Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 31
Mæðgurnar viðurkenna að skort- ur á bílastæðum geti verið baga- legur fyrir verslunina, en segjast vona að borgaryfirvöld liðki fyrir í þeim málum með fleiri stöðumæl- um við Snorrabrautina. „Sem betur fer hafa viðskiptavinir okkar ekki látið bílastæðavandann á sig fá. Þeir leggja bara þar sem þeir fá stæði og ganga svo til okkar. Það er því heilsusamlegt að versla við okkur,“ segir Elín. Oft langur vinnudagur Erna segist taka sérstaklega eft- ir því hvað margir viðskiptavinir minnist á að það sé notalegt að koma í búðina þeirra úr ópersónu- legum stórmörkuðum. „Við reynum líka eftir megni að veita persónu- lega þjónustu og verða við óskum viðskiptavinanna. Um tíma var mikið spurt um svört sængurföt og við útveguðum þau og eigum til. Flesta daga er líka einhver sér- saumur í gangi.“ Verið er opnað um leið og búðir almenn, en oftar en ekki er opið frameftir. Elín segir að eigendurnir verði að taka því að vinna mikið, fyrirtæki af þessari stærð gangi ekki nema með ómældri vinnu þeirra. Eins hringir fólk á öllum tímum til að biðja um þjónustu. „Stundum hringir fólk um það bil sem við ætlum að loka og biður okkur að bíða aðeins. Það sé á leið- inni. Einu sinni hringdi kona utan af flugvelli og sagðist vera að bíða eftir systur sinni, sem væri að koma utan af landi til að versla. Hún hefði ætlað að koma í Verið en fluginu seinkað. Konan spurði hvort við gætum beðið eftir syst- urinni í einn og hálfan tíma? Auð- vitað gerði ég það og hún kom og keypti heilmikið. Fólk metur mikils svona þjónustu. Ein kona sem kom í búðina úr stórmarkaði sagði: Mér finnst eins og ég komi í vin í eyði- mörkinni, við að koma hingað,“ segir Erna. Tryggir viðskiptavinir Dýrmætasta eign Versins hf. eru tryggir og góðir viðskiptavinir, að sögn þeirra Ernu og Elínar. „Við fáum marga nýja viðskiptavini á hverju ári. Ungt fólk, sem stundum er sent hingað, og lærir að meta þau gæði og þjónustu sem við veit- um. Hingað er að koma 3. og 4. kynslóð viðskiptavina.“ Erna og Elín segja að unga fólk- ið sé mikið fyrir ljósleit sængurföt. Það sé orðið leitt á mikið mynstr- uðu. Mikið sé um að ungt fólk vilji fá blúndur á koddaver og sæng- urver. Viðskiptin eru nokkuð árstíða- bundin. Mestu annatímarnir eru fyrir jól, fermingar og á sumrin vegna brúðkaupa. „Það er vinsælt að kaupa brúðarsængurverasett og brúðargjafir hjá okkur,“ segir Elín. „Við höfum skreytt körfur sem við setjum vörurnar í til brúðargjafa. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Fólki finnst notalegt að vera með- tekið sem einstaklingar og fá per- sónulega þjónustu. Við þekkjum marga viðskiptavinina og heilsum þeim persónulega,“ segir Elín. Fjörutíu ára afmæli Versins var fagnað á liðnu hausti. Það var aug- lýst opið hús og Erna og Elín segja að fjöldi fólks hafi komið til að sam- fagna þeim. Eins hafi borist blóm frá aðdáendum búðarinnar. Þessi viðbrögð viðskiptavina hafi glatt þær mikið. Landsbyggðarverslun „Við eigum dygga viðskiptavini úti um allt land og reynum eftir megni að veita þeim sem besta þjónustu. Þeir hringja og við send- um efnisprufur eða koddaver sem þeir geta valið eftir. Stundum er hringt og við bara beðnar um að velja eitthvað fallegt í sængurföt- um og senda. Fólk kemur aftur og aftur. Við verðum varar við að ömmur og mæður senda börnin sín til okkar að kaupa sér sængurföt,“ segir Elín. Hún segir það algengt að eldri jafnt sem yngri hjón komi til að velja sér sængurföt. Þeim í búðinni hafi komið á óvart hvað karlarnir hafi ákveðna skoðun á rúmfötum. Spurðar um framtíðaráform segjast þær Elín og Erna ætla að halda áfram að veita viðskiptavin- um sínum sem besta þjónustu. Ver- ið sé sérverslun á sviði sængurfata og baðherbergisvara og verði það áfram. Ef til vill verði bætt við gjafavöru sem tengist sérsviði verslunarinnar. „Þetta er sérversl- un og við höfum ekki áhuga á að vasast í öllu. Við erum bjartsýnar á framtíðina og þykir gaman að standa í þessum rekstri,“ sagði El- ín að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Hjá Verinu hf. er lögð áhersla á að veita persónulega þjónustu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.