Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR að breska stjórninhefur stöðugt tekið þvífjarri að grípa til bólu-setningar gegn gin- og
klaufaveikinni hefur Tony Blair for-
sætisráðherra nú viðrað þá skoðun
að bólusetning væri kannski leiðin
til að ná tökum á gin- og klaufa-
veikifaraldrinum sem hefur herjað
á Bretland síðan í kringum 20.
febrúar. Þrátt fyrir óðaskrif
breskra fjölmiðla um faraldurinn
var eins og Blair áttaði sig ekki á
umfangi málsins fyrr en um helgina.
Breskir fjölmiðlar láta að því
liggja að skyndilegar áhyggjur
Blair og bresku stjórnarinnar stafi
af því að nú blasir við að forsætis-
ráðherrann þurfi að taka ákvörðun
um kosningar sem allir gera ráð fyr-
ir að hann hafi stefnt að 3. maí. Þótt
kjörtímabilið sé fimm ár og renni
ekki út fyrr en næsta vor ríkir sú
hefð að bíða ekki fram á síðasta ár-
ið. En meðan hið pólitíska farald-
ursfár geisar eru nú að koma fram
fréttir um hvernig faraldurinn hafi
komið upp. Grunurinn beinist að
smygluðu kjöti, ætlað kínversku
veitingahúsi, er hafi svo endað í
svínafóðri. Nú nálgast tilfellin 700.
Smygl og matarleifar
Í gær birti Nick Brown landbún-
aðarráðherra skýrslu, þar sem rakt-
ar eru vísbendingar um að gin- og
klaufaveikifaraldurinn hafi komið
upp á ákveðnu svínabúi. Sjúkdóm-
urinn uppgötvaðist þegar svín frá
búinu komu í sláturhús.
En þá var skaðinn þegar skeður,
kindur höfðu smitast, líklega nokkr-
um vikum áður og veikin þegar bor-
ist víða vegna gripaflutninga.Eftir
að veikin kom upp var yfirvöldum
vísað á smyglað kjöt í földum gámi,
merktum kínversku veitingahúsi.
Yfirvöld eru nú að rannsaka hvort
þetta sé hluti af skipulögðu smygli
til veitingahúsa, þá líklega frá Mið-
Austurlöndum eða Austurlöndum
fjær. Veiruafbrigðið breska er al-
gengt víða í Austurlöndum.
Aðeins tæplega 100 bændur fóðra
með matarleifum og aðeins um 1,5
prósent af breskum svínum eru alin
á leifum frá veitingahúsum og stofn-
unum. Reglur eru um að fóðrið eigi
að sjóða til að drepa veirur og bakt-
eríur og það fullyrðir fóðurblandan
að hafi einnig verið gert í þessu til-
felli.
Talið er líklegast að eitthvað af
smituðu kjöti hafi komið í fæðu-
keðju svínanna. Nokkrir bændur á
svæðinu hafa þegar verið sektaðir
fyrir að halda ekki bókhald yfir
fóðrið og fyrir að nota ósoðið fóður.
Engin bein tengsl hafa hins vegar
verið sönnuð milli smyglaða kjöts-
ins, bændanna sem voru sektaðir og
faraldursins, en talið að þarna liggi
þó skýringin.
Þegar Nick Brown kynnti þessar
niðurstöður í gær lagði hann til að
bannað yrði að selja dýr í þrjár vik-
ur eftir að dýrin hafa verið keypt.
Slíkt bann er þegar í gildi fyrir svín
og á að draga úr örum dýraflutn-
ingum milli landshluta. Einnig er
lagt til bann við notkun matarleifa í
dýrafóður. Ýmsir hafa látið að því
liggja að notkun matarleifa í fóður
sé tímaskekkja í nútímalandbúnaði.
Þótt stjórnin hafi lofað því að
slátrun og förgun dýra gengi fljótar
fyrir sig gengur samt hægt að upp-
fylla það loforð. Um hádegi í gær
átti að hefjast stórslátrun á Angle-
sey, eyju út af Wales, en þar var
ákveðið að slátra fé á 50 ferkíló-
metra svæði í kringum bæi með
smiti. Þó að þarna sé fyrirhugað að
slátra 40 þúsund dýrum var enn
ekki búið að finna hræjunum stað.
Mikil óánægja var þarna og eins í
Cumbriu vegna stórslátrana á heil-
brigðu fé.
Með stórslátrun heilu hjarðanna
fer áratuga kynbótastarf forgörð-
um.
Hertoginn af Westminster, einn
auðugasti maður Bretlands, eigandi
landareigna til sveita og í miðborg
London, er einn þeirra sem óttast
að verðmæt nautgripahjörð hans
fari forgörðum. Nokkrir starfs-
manna hans hafa nú einangrað sig
með hjörðinni og ætla að hafast þar
við þar til faraldurinn er genginn yf-
ir í von um að hjörðin sleppi.
„Hjörðin er jafnverðmæt og Man-
chester United-fótboltaliðið,“ sagði
einn starfsmaður hertogans með
bros á vör, þegar hann var spurður
um verðmæti hennar.
Sauðahjarðir í Lake District hafa
þann sérstaka eiginleika að kind-
urnar halda sig í sínum hjörðum,
svo þó aðþær reiki um þarf engar
girðingar til að halda þeim í heima-
högum. Bændur á svæðinu benda á
að ef öllu fé á svæðinu verði slátrað
muni þessi eiginleiki fara forgörð-
um. Um leið þurfi að girða svæðið
og það muni breyta ásýnd þess.
Þetta eru aðeins stök dæmi um þau
víðtæku áhrif sem slátrun getur
haft á breska húsdýrastofninn og
lífið til sveita.
Klúðursleg meðhöndlun
Þótt Tony Blair hafi ekki viljað
ræða fyrirhugaðar kosningar hing-
að til auglýsti hann þó óvart fyrir al-
þjóð að hann yrði að ákveða sig í
vikunni. Á leiðtogafundi ESB í
Stokkhólmi í síðustu viku renndu
sjónvarpsvélar að Blair á tali við
Romano Prodi, formann fram-
kvæmdastjórnar ESB. Án þess að
vita að samtalið væri tekið upp
sagði Blair honum að hann yrði að
ákveða sig um kosningar á næstu
tíu dögum.
Þegar hann kom frá leiðtogafundi
ESB í Stokkhólmi brá hann sér til
Cumbriu, héraðs sem hefur orðið
einna harðast úti, og hitti yfirvöld
þar. Reiðir bændur skóku hnefana
og höfðu í hótunum og margir sögðu
að Blair væri allt of seint á ferðinni
til að heimsóknin væri trúverðug.
Í umfjöllun í Financial Times í
gær er bent á að enginn breskur
stjórnmálamaður síðan Margaret
Thatcher hafi haft jafnörvæntingar-
fulla þörf til að virðast hafa stjórn á
hlutunum og Blair. Þess vegna
hljóti það að skekja hann mjög hvað
stjórnin hafi iðulega verið tvísaga
undanfarið.
Stjórnartök hans sýnast fremur
byggjast á því að leitast við að
stjórna fréttum frá degi til dags
fremur en fylgja langtímastefnu.
William Hague, leiðtogi Íhalds-
flokksins, hefur nýtt sér gin- og
klaufaveikina klókindalega. Hague
hefur hvatt til að kosningum verði
frestað, því ekki sé hægt að vera að
reka pólitískan áróður þegar öllu
gildi að stjórna landinu af festu.
Hague hefur þó ekki enn uppskorið
mörg atkvæði því flokkurinn nýtur
einfaldlega ekki trausts. Verka-
mannaflokkurinn hefur enn á milli 9
og 26 prósentustiga forskot.
Allt bendir til að vaxandi stuðn-
ingur sé við að fresta kosningum,
annaðhvort um mánuð, þá talað um
7. júní, eða fram á haust. Ýmsir vara
þó við að það gefi þá hugmynd að
stjórnin sé villuráfandi og Bretland
lokað. Blair er því milli steins og
sleggju hvort hann eigi að halda
sínu striki eða beygja sig fyrir skoð-
anakönnunum eins og hann hefur
ríka tilhneigingu til að gera.
Glíma við gin- og
klaufaveikiklúður
Breska stjórnin hikar
við maíkosningar, segir
Sigrún Davíðsdóttir, og
sætir æ harðari gagn-
rýni fyrir klúðursleg
viðbrögð við veikinni.
AÐ MINNSTA kosti átta manns lét-
ust og tugir slösuðust þegar lestar
rákust á í suðurhluta Belgíu í gær-
morgun, að því er fulltrúi belgísku
ríkisjárnbrautanna, SNCB, greindi
frá.
Tóm farþegalest rakst beint fram-
an á lest sem flutti farþega, en lest-
arnar voru báðar á sama spori um það
bil 20 km austur af Brussel. Varð slys-
ið um klukkan 6.45 að íslenskum tíma.
Meðal þeirra sem létust var stjórn-
andi tómu lestarinnar. Fulltrúi SNCB
sagði að á þessari leið, þar sem lest-
arnar voru, væru tvö spor, en tómu
lestinni hefði verið ekið inn á rangt
spor. „Svo virðist sem lestarstjórinn
hafi ekki farið eftir merkingum,“
sagði fulltrúinn. Enn væri þó unnið að
rannsókn á orsökum slyssins.
Ekki höfðu í gær fengist nákvæm-
ar tölur um hversu margir hefðu verið
í hinni lestinni, en fulltrúi járnbraut-
anna sagði að yfirleitt væru um 80
farþegar um borð. Þetta væri ekki
fjölfarin leið. Fjórir vagnar hafi verið í
lestinni.
Reuters
Slökkviliðsmenn á slysstað í þorpinu Pecrot í Belgíu í gær.
Átta létust í lestarslysi
Brussel. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Japan og Noregi
hafa náð samkomulagi um að vinna
að samræmdri vottun og eftirliti með
hvalafurðum, í því skyni að ryðja úr
vegi hindrunum sem fram að þessu
hafa verið í vegi fyrir útflutningi á
norsku hvalkjöti og rengi til Japans.
Toshikatsu Matsuoka, aðstoðar-
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra Japans, átti á mánudag fund í
Tókýó með norska sjávarútvegsráð-
herranum Otto Gregussen, þar sem
þeir staðfestu þann ásetning beggja
ríkisstjórna, að hefja viðræður full-
trúa beggja landa um það hvernig
skuli staðið að því að hefja á ný við-
skipti með hvalafurðir milli land-
anna.
„Þótt á alþjóðavettvangi séu uppi
alls kyns skoðanir á útflutningi
norsks hvalkjöts til Japans, þá er
staðreyndin sú að það stangast ekki
á við neina alþjóðalöggjöf,“ tjáði
Gregussen japanska aðstoðarráð-
herranum.
Norðmenn afléttu formlega í janú-
ar sl. útflutningsbanni á hvalafurðir,
sem norsk stjórnvöld höfðu sjálf sett
árið 1986. Olli þessi tilkynning mót-
mælaöldu víða um heim.
Norskt hvalrengi verður aðeins
selt til Japans, Íslands og Perú.
DNA-skráningarkerfi
byggt upp í samstarfi
„Við munum gera okkar ítrasta,
þar á meðal koma upp DNA-skrán-
ingarkerfi“ í samstarfi við Japani,
sagði Gregussen á fundinum með
Matsuoka. Slíkt DNA-erfðaefnis-
skráningarkerfi er til þess hugsað,
að hægt sé að rekja allar afurðir af
löglega veiddum hvölum - og þar
með vinna gegn ólöglegum hvalveið-
um.
Gregussen var í Tókýó í fylgdar-
liði Noregskonungs, sem var í opin-
berri heimsókn í Japan.
Tókýó. AFP.
Noregur og Japan
Skrefi
nær hval-
kjötsvið-
skiptum BRESKA ríkisútvarpið, BBC,hefur gefið Jesú nýtt andlit
sem byggt er á sagnfræðilegum
rannsóknum
og nýjustu
tölvutækni.
Mun þetta
andlit koma
sjónvarps-
áhorfendum
fyrir sjónir í
nýjum heim-
ildamynda-
flokki þar
sem margar
hefðbundn-
ar hugmyndir um ævi og dauða
frelsarans eru véfengdar.
Samkvæmt þessari nýju
mynd var Jesú dökkur yfirlit-
um, stórskorinn í andliti og með
stutt hár og skegg. Stangast
þetta á við hina venjulegu
mynd af frelsaranum með sítt
hár og skegg og blá augu.
Framleiðendur sjónvarps-
myndaflokksins, sem nefnist
Sonur Guðs, segja að þessi
mynd af Jesú komist næst því
að vera eins og hann kunni að
hafa litið út. Andlitið var byggt
á höfuðkúpu af gyðingi frá
fyrstu öld, með aðstoð tölvu-
teikniforrits. Einnig var stuðst
við veggmyndir úr bænahúsi
gyðinga í Sýrlandi frá annarri
öld, þar sem fram kemur að
gyðingar á þessum tíma höfðu
stutt, gróft hár og stuttklippt
skegg, líkt og flestir menn í
rómverska keisaradæminu.
Leikstjóri heimildaþáttanna,
Jean Claude Bragard, sagði að
í bréfi til Kórintumanna segði
Páll postuli að það væri hneisa
að karlmenn væru með sítt hár.
„Við erum ekki að halda því
fram að þetta sé andlit Jesú,
heldur að það sé líklegt, í ljósi
þeirra vísindalegu upplýsinga
sem við höfum, að hann hafi lit-
ið svona út.“
Nýtt
andlit á
Jesú
The Daily Telegraph.
Nýja tölvu-
myndin af
Jesú.