Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 51 DAGBÓK SAGNTÆKNI hefur að sjálfsögðu þróast og breyst á síðustu 30 árum (og líklega til hins betra þótt sumir haldi öðru fram). En sagn- tækni er eitt og hæfileikinn til að hugsa rökrétt annað. Hér er spil frá landsleik Ítala og Norðmanna árið 1970, þar sem Norðmaður- inn Hoie stóð frammi fyrir erfiðri sagnákvörðun eftir að makker hans fór á stökki í sex grönd: Hoie átti þessi spil í norður: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D10 ♥ KDG1063 ♦ ÁD42 ♣ 3 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 6 grönd Pass ??? Kerfið er Standard síns tíma – tveir spaðar suðurs er geimkrafa og góður litur. Hoie endurmeldaði hjarta- litinn en þá tók suður undir sig stangarstökk í sex grönd. Svo ábúðarmiklar sagnir hafa á sér endanlegt yfirbragð og yfirleitt er ekki ætlast til að makker meldi meira. En Hoie hækkaði í sjö grönd. Var það skynsam- legt? Norður ♠ D10 ♥ KDG1063 ♦ ÁD42 ♣ 3 Vestur Austur ♠ G852 ♠ 64 ♥ 9752 ♥ 84 ♦ 9 ♦ G8653 ♣KD64 ♣10875 Suður ♠ ÁK973 ♥ Á ♦ K107 ♣ÁG92 Greinilega, því NS eiga 13 beinharða slagi. En hitt skiptir meira máli á hvaða forsendum Hoie hækkaði. Hann hugsaði dæmið þann- ig: „Makker hlýtur að eiga þrjá ása úr því hann spurði ekki um ása með fjórum gröndum. Og ekki færi hann að segja sex grönd með gos- ann hæstan í tígli. Né heldur stökkva í tvo spaða á ásinn smátt sjötta. Ergó: Suður er með þrjá ása, tígukóng og spaðakóng. Og það er allt sem þarf.“ Á hinu borðinu spiluðu Ítalir sjö spaða og fóru einn niður þegar sagnhafi topp- aði spaðann. Spilið gaf því Norðmönnum 17 IMPa. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla LJÓÐABROT HALLGRÍMUR PÉTURSSON Atburð sé ég anda mínum nær, aldir þó að liðnar séu tvær. Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð. Hver er sá, sem stynur þar á beð? Maðkur og ei maður sýnist sá. Sár og kaun og benjar holdið þjá, blinda hvarma baða sollin tár, berst og þýtur yfir höfði skjár. Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart, himinhvelft er ennið, stórt og bjart, hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún, skrifað allt með helgri dularrún. Hvílík ljóð og hvílík bænarmál! – Hver er þessi aðframkomna sál? Hvílíkt þrek og hvílík kröm og neyð! Hvílík trúarsókn í miðjum deyð! - - - Matthías Jochumsson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert hrókur alls fagnaðar og töfrar alla upp úr skónum með skemmtilegheitum. Æv- intýraþráin blundar í þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það fellur í þinn hlut að leið- beina öðrum til þess að láta draumana rætast. Þú setur þeim takmarkið og hjálpar þeim að ná því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Oft er það svo að bestu lausnirnar bíða þar sem síst skyldi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þú óskir einhvers einlæg- lega er rangt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að fá hlutina upp í hendurnar. Þú verður að vinna fyrir þeim. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki ráð vina og vanda- manna lönd og leið þótt þér lítist ekkert á þau í fyrstu. Veltu þeim fyrir þér og sjáðu hvort þú getur ekki nýtt þau með einhverjum hætti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér til undrunar verður nýr kunningi til þess að breyta skoðunum þínum. Þessum breytingum fylgja vandamál sem þú þarft að sigrast á. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er alltaf best að búa að sínu og ef þannig stendur á að lána nágrönnum sínum. Slík hjálp skilar sér væntanlega aftur þegar þú þarft sjálfur á því að halda. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að fara í gegnum samband þitt við vini þína og vandamenn. Sinntu þeim sem þú vilt halda en vertu óhrædd- ur við að skera á önnur sem þér finnst lítið til koma. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt að geta glaðst yfir vel- gengni annarra. Enginn bíður af því meiri hnekki en þú sjálf- ur ef þú reynir að olnboga þig áfram á annarra kostnað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert þeim hæfileikum gæddur að geta stundum litið veröldina með augum barns- ins. Þetta er dýrmætur eigin- leiki sem þú skalt halda í. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjölskyldusamkomur og vinnustaðateiti eru sitt hvað og þótt oft sé gaman í þeim síðarnefndu áttu að láta fjöl- skylduna ganga fyrir öllu öðru utan vinnutíma þíns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert óhræddur við að takast á við ný verkefni og beitir allri þinni hugkvæmni og þreki til þess að sigrast á þeim. Þetta er stór hluti vinsælda þinna á vinnustað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú flækist inn í mál sem á eft- ir að valda þér miklu angri. Ef þú missir ekki sjónar á heið- arleikanum þá muntu sigrast á erfiðleikunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 26. mars, er áttræður Sverrir Guðbrandsson, Hafnarbraut 31, Hólmavík. Eiginkona hans er Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir. Þau eru að heiman. 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 26. mars, verður 75 ára Christina Grashoff Kjart- ansson, hjúkrunarfræðing- ur, Fróðengi 10, Reykjavík. Hún verður að heiman. 70 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 27. mars, verður sjötug Margrét K. Sigurðardóttir, deildar- stjóri fjárhagseftirlits Land- spítala – háskólasjúkrahúss, Laugarásvegi 12, Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Ragnar S. Halldórsson. Þau taka á móti gestum í Ás- mundarsafni við Sigtún á af- mælisdaginn kl. 17–19. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 25. mars, verður fimmtug Jó- hanna Jóna Hafsteindóttir, sjúkraliðanemi, Bollatöng- um 14, Mosfellsbæ. Eigin- maður hennar er Guðjón H. Finnbogason. Hún dvelst á afmælisdaginn með fjöl- skyldu sinni í uppsveitum Borgarfjarðar. STAÐAN kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga sem lauk nýverið. Snorri G. Bergsson (2210), sagnfræð- ingur með meiru, hafði hvítt gegn Áskeli Erni Kárasyni (2285). 16. Bxf6! Rxa1? Sterkara var 16... gxf6 og framhaldið gæti t.d. orðið: 17. Rh5 Bxc3! 18. bxc3 Rxa1 19. Dd2 He5! 20. Dh6 Hxh5 og svartur vinnur. 17. Dd2! Kóngsstöðu svarts verður vart hugað líf eftir þetta. 17... Bxc3 18. bxc3 gxf6 18... Rb3 er svarað með 19. Dg5 og hvítur mátar. 19. Dh6 Dxc3 20. f4 20. Rh5 hefði án efa einnig dugað til sigurs. 20... Hxe4 21. Rh5 f5 22. Hf3! He3 22... Dd4+ hefðu litlu breytt eftir 23. Kf1. 23. Dg5+! Kf8 24. Dd8+ og svartur gafst upp enda drottningarmissir óumflýjanlegur eftir 24... He8 25. Dxd6+. Skákin tefldist í heild sinni: 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Db3 c5 5. d5 O-O 6. f3 He8 7. e4 exd5 8. cxd5 d6 9. Rge2 a6 10. a4 Rbd7 11. Rg3 Da5 12. Be2 b5 13. O-O c4 14. Dc2 Rc5 15. Bg5 Rb3 o.s.frv. Hraðskák- mót Hellis fer fram 26. mars kl. 20.00 í húsakynnum félagsins í Mjódd. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & glerjum. Aðalfundur Aðalfundur Geðhjálpar árið 2001 verður haldinn í veislusalnum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, laugardaginn 31. mars nk. og hefst kl. 14:00. Dagskrá:  Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar.  Tillögur til lagabreytinga sem bornar verða upp af stjórn Geðhjálpar á aðalfundinum, liggja frammi á skrifstofu félagsins í Túngötu 7. Lög, ásamt tilgreindum tillögum, er einnig að finna á heimasíðu fé- lagsins: http://www.gedhjalp.is.  Félagar, sem enn eiga ógreidd félagsgjöld, eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 1150-26-50238, kt. 531180-0469.  Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík, í síma 570 1700.  Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. STJÓRN GEÐHJÁLPAR.                                                 Öðruvísi píanónám *Jazz *Blús *Sönglög *Popp Hefur þig dreymt um að geta spilað þín uppáhaldslög eftir eyranu? Láttu nú drauminn rætast og leiktu af fingrum fram á 8 vikna píanónámskeiði hjá Ástvaldi Traustasyni píanóleikara. Námskeiðið hefst 2. apríl og hentar fólki á öllum aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Skráning í síma 896-9828. Tónsmiðjan Grímsbæ við Bústaðaveg Býð gamla og nýja viðskiptavini velkomna. Tímapantanir í síma 568 2240 Freyja Lárusdóttir, hársnyrtir. Hef hafið störf á Hársnyrtistofunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.