Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. Fermingarmyndatökur Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndastofa Laugavegi 24, sími 552 0624 Pantanir í síma 552 0624 frá kl. 13-18 Í NÆRFELLT 50 ár hafa Norðurlandabúar getað ferðast milli landa sinna án vegabréfa. Rétturinn til að geta heimsótt norræna granna án vegabréfaeftirlits er orðinn að tákni nor- rænnar samstöðu og ómissandi þáttur í tilveru okkar. Í dag verða öll norrænu ríkin aðilar að Schengen-samstarfinu og norræna vegabréfa- samstarfið verður þar með hluti af evrópsku vegabréfasamstarfi. Nú getum við ferðast um Evrópu þvera og endilanga án landamæra- eftirlits og stuðlar það að evrópskri samkennd. En þetta ferðafrelsi felur einnig í sér ábyrgð. Landamæri Norðurlanda verða nú ytri landamæri allra þeirra ríkja, sem eiga aðild að Schengen-samstarfinu, þannig að nú berum við til dæmis ábyrgð á því að fíkniefni og óæskileg- ir glæpamenn komist ekki inn á Schengen- svæðið. Landamærin mega þó ekki verða óyf- irstíganlegur múr fyrir þá sem flýja kúgun heima fyrir og vilja sækja um hæli hjá okkur. Samstarfið hefur í för með sér aukið frelsi fyrir þá útlendinga, frá ríkjum utan Schengen- samstarfsins, sem hafa varanlegt dvalarleyfi hjá okkur. Ferðafrelsið án landamæraeftirlits nær einnig til þeirra. Þeir þurfa ekki lengur að sækja um vegabréfsáritun og losna þar með við þau óþægindi og útgjöld sem því fylgir. Frá og með deginum í dag getur íranskur innflytjandi, með íranskt vegabréf og með varanlegt dval- arleyfi í einhverju norrænu ríkjanna, farið í sumarfrí til Spánar eða í viðskiptaerindum til Frakklands á sama hátt og Norðurlandabúar. Schengen-samstarfið felur einnig í sér að auðveldara verður fyrir fólk, sem þarf vega- bréfsáritun til að geta heimsótt Vestur-Evr- ópu, að heimsækja mörg Schengen-ríki í sömu ferðinni. Í flestum tilvikum nægir ein áritun fyrir öll Schengen-ríkin og fólk þarf því ekki lengur að standa í mörgum biðröðum til að fá áritun til hvers og eins lands sem það ætlar að heimsækja. Í mörgum Schengen-ríkjanna eru í gildi reglur um að útlendingar verði í vissum til- vikum að geta sannað ríkisfang sitt. Þetta þýð- ir að þótt landamæraeftirlitið sé lagt niður þá getum við samt lent í þeirri stöðu að verða að geta sýnt vegabréf eða önnur persónuskilríki til að sanna ríkisfang okkar. Engar slíkar kröf- ur gilda um norræna ríkisborgara við ferðalög innan Norðurlanda því sem fyrr þurfa norræn- ir ríkisborgarar ekki að sýna vegabréf á hót- elum eða annars staðar í norrænu ríkjunum. Schengen-samstarfið hefur og í för með sér að norræn lögregla, toll- og landamæragæsla fær aukna möguleika á samstarfi yfir landa- mærin. Þetta leiðir til meiri skilvirkni í starfi lögreglunnar, fyrst og fremst í landamærahér- uðum. Samstarf það, sem danska og sænska lögreglan hefur komið á í sambandi við Eyr- arsundsbrúna, er lýsandi dæmi um svona sam- starf því þar geta til og með lögreglumenn frá báðum löndunum haldið saman uppi gæslu. Í mörgum norrænu ríkjanna er unnið að því að þróa fjarskiptabúnað til að auka möguleikana á fjarskiptum yfir landamærin. Schengen-samstarfið eykur einnig mögu- leika okkar á að þróa og efla samstarfið við lög- reglu annarra Evrópulanda. Mikilvægur þáttur samstarfsins er Scheng- en-upplýsingakerfið (SIS). Þetta er í reynd al- þjóðleg skrá yfir eftirlýsta menn og muni sem á að stuðla að því að upplýsa fleiri afbrot í Evr- ópu. Bíll, sem stolið er í Hamborg, getur stuttu síðar verið kominn til Óslóar og maður sem rænir banka í Helsingfors getur fáum klukku- stundum síðar verið kominn til Parísar. Fíkni- efni sem finnast í Reykjavík eru ekki íslensk að uppruna heldur hefur þeim verið smyglað þangað einhvers staðar frá. Við teljum því eðli- legt að lögreglan og önnur eftirlitsyfirvöld geti elt uppi glæpamenn yfir landamæri. Það er hins vegar mjög mikilvægt að skrá af þessu tagi sé ekki misnotuð og þess vegna verður að fylgjast náið með því hvernig farið er með upplýsingar í henni. Við viljum þó leggja áherslu á að strangar reglur gilda um hvers konar upplýsingar má færa inn í skrána. Sam- kvæmt Schengen-sáttmálanum má aðeins skrá nauðsynlegustu upplýsingar en hvert land ákveður sjálft hvenær það er gert. Hvert land hefur eftirlit með kerfinu fyrir sig og yfirþjóð- legt eftirlit er einnig til staðar. Í dag eru þáttaskil hjá öllum norrænu ríkj- unum því nú verðum við hluti af stærra sam- félagi sem kann að verða enn stærra með tím- anum þegar öll þau lönd, sem sótt hafa um aðild að ESB, eru tilbúin að taka þátt í Scheng- en-samstarfinu. Við teljum að við Norður- landabúar getum lagt okkar af mörkum í Schengen-samstarfinu því hátt í hálfrar aldar vegabréfasamstarf hefur kennt okkur mikil- vægi þess að vinna á góðu og traustu samstarfi. Thomas Bodström dómsmálaráðherra Svíþjóðar Hanne Harlem dómsmálaráðherra Noregs Ville Itälä innanríkisráðherra Finnlands Frank Jensen dómsmálaráðherra Danmerkur Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Íslands Ávarp dómsmála- ráðherra Norðurlanda Thomas Bodström Hanne Harlem Ville Itälä Sólveig Pétursdóttir Þessi grein birtist samtímis í dagblöðum í öllum norrænu ríkjunum fimm. Frank Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.