Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 21 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Gildir út 1.apríl - heim 5.apríl. Tveir fyrir einn til Prag 1. apríl frá kr. 16.770 Verð kr. 16.770 Flugsæti p.mann, m.v. 2 fyrir 1. 27.900 / 2 = kr. 13,950 Skattar kr. 2.820 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is MARIA (Marie Theisen) er ung, falleg og hraust unglingsstúlka, prestsdóttir í norsku sveitaþorpi. Sumarið er að byrja, veröldin fögur og full af væntingum. Þetta er ferm- ingarsumarið hennar Mariu, hún að stíga fyrstu, óstyrku spor táningsár- anna. Að breytast úr unglingi í konu og hún veit ósköp lítið um leyndar- dómana sem bíða hennar handan við hornið. Biður því góðan guð um fal- leg brjóst, ást og skilning. Ekkert slíkt fær hún í heimahús- um. Þar vokar karl faðir hennar yfir öllum hreyfingum fjölskyldunnar. Eins og þrumuský með saltarann í hendinni. Helstu fræðsluna fær hún hjá vinnukonunni, fröken Turheim (Hildegun Riise) sem sjálf er á barmi örvæntingarinnar þar sem hún hefur aldrei fengið það sem Maria er að byrja að þrá og dreyma. Maria, þrátt fyrir að bera höfuð og herðar yfir stöllur sínar í flestum skilningi, er engu að síður hálfgerð hornreka í unglingasamfélagi þorpsins. Jafn- aldrarnir gera grín að henni þar sem hún er í hálfgerðri einangrun of- stækiskennds uppeldis og óttast hana jafnframt því hún er jú dóttir siðaprédikarans, trúarleiðtoga sam- félagsins, sem þrumar yfir þeim alla sunnudaga. Maria er ekki aðeins að þroskast líkamlega, heldur ekki síð- ur að viti og hún er skynsöm, heið- arleg stúlka með heilbrigðar skoðan- ir sem sér í gegnum innantóman orðaflauminn og lætur ekki klerk né skinheilagt umhverfi kúga sig. Norðmenn eru kunnir bókstafs- trúarmenn þar sem skammt er öfg- anna milli. Kirkjusókn mikil og vafa- laust finnast þar fleiri hundruð sóknir hliðstæðar þeirri sem við kynnumst í Sunnudagsenglum. Vissulega gerist myndin undir lok sjötta áratugarins og vonandi hefur margt breyst til þess betra síðan. Myndin er þó fyrst og fremst tíma- laus ádeila á trúarhræsni og þann dragbít sem þröngsýnir, ofstækis- fullir kennimenn eru á söfnuð sinn og sína nánustu. Prestsheimilið í mynd- inni er ömurleg stofnun undir ást- lausum ofstækismanni sem kúgar börn sín, búinn að svínbeygja eigin- konuna niður í duftið og að öllum lík- indum táldraga hjúið. Ljótt er það. Sólargeislinn í myndinni er hin undurfagra og vel gerða Maria sem á hug manns allan. Theisen er efnileg leikkona með umtalsverða útgeislun og ber myndina léttilega uppi. Er nánast í hverju atriði. Björn Sund- quist er ámóta sterkur, dregur upp ófélega mynd af sveitaklerk með stálhnefa. Sunnudagsenglar er góð hugvekja um hættur kreddna og of- stækis í því magni að þær kæfa hið heilaga orð. Myndin er einnig vel gerð og hnyttin innsýn í löngu gengna og saklausa veröld, þegar Pat Boone og djúkbox voru djöfuls- ins útsendarar. Sá yðar sem ... KVIKMYNDIR N o r r æ n i r b í ó d a g a r H á s k ó l a b í ó Leikstjóri og handritshöfundur Berit Nesheim. Tónskáld Geir Böhren. Kvikmyndatökustjóri Arne Borsheim. Aðalleikendur Marie Theisen, Björn Sundquist, Hilde- gun Riise, Kristian Aaby, Ina Sofie Brodahl. Sýningartími 100 mín. Norsk. N.F. AS. Árgerð 1996. SUNNUDAGSENGLAR – SÖNDAGSENGLER  Sæbjörn Valdimarsson LJÓÐA- og kammertónlist er yfir- skrift fyrstu tónleika á Vilbergsdög- um í Kirkjuhvoli í Garðabæ, sem hefjast í dag, sunnudag, kl. 17. Á fyrrihluta tónleikanna syngur hinn nýstofnaði Kvennakór Garðabæjar nokkur lög. Þá leikur Richard Simm píanóverk eftir M. Ravel. Hanna Björk Guðjónsdóttir og Júlíana Kjartansdóttir flytja tvær þjóðlaga- útsetningar fyrir fiðlu og söngrödd eftir W. Williams. Þá verður flutt verk fyrir óbó og gítar eftir N. Coste. Flytjendur eru þeir Peter Tompkins og Pétur Jónasson. Eftir hlé leikur Daníel Þorsteins- son tvö Intermezzo eftir J. Brahms og þá kemur til liðs við hann Sigríður Elliðadóttir söngkona og þau flytja saman þrjú sönglög eftir J. Brahms. Kammermúsíkhópurinn Cameract- ica leikur síðan kafla úr verkum eftir Mozart og Weber. Tónleikunum lýk- ur með því að þau Ingibjörg Guð- jónsdóttir sópran, Gréta Guðnadótt- ir fiðluleikari, Helga Ágústsdóttir sellóleikari og Richard Simm píanó- leikari flytja þjóðlagaútsetningar eftir Beethoven og Haydn. Aðgangseyrir er 1.500 og rennur allur ágóði í minningarsjóð um Vil- berg Júlíusson skólastjóra. Vilbergsdagar Ljóða- og kammertónlist Hanna Björk Guðjónsdóttir Richard Simm fimm daga vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.