Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 55
Á
sunnudögum
bjóðum við upp á
matseðil fyrir
sælkera.
Sunnudagar fyrir sælkera
4 rétta fiskmatseðill 2.700.-
5 rétta kjöt- eða fiskimatseðill 3.500.-
Stórglæsilegur a la Carté matseðill
Valin vín og vingjarnlegt umhverfi
Stærri/stinnari
brjóst, án sílikon-
a›ger›ar?
• Hefur flú veri› me› barn á brjósti?
• Hefur flú íhuga› sílikona›ger›?
• Ertu ósátt vi› brjóstin á flér?
• Finnst flér sílikona›ger› vera of mikil áhætta?
• Mundir flú vilja íhuga nátturulega a›fer›?
Uppl‡singar um Erdic® hjá:
Erdic Umbo›inu í síma: 5640062 (9-17 alla virka daga)
Veffang: www.erdic.is • Netfang: erdic@erdic.isEr
di
c
kú
ri
nn
er
ít
öf
lu
fo
rm
i•
18
ár
a
al
du
rs
ta
km
ar
k.
iw
inther/0
3
/0
1
Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna
Joan Allen, besti kvennleikari í aðalhlutverki
Jeff Bridges, best karlleikari í aukahlutverki
Stundum getur
þú tekið
le iðtoga a f l í f i
án þess að
skjóta e inu
einasta skot i .
Gary Oldman, Christian Slater
F R A M B J Ó Ð A N D I N N
Sýnd í
Háskólabíói
BREIÐSKÍFAN, sem
situr í efsta sæti breska
sölulistans, heitir Song-
bird og inniheldur upp-
tökur með bandarísku
söngkonunni Evu Cass-
idy. Það er svo sem ekki
frásögu færandi nema
fyrir þær sakir að þessi
nýuppgötvaða söngkona
lést fyrir fimm árum úr
húðkrabbameini, langt
fyrir aldur fram, einungis
33 ára gömul. Það sem
meira er er að hún er systir fiðluleik-
arans Dans Cassidys sem búsettur
hefur verið á Íslandi undanfarin ár og
verið duglegur við að gefa okkur
Frónbúum færi á að njóta fiðlusnilli
sinnar með ýmsum þjóðlagasveitum á
borð við Papa og Gras.
Á meðan hún lifði náði Eva aldrei
að skapa sér nafn svo merkja mætti.
Meginvettvangur hennar var litlir
djassklúbbar þar sem hún var dugleg
að troða upp en henni tókst þó aldrei
að ná sér í hljómplötusamning – ekki
fyrr en hún var fallin frá.
Það var útsendingastjóri morgun-
þáttar BBC Radio 2 stöðvarinnar
bresku Paul Walters sem „uppgötv-
aði“ töfra Cassidy og sá til þess að
rödd hennar næði loks til eyrna al-
mennings. Vinur Walters keypti
handa honum geislaplötu með hljóð-
ritunum er hún hafði gert og kolféll
hann samstundis fyrir þessari mögn-
uðu rödd sem hann segir svipa til
Karenar Carpenter og Barbra Streis-
and. Hann kom túlkun Cassidy á lag-
inu „Over The Rainbow“, sem Judy
Garland gerði ódauðlegt í Galdrakar-
linum í Oz, í spilun og viðbrögðin létu
ekki á sér standa: „Það varð allt vit-
laust, símalínur rauðglóuðu og tölvu-
pósturinn streymdi inn.
Allir vildu vita hver ætti
þessa rödd og hvar væri
hægt að nálgast upptök-
urnar.“ Um það leyti var
tónlist Cassidy ekki einu
sinni fáanleg í Bretlandi
en um leið og því hafði
verið kippt í liðin rauk
plata hennar Songbird inn
á listann og vermir nú
eins og fyrr segir topp-
sætið í fyrsta sinn.
Faðir Cassidy, Hugh,
sagði í samtali við heimspressuna að
síðbúin velgengni hennar væri gleði-
legur vitnisburður um að hæfileika-
ríkir listamenn næðu ætíð á endanum
athygli fólks. Hæfileiki hennar fólst í
því að snerta fólk djúpt og færa því
von með túlkun sinni. Hann bætti við
að það kæmi honum ekki á óvart að
dóttir hans heitin væri nú loksins að
slá í gegn því hann hefði fengið fjöl-
mörg bréf síðan hún lést þar sem fólk
um allan heim opnaði sig upp á gátt
og lýsti hvernig tónlist Evu hefði
komið við það og hversu mjög það
deildi söknuðinum með fjölskyldunni:
„Það gleður mig að fólk fái hugarró af
því að hlýða á tónlist Evu. Það er okk-
ur mikil huggun.“
Þegar Morgunblaðið ræddi við Dan
á dögunum sagðist hann finna fyrir
miklum áhuga á tónlist systur sinnar
og að hann fyndi á sér að hún væri við
það að slá í gegn. Og það hefur gengið
eftir. Songbird selst ekki einungis í
Bretlandi því Þjóðverjar hafa einnig
uppgötvað Evu og aðrar Evrópuþjóð-
ir eru að taka við sér um þessar
mundir.
Komin í 1. sætið í Bretlandi
Eva
Cassidy
Látin systir fiðluleikarans Dans Cassidys slær í gegn