Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ N Ú ÞEGAR fyrsta ársfjórðungi ársins 2001 er að ljúka og lang- flest fyrirtæki íslensks atvinnu- lífs hafa gert afkomu sína fyrir liðið ár kunna á aðalfundum eru sjálfsagt mun fleiri fjárfestar og eigendur hlutabréfa uppteknir af slakri af- komu og lélegri arðsemi fyrirtækja á liðnu ári, en því hvernig eignarhaldi í fyrirtækjunum er varið, eða með hvaða hætti er skipað í stjórnir þeirra. Síðar í þessari viku halda tvö fyrirtæki aðal- fundi sína, þar sem þar sem átök að tjaldabaki um ofangreinda þætti hafa verið mikil undan- farnar vikur og misseri. Í þessum átökum hef- ur það komið skýrt fram að pólitískar blokkir viðskiptalífsins, sem áður voru kenndar við Kolbrabbann og Sambandið, eru síður en svo útdauðar – þær hafa aðeins breytt um svip. Nú er ekki lengur talað um Sambandið sem blokk í viðskiptalífinu enda vart við hæfi lengur. Fyrirtækin eru Olíufélagið hf. (ESSÓ) sem heldur aðalfund sinn næsta miðvikudag, hinn 28. mars, og Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) sem heldur aðalfund sinn daginn eftir, hinn 29. mars. Þegar Samvinnutryggingar sf. og Bruna- bótafélag Íslands hf. runnu saman árið 1989 undir merkjum VÍS varð til tvenns konar nafn- gift á eigendunum, B-hópur, (eigendur Bruna- bótar) og S-hópur, (eigendur Samvinnutrygg- inga). Í þessari umfjöllun verður stuðst við nafngiftina S-hópurinn, þegar fjallað er um eigendur og stjórnendur og stjórnarmenn fyrrum Sambandsfyrirtækja. Aðalátökin hafa átt sér stað á milli S-hópsins annars vegar og meðeiganda hans í VÍS hins vegar, þ.e.a.s. Landsbankans. En það sem vek- ur kannski enn meiri furðu er að á vissan hátt gegna tveir erfðaprinsar Sambands íslenskra samvinnufélaga lykilhlutverkum í þessu við- skiptadrama. Erfðaprinsar sem segja má að séu orðnir kóngar, hvor á sínu sviði, þeir Axel Gíslason og Geir Magnússon. Það er Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, sem er kominn í stríð við þá Axel Gíslason, for- stjóra VÍS, og Geir Magnússon, forstjóra ESSÓ. Taka menn svo djúpt í árinni að segja að Ólafur hafi á vissan hátt tekið afstöðu með Landsbankanum, í átökunum um það hvort VÍS verður skráð á markaði og hve stóran hlut VÍS eigi að selja á markaði. Hann mun einnig hafa verið talsmaður þess að ESSÓ selji sinn hlut í VÍS, en ESSÓ á 13,4% hlut í félaginu. Þá hefur Ólafur verið ósammála Axel um hverja eigi að kjósa í stjórn ESSÓ á aðalfundi félags- ins á miðvikudag. Ólafur hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að uppræta beri skiptingu viðskiptalífsins í póli- tískar blokkir. Þær skoðanir hans falla ekki í kramið hjá stórum hluta fyrrverandi Sam- bandsmanna. Samskip töpuðu umtalsvert á liðnu ári og það var ljóst í hvað stefndi, þegar síðastliðið hausti. Afkoma félagsins fyrir liðið ár verður ekki kynnt fyrr en á aðalfundi félagsins eftir mánuð eða svo. Samskip eiga 3,03% í ESSÓ. Vistun hlutabréfa hjá fyrirtæki, felur það í sér, að bréf eru seld fyrirtæki. Seljandinn hef- ur síðan forkaupsrétt að bréfunum þegar þau eru seld að nýju. Þess munu þekkjast mörg dæmi að forsvarsmenn fyrirtækja óski eftir slíkri vistun hlutabréfa, í ákveðinn tíma, til þess að bæta efnahagsreikning fyrirtækja sinna tímabundið. Á liðnu hausti vildi Ólafur Ólafsson fá að vista hlutabréf Samskipa hjá Traustfangi, til þess að bæta efnahagsreikning fyrirtækisins. Traustfang var upphaflega stofnað sem eignarhaldsfélag ESSÓ, VÍS og Samvinnulíf- eyrissjóðsins um eign þeirra í Frjálsa fjárfest- ingabankanum. Eignir í félaginu í dag eru tvenns konar: Stór eignarhlutur í ESSÓ, 19,02% og 63 milljóna hlutur að nafnvirði í SÍF, en gengi SÍF bréfa er 2,95. Axel Gíslason, stjórnarformaður Traust- fangs, mun hafa hafnað þessari beiðni Ólafs og bent honum á að einfaldast væri að semja um slíka vistun við eitthvert verðbréfa- eða fjár- málafyrirtækið, þannig að Samskip bæru þann kostnað sem af slíku hlytist, en ekki aðrir eig- endur Traustfangs. Síðan hefur, að sögn, and- að köldu þarna á milli að ekki sé meira sagt. Það var snemma árs 1997 sem Landsbanki Íslands keypti 50% hlut í Vátryggingafélagi Ís- lands hf., hlutinn sem tilheyrði Brunabóta- félagi Íslands hf. þar til félagið sameinaðist Samvinnutryggingum hf. árið 1989 og tilheyrði eftir það eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands. Landsbankinn og S-hópurinn svo- nefndi, (Gamli Sambandsfyrirtækjaarmurinn) hafa með hléum átt í viðræðum um markaðs- væðingu VÍS í alllangan tíma. Um síðustu helgi mun hafa dregið til úrslita í viðræðum Landsbankans og S-hópsins. Þá var, samkvæmt heimildum, komin veruleg þreyta í raðir beggja og líklega enn meiri hjá Lands- bankamönnum. Einn Landsbankamaður orð- aði það svo: „Við erum búnir að reyna að þrýsta á það að algjör lágmarkstillaga, að því er varð- ar markaðsvæðingu og skráningu bréfa félags- ins á Verðbréfaþingi, verði samþykkt, en án ár- angurs.“ Ákvæði um markaðsvæðingu Ákvæði var um það í hluthafasamkomulagi sem aðilar gerðu með sér í ársbyrjun 1997, að aðilar stefni að því að félagið verði skráð á markaði og það verði gert þegar aðilar hafa komið sér saman um aðferðafræði í þeim efn- um og telji hentugt að félagið fari á markað. Þá verði það gert þannig að báðir eigendurnir minnki sinn hlut jafnt í félaginu. Í þessu samkomulagi er einnig ákvæði um að aðilar séu sammála um að hvorugur seilist til meirihlutaáhrifa í félaginu eftir að það hafi ver- ið skráð á markaði. Talsverð kergja hefur verið í þessum við- ræðum milli aðila að undanförnu, ekki síst vegna þess að hvað eftir annað hafa eigend- urnir verið komnir með drög að samkomulagi markaðsvæðingu og skráningu VÍS, en jafn- harðan hefur verið horfið frá samkomulagi. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, sem leiddi við- ræðurnar fyrir S-hópinn við Landsbankann til skamms tíma, sem framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga, sem eiga 26% í VÍS, hefur að mati Landsbankamanna verið erfiður og ósveigjanlegur í samningum. Þessar samningaviðræður eru litnar allt öðr- um augum af ákveðnum fulltrúum S-hópsins. Þar á bæ segja menn einfaldlega að Lands- bankinn hafi sett fram haldbær rök fyrir því að honum sé nauðsynlegt að minnka fjárskuld- bindingar sínar og við þeim rökum vilji S-hóp- urinn bregðast jákvætt, þannig að meðeigandi hans að VÍS geti bætt eiginfjárstöðu sína, án þess að S-hópurinn ætli að bregðast við, með því að seilast eftir auknum hlut, eða setja fót- inn fyrir bankann á nokkurn annan hátt. Talsmenn bankans hafi látið í veðri vaka að þeir vildu hugsanlega selja fjórðung eða svo af sínum hlut í VÍS á markaði til þess að losa um fé. Þeir geri engar athugasemdir við það og vilji Landsbankinn selja fjórðung eignar sinnar á markaði, bjóði þeir nýja eigendur velkomna. Við það fáist einnig markaðsverð á félagið, sem aðila greinir augljóslega á um hvert er. Bent er á hver þróunin hafi verið með gengi hlutabréfa í skráðum hlutafélögum eins og Sjóvá-Almennum sem á skömmum tíma hafi farið úr genginu 37 í 27 og að sama skapi hafi markaðsvirði fyrirtækisins lækkað um meira en 25%. Sömu sögu sé að segja um þróun geng- is hjá Íslandsbanka-FBA sem á nokkrum mán- uðum hafi farið úr genginu 5,3 niður fyrir 4. Markaðsvirði bankans hafi þannig minnkað um tugi milljarða og Landsbankinn, viðsemj- andi S-hópsins, hafi verið metinn á yfir 30 milljarða króna í fyrra en nú sé hann a.m.k. 10 milljörðum króna minna virði, samkvæmt markaðsverði. Hann hafi verið á genginu 4,6 í september í fyrra, en nú losi gengi hans 3,5. S-hópurinn telji því að nú séu ekki fyrir hendi þær aðstæður á hlutabréfamarkaði, sem kalli á skráningu bréfa VÍS og sölu á markaði. Það sé mun vænlegri kostur fyrir eigendurna, a.m.k. S-hópinn, að bíða og sæta færis þegar markaðurinn tekur við sér á nýjan leik. Fulltrúar S-hópsins segjast þó hafa fullan skilning á því að Landsbankinn þurfi og vilji selja ákveðinn hluta af eign sinni í VÍS og segj- ast ekki munu leggjast gegn því. Kveðast reyndar reiðubúnir til þess að setja eins og 4% á markað við skráningu. Gæti bankinn aukið hagnað um 900 milljónir með sölu? Í bankagreiningu sem greiningardeild Kaupþings gerði í júní í fyrra segir m.a. um Landsbankann: „Ljóst er að eiginfjárbinding Landsbankans vegna 50% hlutar þeirra í Vá- tryggingafélagi Íslands er bankanum töluverð byrði. Með samanburði við hin tryggingafélög- in má ætla að vanmat á verðmætum eignar í VÍS nemi 2,0–3,0 milljörðum króna eftir skatta væri félagið skráð á Verðbréfaþing Íslands. Sé þeirri upphæð bætt við eigið fé bankans og gert ráð fyrir 10% eiginfjárhlutfalli, eykst út- lánageta bankans um 30 milljarðar króna. Mið- að við 3% vaxtamun er ljóst að þetta myndi þýða um 900 milljóna króna viðbót við hagnað bankans á ári, að gefnum sama vaxtamuni.“ Þetta virðist í fljótu bragði vera sterkur rök- stuðningur fyrir því að Landsbankinn losi sig við þessa eign sína í VÍS, bæti eiginfjárhlut- fallið sem því nemur og auki þannig við tekjur sínar. En ekki er allt sem sýnist. Í fyrsta lagi er þessi greining Kaupþings næstum tíu mánaða gömul og margt hefur breyst á markaðinum á þeim tíma, m.a. markaðsvirði VÍS. Í öðru lagi er fátt sem bendir til þess að bankinn gæti auk- ið útlán sín um 30 milljarða á ári þótt eiginfjár- hlutfall hans leyfði það. Eftirspurn eftir lánsfé í dag sýnir ekki slíka þörf. Þannig að 900 millj- óna aukinn hagnaður af þeim sökum, á árs grundvelli, virðist því vera sýnd veiði en ekki gefin. Mikill ágreiningur um markaðsvæðingu VÍS Gagnkvæm tortryggni ríkir á milli eigenda Vátryggingafélags Íslands, Landsbanka og svonefnds S-hóps Frá því að Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) leið undir lok hefur því oft verið haldið fram að blokkamyndanir í við- skiptalífinu heyri sögunni til. Agnes Bragadóttir komst á snoðir um hið gagnstæða, með því að skyggnast á bak við tjöldin. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.