Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ✝ Svava Vern-harðsdóttir fæddist á Hvítanesi í Ögursveit í Norður- Ísafjarðarsýslu 11. maí 1914. Hún lést á hjúkrunarheimili í Washington 9. mars síðastliðinn. Foreldr- ar Svövu voru Vern- harður Einarsson bóndi, kennari og hreppstjóri, f. 4.8. 1870, d. 3.4. 1937, og kona hans, Jóna Run- ólfsdóttir, f. 10.10. 1876, d. 22.10. 1928. Voru börn þeirra tólf. Guðrún, Guðmundur, Kristín, Sigríður, Eva, Einar og Gunnar eru látin, en á lífi systurnar Ólöf, Svana, Ingibjörg og Þórhildur. Svava lauk kenn- araprófi frá Kenn- araskólanum 1936 og kenndi næsta vet- ur á Ísafirði. Eftir það vann hún við skrifstofustörf í Reykjavík fram til ársins 1944 er hún fluttist til Wash- ington, þar sem hún starfaði í íslenska sendiráðinu um fjörutíu ára skeið. Svava bjó áfram í Washington eftir að hún hætti störfum og dvaldi á hjúkrunarheimili und- ir það síðasta. Þar lést hún 9. þessa mánaðar. Bálför hennar fór fram í kyrr- þey í Washington að ósk hennar. Svava Vernharðsdóttir, sam- starfsmaður og vinkona okkar í hartnær fjörutíu ár, lést nýlega í Washington D.C. Okkur, sem nutum vináttu Svövu, verður hún ætíð minnis- stæð og við erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með henni. Leiðir okkar lágu fyrst saman í sendiráði Íslands í Washington í byrjun árs 1962. Þá hafði Svava starfað við sendiráðið síðan 1946 sem ritari Thor Thors sendiherra. Hún bauð okkur velkomin með einstakri hlýju og vinsemd. Hún var hafsjór af fróðleik og störfin í sendiráðinu og orðin mjög hagvön í Bandaríkj- unum sem við vorum nú að kynn- ast af eigin raun og fyrsta sinn. Við leituðum því mikið til hennar um leiðbeinendur upplýsingar sem hún veitti af þeirri hjálpsemi og einlægni sem henni var eðlislæg. Dóttir okkar Bergljót 5 ára hændist strax að Svövu enda var viðmót hennar við börn í senn glaðlegt og ástúðlegt og spjallaði hún við þau af áhuga um hvað eina sem þau höfðu gagn og gaman að. Sama hjálpsemin, blönduð stjórnsemi, einkenndi framkomu hennar við ungu stúlkurnar sem komu til starfa í sendiráðinu frá Íslandi. Þær áttu sannarlega hauk í horni þar sem Svava var. Íslendingar voru fámennir í Washington á þessum árum en þeim mun samheldnari. Sérhvert tækifæri var notað til að hittast og gleðjast saman og þá var Svava hrókur alls fagnaðar, hláturmild og spaugsöm og var sárt saknað ef hún ekki gat verið með. Vináttu- böndin sem þarna voru bundin hafa haldist fram á þennan dag og ætíð orðið fagnaðarfundir er við höfum hittst á ný. Svava var mikil útivistarkona og náttúruunnandi. Hún var félagi í gönguklúbbi sem stundaði göngu- ferðir um Maryland og Virginíu- fylki um hverja helgi vor og haust. Hún fór einnig í skíðaferðir árlega fram á efri ár bæði innan Banda- ríkjanna og til Austurríkis og Sviss. Yndi hafði Svava af góðri tónlist og var árum saman áskrifandi að sinfóníutónleikum og óperusýning- um í Kennedy center. Svava var kennari að mennt, frábær starfskraftur, vel greind og samviskusöm. Hún var leikinn vél- ritari og annaðist auk þess reikn- ingshald sendiráðsins af mikilli trúmennsku. Hún lærði vélhrað- ritun (stenography) í Washington og nýtti Thor Thors mjög þá kunn- áttu hennar ekki síst við samningu á ræðum og skýrslum er hann gegndi stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og jafn- framt sendiherra í Washington. Svava var aðstoðarmaður Thors árum saman á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna í New York. Svava hætti störfum við sendi- ráðið í Washington 1984 en þar hafði hún eytt langri starfsævi. Lífsstarf hennar var unnið fyrir Ísland á erlendri grund af mikilli trúmennsku og færni svo sómi var að. Svava hafði að vonum fest rætur vestan hafs og Washington D.C. var henni afar kær. Hún bjó þar því áfram eftir starfslok, sjálfstæð og sjálfri sér nóg uns heilsan fór að bila og gat ekki lengur séð um sig sjálf. En hún átti góða, gamla og trygga vini meðal Íslendinga í Washington, sem ávallt höfðu látið sér annt um hana. Viljum við sér- staklega nefna hjónin Sigrúnu Tryggvadóttur Rockmaker og mann hennar Pholip Rockmaker sem tóku hana að sér sem væri hún þeirra eigin móðir og sáu um að hún fengi bestu umönnun sem völ var á uns yfir lauk. Blessuð sé minning Svövu Vern- harðsdóttur. Hólmfríður G. Jónsdóttir og Ingvi S. Ingvarsson. SVAVA VERN- HARÐSDÓTTIR Mér er það bæði ljúft og skylt að skrifa nokk- ur kveðju- og þakkar- orð um föðurbróður minn Ara Björnsson. Ég man fyrst eftir Ara frænda þegar ég kom lítil stelpa með foreldrum mínum og systur að heimsækja afa og ömmu norður að Hnjúkum við Blönduós. Þar bjó Ari með þýskri eiginkonu sinni, Hildu, og stórum barnahópi og hélt bú með foreldrum sínum, Guðrúnu Þorfinns- dóttur og Birni Geirmundssyni. Á Hnjúkum var hvorki mikill né góður húsakostur og fjárhagurinn þröng- ur. Þrátt fyrir að komið væri fram yfir miðja öldina var ekki traktor á bænum og hesti beitt fyrir gamlar heyvinnsluvélar í slættinum. Þær eru bjartar og ánægjulegar minningarnar frá þessum stundum þegar Ari leyfði okkur krökkunum úr Reykjavík að fylgjast með sér í bústörfunum og taka þátt í hey- skapnum. Hvaða ástæða lá að baki því að Ari hafi ílengst hjá foreldrum sínum, en ekki farið til náms eins og bræður hans, veit ég ekki, þó kann að vera að líkamleg fötlun hans eftir lömunar- veiki hafi valdið því. Næst man ég eftir frænda á hlaði Korpúlfsstaða með glæsilegt húsið í baksýn. Þar var stærsta fjós lands- ins bæði með kúm og nautum. Í fjós- inu á Korpúlfsstöðum réð Ari ríkjum í nokkur ár. Hann sýndi okkur alla ARI BJÖRGVIN BJÖRNSSON ✝ Ari BjörgvinBjörnsson fædd- ist á Bollastöðum í Blöndudal 29. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars síðastliðinn. Útför hans fór fram í kyrr- þey. þá miklu tækni sem þar var að finna og þótti manni oft nóg um. Á þessum árum var oft skroppið út fyrir bæinn í heimsókn til Ara og Hildu og man ég eftir að hafa fengið að gista þótt íbúðin í risinu á Korpúlfsstöðum væri ekki stór. Ari var einn af þessum mönnum sem talaði við börn og hann fór með okkur í gönguferðir niður í fjöru að skoða selina og upp að Korpu að sýna okkur silungana. Gönguferðir sem þessar voru ekki sjálfgefnar þar sem hann átti ekki auðvelt með gang. Til Korpúlfsstaða komu í heimsókn frá Þýskalandi tengdaforeldrar hans, Elísabet og Max Stein og einnig mágkona hans Ursula og eiginmaður hennar Werner. Tengdafjölskylda hans var elskulegt sómafólk sem bar með sér andblæ heimsmenningar og sérstaklega var tengdafaðir hans glæsilegur maður. Þegar faðir minn, Geir, og föður- bróðir, Jón, hófu rekstur Raftækja- stöðvarinnar, raftækjaverslunar, heildsölu og rafmagnsverkstæðis á horni Laugavegar og Vitastígs kom Ari til starfa hjá þeim sem lagermað- ur og vann þar í um tvo áratugi eða þar til þeir hættu rekstri. Á þeim tíma vann ég oft hjá fyrirtækinu og kynntist Ara vel. Hann var bæði handlaginn og hjálpsamur og sér- lega ósérhlífinn. Það voru ófáir trékassarnir sem við tókum upp úr í portinu bak við fyrirtækið og marga dagana unnum við saman við að handlanga vörur upp á lagerinn á efri hæðina og risið eða setja saman lampa. Þær voru margar húsmæðurnar úr nágrenn- inu sem komu til mín í búðina og Ari „reddaði“ þegar þurfti að skipta um snúru, kló eða leka pakkningu á hraðsuðukatli. Frúnum lá stundum svo á að þær gátu ekki beðið í nokkra daga eftir að rafvirkjarnir á verk- stæðinu gerðu hlutina. Iðulega var viðkvæðið hjá þeim „hann þarna á loftinu, getur hann ekki gert þetta, – hann hefur bjargað mér áður.“ Hann þarna á loftinu var hann Ari sem að sjálfsögðu bjargaði málunum á með- an beðið var. Oft vann Ari langan vinnudag, alltaf kominn fyrstur á morgnana og búinn að hella á könn- una og þegar mest var að gera t.d. fyrir jól vann hann langt fram eftir kvöldum við að setja saman lampa og ganga frá sendingum út á land. Allt- af var hann tillitssamur og kurteis og aldrei man ég eftir að hann reiddist, þrátt fyrir að álagið væri stundum mikið og kallað á hann úr öllum átt- um. Í versluninni vann við afgreiðsu- störf Fríða Jónsdóttir, þau Ari störf- uðu saman í hátt í tvo áratugi og varð vel til vina enda höfðu bæði góðan húmor. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur í morgunkaffinu eða þegar færi gafst á að spjalla og sagði Ari oft skondnar sögur af atvikum sem hann hafði orðið vitni af í strætó eða annars staðar. Þetta voru græskulausar sögur sagðar til að lífga upp á til- veruna. Í mínum huga var Ari heið- arleg íslensk hvunndagshetja sem kenndi mér, stelpuskjátunni margt um lífsbaráttuna og hvernig maður tekst á við hana af æðruleysi og still- ingu. Kynni mín af honum eru reynsla sem enn þann dag í dag hjálpar mér við að setja mig í spor þeirra sem búa við aðrar aðstæður en ég sjálf. Lífið fer mismunandi höndum um okkur og líf Ara frænda var oft erfitt en ekki minnst ég þess þó að hann hafi nokkurn tímann verið bitur eða öfundast út í aðra. Með væntum- þykju og virðingu kveð ég góðan frænda og þakka honum fyrir ánægjulegar samverustundir. Hildu, börnunum og fjölskyldunni allri sendi ég samúðarkveðjur. Guðrún Erla Geirsdóttir. Skipast veður á skammri stund er skinið breytist í myrkur og líf okkar verður sem logsár und og lítill mannanna styrkur. Helfregnin okkar hjörtu slær og hryggð er í bæ og ranni þín vegna falla tárin tær trúfasti drengur sanni. Nú kveðjum við þig í síðasta sinn með söknuð í viðkvæmu hjarta tárin falla um föla kinn er fellur að nóttin svarta. Léttir þó samt þá sorgartíð og sárin á alla vegu að minningin vakir björt og blíð um brosin þín dásamlegu. (K. Ben.) Kristján minn, við viljum kveðja þig með nokkrum fátæklegum orð- um. Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Það er ekki okkar að spyrja og því síður að svara. Engu að síður, hví gerast svona voðaatburðir? Stór fulllestaður flutningabíll á örmjóum hálfófærum gömlum þjóðvegi lands- ins, þar sem engu má muna. En svo munar einhverju, eins og hendi sé veifað verður banaslys og þjóðveg- urinn tekur sinn toll. Þú fórst að venja komur þínar inn á heimili okkar hjóna þegar þú varst 18 ára, fallegur og góður drengur. Mannkostir þínir komu strax í ljós. Það sáum við best í samskiptum þín- um við 8 mánaða gamla dótturdóttur okkar, Sigrúnu Birnu, sem var á heimili okkar þegar þú og Elín Helga elsta dóttir okkar fóruð að krunka ykkur saman. Þið Sigrún Birna smulluð saman eins og flís við rass. Væntumþykja og ábyrgðartilfinning voru meðal kosta þinna, og þess naut fjölskylda þín í ríkum mæli. Við verðum að viðurkenna að okk- KRISTJÁN GUNNAR MAGNÚSSON ✝ Kristján GunnarMagnússon fæddist á Akureyri 14. apríl 1972. Hann lést af slysförum 6. mars síðastliðinn. Útför hans var gerð frá Glerárkirkju 13. mars. ur fannst það heldur stór biti fyrir 18 ára gamlan dreng, að taka upp á arma sína trippið hana dóttur okkar og dóttur hennar. Þú varst nefnilega ekki búinn að koma oft þegar það sáust skærar stjörnur í augum ykkar beggja þegar þið voruð saman. Þegar við orðuðum þetta við þig svaraðirðu snöggur upp á lagið: „Þetta er mitt fólk og mín fjölskylda.“ Ári seinna setjið þið saman heimili og fjölskyldan stækk- ar. Krílið hún Helga Guðrún bætist í hópinn, seinna rak Gunnar Haf- steinn, snaggaralegur pjakkur, lest- ina. Tuttugu og fjögurra ára varstu kominn með fimm manna fjölskyldu. Það var keypt íbúð, bíll og allt heila klabbið. Þú vannst myrkranna á milli til að sjá sómasamlega um þitt fólk. Þú helltir þér út í lífið af fullum krafti. Það hvarflaði stundum að okkur að það væri fullgeyst farið og oft var eins og þér lægi þessi lifandi ósköp á að verða fullorðinn. Þegar svo skjótt er klippt á hvarflar að manni sú hugsun að kannski hafi þér legið svona á til að koma því í verk sem þú gerðir á þessum stutta tíma sem þér var úthlutað hér á jörðinni, blessað- ur. Já, kannski lá þér einmitt svona mikið á að verða fullorðinn. Það er huggun harmi gegn að eiga góðar minningar um góðan dreng. Við ætlum svo sem ekki að tíunda lífshlaup þitt frekar heldur þakka þér góð kynni og við lofum þér að reyna að styðja við bakið á fjölskyldu þinni því að missir hennar er sár- astur. Hvíl þú í friði, þínir tengdaforeldr- ar, Helga og Guðni. Elsku Kristján minn. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Ég man ekki eftir þér þegar þú komst inn í fjölskyldu mína, ég var bara fjögurra ára, en ég man samt eftir þér. Þú varst svo góður við mig og alla. Þú fórst oft með okkur Sig- rúnu Birnu í sund og ekki gleymdist ísinn á eftir. Þú fórst nú samt stund- um í taugarnar á mér, þú varst samt bestur og ég var alltaf svolítið skotin í þér. Svo verða svona slys og þú ert horfinn frá okkur á einni svipstundu, mér finnst það hefði ekki átt að ger- ast en það gerðist samt. Þú varst bara rétt að verða tuttugu og níu ára gamall og áttir fimm manna fjöl- skyldu. Þú hefðir mátt lifa lengur finnst mér og okkur öllum. Enginn skilur af hverju lífið er svona öf- ugsnúið. Vertu nú sæll, Stjáni minn. Þín mágkona, Oddný Lára. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.