Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 21 ÞAÐ er sama hvort rætt er við Makedóníumenn eða Albana, báðir fullyrða að þeir eigi góða vini af báð- um þjóðernum. Þegar farið er ofan í saumana á svörunum kemur þó jafn- an í ljós að á þessari vináttu eru mikl- ir annmarkar þessa dagana, að vin- irnir hafa ekki hist að undanförnu og engar áætlanir eru um það í bráð. Náungakærleikurinn, sem aldrei var ýkja mikill, hefur minnkað, skilin skerpst. Potok-hverfið í Tetovo er til marks um þetta. Það er blandað, byggt Albönum, Makedóníumönn- um, Serbum, Tyrkjum og sígaunum. Potok er ofarlega í bænum og því í skotlínu beggja en það fer eftir því við hvern er rætt, hvort menn segja skotið ofan úr hlíðum eða neðan úr bænum. Depla ekki auga Þrátt fyrir að skothríðin úr ná- grannahúsinu ætli allt að æra, depla Makedóníumenn ekki augum og segja skæruliðana standa fyrir látun- um. Og þrátt fyrir að menn geti ekki staðið á götum úti vegna hættunnar á því að verða fyrir skoti ofan úr hlíð- um segja Albanar að skotin komi öll neðan að. Það er erfitt að festa hend- ur á sannleikanum við þessar að- stæður. Fæstir vilja segja til nafns. Make- dónsk hjón á miðjum aldri, bifvéla- virki og hjúkrunarkona, segjast ótt- ast afleiðingarnar. Neglt hefur verið fyrir glugga á þeirri hlið hússins sem snýr upp í hlíðina og þau dvelja ekki lengur þeim megin í húsinu. „Hávað- inn og lætin eru yfirgengileg, við höf- um ekki sofið að ráði svo dögum skiptir. En við getum ekki farið, móð- ir mín er gömul og lasburða,“ segir maðurinn. Börnin eru þrjú, þar af tveir synir á herskyldualdri og for- eldrarnir segja að það sé helsta áhyggjuefni þeirra nú að þeir verði kallaðir í herinn. Þau segja samskipt- in við nágrannanna góð, einkum við Tyrki og sígauna. Þau fá að gista hjá einni af tyrknesku nágrannafjöl- skyldunum og segja nágrannana skjótast á milli húsa eftir að útgöngu- bannið skellur á til að ræða málin. Albönsku nágrannarnir eru sagðir flúnir. Lætin yfir daginn hafa verið svo mikil síðustu daga að þau fara að- eins út úr húsi eldsnemma á morgn- ana, t.d. til að kaupa í matinn. Þau segja ekki óhætt að vera á ferli, t.d. hafi eldri kona fengið sprengjubrot í fótlegginn. Kveðst maðurinn óttast að skæruliðar muni fara að skjóta á óbreytta borgara „Taugarnar eru búnar, maður veit ekkert hvað er að gerast, enginn segir okkur nokkurn skapaðan hlut. En svo virðist sem hernum gangi vel, og Albanar verða að setjast að samningaborði með stjórnvöldum. Annars verðum vð fangar í eigin borg,“ segir maðurinn. „Það góða í stöðunni er að í dag eru allir á okkar bandi, í gær héldu út- lendingar með þessum hryðjuverka- mönnum. Hvað vilja þeir frá okkur, þeir hafa allt; skóla, fyrirtæki, pen- inga? Við erum fátækt fólk.“ Nokkrum húsaröðum neðar býr hin albanska Iljazi-fjölskylda sem hefur fátt gott um makedónska ná- granna sína að segja að undanförnu, þrátt fyrir að fjölskyldufaðirinn seg- ist eiga fjölmarga makedónska vini. „Nágrannarnir hafa breyst, þeir eru farnir að færa lögreglumönnunum mat og drykk og lögreglan lætur þeim í té vopn. Þeir eru líka farnir að hafa hátt, drekka og syngja stríðs- söngva. Nú hafa þeir hleypt lögreglu- mönnum, leyniskyttum inn í hús til sín. Það verður að gera eitthvað, lög- reglan og skæruliðarnir verða að setjast niður og ræða saman,“ segir eiginkona hans. Þau eru bæði afar áhyggjufull og vilja ekki láta fullra nafna getið, segjast óttast hefnd Makedóna. Þau lýsa ekki yfir fullum stuðningi við skæruliða þótt samúðin sé öll þeirra megin, „þeir skjóta að minnsta kosti ekki á óbreytta borg- ara, á konur og börn. Það góða við baráttu þeirra er að þeir hafa sett fram kröfur um jöfn réttindi okkar, það hefur ekki verið hlustað á það hingað til. En enginn vill að þeir grípi til vopna og að það verði stríð, þeir verða að setjast niður og tala sam- an.“ Aðspurð hvað þeim finnist um áskorun Kosovo-albanskra stjórn- málamanna um að láta af vopnuðum átökum, segir fjölskyldufaðirinn þá sem berjist í fjöllunum ekki frá Ko- sovo og að það sé ekki mál utanað- komandi manna hvað gerist í Make- dóníu. Hjónin eiga ekki von á því að átökin berist til Tetovo en gerist það, muni þau fremur flýja en að eigin- maðurinn verði að berjast. „En við megum ekki gleyma því að barátta skæruliðanna snýst ekki um að ná borginni á sitt vald, heldur að ná fram réttindum sínum.“ Reiðir við NATO Sú réttindabarátta hefur vissulega vakið athygli heimsins en því fer fjarri að samúðin sé öll þeirra megin. Flóttamenn, sem komið hafa niður úr hlíðunum fyrir ofan Tetovo síðustu daga, eru sumir hverjir reiðir Atl- antshafsbandalaginu fyrir að koma þeim ekki til aðstoðar þegar á þá sé ráðist. Makedóníumenn eru hins vegar óðum að komast yfir andúð sína á NATO sem náði hámarki fyrir tveimur árum er sprengjuárásirnar á Júgóslavíu hófust. Hvort afstaðan til Vesturlanda skiptir sköpum í borg á borð við Tetovo er óvíst. Og jafnóvíst er hvort þögnin, sem eingöngu hefur verið rofin af skothvellum, hefur ver- ið lognið á undan storminum eða til marks um að tekist hafi að kæfa upp- reisnina í fæðingu. Það eina sem víst er að andúðin á milli þjóðanna sem þar búa hefur sjaldan verið meiri. Morgunblaðið/Thomas Dworzak Lögreglumaður skýtur upp í hlíðarnar fyrir ofan Tetovo sem makedónski herinn kveðst nú hafa á sínu valdi. Skipast í fylkingar Óvildin og hatrið milli albanskra og make- dónskra íbúa Tetovo er orðið svo mikið að margir telja það aðeins geta leitt til klofn- ings hennar og að þeir snúist hver gegn öðr- um, skrifar Urður Gunnarsdóttir. Íbúarnir eru hræddir og óöruggir, en eitt af því fáa sem þeir virðast eiga sameiginlegt er að telja að heimurinn sé á þeirra bandi. BJÖRGUNARSVEITIR fundu í gær lík og flugvélabrak í skosku hálöndunum, og er talið að líkið sé af flugmanni annarrar af tveim bandarískum herþotum sem sakn- að hefur verið í Skotlandi síðan í fyrradag. Einn maður var í hvorri þotu. Flugvélarnar, af gerðinni F-15C, voru við lágflugsæfingar þegar tal- stöðvarsamband við þær rofnaði skömmu eftir hádegi á mánudag að íslenskum tíma. Haft var eftir fólki sem var á svæðinu að það hefði heyrt mikla sprengingu um svipað leyti. Fred Lawson, sem var þar á ferð ásamt konu sinni, tjáði breska ríkisútvarpinu, BBC, að þau hefðu séð tvær þotur fljúga „mjög lágt“, eða í um 200 metra hæð. Hefði önnur þeirra virst vera stjórnlaus. Aðstæður til leitar á svæðinu eru einkar erfiðar, að sögn tals- manns björgunarsveita breska flughersins. Snjór er mikill, hvasst og um 24 stiga frost, að viðbættri vindkælingu. Í Þýskalandi fórst bandarísk herflugvél af gerðinni RC-12 á mánudag og með henni tveir her- menn. Varð slysið skammt frá Nürnberg. Lík orrustuflugmanns fundið London. Reuters. Á ÁRUNUM 1971 til 1974 áttu þrír finnskir hershöfðingjar viðræðufundi með sovéskum sendimönnum að ósk hinna síðarnefndu og vildu þeir ræða um möguleikann á sovéskum her- stöðvum í Norður-Finnlandi, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið segir að Sovétmenn hafi viljað fá að- stoð Finna ef til þess kæmi að ráðist yrði inn í Noreg. Skjöl um þessi mál fundust í safni hersins í gamla Aust- ur-Þýskalandi, alþýðulýðveldi komm- únista, er leið undir lok 1990. Sovétmenn höfðu áhyggjur Fréttamaðurinn Olli Ainola fann skjölin og birti á mánudag sjónvarps- þátt í finnska ríkisútvarpinu, YLE, um málið. Sovétmenn höfðu um þetta leyti áhyggjur af nýrri, sveigjanlegri varnarstefnu Atlantshafsbandalags- ins, NATO, er gekk út á að hægt yrði að svara árás af hálfu austurblokk- arinnar með ýmsum hætti og mis- munandi þunga eftir því hve öflug árásin væri og hvar hún væri gerð. Yfirráð í Norður-Noregi voru af land- fræðilegum ástæðum afar mikilvæg í hernaðarlegu tilliti og vesturveldin töldu líklegt að þar myndu Sovét- menn láta til skarar skríða ef stríð skylli á. Norðmenn óttuðust að aðstoð NATO myndi berast of seint og voru þá í aðalstöðvum NATO gerðar áætl- anir um að styrkja varnir á þessum slóðum. Í september 1972 lauk mikilli æfingu NATO í Norður-Noregi og tóku þátt í henni um 300 herskip og 65.000 hermenn. „Sovétmenn vildu efla varnir sínar með því að skipta Finnlandi í tvö svæði og ætluðu þeir að annast sjálfir varnir norðurhlutans ef til stríðs kæmi,“ sagði Ainola í viðtali við Aft- enposten. Haft var með mikilli leynd samband við hershöfðingjann Paavo Junttila og þrjá finnska hershöfðingja að auki og þeim boðið á fund í bústað sovésks sendimanns í Helsinki. Að fundinum loknum var Junttila beðinn um að fara ekki strax og hann beðinn um að hlusta á umrædda tillögu. Var í henni kveðið á um að skiptingin í varnarsvæði yrði um línu milli Oulu við Helsingjabotn og austur að sov- ésku landamærunum. Viðræður við Sovétmenn Junttila varð miður sín yfir þessu tilboði en eftir að hann hafði haft sam- ráð við tvo aðra hershöfðingja, þá K. O. Leinonen og Lauri Sutela, urðu þeir sammála um að segja Urho Kek- konen forseta frá því. Hann sagði þeim að hefja viðræður við Sovét- menn og gerði Junttila það þegar í apríl 1972. Ekki náðist neinn árangur og þegar Sutela varð forseti herráðs- ins finnska 1974 batt hann enda á við- ræðurnar án þess að ráðgast fyrst við Kekkonen. Er Sutela sagður hafa tekið mikla áhættu þar sem forsetinn hafði sjálfur hrundið viðræðunum af stað. Vildu fá aðstoð Finna við innrás í Noreg Skjöl úr fórum austur- þýska hersins um stefnu Sovétmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.