Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 30
VIÐSKIPTI Á SUNNUDEGI 30 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ S ængurfataverslunin Verið hf. á horni Njálsgötu og Snorrabrautar í Reykja- vík á fjörutíu ár að baki. Fyrirtækið hefur alltaf verið í eigu kvenna og rekið af kon- um, einungis tveir karlar hafa þeg- ið þar laun á umliðnum fjörutíu ár- um. Auk verslunarinnar er rekin saumastofa þar sem megnið af vöru verslunarinnar er framleitt. Happdrættisvinningur Upphaf þessa fertuga rekstrar er um margt sérstakt. Erna Krist- insdóttir, sem hefur starfað hjá Verinu hf. nær frá byrjun, kann þá sögu: „Selma Antoníusardóttir stofnaði Verið árið 1961. Hún var ættuð frá Vestmannaeyjum og hafði fengið berkla, var mikill sjúklingur en náði heilsu. Hún var fátæk og illa farin eftir berklana þegar hún fékk stóran vinning í happdrætti SÍBS. Þá kviknaði þessi hugmynd að stofna fyrirtækið og notaði hún peningana til þess. Selma fór með Emilíu Þorgeirsdóttur, systur Magnúsar í PFAFF, til Þýska- lands. Þær kunnu hvorug þýsku, en lærðu að fara með mynstursauma- vél hjá framleiðanda vélarinnar. Svona vél var keypt og þótti mikil nýjung hér á landi. Hún var notuð til að framleiða vöggusængurvera- sett. Selma var framsýn kona og afskaplega gaman að kynnast henni og fá að vinna með henni. Einstök manneskja,“ segir Erna. Gamla mynstursaumavélin er enn nothæf og stendur á saumastofu Versins á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Búið er að ánafna vélina Árbæjarsafni og þess beðið að hún verði sótt. Vélin verður að öllum líkindum vistuð á iðnsögusafni. Erna segir að Selma hafi selt Kristínu Árnadóttur fyrirtækið upp úr 1970 og hún átt það í um 20 ár. Sveinbjörn Jónsson, maður Krist- ínar, vann hjá konu sinni og var fyrsti karlinn á launum hjá Verinu hf. Árið 1992 keyptu Erna og Guð- rún Sigursteinsdóttir Verið af Kristínu. Guðrún seldi Elínu, dótt- ur Ernu, sinn hlut 1997 og hefur Elín unnið við reksturinn síðan. Hún var þó öllum hnútum kunnug, enda segist hún hafa alist upp á saumstofunni og í búðinni. Eyjólfur E. Kolbeins, maður Ernu og faðir Elínar, vinnur einnig á saumastof- unni. Hann starfaði í 34 ár hjá Eimskip og var kjallarameistari á Hótel Sögu í 20 ár. Þær mæðgur segja hann mikinn snilling í að sníða og er Eyjólfur annar karlinn sem kemst á launaskrá Versins hf. Þær Elín og Erna segja að saumastofan hafi verið veigamikill þáttur rekstursins allt frá upphafi. Þrátt fyrir að innlendur iðnaður hafi átt í vök að verjast fyrir stór- auknum innflutningi þá stendur eigin framleiðsla Versins undir um 95% af sængurfatasölunni í búðinni. Þær flytja inn mikið af efnunum sem saumað er úr. Efnin eru mest keypt frá Austurríki og Þýskalandi og aðeins það besta valið, að sögn mæðgnanna. Þær nota til dæmis ekki gerviefni í sængurverafram- leiðsluna og selja ekki sængurföt úr gerviefnum. Hjá Verinu er saumað úr vönduðu bómullarsatíni, en polyester-satín hefur ekki komið þar inn fyrir dyr. Damaskið er fín- asta silkidamask, en ekki eftirlík- ing. „Við höfum flutt inn tilbúin sængurföt og haft til sölu, en þau enda yfirleitt á útsölu,“ sagði Elín. „Gæði þess sem við framleiðum sjálfar eru miklu meiri en sæng- urfata sem verið er að flytja inn.“ Erna segir að Verið hafi staðið af sér síharðnandi samkeppni inn- flutnings. Oft hafi verið gerð hörð hríð að íslensku sængurfötunum, en þau hafi staðist vegna vöndunar í efnisvali og saumaskap. Sængurfatatískan Sængurföt eru háð duttlungum tískunnar líkt og önnur föt. Nú eru hvít og ljósleit sængurföt úr dam- ask-efni ríkjandi. Elín og Erna segja að Íslendingar séu alveg sér á báti með sængurfatatísku. Aust- urríkismennirnir, sem þær kaupa af efni, eru gáttaðir á hvað mikið selst hér af hvítu damaski. Þar ytra er efnið mest notað í hinstu hvílur látinna. „Við erum miklu róman- tískari í sængurfatavali en ná- grannaþjóðirnar. Viljum ljósa liti og munstur, bæði blóm og rósir eru í tísku,“ segir Elín. Erna segir að litatískan í sæng- urfötum mótist af fatatískunni. Nú megi til dæmis merkja aukinn áhuga á appelsínugulum, fjólu- bláum og bláum litum sem fylgi þessum litum í fatatískunni. Miklar breytingar hafa orðið á hvílum landsmanna. Þær mæðgur segja að rúmin hafi stækkað með árunum. Áður var algengt að hjónarúm væru 150 sentimetra breið, en nú eru þau gjarnan 200 sentimetrar. Eins er orðið meira um löng rúm. Þær Erna og Elín segja að hjá Verinu sé hægt að fá sérsaumuð sængurföt. Mikið sé um að fólk komi með mál af rúminu sínu til að láta sauma lök og sér- panti einnig sængurver í ýmsum stærðum. Auk eigin framleiðslu á lökum flytur Verið inn vönduð rúm- lök í stöðluðum stærðum frá Þýskalandi. Þá hefur nokkuð verið flutt inn af barnasængurverum með áprentuðum myndum af vin- sælum teiknimyndafígúrum. „Það er erfitt að fá svoleiðis sængurver úr góðum efnum, en þetta selst ef það fæst,“ segir Erna. Persónuleg þjónusta Hjá Verinu hf. er lögð áhersla á að veita viðskiptavinunum persónu- lega þjónustu. Það hefur færst í vöxt að komið sé með milliverk til að fá þau saumuð í rúmföt. „Ömm- urnar og mömmurnar hekla milli- verk eða sauma harðangur og klaustur í brúðarsængur barn- anna,“ segir Erna. „Við setjum þetta í sængurverin fyrir fólk.“ Margir vilja láta merkja sæng- urfötin með skrautstöfum. Sú þjón- usta hefur verið veitt frá upphafi. Nú er mest notuð tveggja ára göm- ul tölvustýrð saumavél sem er búin átta nálum og er hver þrædd með sínum lit af þræði. Í hana er hægt að fá ótalmörg mynstur. Auk upphaflegu gömlu merking- arvélarinnar, sem varð grunnurinn að fyrirtækinu, er einnig til staðar önnur merkingarvél sem komin er til ára sinna. Þessar vélar hafa mikið verið notaðar til að sauma út vöggusett, sem ævinlega eru jafn- vinsæl. Verið framleiðir eigin dúnsængur og dúnkodda auk þess sem fluttar eru inn vandaðar þýskar sængur af gerðinni Paradis. „Við segjum stundum að við séum með allt í rúmið, nema fólkið,“ segir Elín. „Fólk sem kynnist því að sofa við vönduð sængurföt úr góðum efnum vill ekki annað. Þegar maður er al- inn upp í svona fínum rúmfötum og lendir svo í gistingu þar sem eru léleg rúmföt – þá finnur maður muninn!“ Mannaskipti fátíð Mannaskipti hafa ekki verið tíð hjá Verinu hf. „Konur sem hafa unnið hér hafa flestar starfað hér mjög lengi og sumar hvergi unnið annars staðar utan heimilis,“ segir Erna. „Þetta hefur skapað sérstaka einingu og heimilislegan anda í fyr- irtækinu.“ Í fyrra lét til dæmis af störfum Lalla Gríma Sveinbjörnsdóttir, sem hafði afgreitt í versluninni í 30 ár. Yfirleitt starfa 6–7 konur hjá Verinu, að mæðgunum meðtöldum. Guðrún Eggertsdóttir hefur starfað þar í 14 ár, Sigurveig Einarsdóttir í 8 ár, Elín Le Kim Du hefur starfað í um 8 ár og Chen Xiuhui er ný- byrjuð. Þegar Lalla hætti í búðinni var Birna Kristbjörnsdóttir ráðin í hennar stað. „Ég sagði við Birnu að hún væri ráðin minnst til fimm ára,“ segir Elín og hlær. Elín á tvær dætur en vill ekkert segja um hvort þær komi til með að taka upp þráðinn í fyrirtækinu síðar meir. „Þær vita allavega vel hvað sængurföt eru og kunna að sauma.“ Áfram á sama stað Fyrst var verslunin Verið á Bergstaðastræti en flutti áður en ár var liðið á Njálsgötu 86, þar sem hún hefur verið síðan. Í fyrra voru þær Erna og Elín mikið að velta fyrir sér að flytja verslunina á nýj- an stað, en það varð úr að þær keyptu húsnæðið á Njálsgötu og juku við verslunarplássið. Auk sængurfata eru þar seldar vörur fyrir baðherbergi, svo sem hand- klæði og ýmis smávara. Við stækk- un verslunarinnar var bætt við vöruúrvalið í ungbarnavörum, bað- vörum, sloppum og náttfötum. „Við höfum oft sagt að þetta séu svo fín sængurföt að fólk þurfi ekki nátt- föt, en ef fólk vill náttföt þá eigum við þau til,“ segir Elín. Morgunblaðið/Ásdís Elín K. Kolbeins og Erna Kristinsdóttir í Sængurfataversluninni Verinu hf. ALLT Í RÚMIÐ – NEMA FÓLKIÐ  Erna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri saumastofu Vers- ins hf., er fædd 1934 og uppalin á Arnarstapa undir Jökli. Hún flutti til Reykjavíkur 1953 og hóf störf á saumastofu Versins hf. árið 1962, ári eftir að fyrirtækið var stofnað. Hún keypti Verið hf. árið 1992, ásamt Guðrúnu Sigur- steinsdóttur. Erna er gift Eyjólfi E. Kolbeins og eiga þau þrjú börn.  Elín K. Kolbeins, framkvæmdastjóri sængurfataversl- unarinnar Versins hf., á Njálsgötu 86 í Reykjavík, er fædd í Reykjavík 1959. Hún útskrifaðist sem lyfjatæknir frá Lyfja- tækniskóla Íslands 1982. Eftir það starfaði hún í lyfjaversl- unum, lengst í lyfjabúðinni Iðunni. Árið 1997 keypti Elín helmingshlut í Verinu hf. og hefur átt það á móti móður sinni, Ernu Kristinsdóttur, síðan. Elín er gift Ottó Vest- mann Guðjónssyni og eiga þau tvær dætur. eftir Guðna Einarsson „Við höfum oft sagt að þetta séu svo fín sængurföt að fólk þurfi ekki náttföt, en ef fólk vill náttföt þá eigum við þau til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.