Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 1

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 1
TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. MARS 2001 ÁTJÁN albanskir skæruliðar voru í gær handteknir á landamærum Makedóníu og Kosovo. Þeir hafa hörfað í átt til fjalla eftir að make- dónski herinn tók flest þorp og lykilstöður skæruliðanna í áhlaupi sem staðið hefur yfir síðan á sunnudag. Enn er þó barist á stöku stað næst landamærunum. Þar hefur sést til skæruliða og hefur eftirlit verið hert. Dregið hefur úr flóttamannastraumnum frá Makedóníu og eru þess jafnvel dæmi að flóttamenn hafi snúið aft- ur, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Alls stöðvaði friðargæslulið Atl- antshafsbandalagsins, KFOR, yfir 100 manns innan landamæra Kos- ovo í gær, grunaða um að tilheyra albönskum skæruliðum sem barist hafa í Makedóníu. Flestum var hins vegar sleppt þar sem þeir voru hvorki vopnaðir né í einkenn- isbúningum. Urður Gunnarsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, kom að landamærunum á tveimur stöð- um skammt frá þorpinu Krivenik sem er um 3 km norður af þeim. Á báðum stöðum sást til lítilla hópa skæruliða í skóginum og uppi í fjallshlíðum. Þeir voru hins vegar ekki reiðubúnir að ræða við blaða- menn. Erfitt og hættulegt er að athafna sig á svæðinu, þar sem jarðsprengjum hefur víða verið komið fyrir. Þá hefur jörð víða verið sviðin til að marka landa- mærin og líklega til að gera skæruliðum erfiðara fyrir að nota tré sem skjól. Í Krivenik, þar sem um 400 manns búa, heyrðust í gær skot- hvellir og sprengjudrunur frá landamærunum en makedónski herinn staðfesti að enn væri barist í bænum Gracane, 3 km suður af landamærunum. Apache-þyrlur bandaríska hersins sveimuðu yfir Krivenik og bandarískar og finnskar eftirlitssveitir voru á ferli í og við þorpið. Í býtið í gærmorgun höfðu pólskir og úkraínskir hermenn gert vopnaleit í Krivenik en ekkert fundið, að sögn þorpskennarans, Ahmet Cajani. „Þetta hefur verið erfitt ástand, með þyrlurnar dag- lega yfir höfðum okkar og átökin svona nálægt. Það eiga margir erf- itt með svefn þessa dagana,“ sagði hann. Astrid van Gendereren Stort, talskona Flóttamannahjálpar SÞ, sagði að ekki færri en 6.000 manns hefðu komið yfir til Kosovo síðustu daga til að flýja átökin en líklega væru þeir fleiri. Hún sagði erfitt að meta fjöldann þar sem allir hefðu fengið inni í heimahúsum. Flóttamannahjálpin er hins vegar reiðubúin að hýsa þá í skólum og öðrum byggingum, fari svo að flóttamannastraumurinn færist í aukana að nýju. Enn sem komið er eru flestir flóttamannanna, að minnsta kosti 20.000 manns, enn innan landamæra Makedóníu. Albanskir uppreisnarmenn flýja undan áhlaupi makedónska hersins Skæruliðar handteknir innan landamæra Kosovo Skopje. Krivenik í Kosovo. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Thomas Dworzak Eftirlitsþyrlur bandaríska hersins sveima yfir höfðum íbúa Krivenik í Kosovo-héraði. Þorpið er aðeins í þriggja kílómetra fjarlægð frá landamærunum sem liggja að Makedóníu og hefur sést til skæruliða í og við það.  Skipast í fylkingar/21 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði á ráðstefnu arabaríkja, sem hófst í Amman í Jórdaníu í gær, að „sam- safnaðar refsiaðgerðir“ Ísraela hefðu alið á reiði og örvæntingu meðal Pal- estínumanna, og hvatti til þess að friðarumleitanir hæfust á ný hið fyrsta. Eru þetta hörðustu orð sem fram- kvæmdastjórinn hefur látið falla um hernaðar- og efnahagsaðgerðir Ísr- aela. Sagði Annan að heimurinn hefði fullan rétt á að gagnrýna Ísraela fyrir hersetu á arabísku landsvæði og fyrir að „bregðast alltof harkalega“ við uppreisn Palestínumanna. Tvær sprengjur sprungu í Jerúsal- em í gær um það leyti sem ráðstefna arabaríkjanna var að hefjast, en dag- inn áður hafði barn gyðingalandnema á Vesturbakkanum verið skotið til bana og Ísraelar af þeim sökum orðið æfir í garð Palestínumanna. Lögregla í Ísrael sagði að tilræð- ismaður hefði sprengt sjálfan sig í loft upp við strætisvagn í gyðingahverfi og orðið sjálfum sér að bana og sært að minnsta kosti sjö farþega í vagn- inum. Fyrr um daginn sprakk bíl- sprengja nærri strætisvagni og særð- ust þrír. Herskáir múslimar lýstu sig ábyrga fyrir því tilræði. Aukin valdbeiting af beggja hálfu Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, sagði á ráðstefnunni í Amman að þjóð sín væri í grundvallaratriðum andvíg hryðjuverkum og ofbeldi. Ar- afat skírskotaði ekki beinlínis til sprengjutilræðanna í Jerúsalem. „Það er von okkar að ráðstefnan sendi skýr skilaboð til Ísraela og um- heimsins þess efnis að það er ógern- ingur að einangra palestínsku þjóð- ina, eða svipta okkur réttindum okkar,“ sagði Arafat. Bashar al-Ass- ad, forseti Sýrlands, sagði að þeir Ísraelar sem hafi greitt Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, atkvæði í kosningunum í síðasta mánuði, væru afsprengi samfélags þar sem ríkjandi væri „meira kynþáttahatur en hjá nasistum“. Sérstakur rannsóknarfulltrúi SÞ, Giorgio Giacomelli, sakaði í gær Ísr- aela um að auka „óhefta valdbeitingu“ gegn Palestínumönnum er stæðu að mótmælaaðgerðum. Hefðu Ísraelar þar að auki fellt að minnsta kosti 13 Palestínumenn í fyrirsátum og eyði- lagt hundruð palestínskra heimila. Í skýrslu Giacomellis til Mannréttind- aráðs SÞ segir að valdbeiting hafi aukist af beggja hálfu, en hann lætur þess getið að sér hafi eingöngu verið falið að kanna mannréttindabrot Ís- raela á herteknu svæðunum. Ráðstefna arabaríkja hafin í Amman í Jórdaníu Kofi Annan gagnrýnir Ísraela fyrir hörku Amman, Genf. Reuters, AP. GRUNUR leikur á að gin- og klaufaveiki sé komin upp í Dan- mörku. Embættismenn danska mat- vælaeftirlitsins staðfestu í gær að talið væri að veikin hefði greinst í þremur kúm frá bóndabæ nálægt Egtved í Vejle, en um 150 kýr eru á bænum. Niðurstaðna nánari rannsókna á kúnum er að vænta í dag. Innflutn- ingur fjár á fæti til Danmerkur hef- ur verið bannaður frá 11. febrúar og danski landbúnaðarráðherrann, Ritt Bjerregaard, hefur jafnframt bann- að útflutning lifandi dýra, þar sem flutningabifreiðar geta borið með sér smit á bakaleiðinni. Nú er óttast að gin- og klaufaveikin hafi engu að síður borist til Danmerkur, en henn- ar varð þar síðast vart árið 1983. Bretar íhuga bólusetningu Evrópusambandið framlengdi í gær bann við útflutningi dýra, kjöt- og mjólkurafurða frá Bretlandi og hluta Norður-Írlands til 19. apríl. Breski landbúnaðarráðherrann, Nick Brown, lagði í gær fram áætl- un um hvernig hefta megi út- breiðslu gin- og klaufaveiki í land- inu, en meðal annars verður lagt bann við notkun matarleifa í dýra- fóður. Bresk stjórnvöld telja nú að smit hafi borist til landsins með smygluðu kjöti og að afgangar af því hafi farið í fóður. Brown sagði í gær að ríkisstjórnin íhugaði jafnvel að grípa til bólusetningar gegn gin- og klaufaveiki, en hingað til hafa stjórnvöld lagst gegn því. Óskað verður eftir leyfi til bólusetningar frá ESB. Grunur um smit í Dan- mörku Brussel, Kaupmannahöfn, London. AFP, AP.  Glíma við/20 TIL átaka kom í gærkvöld milli lögreglu og þýskra kjarnorkuand- stæðinga, sem reyndu að hindra för járnbrautarlestar er flutti kjarn- orkuúrgang frá endurvinnslustöð í Frakklandi á geymslustað í Gorleb- en í Norður-Þýzkalandi. Óeirðalögregla átti fullt í fangi með að halda aftur af um 200 her- skáum mótmælendum í Dannen- berg, þar sem til stóð að flytja farminn í nótt yfir á vörubíla, sem flyttu hann síðustu 25 kílómetrana til Gorleben. Mótmælendur skutu blysum að lögreglu, sem þurfti að beita táragasi til að halda þeim í skefjum. Nokkur þúsund manns tóku einnig þátt í friðsamari mót- mælum við járnbrautarstöðina í Dannenberg. Hundruð manna reyndu að tefja för lestarinnar í gærdag. Á mynd- inni sést mótmælandi sitja keikur ofan á einum af sex sérhönnuðum Castor-gámum, sem kjarnorku- úrgangurinn er fluttur í. Tókst honum að komast þangað, þrátt fyrir stranga gæzlu, með því að stökkva ofan á lestina af lágri brú. AP Átök vegna flutnings kjarnorku- úrgangs Wendisch Evern, Lüneburg. AFP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.