Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 57
ÞAÐ er óhætt að segja að nýjasta
afurð Cradle of Filth, sem gefin var
út á hrekkjavöku (sem er undarleg
tilviljun að mati Dani), sé hæglega
sú aðgengilegasta til þessa. Þó að
djöfullegir sprettir og krákuöskur
geri enn vart við sig einkennist
platan mikið til af fínlegum og flott-
um melódíum og oft er engu líkara
en maður sé staddur í óperunni með
Iron Maiden. Svartnætti, gotneskur
drungi, blóð og annað álíka ógeð
hefur fylgt Vöggunni frá upphafi.
En í þetta sinnið er pakkinn borinn
fram séntilmannlega (!).
Hjartsláttur dauðans
Maður sér nú aldrei þessa með-
limi sveitarinnar öðruvísi en með
hvítkölkuð andlit og blóðtauma í
kjafti. Ég átti von á símtali frá Dani,
söngvaranum, og eðlilega var nett-
ur uggur í manni. Nú skyldi dansað
við djöfulinn í fölu mánaskini!
Síminn hringir og það stendur
heima. Dani er á línunni. Og við-
talið hefst. Búmm búmm. Búmm
búmm. Búmm búmm.
„Já, já já. Það er rétt. Og hún er
kölluð Midian,“ svarar Dani með
sterkum breskum hreim, aðspurður
hvort sveitin hafi ekki verið að gefa
út plötu (sem ég vissi náttúrlega en
svona byrjar maður nú oft þessi við-
töl). „Hún er byggð að hluta til á
minni úr gamla testamentinu en
einnig á goðsögninni um borgina
Midian, sem hýsir fallna engla og
alls kyns viðrini. Þetta hefur skír-
skotun í fólk eins og til dæmis mig,
sem passar ekki inn í nútíma-
samfélagið og önnur ámóta börn
myrkursins.“
Dani segir að liðsskipan sveit-
arinnar hafi breyst, nokkrir með-
limir hafi verið líflátnir fyrir einu
ári. „Inn í bandið kom Adrian, Svíi
sem var áður í hljómsveitinni At the
Gates og Martin, sem lék áður á
hljómborð með My Dying Bride.
Einnig er gamli gítarleikarinn okk-
ar, Paul Allender, kominn aftur á
meðal vor. Fram að þessum breyt-
ingum var stemmningin ansi súr í
sveitinni og andinn ekki góður.
Þannig að það var ákveðið að reka
tvo meðlimi. En núna er annað uppi
á teningnum. Það er mikil sam-
heldni í gangi og trú á það sem við
erum að gera.“
Hið svarta húm
Dani vill meina að helstu tónlist-
arlegu breytingarnar í kjölfar
þessa uppstokkana lýsi sér í harðari
og rokkaðri hljóm. „Þetta er að
mörgu leyti einfaldari og harðari
plata, þá aðallega með tilliti til
hljómvinnslunnar. En hún er þó
bæði grípandi og sinfónísk. Hún er
einhvern veginn afdráttarlausari
en fyrri plötur okkar, hún er hrein
og bein.“
Dani leiðast þessar svartmálms-
skilgreiningar, segir sveitina vera
það á huglægan hátt (?). „Ef við lít-
um á „svartmálm“ sem einhverja
hugmynd þá er hægt að kalla til
sveitir eins og Danzig, The Misfits
og Marilyn Manson. Þetta eru allt
svipaðar sveitir hvað stíl og viðmót
varðar. Cradle of Filth passar ekk-
ert inn í svona mót, gráþungarokk,
grænþungarokk, bla bla bla.“
En gotnesku árunni er hins vegar
ekki hafnað. „Tónlistin okkar er
„gotnesk“,“ samþykkir hann.
„Þetta hugtak kallar fram myndir
af svörtum turnum, gráum skýjum,
miðnætti og mánaskini. Já, við er-
um sannarlega gotneskir. En þegar
talað er um gotneskan stíl í Evrópu
erum við oft settir í flokk með sveit-
um sem eru að sinna skrýtinni raf-
tónlist í anda Gary Numan (hlær.
Djöfullega að sjálfsögðu.)“
Dani þekkir til sænska og norska
svartmálmsgeirans, þar sem hið
svarta hjarta svartmálmsins slær.
„Við og Emperor (ein fremsta
svartmálmssveit Noregs) erum t.d.
ágætis félagar,“ segir Dani. „Ég tel
að tími bernskubreka þar sé að
baki, þar sem menn fundu hjá sér
þörf til þess að brenna kirkjur og
stinga hver annan á hol í þeim til-
gangi að vekja á sér athygli. Núna
snýst þetta um tónlistina. Ég held
að svartmálmsliðar þar séu loks
farnir að skilja það að þú getur ekki
breytt heiminum með því að reka
besta vin þinn í gegn (hlær).“ Hér er
Dani að vísa í frægt dæmi frá
norsku svartmálmssenunni, er
Count Grishnack (rétt nafn Christ-
ian Vikernes) úr hljómsveitinni
Burzum var settur í fangelsi fyrir
að myrða mann að nafni Euronym-
ous, sem var gítarleikari í sveitinni
Mayhem.
Öskrandi stjörnur
En nú erum við ásáttir um að það
er tónlistin, eðlilega, sem skiptir
höfuðmáli.
„Þú yrðir hissa,“ bætir hann við.
„Hversu margir ásaka Cradle of
Filth um allt annað en að búa til
tónlist. Ég var í viðtali um daginn
hjá annars ágætum náunga. Það
eina sem hann sagði var, „Ég var að
heyra sögusagnir um...“, „Fólk seg-
ir að...“. Ég þurfti að grípa fram í
og segja. „Herra minn. Ég hélt að
við værum að tala um nýju plötuna
okkar?“.“
Cradle of Filth hafa verið kall-
aðir „vinsælasta svartmálmssveit
heims“. Maður veltir því ósjálfrátt
fyrir sér hversu mikil vigt felst í
slíkri yfirlýsingu. Ég spyr hann um
vinsældirnar. „Ja ... síðasta plata
seldist í yfir 400.000 eintökum
(Cruelty & the Beast, 1998),“ svarar
hann. „Og forpöntun á þessari nýj-
ustu hljóðar upp á 250.000 eintök.
Svo ég vona að við séum enn vinsæl-
ir! (hlær). Annars þarf ég að snúa
mér aftur að blaðamennskunni!“
(Dani starfaði við blaðamennsku
áður en hann stofnaði sveitina árið
1991).
Samtalið var nú á enda og við
kvöddumst með virktum. Ég lagði
símtólið varfærnislega á aftur. Og
blóðið draup niður af borðbrúninni.
Vagga
viðbjóðs
Cradle of Filth. Dani Filth er þriðji frá vinstri.
Cradle of Filth er með helstu svartmálmssveitum
Svartmálmssveitin breska Cradle of Filth
gerir leynt og ljóst út á hneyksli og hneisu
en spilar um leið glettilega góða tónlist.
Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við
söngvarann Dani Filth um nýjustu
plötu sveitarinnar, Midian.
Hýddur
(Whipped)
G a m a n m y n d
Leikstjórn og handrit: Peter M.
Cohen. Aðalhlutverk: Amanda
Peet, Brian Van Holt. (85 mín.)
Bandaríkin 1999. Myndform.
Bönnuð innan 16 ára.
NEIL LaBute hittir algjörlega
naglann á höfuðið í fyrstu mynd sinni,
In the Company of Men. Frumleg og
nett kvikindisleg
ádeila á karlremb-
una með óvæntri
fléttu og hnyttnum
vangaveltum um
nútímasamskipti
kynjanna. Það er
deginum ljósara að
myndin sú hefur
veitt Peter M. Coh-
en meira en lítinn
innblástur.
En samanburðurinn nær því miður
ekki lengra því við höfum í höndun-
um sígilt dæmi um muninn á snilli og
meðalmennsku og skal strax tekið
fram að frumburður Cohens rís aldr-
ei hærra en að lafhanga í meðal-
mennskunni.
Viðfangsefnið er fjórir félagar, þrír
lausir og liðugir og einn giftur, algjör
lúði, ef marka má lífssýn Cohens.
Piparsveinarnir þrír keppast um að
segja sorglegar laxasögur af kvenna-
málum sínum uns þeir falla allir fyrir
sömu dömunni; tilviljun eða hvað?
Við það slettist upp á vinskapinn því
allir vilja skutluna og eru tilbúnir að
leggja vinskapinn í sölurnar. En
kauðar eiga eftir að brenna sig all-
verulega.
Þetta er vægast sagt þunnur þrett-
ándi. Þau samskipti sem Cohen lýsir
eiga lítið sem ekkert skylt við raun-
veruleikann heldur gefa fyrst og
fremst til kynna að drengurinn hljóti
að hafa lifað lífi sínu með nefið klesst
upp við sjónvarpsskjáinn.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Með nefið
klesst við
skjáinn