Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁTÆKT og einsemd á Íslandi var yfirskrift málþings sem Laugarnes- kirkja stóð fyrir síðastliðinn laugar- dag í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða kross Íslands, fræðsludeild Biskupsstofu og Ör- yrkjabandalag Íslands. Á milli 60 og 70 manns sótti þingið en á því var líð- an og aðstæður fátækra ræddar og þeirri spurningu varpað fram hvernig hægt væri að styðja við bakið á þeim sem fara halloka í þjóðfélaginu í efna- legu og félagslegu tilliti. Að sögn Bjarna Karlssonar, sókn- arprests í Laugarneskirkju, var sam- eiginlegt markmið allra sem að mál- þinginu stóðu að halda fram gagnlegri og markvissri umræðu um fátækt og einsemd. „Markmið Laug- arneskirkju var auk þess að marka enn skýrar þá stefnu sína að vinna markvisst að þessum málum í sinni sókn og svara spurningunni um hvernig við getum raunverulega sem kristinn söfnuður og sóknarkirkja orðið fólki að gagni.“ Bjarni segir málefni örykja brenna sérstaklega á söfnuðinum þar sem innan sóknarmarkanna eru meðal annars Hátún 10 og 12 þar sem fjöldi öryrkja býr. „Við sjáum það sem for- réttindi okkar og ljúfa skyldu að vinna að þessum málefnum,“ segir hann. Meðal þeirra sem tóku til máls á þinginu voru Helga G. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri innanlandsdeildar Rauða krossins, og var yfirskrift er- indis hennar „Þriðja aflið“. Þar ræddi hún hvernig sjálfstæð félagasamtök, fjölskyldur og einstaklingar geta haft áhrif til að bæta aðstæður þeirra sem eru fátækir og lifa í einsemd. Þá veittu Guðrún K. Þórsdóttir, djákni Öryrkjabandalagsins, og Einar Andr- ésson frá Sjálfsbjörgu á höfuðborg- arsvæðinu þinggestum innsýn í reynslu öryrkja og þeirra sem búa við einsemd og fátækt þar sem meðal annars kom fram að fátæktin verður sárari eftir því sem þjóðfélagið verður ríkara. Ágúst Þór Árnason heimspek- ingur varpaði fram þeirri spurningu hvort efnaleg og félagsleg réttindi væru algild mannréttindi á borð við stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi og Harpa Njálsdóttir félagsfræðing- ur ræddi um gildi stefnumótunar til þess að draga úr fátækt. Loks kynnti Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og fulltrúi fræðsludeildar Biskupsstofu, nýútkomna bók sína sem fjallar um kærleiksþjónustu kirkjunnar og nýj- ungar í safnaðarstarfi. Auk þeirra sýndi Halaleikhópurinn, leikhópur Öryrkjabandalagsins, brot úr leik- sýningunni „Nakinn maður og annar í kjólfötum“ eftir Dario Fo. Bjarni segir málþingið hafa stað- fest að starf safnaðarins sé á réttri leið. „Það sem kirkjan getur gert um- fram aðra er að hún getur verið vett- vangur opinna samskipta þvert á alla þjóðfélagsmúra þrátt fyrir að sam- félagið sé sífellt að verða stétt- skiptara. Kristin trú hafnar því að það geti verið réttlætanlegt að skilja lítinn þjóðfélagshóp eftir í fátækt og kirkj- an hlýtur alltaf að vera málsvari fyrir þá sem fara halloka. Auk þess að vera vettvangur til að skapa skilning og virðingu milli ólíkra þjóðfélagshópa hefur kirkjan myndugleika til þess að sameina krafta sína öðrum öflum sem vinna að sama markmiði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga G. Halldórsdóttir var meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu. Málþing í Laugarneskirkju um fátækt og einsemd Safnaðarstarf á réttri leið MINNKANDI fjárveitingar af nor- rænum fjárlögum til vímuefnavarna í norrænu samstarfi og takmarkaður áhugi embættismanna frá sumum Norðurlandanna er gagnrýndur í skýrslu Sivjar Friðleifsdóttur, sam- starfsráðherra Norðurlanda um störf Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2000, sem dreift hefur verið á Alþingi. Í kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um vímuefnamál segir m.a. að Norðmenn hafi áhyggjur af aukinni vímuefnaneyslu í landi sínu en árið 1998 létust 270 manns af völdum of- neyslu fíkniefna þar í landi. Vímu- efnainnflutningur á fyrstu mánuðum síðasta árs er talinn benda til 20% aukningar. Einnig kemur fram að í Finnlandi eru 300 þúsund alkóhólist- ar og 10–15 þúsund vímuefnaofnot- endur á skrá. Áhugi á atlögu að vímuefna- vánni virðist takmarkaður Greint er frá því að fjárveiting af norrænum fjárlögum til þessa mála- flokks á árinu 2001 hafi þó lækkað, sem sagt er að sé nokkuð í samræmi við áherslur Dana, sem höfðu með höndum formennsku í norrænu sam- starfi árið 2000. „Það verður að segj- ast, að áhugi embættismanna frá sumum landanna á að gera miklar at- lögur að vímuefnavánni virtist tak- markaður. Orsök lækkaðra fjárveit- inga á þessu sviði má m.a. rekja til þess að viðfangsefnin eru færri sem sum norrænu landanna vilja samein- ast um. Það skýtur skökku við, að eft- ir því sem vandamálin aukast skuli minna vera að gert. Þessi þversögn undirstrikast af ákvörðun um að halda engan formennskufund á árinu, sem veldur því að lítil starfsemi hefur verið innan ráðherranefndarinnar um vímuefnamál eftir byrjun september- mánaðar. Það er skoðun margra að aukin þátttaka ráðherra á fundum gæti leitt til þess að aukinn stjórnmálalegur kraftur færist í starfsemina í þessum málaflokki,“ segir í skýrslu sam- starfsráðherra Norðurlandanna. 156 íslensk ungmenni í vinnu á Norðurlöndum Í skýrslunni kemur fram að alls fóru 156 íslensk ungmenni til vinnu á öðrum Norðurlöndum á síðasta ári á vegum NORDJOBB, sem byggist á atvinnuskiptum ungs fólks milli Norðurlandanna. 140 norræn ung- menni komu á sama tíma til vinnu á Íslandi. Á vegum NORDPRAKTIK-verk- efnisins komu 16 ungmenni frá Eystrasaltsríkjunum til Íslands á seinasta ári og 6 íslensk ungmenni sóttu Eystrasaltsríkin heim vegna starfsþjálfunar og menningarsam- skipta á vegum svonefnds ÖSTJOBB-verkefnis. Ráðstefna um hagsmunamál á N-Atlantssvæðinu Fram kemur í skýrslunni að ákveð- ið hefur verið að efna til ráðstefnu í Færeyjum næstkomandi sumar um umhverfis- og sjávarútvegsmál með þátttöku ráðamanna frá skosku eyj- unum og norðausturhluta Kanada, auk íslenskra, færeyskra, græn- lenskra, danskra og norskra um- hverfis- og sjávarútvegsráðherra. Er ennfremur vænst þátttöku frá Írlandi og Evrópusambandinu. Er þessi ráð- stefna framhald ráðstefnu sem haldin var á vegum norrænu ráðherranefnd- arinnar í Norræna húsinu í desember 1999 um samstarf um sameiginleg hagsmunamál á Norður-Atlants- svæðinu. Sameiginlegt reiknilíkan fyrir hávaða kemur Íslandi til góða Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að verkefni sem nor- ræna hávaðanefndin hefur unnið að hefur skilað meiri og betri árangri en vonir stóðu til. Viðfangsefni nefndar- innar var að útbúa reiknilíkan fyrir hávaða. „Stefnt er að kynningu á nið- urstöðum verkefnisins fyrri hluta árs 2001 og lýkur þar með starfi nefnd- arinnar. Niðurstöður verða birtar á tölvuforriti sem getur nýst yfirvöld- um á Norðurlöndum sem viðmiðunar- reikningsforrit fyrir hávaða. Út- færsla sem þessi kemur Íslandi mjög til góða þar sem allir hlutaðeigandi aðilar eiga kost á einföldu rieiknilík- ani fyrir hávaða sem hægt er að nota sem grunn við mat á hávaða og kort- lagningu hljóðstigs. Vinna nefndar- innar nýtist beint í þá vinnu sem nú er unnið að á vettvangi ESB um kort- lagningu á umferðarhávaða en áætlað er að gengið verði frá samræmdum reiknilíkönum og kortum fyrir árið 2007,“ segir í skýrslunni. Skýrsla um störf Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2000 lögð fram Gagnrýnir lág fjárfram- lög til vímuefnavarna EINAR Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins– Gunnvarar hf., segir ummæli Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns og for- manns stjórnar Byggðastofnunar, í Morgunblaðinu í gær um stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða, vera ósmekkleg og ekki til þess fallin að auka tiltrú fjárfesta og annarra á félaginu og starfsemi þess. Einar seg- ir ummælin vekja furðu þar sem þau koma frá þingmanni kjördæmisins. „Honum hefði verið hollara að kynna sér starfsemi þessa stærsta sjávarút- vegsfyrirtækis á Vestfjörðum, eins og honum hefur staðið til boða, en ég hef ekki orðið var við að hann hafi gert sér það ómak síðan ég hóf störf hjá félaginu.“ Einar Valur bendir á að Hrað- frystihúsið–Gunnvör hafi á síðasta ári verið rekið með 23 milljóna króna hagnaði en þá hafi verið búið að gjald- færa í rekstri 230 milljónir króna vegna áhrifa gengislækkunar krón- unnar, auk þess sem áhrif olíuverðs- hækkunar, um 75 milljónir króna, séu komin inn í reikningin. „Þetta er að mati flestra, þar með talið hluthafa, bæjaryfirvalda og verðbréfafyrir- tækja, mjög góður árangur í þeim þrengingum sem dunið hafa yfir sjáv- arútveg á síðasta ári. Það kom fram í hófi í boði félagsins að afloknum aðal- fundi í tilefni 60 ára afmælis fyrirtæk- isins að félagið hefur verið rekið með hagnaði í 53 af þessum 60 árum sem það hefur starfað. Á síðasta ári störf- uðu að meðaltali um 170 manns hjá fyrirtækinu bæði í landvinnslu og til sjós, heildarlaunagreiðslur voru 831 milljón króna, eða að meðaltali tæpar 5 milljónir króna á stöðugildi. Félagið hefur verið að hagræða í rekstri, meðal annars með sameining- um og kaupum á varanlegum fisk- veiðiheimildum á liðnum 2–3 árum í þeim tilgangi að skapa arðbært fyr- irtæki sem hefur kraft til að halda uppi öflugum rekstri á Vestfjörðum, í þeim byggðum sem mest eiga undir högg að sækja og hefur meðal annars sótt hlutafé til nýrra aðila innan svæð- is og utan,“ segir Einar Valur. Segir ummælin vera ósmekkleg Framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins – Gunnvarar hf. INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni. Með frum- varpinu verður ráðherra heimilt að banna hér á landi alls konar afbrigði ávana- og fíkniefna, sem eru á listum með alþjóðasamningum þar um. Samkvæmt ákvæðum núgildandi laga er ráðherra heimilt að takmarka innflutning, vörslu og notkun ávana- og fíkniefna, ef þau hafa verið flokkuð sem slík með alþjóðasamningum um ávana- og fíkniefni. Sífellt eru að koma fram ný ávana- og fíkniefni, sem ekki hafa verið tekin upp í al- þjóðasamninga. Breytingar á slíkum samningum geta tekið langan tíma og á meðan er ekki unnt að refsa fyrir sölu og meðferð efnanna. Frumvarpið var unnið í starfshópi sem dómsmálaráðherra skipaði og fól að fara yfir löggjöf og reglur varðandi vörslu og meðferð ávana- og fíkni- efna. Hópurinn var settur á fót að til- lögu Ríkissaksóknara vegna óvissu sem reis í kjölfar dóma þar sem sýkn- að hafði verið af ákærum þar sem refsiheimildir á þessu sviði þóttu ófullnægjandi. Af þeim sökum var ekki talið fært af ákæruvaldsins hálfu að höfða opinber mál vegna tiltekinna efna sem hafa svipuð áhrif og efnið MDMA (alsæla). Ráðherra verður með frumvarpinu heimilt að banna hér á landi alls konar afbrigði ávana- og fíkniefna sem eru á listum með al- þjóðasamningum þar um. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Heimilt að banna afbrigði ávana- og fíkniefna STEFÁN Kærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa, segir að haffærisskírteini Geysis hafi runnið út sama dag og Sigl- ingastofnun kom um borð í skip- ið, en það var kyrrsett í Hafn- arfjarðarhöfn sl. föstudag. „Skipið er að bíða þess að fara í slipp og þar á að gera við skaft sem sett var út á. Það er ekki nema eins og hálfs árs gamalt en það varð fyrir hnjaski þegar skipið lenti í mjög slæmu veðri í 40 feta ölduhæð rétt hjá Ný- fundnalandi,“ segir Stefán. Hann segir að þetta megi því rekja til slæms veðurs en ekki lélegs viðhalds. „Við vorum að fá annað skír- teini sem átti að koma um borð í skipið þegar það kæmi til Nor- folk. Skipið er hins vegar búið að vera stopp hérna í hálfan mánuð meðan við bíðum eftir varahlut- um og að komast í slipp. Skír- teinið rann út á meðan.“ „Mér þykir undarlegt að verið sé að kyrrsetja skip sem er skrúfulaust og er að fara í slipp. Það er hvort eð er ekkert að fara,“ segir Stefán. Skipið beið þess að fara í slipp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.