Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ . . . . . . . . . . 25. marz 1991: „Sennilega er meiri þekking saman komin á vettvangi Há- skóla Íslands en annars stað- ar í þessu þjóðfélagi. Þar eru starfandi flestir heztu vís- inda- og fræðimenn þjóð- arinnar. Þar er helzta menntasetur landsins. Þótt tugþúsundir Íslendinga hafi sótt menntun sína til háskól- ans hefur stundum verið haft á orði, að sú þekking, sem þar er saman komin, nýttist sam- félaginu ekki nægilega vel. Sérstaklega hefur verið rætt um það á undanförnum ára- tugum, að tengsl háskólans og atvinnulífsins þyrftu að vera meiri. Í þessu sambandi hefur gjarnan verið vitnað til tæknibyltinga, sem gjör- breytt hafa daglegu lífi fólks og orðið hafa til vegna sam- starfs atvinnufyrirtækja og háskóla í Bandaríkjunum.“ . . . . . . . . . . 25. marz 1981: „Töluverðar umræður hafa orðið að undanförnu um fjár- hagsvanda Ríkisútvarpsins og afleiðingar þess, að hljóð- varp og sjónvarp hafa verið rekin með tapi sl. tvö ár, sem nemur um 1600 milljónum gkr. Vafalaust eru til margar skýringar á taprekstri þess- arar stofnunar, en ein er sú, að þær ríkisstjórnir, sem hafa setið á þessu tímabili hafa ekki leyft eðlilegar hækkanir á afnotagjöldum. Núverandi ríkisstjórn segir að vísu, að hún hafi leyft umtalsverða hækkun á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Þess er hins vegar að gæta, að það getur skipt miklu máli, hvort ríkis- stofnanir og raunar öll önnur fyrirtæki fá eðlilegar verð- hækkanir strax og þeirra er þörf eða hvort þessir aðilar eru dregnir á þeim mánuðum saman. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa takmark- aðan skilning á þessu eins og dæmin sanna. Heimildir til eðlilegra verðbreytinga í óða- verðbólgu eru dregnar von úr viti. Þegar þær eru loks leyfð- ar er taprekstur orðinn svo mikill, að nauðsyn er á enn meirir hækkunum en orðið hefði, ef þær hefðu verið leyfðar strax. “ . . . . . . . . . . 25. marz 1971: „Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp um kjördag til Alþingis. Er þar lagt til, að þingkosningarnar fari fram 13. júní nk. Telja verður víst, að samstaða verði milli allra stjórnmálaflokk- anna um þennan kjördag og að frumvarpið verði sam- þykkt. Enginn vafi leikur á því, að kosningar þær, sem fram fara til Alþingis í vor eru hinar mikilvægustu um árabil.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VANDI SEÐLABANKANS Um langt skeið hefur Seðlabank-inn haldið upp þeirri stefnu ípeninga- og gengismálum að beita vaxtahækkunum til að hafa hemil á þenslunni og vaxandi verðbólgu, en jafn- framt sett sér ákveðin gengisviðmið sem markmið. Í því felst að hann hefur haldið uppi eins konar fastgengisstefnu sem hann lýsir sig tilbúinn að verja. Þekkt er að gerðar hafa verið atlögur að gengi krónunnar til að láta á það reyna hvort hugur fylgi máli af hálfu Seðlabankans, og hann þá hvergi hvikað. Nokkuð greinargóða lýsingu á þeim vanda, sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir, má lesa í nýútkomnu riti Þjóðhagsstofnunar, Þjóðarbúskapnum – Framvindan 2000 og horfur 2001. Þar segir um þetta efni: „Annars vegar hefur bankinn beitt háum vöxtum til aðhalds en hins vegar notað gengisviðmið sem markmið. Markaðsaðilar hafa litið á þetta sem ákveðna „gengistryggingu“ og fyrir vik- ið hafa þeir séð mikil hagnaðartækifæri í þeim vaxtamun sem hefur verið milli Ís- lands og annarra landa. Þetta hefur örv- að erlenda lántöku og þegar til lengri tíma er litið grafið undan þeim ávinningi sem hverju sinni hefur náðst til lækk- unar verðbólgu. Háir vextir virka ekki til fulls nema óvissa um gengisþróun komi í veg fyrir að innlendir aðilar reyni í ríkum mæli að hagnast á vaxtamunin- um. Veikleiki núverandi gengisstefnu er því sá að við hana verður ekki staðið vegna nálægðar við efri vikmörkin nema um leið að tryggja lántakendum í er- lendum gjaldeyri hagnað vegna um- rædds vaxtamunar. Það er því umhugs- unarefni hvort ekki er ástæða til að breyta áherslum í peningamálum með því að minnka vægi gengisfestu og taka í staðinn upp formleg verðbólgumark- mið.“ Ljóst er að innan Seðlabankans er að fenginni reynslu til alvarlegrar athug- unar að hverfa frá núverandi stefnu og beina athyglinni að verðbólgumarkmið- um. Í því felst að verðstöðugleiki verður meginmarkmið stjórnar peningamála með formlegri yfirlýsingu um töluleg markmið. Rökin fyrir því að taka upp verðbólgumarkmið á Íslandi eru hins vegar að mati Más Guðmundssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, þau að fyrir liggi staðfest í rannsóknum að efnahagsleg uppbygging hagkerfisins og eðli hagsveiflunnar mæli frekar með sveigjanlegu gengi. Forsendurnar fyrir því að taka upp verðbólgumarkmið á Ís- landi séu að fjármálamarkaðir séu skil- virkir og nauðsynlegt sé að miðla vaxta- ákvörðunum Seðlabankans út í hag- kerfið. Með fljótandi gengi þurfi tiltölu- legan virkan gjaldeyrismarkað. Færni þurfi til að spá verðbólgu út miðlunar- tíma, t.d tvö ár, öflugt kerfi til að greina þróun efnahags- og peningamála og tryggja þurfi sjálfstæði Seðlabankans svo hann geti beitt stjórntækjum til þess að ná verðbólgumarkmiðum. Æskilegt væri að slíkt sjálfstæði væri tryggt með lagabreytingum en yfirlýsing gæti þó dugað fyrst í stað. „Markmiðin verða að vera sett af stjórnvöldum og Seðlabankanum sam- eiginlega og möguleiki stjórnvalda til að grípa inn í verður áfram að vera fyrir hendi en hann verður að vera fyrir opn- um tjöldum.“ Már leggur áherslu á að peningastefnan verði að vera gagnsæ, og til greina komi að vaxtaákvarðana- fundir bankastjórnar Seðlabankans yrðu á fyrirfram kunngerðum tíma, líkt og tíðkast hjá ýmsum helstu seðlabönk- um heims. Um afdrif gengisins innan verðbólgumarkmiðsstefnunnar segir Már að það yrði áfram mikilvægasta vís- bending peningastefnunnar og sömu- leiðis einn mikilvægasti ákvörðunar- þáttur verðbólgunnar og þar af leiðandi myndi Seðlabankinn ekki láta sér gengið í léttu rúmi liggja heldur áskilja sér rétt til inngripa á gjaldeyrismarkaði, bæði til að viðhalda verðstöðugleika og til að forðast óhóflegar sveiflur sem haft gætu áhrif á stöðugleikann í fjármálakerfinu. Að öllu þessu athuguðu hefur aðal- hagfræðingur Seðlabankans varpað fram þeirri spurningu hvort tímabært væri að taka upp verðbólgumarkmið í stað gengismarkmiða og svarað henni á þennan veg: „Seðlabankinn telur margt mæla með verðbólgumarkmiðum en það er rétt að hafa í huga að það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þetta mál. Það er ljóst að þessi ákvörðun verður ekki tekin nema sameiginlega af stjórn- völdum og Seðlabanka.“ Rökin fyrir því að breyta um stefnu virðast nokkuð sterk og ekki ólíklegt að þessum hugmyndum verði fylgt eftir. F LOKKSÞING Framsóknar- flokksins, sem haldið var um síðustu helgi, endur- speglaði eins og við mátti búast ákveðna togstreitu sem um skeið hefur staðið innan flokksins um það hvernig hann eigi að bregð- ast við breyttum tímum, nýjum viðhorfum og auknu vægi kjósenda á suðvesturhorni lands- ins. Völd og áhrif Framsóknarflokksins hafa ára- tugum saman byggzt á sterku fylgi á lands- byggðinni og því misvægi atkvæða sem lengst af hefur ríkt á milli landsbyggðar og þéttbýlis. Þungamiðja þjóðlífsins hefur færzt á Reykjavíkursvæðið, fólki hefur fækkað í sveit- um og í þéttbýli á landsbyggðinni og smátt og smátt hefur mismunur á vægi atkvæða verið jafnaður. Þessar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið til þess að Framsóknarflokkurinn er í þeirri hættu að verða smáflokkur sem skiptir litlu máli. Þótt þessar breytingar hafi staðið yfir í lang- an tíma og blasað við öllum hefur það orðið hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra að vera í forystu flokksins í gegnum síðustu áfanga þessa breytingaskeiðs. Hann hefur reynt að mæta nýjum viðhorfum með breyttum áherzlum í stefnu flokksins en geng- ið það misjafnlega vel. Viðleitni Halldórs Ás- grímssonar í þessum efnum er fullkomlega skiljanleg enda má segja að hann sinnti ekki formannsskyldum sínum ef hann leitaðist ekki við að beina flokknum í nýjan farveg sem höfði betur til kjósenda á suðvesturhorninu. Þetta er bakgrunnur þeirrar gagnrýni, sem formaður Framsóknarflokksins varð fyrir á flokksþinginu fyrir viku, þegar hann var sak- aður um að færa flokkinn til hægri og hrekja kjósendur frá honum með Evrópustefnu sinni. Ekki er ólíklegt að þessi togstreita eigi eftir að magnast innan Framsóknarflokksins á næstu árum. Stundum er gott fyrir formenn flokka að fá á sig gagnrýni á flokkssamkomum. Það gefur þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Hall- dór Ásgrímsson barði harkalega frá sér á flokksþingi framsóknarmanna fyrir viku. Með þeim hörðu viðbrögðum styrkti hann stöðu sína innan flokksins sem var byrjuð að veikjast af margvíslegum ástæðum. Jafnframt vakti hann upp ýmsar spurningar um þróun stjórn- málanna á næstu árum. Augljóst er að framsóknarmenn líta á vinstri-græna sem aðalkeppinauta sína um fylgi kjósenda á landsbyggðinni. Halldór Ás- grímsson lýsti þeim á flokksþinginu sem „fulltrúum afturhaldsins í landinu“. Hann bætti því við að þeir væru gömlu „kommúnist- arnir“ endurbornir. Þetta eru þung orð. Síðan sagði utanríkisráðherra: „Það má vel vera að við komum einhvern tímann til með að starfa með vinstri-grænum en sá flokkur verð- ur þá að breyta um stefnu því að það er ekki hægt að starfa með þjóðmálaafli sem er á móti öllum sköpuðum hlutum. Ég hef ekki enn þá orðið var við það á Alþingi að þeir fylgi ein- hverju framfaramáli sem stefnir inn í framtíð- ina. Það má vel vera að aðrir hafi orðið varir við það og það hlýtur raunar að vera að aðrir hafi orðið varir við það miðað við það fylgi sem þeir hafa í skoðanakönnunum. En við eigum ekki að hlaupa til og breyta um kúrs vegna þessara skoðanakannana. Muna menn eftir því hvernig Borgaraflokkurinn reis hér í skoðana- könnunum? Muna menn eftir því hvernig flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur reis hér í skoðanakönnunum? ...Ég hef ekki trú á því að það verði til langframa.“ Með þessum orðum kemst formaður Fram- sóknarflokksins býsna nærri því að útiloka samstarf við vinstri-græna í ríkisstjórn nema þá með mjög ströngum skilyrðum. Ætli þeir telji að Framsóknarflokkurinn sé í stöðu til að setja þeim skilyrði? Þessar yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar hafa verulega pólitíska þýðingu vegna þess að með þeim kemst hann mjög langt með að úti- loka stjórnarmyndun til vinstri eftir næstu kosningar með þátttöku framsóknarmanna, vinstri-grænna og Samfylkingar. Þrátt fyrir harkalega gagnrýni formanns Framsóknarflokksins vildi Steingrímur J. Sig- fússon, formaður vinstri-grænna, ekki útiloka stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn en sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtu- dag: „Ég er ekki að útiloka neitt en af hálfu Framsóknarflokksins vottaði ekki fyrir neinum tilburðum að opna dyr fyrir samstarf í aðrar áttir... Í framhaldi af flokksþingi Framsóknar- flokksins horfir maður fyrst og fremst til þess hvort núverandi stjórnarandstaða nái að eflast þannig að hún þurfi ekki á Framsóknarflokkn- um að halda.“ Við lok þessa kjörtímabils mun Sjálfstæðis- flokkurinn hafa haft stjórnarforystu á hendi í þrjú kjörtímabil. Þegar af þeirri ástæðu hafa margir velt því fyrir sér hvort mynduð yrði ríkisstjórn til vinstri að loknum næstu kosn- ingum. Ef tekið er mið af flokksþingi Fram- sóknarflokksins má ætla að flokkurinn muni í næstu kosningum beina spjótum sínum mjög að vinstri-grænum og leitast við að stimpla þá „afturhaldsmenn“ og endurborna „kommún- ista“. Af þessum sökum og vegna yfirlýsinga Halldórs Ásgrímssonar í þeirra garð á flokks- þinginu verður að telja ólíklegt að til samstarfs á milli þessara tveggja flokka geti komið í ríkisstjórn. Til viðbótar kemur svo alvarlegur málefnalegur ágreiningur bæði í Evrópumálum og við uppbyggingu stóriðju. Þegar flokksþing Framsóknarflokksins er skoðað í þessu ljósi verður að telja að því hafi fylgt nokkur pólitísk tíðindi. Evrópustefna og stóriðjumál ÞAÐ er athyglisvert og um leið íhugunar- efni að þeir tveir utanríkisráðherrar, sem setið hafa í því embætti síðustu 10 árin, Halldór Ásgrímsson og forveri hans, Jón Bald- vin Hannibalsson, hafa báðir gerzt talsmenn nánara samstarfs okkar Íslendinga við Evrópusambandið og gefið fyllilega í skyn að þeir telji að við eigum heima þar innandyra. Það má velta því fyrir sér hvort þeir sem gegna starfi utanríkisráðherra og eru á stöð- ugum ferðalögum um Evrópulönd og eiga regluleg samtöl við forráðamenn Evrópuríkja verði einfaldlega fyrir svo miklum áhrifum af þeim samtölum og ferðalögum að þeir af þeim sökum gerist ákafir Evrópusinnar. Alla vega er ljóst að Halldór Ásgrímsson hefur talið sér það til framdráttar að viðra nán- ara samstarf við Evrópusambandið án þess nokkru sinni að hafa tekið skrefið til fulls og lýst yfir vilja til inngöngu í ESB. Þessi nálgun við Evrópusambandið er áreiðanlega hugsuð af hálfu utanríkisráðherra sem lykilþáttur í því að ná til nýrra kjósendahópa á Reykjavíkursvæð- inu og skapa þannig aukið jafnvægi í fylgi Framsóknarflokksins yfir landið allt. En jafn- framt er erfitt að skilja málflutning ráðherrans vegna þess að hann á augljóslega þátt í því að ýta kjósendum frá flokknum á landsbyggðinni. Um þetta sagði hann í ræðu á flokksþinginu samkvæmt frásögn Morgunblaðsins: „Halldór Ásgrímsson sagðist kannast við að menn hefðu komið að máli við sig og sagt að þeir treystu sér ekki til að styðja flokkinn vegna umræðu innan hans um Evrópumálin.“ Það er nokkuð almenn skoðun að yngra fólk á höfuðborgarsvæðinu sé í töluverðum mæli fylgjandi aðild Íslands að ESB. Enda sagði for- maður Framsóknarflokksins líka á flokks- þinginu: „Ýmsir, þar á meðal ungt fólk, hefðu einnig komið að máli við sig og sagt að þeir vildu styðja flokkinn vegna Evrópuumræðunn- ar.“ Innan Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið skiptar skoðanir um þetta mál. Stuðningur við aðild að ESB innan flokksins hefur ekki sízt komið úr röðum þeirra sem starfa í viðskipta- lífinu. Þegar Alþýðuflokkurinn tók fyrir nokkr- um árum upp ákveðna baráttu í þessum efnum trúðu forystumenn hans því að jákvæð við- brögð manna í viðskiptalífinu mundu leiða til þess að Alþýðuflokkurinn mundi ná til sín slíku fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Það reyndist grundvallar misskilningur. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er svo rótgróinn í þeim kjósendahópum að meira þarf til en skoðana- mun um ESB-aðild til að hrófla við honum. Alþýðuflokkurinn uppskar því ekki eins og til var sáð. Ekki er ólíklegt að Halldór Ásgrímsson heyri nú svipaðar raddir og forveri hans áður og líklegt má telja að reynsla hans verði sú sama; vinsamleg hvatningarorð eru eitt en at- kvæði eru annað. Þess vegna geta forystumenn Framsóknarflokksins ekki gengið út frá því sem vísu að Evrópustefna þeirra muni skila þeim nokkru að ráði í auknu kjósendafylgi á suðvesturhorni landsins. Vandi framsóknarmanna í þessum efnum kemur svo glöggt fram í afstöðu þeirra til upp- byggingar stóriðju. Þeir hafa um skeið lagt mikla áherzlu á að byggja álver og stórvirkjun á Austfjörðum og nú er í gangi ákveðin vinna sem miðast að því að slíkar framkvæmdir verði að veruleika. Halldór Ásgrímsson hefur gengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.