Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRÚN Ögmundsdóttir, Sam-
fylkingunni, var málshefjandi í um-
ræðunni, en til andsvara var Sólveig
Pétursdóttir, dómsmálaráðherra.
Kom fram í máli Guðrúnar og raun-
ar fleiri alþingismanna mikil ánægja
með þær tvær skýrslur um vændi á
Íslandi sem unnar hafa verið á veg-
um dómsmálaráðuneytisins, og
sagði hún margs að vænta með
framhaldið. Skýrslan hafi ekki kom-
ið sér á óvart persónulega, enda hafi
reynsla sín í starfi opnað þennan
heim fyrir sér. Hún sagðist hins
vegar vita til þess að skýrslan hafi
komið mörgum í opna skjöldu, svo
ekki sé sterkar að orði kveðið, enda
hafi flestir eflaust talið að svona lag-
að þrifist alls ekki á Íslandi.
„Því miður hefur oft einkennt um-
ræðu hér á landi um erfið mál, eins
og ofbeldi, sifjaspell og vændi, að við
höldum alltaf að það viðgangist ekki
hjá okkur. Hvaðan koma slíkar hug-
myndir um að við séum með ein-
hverja félagslega yfirburði og höfum
engin sóðaleg vandamál eins og aðr-
ar þjóðir?“ spurði þingmaðurinn og
sagði þetta sjálfstætt rannsóknar-
efni útaf fyrir sig.
Snýr ekki aðeins
að unga fólkinu
Guðrún benti á að umræddar
skýrslur og umræða um vændi á Ís-
landi í kjölfar þeirra, skapi nú mögu-
leika og tækifæri til að opna augun
og gera eitthvað í málunum. Sagði
hún margt hanga á spýtunni og ekki
þyrfti aðeins að hafa áhyggjur af
unga fólkinu; fátækar konur á öllum
aldri, þess vegna fast að sjötugu,
þurfi að selja sig vegna hreinnar og
klárrar fátæktar.
Nefndi hún tvennt sem væri
órjúfanlegur angi af þessum heimi
þar sem einnig þyrfti að bregðast
við með skjótvirkum hætti. Hið
fyrra væri mansalið, sem þjóðir
heims væru nú að skera upp herör
gegn og væri mál málanna í dag í
Evrópu og Bandaríkjunum. Sagði
hún þann þátt teygja anga sína
hingað til lands og talið sé að ákveð-
inn hópur af dönsurum nektardans-
staða sé í þeirri stöðu að vera seldur
land úr landi.
„Ég veit meira að segja um slíkt
og það er grafalvarlegt mál sem á
ekki aðeins við um sjálfráða konur,
heldur líka barnungar stúlkur sem
tældar hafa verið burt að heiman.“
Hitt atriðið, sem Guðrún nefndi,
snýr að klámi. Sagðist hún telja að
venjulegt fólk hafi ekki einu sinni
hugmyndaflug til að ímynda sér
hvað fari fram í stórum hluta klám-
heimsins og þeirrar kvikmynda-
gerðar sem til hafi orðið. Ljósblátt,
sem særi suma, sé barnaleikur við
hliðina á slíku efni, þar sem sé að
finna hart klám sem feli í sér ofbeldi
og niðurlægingu og þar sem öllum
gildum sé snúið á haus. Dæmi um
þetta séu myndaflokkar eins og
barnaklám, flengingar og barsmíð-
ar, ófrískar konur, feitar konur og
hér þurfi auðvitað að taka til hend-
inni, því þetta þrífist hér á landi sem
aldrei fyrr og afar auðvelt sé að
verða sér úti um efni af þessum
hrottafengna toga.
Þingnefndum verði sýnd
brot úr slíkum myndum
Guðrún sagði að þetta geti ekki
verið fyrirmyndir ungs fólks í kynlífi
og hafði hún hug á því að sýna brot
úr þessum myndum fyrir allsherj-
arnefnd og félagsmálanefnd, og
kannski ætti þingheimur allur að
skoða brot af því sem er í boði. Það
sé vissulega ekki fagurt, en raun-
veruleikinn engu að síður.
Guðrún sagði í lok máls síns, að
ekki ætti að varða við hegningarlög
að selja sig vegna félagslegrar neyð-
ar og því verði að breyta núgildandi
lögum. Hins vegar eigi að herða eins
og hægt er löggjöf vegna dólga og
milligöngumanna sem hafi líf og
neyð fjölda kvenna, ungra stúlkna,
drengja og jafnvel barna í hendi sér.
Taldi hún einnig forgangsmál að
koma á fót ráðgjöf fyrir þá sem
stunda vændi og þær konur sem
seldar eru á milli landa.
Nefnd skipuð til að gera
tillögur um viðbrögð
Í máli dómsmálaráðherra kom
fram, að skýrslurnar tvær séu vel
unnar og leggi grundvöll að stefnu-
mótun til framtíðar í þessum mála-
flokki. Ítrekaði hún jafnframt að í
samráði við ríkisstjórnina hafi hún
ákveðið að skipa nefnd sem hafi það
hlutverk að gera tillögur um við-
brögð við þessum niðurstöðum.
Nefndinni verði falið að meta vand-
ann af þverfaglegum sjónarhóli.
M.a. verði farið yfir gildandi refsilög
sem varða vændi og kynferðislega
misnotkun, rannsókn og meðferð
slíkra mála, þar með talinn stuðn-
ingur við þolendur og hvort unnt sé
að veita börnum og unglingum rík-
ari refsivernd á þessu sviði.
Þá verði verkefni nefndarinnar að
kanna hvort ástæða sé til að setja
reglur um rekstur og starfsemi
nektardansstaða til þess að sporna
við vændi.
Sólveig sagðist telja mikilvægt að
málið fari í þennan farveg og fái
vandaða umfjöllun. Viðfangsefnið sé
ekki einfalt og þurfi að fá viðamikla
skoðun. Minnti hún þingmenn á þau
tímamót sem urðu með tilkomu
nauðgunarmálanefndar og niður-
stöðum hennar í lok 9. áratugarins.
Fram að þeim tíma hafi kynferð-
islegt ofbeldi að ýmsu leyti ekki
fengið viðhlítandi umfjöllun í stjórn-
kerfinu, en nú hafi flestar tillögur
þeirrar nefndar komist í fram-
kvæmd og bætt mjög meðferð þess-
ara mála, þótt enn sé verk fyrir
höndum.
Kynlífsiðnaður
hefur sprottið upp
„Ég vonast til þess að sú nefnd
sem ég hef ákveðið að skipa geti
með sama hætti tekið á máli sem
alltof lengi hefur legið í þagnargildi.
Umræðan hefur þó aukist að und-
anförnu, sem á ekki síst rætur að
rekja til þess að svonefndur kynlífs-
iðnaður hefur sprottið upp hratt hér
á landi og dafnað vel, að því er virð-
ist. Sú þróun vekur auðvitað upp
ýmsar áleitnar spurningar, m.a. um
hver við viljum að íslenskt samfélag
stefni í þessum efnum,“ sagði hún.
Dómsmálaráðherra sagði enn-
fremur að skýrsla um vændi á Ís-
landi og félagslegt umhverfi þess
sýni napran veruleika þeirra sem
stundi vændi. Vændið tengist iðu-
lega fíkniefnanotkun, einstakling-
arnir eigi oft að baki sögu um mis-
notkun eða bágar heimilisaðstæður,
og vændið sjálft skilji eftir djúp sár.
Ýmislegt sem fram komi í skýrsl-
unni bendi jafnframt til þess að gild-
andi löggjöf vinni gegn því að þessir
einstaklingar leiti sér aðstoðar
vegna vanda síns, jafnvel í heilbrigð-
iskerfinu. Sú spurning hljóti því eðli-
lega að vakna hvort ekki sé eðlilegt
að færa íslenska löggjöf til samræm-
is við Norðurlöndin að þessu leyti.
Þá benti ráðherra á að á Íslandi
miðist svokallaður kynferðislögald-
ur við 14 ár, sem þýði að refsivert sé
að hafa kynmök við einstakling
yngri en 14 ára. Þetta viðmið sé
hærra á Norðurlöndunum og telji
hún mikilvæg rök hníga að því að
hækka þetta aldursviðmið hér á
landi. Hækkun kynferðislegs lögald-
urs myndi því stuðla að ríkari vernd
fyrir þennan aldurshóp gegn eldri
einstaklingum sem hyggjast not-
færa sér þroskaleysi þeirra í kyn-
ferðislegum tilgangi.
Ennfremur nefndi hún að í öllum
öðrum ríkjum Norðurlanda sé að
finna sérstök ákvæði sem leggja
refsingu við kaupum vændisþjón-
ustu barna og ungmenna. Engin
ákvæði í íslenskum lögum geri hins
vegar afdráttarlaust refsivert að
kaupa vændisþjónustu af börnum
eldri en 14 ára. Sagðist hún telja
eðlilegt og sjálfsagt að lögð sé refs-
ing við slíku þegar börn eiga í hlut
og skýrslan bendi til þess að þörf sé
á lagabreytingum í þá veru. Slíkt
breyting fæli í sér að refsivert yrði
að kaupa vændisþjónustu af einstak-
lingi, yngri en 18 ára.
Fjölmargir þingmenn tóku til
máls í umræðunni og luku allir lofs-
orði á dómsmálaráðherra fyrir að
standa fyrir úttekt á þessum mála-
flokki. Lýstu þeir jafnframt yfir
áhyggjum af stöðu mála og þeirri
þróun sem hefði átt sér stað á und-
anförnum árum.
Hjálmar Árnason, Framsóknar-
flokki, sagði að skýrslurnar leiddu í
ljós smánarblett á samfélaginu og
ljóst væri að þverpólítískur vilji væri
um aðgerðir, t.d. breytingu á refsi-
ákvæðum með það að augnamiði að
ná þeim sem nýti sér eymd annarra
og jafnvel hagnist á henni. Sagðist
hann vænta mikils af því nefndar-
starfi sem ráðherra hefði boðað.
Sigríður Jóhannesdóttir, Sam-
fylkingunni, sagði í þessu ljósi nauð-
synlegt að beina sjónum að því sem
gerði jarðveginn frjóan fyrir af-
brigðilegar hugmyndir um kynlíf og
æstu fólk til dáða á þeim refilstigum.
Sagði hún kynlífsiðnað blómstra hér
á landi svo með ólíkindum væri.
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri
grænum, fagnaði því þó að umræða
um vændi væri nú að koma upp úr
kafinu hér á landi. Staðfest sé að
vændi fyrirfinnist hér og skipulagt
vændi tengist þeim kynlífsiðnaði
sem hér hafi fengið að dafna við
mikið andvaraleysi yfirvalda.
Benti Steingrímur á að Ísland
væri eitt Norðurlanda um að refsi-
vert væri að lenda í þeirri ógæfu að
selja líkama sinn, en það ætti auðvit-
að að vera öfugt og þeir sem nýti sér
kynlífsþjónustu eigi að sæta ábyrgð.
Vísaði hann m.a. til nýrra laga í Sví-
þjóð um refsingar við kaupum á
kynlífsþjónustu.
Soffía Gísladóttir, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að tímamót fælust í að
ekki væri lengur um upphrópanir og
fjaðrafok, heldur marki áfanga-
skýrslan upphaf upplýstra aðgerða
um þessi viðkvæmu mál.
Alþingismenn lýstu, við utandagskrárumræðu, áhyggjum sínum af klámbylgju hér á landi
Tækifæri til að
gera eitthvað
í málunum
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Dómsmálaráðherra var til andsvara. Skýrsla um vændi var unnin á vegum dómsmálaráðuneytisins.
Vændi á Íslandi var til umræðu utan dag-
skrár á Alþingi í gær, í ljósi nýrrar skýrslu
dómsmálaráðuneytisins.
Dagskrá Alþingis miðvikudaginn
28. mars 2001, 100. fundur hefst
kl. 13:30
Atkvæðagreiðslur:
1. Barnaverndarlög.
2. Útsendir starfsmenn.
3. Viðskiptabankar og sparisjóð-
ir.
4. Kísilgúrverksmiðja við Mý-
vatn.
101. fundur hefst strax á eftir.
Fyrispurnir til samgönguráð-
herra: Steinsteypa til slitlags-
gerðar, fsp. frá GE
Verð á mölun steinefna fyrir
Vegagerðina, fsp. frá GunnB.
Póstþjónusta, fsp. frá JB.
Fyrirspurn til heilbrigð-
isráðherra: Brjóstastækkanir,
fsp. frá KF.
Fyrirspurnir til umhverf-
isráðherra: Náttúruvernd-
aráætlun, fsp. frá ÞSveinb.
Kostnaður við aðal- og svæð-
isskipulag, fsp. frá JÁ.
Vikurnám við Snæfellsjökul, fsp.
frá JÁ.
Viðbrögð við skýrslum Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar, fsp. frá KF.
Eftirlit með matvælum, fsp. frá
KF.
Fyrirspurn til dómsmálaráð-
herra: Samfélagsþjónusta, fsp.
frá ÞKG.
Fyrirspurn til viðskiptaráð-
herra: Uppgjörsaðferðir fjár-
málafyrirtækja, fsp. frá EKG.
SNARPAR umræður urðu um við-
brögð íslenskra stjórnvalda við gin-
og klaufaveikifárinu í Evrópu á Al-
þingi í mánudag. Kristján Pálsson,
Sjálfstæðisflokki, upplýsti þá að inn-
flutningur gæludýrafóðurs væri enn
leyfður, m.a. á fóðri sem innihéldi
svína- og nautakjöt, og þá væri enn
leyft að flytja inn korn og kornfóður
frá löndum þar sem sýkingar hefði
orðið vart. Sagði Kristján að sér virt-
ist sem ekki væri tekið á þessum
málum af þeirri alvöru sem bæri,
miðað við alvöru málsins.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra brást reiður við þessum um-
mælum þingmannsins og sagði
starfsfólk ráðuneytisins og fleiri að-
ila leggja nótt við dag að verja landið
fyrir þessari plágu.
„Það getur vel verið pólitískur
fengur fyrir menn að koma upp og
segja að ekki sé tekið á málum af
nægilegri alvöru. En það er ekki rétt
og allir eru tilbúnir til samstarfs,
ekki síst íslenska þjóðin,“ sagði hann.
Kristján Pálsson sagðist undrast
viðbrögð ráðherra. „Það er ekki póli-
tískur fengur fyrir nokkurn mann að
standa í þessu vandamáli og mér
finnst með ólíkindum að ráðherra
skuli segja þetta. Ég tel mig ekki
græða eitt einasta atkvæði á þessu
og við töpum, öll þjóðin, ef þetta fer
illa,“ sagði hann.
Ráðherra sagði að sér hefði hlaup-
ið kapp í kinn, en bætti því við að sér
þætti ekki heiðarlegur málflutningur
að láta í veðri vaka að menn hans
væru ekki vakandi.
Innflutningur á notuðum
landbúnaðartækjum bannaður
Gunnar Birgisson, Sjálfstæðis-
flokki, gerði gin- og klaufaveikina
einnig að umtalsefni og spurði um
innflutning notaðra vinnuvéla, sem
ef til vill gætu borið með sér smit.
Svaraði ráðherra því til að eitt af
hans fyrstu verkum í embætti hefði
verið að banna innflutning notaðra
landbúnaðartækja.
Gunnar spurði einnig um aðgerðir
varðandi farþegaflutninga ferjunnar
Norrænu nú í sumar. Sagði ráðherra
að vinna yrði sett í gang varðandi
þau mál, þótt enn sem komið er hefði
áhersla verið lögð á varnir í flugstöð-
inni í Keflavík.
Deilt um varnirnar