Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mér finnst allt í einu að ég verði að skrifa nokkrar línur og kveðja þig, elsku besti frændi minn. Það er svo margt sem hefur farið í gegn- um hugann á þessum tíma sem þú hefur verið veikur, hvaða tilgangur, hvað þetta væri óréttlátt, þú svona góður strákur. Maður skilur þetta hreinlega ekki. Við vorum öll að biðja fyrir þér, allir söfnuðir landsins en þú ert samt dáinn. Ég vonaði svo innilega að þetta hefðist, að þér myndi batna og fengir tækifæri að ala strákana þína upp, en það verður ekki svo. En svo kom það skyndilega upp í SÍMON ANDREAS MARTHENSSON OLSEN ✝ Símon AndreasMarthensson Ol- sen fæddist á Ísafirði 20. febrúar 1969. Hann lést á heimili sínu 17. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Grafar- vogskirkju 23. mars. huga mér hvað tilgang- urinn með veru þinni á þessari jörð hefur verið yndislegur. Þegar pabbi þinn dó varst þú bara lítill drengur en okkur öllum mikil huggun, að hann hefði skilið eftir sig börn, þar á meðal þig. Það er það sem hefur hjálpað okk- ur öllum og það er ekki lítið sem þú skilur nú eftir þig, Baldvin Marthen, Símon Þorkel og Magna Snæ litla, nei, við verðum að vera þakklát fyrir það. Og þeir eru í góðum höndum, það vitum við. Lífið heldur áfram og strákarnir þínir eiga eftir að minna okkur á þig alla daga. Ég veit að ég er reynslunni ríkari að hafa fengið tækifæri til að verða þér samferða þennan stutta spöl, elsku Símon minn. Þú sýndir svo mik- ið æðruleysi í veikindum þínum. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn færi stigversn- andi þá gast þú alltaf verið svo blíður og góður, heilsaðir með kossi og kvaddir með kossi. Þegar þú komst síðast til mín í kaffi varstu svo slappur að þú þurftir að leggjast, en það var allt í lagi, þú baðst mig bara að vera ekkert að segja ömmu það, þá fengi hún áhyggjur af þér. Við amma vorum að tala í símann um daginn og fara yfir lífið þitt og veistu bara hvað, það er allt svo gott, hvergi skuggi, hvergi leiðindi. Það er kannski þess vegna sem þér hefur verið ætlað annað og stærra hlutverk. Ég kveð í bili, elsku frændi. Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til frá eilíf til eilífðar ert þú ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: „Hverfið aftur, þér mannanna börn!“ Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka. Þú hrífur þá burt, sem í svefni, þá er að morgni voru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær. Að kveldi fölnar það og visnar. Veit oss gleði í stað daga þeirra er þú hefir lægt oss ára þeirra, er vér höfum illt reynt. Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum og dýrð þína börnum þeirra. Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta. (Úr 90. og 91. Davíðssálmi.) Ég og fjölskylda mín sendum ykk- ur, Lilju, Guðrúnu, Baldvini, Símoni, Magna, systkinum og ekki síst tengdaforeldrum sem hafa verið ómetanlegur stuðningur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Selma Olsen. Elsku Símon. Í dag þitt hold í heimi er, hvíldu nú í brjósti mér. Innsigli heilagur andi nú með ást og trú hjartað mitt, svo þar hvílist þú. Þín frænka, Sonja Bent. Ég kynntist Símoni í Iðnskólanum í Reykjavík er við vorum báðir að nema til rafvélavirkja. Varð okkur fljótt vel til vina og bjuggum við báðir að góðri vináttu eftir það. Það voru alltaf frekar fáir í okkar námi, en bestu annirnar voru þó þeg- ar við vorum bara tveir í tímum hjá honum Sigvalda. Þar sátum við og spjölluðum um heima og geima ásamt því að stunda okkar nám. Þegar veikindi hans uppgötvuðust komu hin ótrúlega stilling og skap- festa í ljós, hjá bæði Símoni og Guð- rúnu. Þó að veikindin hafi verið þess eðlis að við öðru var kannski ekki bú- ist kom maður alltaf í opinn faðm góðra og kærleiksríkra vina. Guðrún, Baldvin, Símon og Magni. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég ykkur og vona að Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Torfi Magnússon. Elsku Símon. Mig langar að kveðja þig og þakka fyrir góð kynni. Ég mun sakna þín og geyma minningu um þig í hjarta mínu. Guð blessi þig. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd ein og besta móðir Ber hann þig í faðmi þér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Ég votta Guðrúnu, Baldvini, Sím- oni, Magna og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn frændi, Sindri Freyr Sigurbjartsson. Við bræður minn- umst þess að hafa beðið spenntir á gömlu tré- bryggjunni á Suðureyri eftir lítilli trillu sem kom siglandi inn spegilsléttan Súgandafjörðinn. Spennan snerist um það hvort við ÞORVALDUR KRISTJÁNSSON ✝ Þorvaldur Krist-jánsson fæddist 14. janúar 1916 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 18. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Garða- kirkju á Álftanesi 23. mars. fengjum að róa með þessum „gamla“ manni að stóru höfninni. Ennþá er okkur minn- isstætt svarið sem skip- stjórinn, sem við höfð- um þá aldrei séð áður, gaf: „Þið eruð synir hans Péturs, að sjálf- sögðu megið þið koma með.“ Þar með hófst vin- skapur okkar og Þor- valdar, eða Valda Kitt, eins og við kölluðum hann alltaf. Sá vinskap- ur byrjaði í raun og veru langt fyrir fæðingu okkar bræðra. Valdi Kitt var vinur afa okk- ar og ömmu. Því var hann líka vinur                                          !     "       #  $    "  # % & !'( " ) *'! "   +   # !', "                           ! !!! BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A Opið hús hjá Trausta á milli kl. 14-16 í dag sunnudag. Um er að ræða þriggja herbergja efri sérhæð 75,8 fm á þessum eftirsótta stað. Stórt geymslu- rými er yfir íbúðinni. Verð 10,2 m.kr. og góð lán áhvílandi kr. 5,6 m.kr. Opið hús Bústaðavegur 91 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Opið hús í dag Mjög gott 216 fm milliraðhús með 20 fm innbyggðum bíl- skúr á besta stað í Breiðholt- inu. Nýleg eldhúsinnrétting, stór og góð stofa, tvennar svalir og góður garður. VERÐ 18,2 MILLJ. Núpabakki 19 - Raðhús Jóhann og Erla taka á móti gestum í dag milli kl 14 og 16 FÉLAG FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is 530 1500 FREYJUGATA Í þessu fallega og virðulega húsi í Þingholtunum er til sölu rúmgóð 3ja-4ra herbergja portbyggð ris- hæð, afar stílhrein og “sjarme- randi” íbúð. Mikið endurnýjuð eign, m.a. bað og eldhús. Massíft parkett á gólfum. Geymslur eru í efra risi. Fallegt útsýni. Verð 12,9 millj.  151 fm m. bílskúr  Þrjú svefnherbergi  Stór stofa (42 fm)  Sjónvarpshol  Stórt þvottahús  24 fm bílskúr  Innangengt í bílskúr  Góð nýting á innra rými  Komið á byggingarstað, óuppsett  Fokheldisstig eftir uppsetningu  150 mm steinull komin í útveggi  Standandi vatnsklæðning (aðrir mögul.)  Viðhaldsfr. verksm.gluggar og vandaðar útih.  Íslensk hús með áratuga reynslu  Hönnuð fyrir íslenskar þarfir og veðurlag  RB vottun - stuttur afgreiðsutími Kr. 4.280.000 Dalvegi 16 b, 200 Kópavogi - sími 564 6161 - netfang: spdesign@mmedia.is sphönnunhúseiningar pabba. Þegar við komum til sögunnar þótti Valda Kitt sjálfsagt að við vær- um vinir hans. Þannig var Valdi. Hann var einstaklega trúr sínum vin- um og sínu fólki. Hann var þó ekki allra, en var heill og allur þeirra sem hann var. Auk þeirra forréttinda að fá að fara í stuttar ferðir á trillunni hans Valda bauð hann okkur oft heim til sín og gaf okkur að smakka á ýmsu góðgæti sem hann hafði keypt í fragtsigling- um erlendis. Eftir að við fluttum frá æskuslóð- um okkar á Suðureyri til Reykjavíkur hittum við Valda oft þegar hann kom í heimsókn í foreldrahús okkar. Sög- urnar sem hann kunni frá sjó- mennskutíð sinni drukkum við í okk- ur og veittum því eftirtekt hvað hann sagði frá öllu af mikilli nákvæmni, en Valdi var einstaklega minnugur. Hann gætti þess vel að hringja í okk- ur á afmælisdögum til þess að heyra hvernig við hefðum það og var sú hug- ulsemi lýsandi fyrir Valda Kitt. Þegar við bræður urðum eldri sett- ust tveir okkar að í Vesturbænum, í nánasta nágrenni við Valda Kitt. Valdi kom í ófáar heimsóknir til okkar bræðra og var alltaf aufúsugestur. Þá var spjallað um ýmis málefni og gjarnan barst talið að stjórnmálum, trúmálum og sjómennskunni. Lífið hafði ekki alltaf leikið við Valda og stundum ýjaði hann að því í samtölum okkar að hann hefði gjarnan viljað eignast konu og börn. En það gekk ekki upp. „En hitt er það,“ sagði Valdi þá oft, „að heppinn er ég að eiga svona góða að.“ Við fengum Valda Kitt að vini, svona algerlega óverðskuldað í raun. Hann var okkur dýrmætur, gefandi og góður vinur sem við munum sakna. Valdi Kitt átti lifandi trú á Frelsara okkar Jesú og fullvissa þess að hann hvíli nú í faðmi hans dregur úr sökn- uðinum yfir vininum sem nú hefur siglt út fjörðinn. Sigurður, Gunnar Þór og Hann- es Péturssynir og fjölskyldur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.