Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 22

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ IL MANIFESTO er sjálfstættog óháð kommúnískt dagblaðsem komið hefur út á Ítalíu í31 ár og er prentað í 83.000 eintökum, sem dreift er um landið allt. Aðalaðsetur þess er í Róm en dagblaðið hefur einnig ritstjórnar- skrifstofur í Mílanó, Tórínó og Flór- ens. Aðalefni blaðsins er umfjöllun um stjórnmál, félagsmál, viðskipti, heimsfréttir og menningu. Fyrir fjór- um árum hóf göngu sína 24 síðna vikulegur blaðauki, Alias, þar sem fjallað er um menningu, listir, sýn- ingar og afþreyingu. Hinn 13. janúar sl. tileinkaði Alias Rósku einar 10 blaðsíður. Greinarnar voru í umsjón blaða- mannsins Massimo De Feo, sem þekkti Rósku mjög vel. Hann og Róska bjuggu í sömu kommúnunni í via Giulia í Róm og hann kom síðar oft til Íslands. Í blaðaukanum er hægt að rýna í persónuleika Rósku í blaðagreinum, viðtölum og frásögn- um vina hennar, bæði íslenskra og ítalskra, sem De Feo safnaði saman. Ítölsku blaðagreinarnar fjalla að- allega um stuttan hluta þess tímabils sem Róska bjó á Ítalíu, eða árin í kringum ’68. Þetta voru þýðingar- mikil ár sem höfðu rík áhrif á þá sem tóku þátt í atburðunum. Þegar lesnar eru endurminningar vina og kunn- ingja um Rósku fæst skýr mynd af henni sem sterkum, óstýrilátum, áköfum og róttækum einstaklingi. Í inngangi lýsir De Feo persónuleika Rósku og lætur í ljós þá von að yf- irlitssýningin komi til Ítalíu. Hann minnir á það að Róska bjó á Ítalíu í um 30 ár og leggur áherslu á þátttöku hennar í stúdenta- og verkalýðsbar- áttu 7. og 8. áratugarins. Hann talar um mikinn eldmóð hennar en segir að hún hafi alltaf verið anarkisti og sjálfs sín herra; jafnvel þegar hún vann með einhverjum hópi kom frels- is- og sjálfstæðishugsjón hennar allt- af berlega í ljós. Henni er lýst sem náttúruafli og sagt að megineinkenni hennar hafi verið að vera óútreikn- anleg, hana hafi einkennt blanda af spunagáfu og kjarki. De Feo minnir í lokin á glaðlyndi hennar og ást á líf- inu og sér hana sér fyrir hugskots- sjónum, forvitna eins og barn en hríf- andi eins og „femme fatale“. Tóku kvikmyndahús til sinna nota Ítölsku greinunum er safnað sam- an undir heitinu „Hitt og þetta sem ég veit um hana“, sem vísar í sam- nefnda kvikmynd eftir Jean Luc Godard. Aðferð hans, „að nota upp- tökuvélina eins og hún væri byssu- mið“, finnst nefnilega einnig í kvik- myndinni Elettra, sem Róska framleiddi á Ítalíu. Um þessa mynd fjallar Franco Bizzoccoli í viðtali við De Feo. Hann var bæjarstarfsmaður í Fabbrico, þorpi nálægt borginni Reggio í Emilíu á 7. áratugnum. Á því tímabili, sumarið og haustið ’68, tóku bændur og verkamenn Pluto, kvik- myndahúsið í þorpinu, til sinna nota. Róska og Manrico Pavolettoni, sem varð seinna eiginmaður hennar, gegndu mikilvægu hlutverki í að- gerðunum. Kvikmyndahúsið Pluto varð fljót- lega miðstöð baráttuhreyfingar; þar kynntist og umgekkst Róska leikara, leikstjóra og menntamenn, svo sem Gian Maria Volontè, Jean Paul Sartre og Dario Fo, sem báðir fengu Nóbelsverðlaun í bókmenntum, Giorgio Strehler leikstjóra og svo Jean Luc Godard, sem áður hefur verið nefndur. Bizzoccoli segir að kvikmyndin Elettra hafi verið framleidd nokkrum árum síð- ar, fyrir atbeina Gian Maria Volontè. Útgefandinn Gian- giacomo Feltrinelli fjármagnaði kvik- myndina. Hún var tekin upp á Kaprí, í Procida, Reggio í Emilíu og Fabbrico og að henni unnu Róska, Manrico, Dominique Isser- mann og kvik- myndaleikstjórinn Marcò, lærisveinn Godards. Elettra var sýnd á lokuðum sýningum í Reggio, en aldrei fyrir al- menning. Söguleg yfirlit um töku kvikmyndahússins Plutos er í grein eftir De Feo en hann minnist þar á komu Rósku og Manricos, sem höfðu komið til Fabbrico ásamt öðr- um þátttakendum í „’68 hreyfingunni“ eftir að hafa upplifað aðgerðirnar í maí í Latínuhverfinu í París. Hlýlegt og uppörvandi viðmót Aðrir ítalskir vinir láta til sín heyra í Alias. Listmálarinn Paolo Paci þekkti hana árið ’68 og gleymdi aldrei hlýlegu og uppörvandi viðmóti henn- ar; hann sendir henni á ítölsku kveðj- una „Ciao Róska“. Ljósmyndarinn og tónlistarmaðurinn Adriano Mordenti minnist þess þegar hún fyrst kom til Rómar árið 1963. Það hafi verið eins og vitrun. Hann lýsir fegurð hennar, hörundslit sem virtist vera heiðblár, gulum augum og skammlífu brosi. Hann minnist líka á ást hennar og Manricos og á reglulegar ferðir heim til Íslands en fyrst og fremst minnist hann hins mikla listamanns sem hún var. Hún hafi verið ófyrirsjáanleg; sá sem fór með henni út að kaupa mjólk tók þá áhættu að flækjast í yfirtöku mjólkurbúðarinnar. Að vera vinur hennar hafi verið eins og að tilheyra einhverri riddarareglu, sá hinn sami varð að vera reiðubúinn að berjast við dreka til þess að frelsa prinsessur og undirokaða verkamenn. Kvikmyndagerðarmaðurinn Al- berto Grifi dvaldi aftur á móti á Ís- landi um tíma til þess að hjálpa Rósku og vinum hennar við upptöku kvikmyndarinnar Sóley. Hann minn- ist á flogaveikiköst Rósku en fyrst og fremst á fegurð hennar, á skákiðkun og á hlátursköst sem þau fengu mjög oft á meðan á upptöku myndarinnar stóð – þeirra saknar hann ennþá. Til að ljúka þessu yfirliti um líf Rósku á Ítalíu bætir De Feo við einu viðtali við bestu vinkonu hennar, Birnu Þórðardóttur, sem var með henni löngum stundum, einnig á Ítal- íu. Birna segir frá vináttu þeirra og lýsir persónuleika Rósku; sér í lagi segir hún að Rósku hafi alltaf fundist hún vera svolítill útlendingur í Róm og þyrfti þess vegna að fara oft til Reykjavíkur, þar sem henni fannst hún meira á heimaslóðum en hún gat ekki dvalið lengi í heimaborg sinni heldur. Þess vegna gáfu ítalskir vinir hennar henni gælunafnið Íslending- urinn fljúgandi. Einnig eru í blaðaukanum greinar, þýddar á ítölsku, eftir Hjálmar Sveinsson, Ragnar Stefánsson og Birnu Þórðardóttur, sem birtust í bókinni Rósku, sem fylgdi sýningu Nýlistasafnsins og var gefin út á sl. ári af Máli og menningu með styrk frá Reykjavík menningarborg. Í þeim frásögnum fær ítalski lesandinn skýrari mynd af margþættum per- sónuleika Rósku sem listamanns, uppreisnarmanns, vinar og frjálsrar konu. Í Alias eru einnig birtar fjölmargar ljósmyndir, forsíðumynd af Rósku sjálfri og myndir af henni og af mál- verkum hennar inni í blaðinu, meðal annars Viva la Liberdad (Lifi frelsið) og Gljátík. Myndirnar bera ólíkum tímabilum í lífi og list Rósku vitni. Lokaorðið hefur Róska sjálf þar eð birt er þýðing af ritgerð hennar um súrrealisma, sem hún samdi 1978 og las upp í lok þess er hún kom síðast opinberlega fram í Nýlistasafninu 1996; hún lést tveimur vikum síðar. Á Ítalíu er hennar ennþá minnst. Sterk, óstýri- lát og áköf Forsíða aukablaðs Il Manifesto um menningu, Alias, sem nýverið var tileinkað Rósku. Yfirlitssýningin um myndlistarkonuna Rósku sem Nýlistasafnið hélt í nóvember á síðasta ári varð tilefni að upprifjun minn- inga um hana, jafnt á Íslandi sem og á Ítalíu þar sem Il Manifesto tileinkaði henni viku- legan blaðauka sinn um menningu. Elena Musitelli kynnti sér þessa umfjöllun. eina sem starfsfólk hótelsins vissi var að listakonan hefði heitið Nína og verið frá Íslandi,“ segir Ríkey. Forráðamenn Waldorf-Astoria tóku að hennar sögn afar vel hug- mynd hennar um að auðkenna listakonuninni verkið og fundu skildinum stað við inngang hótels- ins, á besta stað. Þá leitaði Ríkey til landafundanefndar um styrk til útgáfu kynningarrits um ævi og störf Nínu sem frammi verður á hótelinu sem og í Norræna húsinu í New York. Þakkar hún jafnframt menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, Einari Benediktssyni fyrrverandi sendiherra og Magn- úsi Bjarnasyni, aðalræðismanni í New York, fyrir veitta aðstoð. „Mér finnst að með þessu hafi verið tryggt að nafn Nínu Sæ- mundsson gleymist ekki þó að 70 ár séu liðin frá því að hún, þá 37 ára gömul, vann þennan glæsilega sigur hér í New York ein og óstudd,“ sagði Ríkey við vígslu skjaldarins. „Ég vona að Íslend- ingar eigi í framhaldinu eftir að leggja leið sína hingað og skoða verk Nínu.“ SKJÖLDUR sem auðkennir styttu Nínu Sæmundsson á Waldorf- Astoria-hótelinu í New York hefur verið settur upp í anddyri hótels- ins. 70 ár eru liðin frá því að Nína vann listaverkið sem stendur yfir aðalinngangi hótelsins. Það var fyrir tilstilli Ríkeyjar Ríkharðsdóttur, ættingja Nínu, að minningarskildinum var komið fyrir í anddyri Waldorf-Astoria hótelsins. Ríkey hafði veitt því eft- irtekt að verk Nínu var hvergi auð- kennt við hótelið. „Þegar ég fór að spyrjast fyrir kom í ljós að það Minningar- skjöldur um Nínu Sæ- mundsson Ríkey Ríkharðsdóttir við skjöld þann sem settur hefur verið upp í Waldorf-Astoria-hótelinu til auðkenningar á listaverki Nínu Sæmundsson. Stytta Nínu við framhlið hótelsins. Morgunblaðið. New York. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir BANDARÍKJAMENN lögðust nú ansi lágt í nákvæmum yfirheyrslun- um yfir Bill Clinton og ævintýrum hans með ungfrú Lewinski. Kvikmyndin The Contender er svar við því eða ádeila á það að flestir virðast vilja meina að einkalíf forset- ans hafi eitthvað með hæfni hans til að gegna embætti sínu að gera. Þar segir frá varaforsetaefni repúblikana, Laine Billings Hanson, sem verður að sæta nákvæmri rann- sókn áður en hún hefst handa. Ekki eru allir á eitt sáttir um að hún sé rétta manneskjan í starfið, og með- limir rannsóknarnefndarinnar draga fram í dagsljósið kynferðislegt ævin- týri sem hún átti á háskólaárum sín- um, auk þess að níðast á einkahögum hennar, í stað þess að leyfa henni að svara fyrir pólitískar skoðanir sínar. Þegar myndin byrjaði sá ég strax eftir að hafa farið á hana. „O, enn ein forsetamyndin og ég sem hef ekkert vit á stjórnmálum,“ hugsaði ég í fýlu- kasti mínu. En þegar á leið reyndist kvikmyndin býsna góð sem gerir frá- bæra atlögu að þessu tvöfalda siðgæði sem er svo langlíft í því einfalda púrít- anaveldi sem Bandaríkin eru. Myndin sýnir hversu mikið persónulegt hags- munapot stjórnmálin eru, og hve margar af stærstu ákvörðunum Bandaríkjanna eru geðþóttaákvarð- anir og jafnvel persónulegar hefnd- araðgerðir missvekktra stjórnmála- hunda. Og síðast en ekki síst er framkoma í garð framakvenna fárán- leg og raunsönn. Auðvitað gat myndin þó ekki klárast nema forsetinn héldi eina ræðu í lokin þar fiðlurnar fá að leika undir. Þetta er mjög fagmannlega unnin kvikmynd og raunsæ. Það er gaman að sjá Jeff Bridges í hlutverki forseta Bandaríkjanna. Hann leikur nú oftast svona afslappaða náunga og er frekar svalur forseti miðað við það sem mað- ur hefur séð hingað til. Gary Oldman er stórfínn í hlutverki hins svekkta Shelly Runyon, og mun betur að til- nefningu til Óskarsins kominn en Jeff, enda einstakur leikari. Joan All- en leikur varaforsetaefnið og hún er mjög sannfærandi sem sterkgáfuð, harðákveðin og flott kona með mun meiri réttlætiskennd og baráttuvilja en karlarnir. Kona sem hefur virki- lega eitthvað gera í stjórnmál. Handritið er skemmtilega byggt upp, og flétta sniðug þótt hún sé greinilega ekki aðalmál myndarinnar, og er full þægilega hnýtt í lokin. Per- sónurnar eru allar mjög sannfærandi og það tekst að draga upp af þeim skýra mynd. The Contender er kannski ekki mynd sem snertir mann djúpt, því hún er frekar ópersónuleg og jafnvel of slétt og felld. En hún fyllir mann stjórnmálalegum eldmóði og fyrir mig var það einstök lífsreynsla, hvaða sem svo þrælvanir stjórnmálaáhuga- menn kunna að segja. Atlaga að tvö- földu siðgæði KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórn og handrit: Rod Lurie. Aðalhlutverk: Joan Allen, Jeff Bridges, Gary Oldman, Christian Slater og Sam Elliot. Dream Works Dist. 2000. THE CONTENDER  Hildur Loftsdótt ir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.