0 )   $!  + $ 1 $'  %   $! 23 4 2-$'    !   5                                           !   ! "#!#$!  !"#$ %&$" '" %() ""  !"# #( $ "" %($""  !"# #( $ *+" ,"" $ '"  !"#$  !"# '"  #  !"# #( $ %-. . * '" ' / $" /&$"0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.