Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 12
Kunnugir telja að Axel hafi fyrir nokkru horfið frá því að leggja til atlögu við Kristján Loftsson. Efast reyndar um að hann hafi nokk- urn tíma ætlað að setja Kristján út, en nú séu horfur á því að hann hyggist skipta Frosta Bergssyni út en ekki liggur fyrir hver eigi að koma í stað Frosta. Upphaflega samkomulagið sem gert var árið 1989 þegar Samvinnutryggingar og Bruna- bótafélag Íslands sameinuðust undir merkjum VÍS gekk út á það að eignarhaldsfélag Bruna- bótafélagsins fékk í sinn hlut starfandi stjórn- arformann hjá VÍS (Ingi R. Helgason heitinn var fyrstur til að gegna því starfi) en Samvinnutryggingar fengu forstjórastól- inn hjá VÍS (Axel Gíslason) og forstjóri VÍS varð jafnframt framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga. Fer með allt vald í dótturfélögum Axel fer því sem slíkur með allt vald í dótt- urfélögum og hlutabréfasafni Samvinnutrygg- inga. Þar sem Axel fer með eignarhlut Samvinnu- trygginga í öðrum félögum, ákveður hann hverjir sitja fyrir VÍS í stjórnum þeirra félaga, þar sem VÍS á rétt á stjórnarmanni á annað borð. Kristján Loftsson mun ekki hafa miklar áhyggjur af stjórnarsæti sínu í ESSÓ. Og raunar mun Frosti Bergsson hafa lýst því yfir, að ef Kristjáni verði bolað út úr stjórn fyr- irtækisins þá gefi hann ekki kost á sér til end- urkjörs. Frosti, stjórnarformaður Opinna kerfa, hefur einnig sagt að stjórnarsetan sem slík sé honum ekki föst í hendi. Þá er Ólafur Ólafsson sagður hafa verið því mjög andvígur að Kristján verði látinn víkja úr stjórninni og er því haldið fram að hann hafi gefið til kynna, að hann væri reiðubúinn að selja sinn hlut í ESSÓ 6,89% til þess að koma í veg fyrir slíkt. Þeir Jón Sigurðsson, Guðjón Stefánsson og Eiríkur S. Jóhannsson, sem allir eiga sæti í stjórn Samvinnutrygginga, ásamt Sigurði Markússyni og Óskari Gunnarssyni eru sagðir telja það rangt af Axel Gíslasyni að ætla að knýja fram kjör stjórnarmanns í stjórn Olíu- félagsins, hvort sem er á kostnað Kristjáns Loftssonar stjórnarformanns sem setið hefur í stjórn ESSÓ um áratuga skeið og þótt afar far- sæll, eða á kostnað Frosta Bergssonar. Jafnframt munu margir hafa af því veru- legar áhyggjur ef þeir Kristján og Frosti hætta báðir í stjórninni og S-hópurinn setji inn tvo menn, muni slíkt skaða ímynd ESSÓ veru- lega og setja ákveðinn Sambands- og Fram- sóknarstimpil á fyrirtækið, sem það hafi verið svo gott sem laust við í alllangan tíma. Einnig telja ákveðnir menn að Geir Magn- ússon sé efins um ágæti þess að víkja Frosta úr stjórn félagsins. Hann hafi sjálfur leitað til Frosta Bergssonar, með stuðningi og velvild Axels á sínum tíma og fengið hann til að taka sæti í stjórn ESSÓ einmitt í þeim tilgangi að setja nútímalegri og markaðslegri blæ á fyr- irtækið. Jafnframt ber mönnum almennt sam- an um að samstarf þeirra Kristjáns Loftssonar og Geirs Magnússonar hafi í gegnum tíðina verið með miklum ágætum. S-hópurinn spyr þá sem svo: Hvað mega þá stórir eigendur í hlutafélagi eins og ESSÓ gera, ef þeir mega ekki neyta stærðar sinnar og fá stjórnarmenn kjörna í samræmi við eign- arhlut? Hér eiga menn við það, að S-hópurinn sem slíkur á um 46% í ESSÓ. (Traustfang 19,02%, Samvinnulífeyrissjóðurinn 13,30% og VÍS 13,29%) Stjórn félags sem var Stjórn Samvinnutrygginga er ekki stjórn virks félags í rekstri, heldur eins konar stjórn félags sem ekki er lengur til í eiginlegum skiln- ingi, nema sem eignarhaldsfélag. Því hefur umræðan og gerjunin ekki aðallega átt sér stað á þeim vettvangi. Þó er viðhorfsbreyting innan þessarar stjórnar vissulega sögð hafa áhrif á heildar- myndina þar sem ákveðnir stjórnarmenn hafa gegnt þýðingarmiklum lykilhlutverkum hjá Sambandinu þegar það var og hét og hafa enn umtalsverð áhrif og völd innan S-hópsins. Þannig má segja að í stjórn Samvinnutrygg- inga hafi a.m.k. myndast meirihluti fyrir því að rétt sé að leitað verði samninga við sameig- endur í fyrirtækjunum, bæði hvað varðar stjórnarsetu í ESSÓ og hvað varðar framtíð- arfyrirkomulag á rekstrarformi VÍS, þótt menn vilji ekki taka svo djúpt í árinni að að segja að þeir ætli beinlínis að fara í hart gegn Axel Gíslasyni. Axel er augljóslega mun um- deildari maður meðal gamalla Sambands- og samvinnumanna en Geir Magnússon, en vart er nokkur maður sem vefengir sterka stöðu hans og raunar þeirra beggja, ekki síst vegna þess sem sagt er vera heilsteypt samstarf þeirra, þrátt fyrir talsvert tíðan málefnalegan ágreining þeirra á milli. Tala gegn gamaldags valdabrölti Ákveðnir stjórnarmenn í ESSÓ og Sam- vinnutryggingum hafa sagst vera talsmenn þess að fyrst og fremst sé hugsað um hag hlut- hafa og horft til arðsemissjónarmiðsins. Hluti þeirra hefur talað gegn því að menn séu í gam- aldags valdabrölti, samanber átök milli við- skiptablokka sem hafa verið kenndar við kol- krabba og smokkfisk. Slík átök í viðskiptalífinu séu á undanhaldi og þeim mun fyrr sem menn átti sig á því, þeim mun betra. Þau heyri liðnum tíma til og geri í raun ekkert annað en skaða hagsmuni fyrir- tækjanna. Þeir segja að það sé alls ekki sjálfgefið að Ol- íufélagið taki þátt í slíku. Félagið hafi á und- anförnum árum markað sér ákveðna stefnu sem framsækið og nútímalegt fyrirtæki og á þeirri braut eigi félagið að halda sig. Almenningur hugsi ekki um það, þegar farið er á bensínstöð, hvort þetta sé „Kolkrabba- bensínstöð“ eða „Smokkfisk-bensínstöð“. Al- menningur kaupi sitt bensín einfaldlega þar sem það er hentugast, þjónustan er best og við- mótið hlýlegast. Kolkrabba- og Smokkfisk- skilgreiningar séu sem betur fer á undanhaldi og raunar til í huga æ færri manna. Því eigi ESSÓ að leggja höfuðkapp á það í stefnumörk- un sinni að vera það sem kallað er „sexí fyr- irtæki á markaðnum“, með skýra framtíðar- sýn, en ekki að mála sig út í horn með þátttöku í einhverri blokkarmyndun. Ráðamenn S-hópsins gefa aftur lítið fyrir slíka „fyrirtækjarómantík“ og segja að því verði ekki á móti mælt að Kolkrabbinn sé enn á fleygiferð í íslensku viðskiptalífi og því þurfi S- hópurinn að hafa sig allan við, til þess að fyr- irtæki í hans umsjá haldi sinni markaðshlut- deild. Þeir vísa m.a. til þess að olíuviðskipti hjá Flugleiðum voru nú síðast ekki boðin út nema um rétt innan við 30%, eða 30 milljónir lítra, af samtals 100 milljóna lítra viðskipta. 70 millj- ónir af flugvélaeldsneyti hafi beinlínis verið af- hent Skeljungi, á silfurfati, án útboðs. Því hafi einungis verið um sýndarútboð að ræða, ekki raunverulegt útboð, þar sem frjáls samkeppni ríkti. Sama máli gegni um ákveðin útgerðarfyr- irtæki og olíuviðskipti þeirra. Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) hafi til dæmis í mörg ár oft- ast verið með olíuviðskipti sín við ESSÓ, að undangengnu útboði. Á því hafi aðeins verið ein undantekning þar sem OLÍS bauð betur en ESSÓ. ÚA hafi einhliða tilkynnt á liðnu hausti, að það hefði fært viðskipti sín yfir til Skelj- ungs. Aðspurðir hverju sætti hafi ráðamenn ÚA greint frá því að svo gott tilboð um við- skipti hafi borist frá Skeljungi, að óþarft væri að láta koma til útboðs. Sama máli segir S-hópurinn gegna um tryggingaviðskipti og nefnir sem dæmi flutn- ing á tryggingum Marels hf. frá VÍS til Sjóvár. Um leið og Sjóvá og Eimskip hafi verið búin að kaupa nógu stóran eignarhlut í Marel hafi tryggingar fyrirtækisins verið fluttar frá VÍS til Sjóvár. Á meðan viðskiptahættir séu með þessum hætti segja þeir að menn séu bara bláeygir og barnalegir ef þeir viðurkenni ekki að slíkir taktar séu reglubundnir og fastir í íslensku við- skiptalífi. Það sé því ekkert annað en hugguleg fram- tíðarmúsík að tala um viðskiptalíf á Íslandi án klíkumyndana eða viðskiptablokka. Atvinnurekendur á undan eigendunum Gamalreyndir samvinnumenn sem nú eru hlynntir markaðsvæðingu og samkeppni, segja að það hafi markað viss þáttaskil þegar Vinnu- málasamband samvinnufélaganna og Vinnu- veitendasamband Íslands voru sameinuð í ein- um hagsmunasamtökum atvinnurekenda. Þeir sem voru helstu talsmenn þeirrar sam- einingar á sínum tíma af hálfu samvinnuhreyf- ingarinnar voru þeir Jón Sigurðsson, sem þá var framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnuhreyfingarinnar, Geir Magnússon, forstjóri ESSÓ og Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa. Viðhorf þessara manna varðandi þessa sam- einingu atvinnurekenda var að það væri gam- aldags hugsunarháttur og úreltur að flokka bæri atvinnurekendur eftir þessum gömlu póli- tísku línum, Sambandið og andstæðingar þess. Engu máli ætti að skipta hver væri bakgrunn- ur atvinnurekenda þeir ættu að geta unnið sameiginlega að hagsmunum atvinnulífsins og fyrirtækja sinna, hvar í flokki sem þeir stæðu eða úr hvers konar hreyfingu sem þeir kæmu. Menn eru yfirleitt sammála um að þessi sameining hafi gengið ágætlega og áfallalítið fyrir sig. Til sanns vegar má því færa að at- vinnurekendur sem slíkir séu talsvert á undan eigendum fyrirtækjanna í þeim efnum að láta pólitíkina liggja á milli hluta og einbeita sér að hagkvæmum rekstri og arðsemi. Ljóst er að það þjónar ekki sérstaklega hagsmunum þessara fyrrverandi Sambands- fyrirtækja að fá einmitt núna skráningu á Verðbréfaþingi og minnka sinn eignarhlut í VÍS. Það hlýtur að skipta miklu máli fyrir þessi fyrirtæki við hvern eða hverja þeir koma til með að semja um hvernig rekstrarform fyr- irtækisins verður í framtíðinni og hverjir verða meðeigendur. Þar skiptir ekki minnstu máli hverjir koma til með að kaupa Landsbankann, þegar hann verður seldur og því kann allt eins að vera skynsamlegt fyrir þessa eigendur VÍS (S-hópinn) að halda að sér höndum enn um sinn. agnes@mbl.is Sigurður MarkússonEiríkur JóhannssonJón SigurðssonÓskar H. GunnarssonMargeir DaníelssonKristján Loftsson Guðjón Stefánsson Axel Gíslason Geir Magnússon Ólafur Ólafsson Halldór J. Kristjánsson Kjartan Gunnarsson Frosti BergssonStefán Héðinn Stefánsson Samkvæmt heimildum sem aflað hefur verið, er talið í Landsbankanum að VÍS sé 14 til 16 milljarða króna virði, að eignarhluta Lífís und- anskildum, en Lífís sem er til helminga í eigu Líftryggingafélagsins Andvöku og Lands- bankans, á 12% hlut í VÍS, S-hópurinn 44% og Landsbankinn 44%. Þannig mun Landsbankinn bæði hafa verið reiðubúinn til þess að selja S-hópnum sinn hlut í VÍS fyrir 7 til 8 milljarða króna eða að leysa til sín hlut S-hópsins, 44%, fyrir sama verð. S-hópurinn hefur engan áhuga á að selja all- an hlut sinn í VÍS og hefur að sögn aldrei gefið til kynna að hann hefði áhuga á slíku. Hann hefur aftur enga burði til þess að kaupa allan hlut Landsbankans. Leggja áherslu á sátt Gamalreyndir samvinnumenn hafa ýmsir talið að ákjósanlegt væri að aðilar gætu í sátt og samlyndi náð lendingu í málinu fyrir næsta aðalfund. Þeir segja sem svo, að leikurinn hafi ekki verið til þess gerður, að sameigendur að fyrirtæki væru að skaða hverjir aðra, því þar með skaði þeir einfaldlega fyrirtækið sem þeir eiga saman og viðskiptahagsmuni þess – VÍS í þessu tilviki. Því er haldið fram að eitthvað sé farið að kvarnast úr þeim öfluga stuðningi sem Axel Gíslason hefur ávallt notið frá gömlum og gegnum samvinnumönnum. Þannig heyrast efasemdarraddir úr þessum röðum um að rétt sé að S-hópurinn reyni að halda ráðandi hlut í VÍS. Það geti ekki farið saman við markaðssjónarmiðin, sem hljóti að ráða ferðinni, þegar félagið er komið á markað og eignarhald orðið dreifðara en það er í dag. Innbyrðis átök skaðleg félaginu Þessir menn segja m.a. að það geti ekki verið markmið með eignarhaldi í öðrum fyrirtækjum eins og ESSÓ, að standa í stríði um stjórn- arsetu í fyrirtækinu, eins og geisað hefur á bak við tjöldin að undanförnu, en heimildir herma að Axel Gíslason hafi í fyrstu haft í hyggju að taka sjálfur sæti í stjórn ESSÓ við stjórnar- kjör á aðalfundi félagsins næsta miðvikudag. Hann hafi ætlað sjálfum sér stjórnarfor- mennskuna, og ýta þar með út sjálfum stjórn- arformanninum, Kristjáni Loftssyni, sem á um 30 ára stjórnarsetu í ESSÓ að baki, fyrst sem varamaður, síðan stjórnarmaður og nú síðustu tíu árin sem stjórnarformaður Olíufélagsins. S-hópurinn segir þetta á hinn bóginn fjarri öllum sanni. Axel hafi ekki verið það neitt kappsmál að vera kjörinn í stjórn ESSÓ. Hann hefði getað knúið fram eigið kjör í stjórn ESSÓ þegar á árinu 1989, hefði hann haft hug á slíku. Ástæðurnar fyrir því að Axel er sagður, a.m.k. af ákveðnum fyrrum Sambandsmönn- um, sækjast eftir stjórnarsetu í ESSÓ eða vilja koma sínum manni þar inn eru sagðar þær að hann sé ekki sáttur við það að Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, Kristján Loftsson og Frosti Bergsson geti, þegar þeir vilja, myndað meirihluta í stjórn félagsins, sem Axel gæti þá ekki ráðið yfir. Hann er sagður hafa þurft að finna röksemdir fyrir því að rétt væri að skipta Kristjáni út og þá tilgreint að Kristján hefði svo lítinn eignarhlut á bak við sig. Félag Krist- jáns, Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. á 1,17% hlut í ESSÓ. En auðvitað er 4,84% hlutur Vog- unar hf. félags Árna Vilhjálmssonar einnig að baki stjórnarsetu Kristjáns. Samkvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið, hefur Axel látið í veðri vaka við Lands- bankamenn að hann muni taka sæti í stjórn ESSÓ telji hann það nauðsynlegt. 12 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.