Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 26

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA um rekstur heilbrigðis- þjónustunnar síðasta áratug hefur mest snú- ist um fjárskort og hvernig eigi að bregð- ast við fjárhagserfið- leikum. Það hefur vantað að leita kjarn- ans og móta stefnu um rekstur sjúkraþjónust- unnar með framtíðar- hagsmuni þjóðarinnar í huga. Samanburður nauðsynlegur Alltaf reyndist erfitt að meta hvort stóru spítalarnir í Reykjavík væru vel eða illa reknir. Samanburður á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og Landspítalan- um þótti vafasamur vegna ólíkra skilgreininga í starfseminni. Saman- burður við útlönd hefur fremur mið- ast við að meta árangur af tilteknum læknisverkum en heildarstarfsemi. Eftir sameiningu spítalanna þarf tilfinnanlega samanburð við erlenda spítala um faglegt starf, kostnað og árangur í rekstri. Fólk er stöðugt að verða betur fært um að kynna sér gæði þjónustu og árangur af mis- munandi læknismeðferð. Áður en langt um líður má búast við að Landspítali – háskólasjúkrahús verði þannig í beinni eða óbeinni samkeppni um sjúklinga. Spítalinn þarf því greinargóðar upplýsingar um sambærilegan rekstur annars staðar. Í nýlegum athugunum danskra ráðgjafa fyrir LSH kemur fram að sumt er gott hjá spítalanum að þessu leyti, annað má bæta. Ef vel ætti að vera þyrfti að birta ár- lega samanburð á árangri og rekstri tiltekinna sérgreina eða sviða á LSH og viðmiðunarsjúkrahúsa er- lendis. Opinber rekstur og einkarekstur Stjórnvöld hafa síðan um 1990 markvisst unnið að uppstokkun á starfsemi hins opinbera. Ábyrgð stjórnenda hefur verið aukin, valdi dreift til stofnana, samkeppnishugsun haldið á lofti og sam- vinna aukin við einka- aðila. Á þessari stefnu hefur verið hik varð- andi heilbrigðisþjón- ustu og menntakerfið. En hvernig snýr málið að LSH? Í fyrsta lagi þurfa heilbrigðisyfirvöld að bregðast við ýmsum breytingum, svo sem fjölgun aldraðra. Þann 1. des sl. voru lands- menn yfir sjötugt um 23.000 en áætlað er að þeir verði um 32.000 árið 2020. Hagstofan áætlar líka að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi á næstu 20 árum um 36 prósent eða nærri 60 þúsund manns. Í uppbygg- ingu og rekstri heilbrigðisþjónustu eru tuttugu ár skammur tími. Ekki má dragast að móta stefnu um hvernig eigi að mæta aukinni þörf á sjúkraþjónustu. Í öðru lagi er nauðsynlegt að heil- brigðisyfirvöld og stjórnendur spít- alans ákveði hvort LSH eigi að vera í samkeppni við einkarekna heil- brigðisþjónustu, þ.e. hvort eigi að líta á spítalann og sjálfstætt starf- andi lækningastofur sem keppi- nauta um sjúklinga og þjónustu. Fyrir því geta legið gild rök að hvetja til samkeppni þar í milli. Að- staða þessara aðila verður þó trú- lega aldrei sambærileg þar sem spítalinn er ekki í viðskiptum, t.d. við Tryggingastofnun ríkisins, eins og einkareknar læknastofur. Hin leiðin felst í verkaskiptingu, að há- skólasjúkrahúsið sjái um flóknari viðfangsefni sjúkraþjónustunnar og kennsluhlutverkið en sjálfstætt starfandi læknastofur keppi sín í milli, eins og þyrfti að vera. Það sem einkennir og raunar stýrir þróun heilbrigðisþjónustunnar nú eru ann- ars vegar samningar TR og sjálf- stætt starfandi lækna og hins vegar kjarasamningar sjúkrahússlækna og fjármálaráðherra. Augljóslega er það hrein hentistefna að þróa heil- brigðisþjónustu í veigamiklum atrið- um á forsendum kjara- og greiðslu- samninga til skamms tíma. Sam- félagið í heild verður að takast á við það mál á opinn og hleypidómalaus- an hátt. Í þriðja lagi hafa stjórnendur Landspítala – háskólasjúkrahúss ákveðið ýmsar breytingar í rekstri spítalans. Gerðir hafa verið þjón- ustusamningar um öldrunarþjón- ustu og endurhæfingu, sjálfstæði aukið í rekstri þvottahúss og rann- sóknarstofa og til athugunar er til dæmis að reka allt húsnæði stofn- unarinnar í fyrirtækisformi. Með þessu er þó yfirleitt aðeins líkt eftir starfsemi einkafyrirtækja, ekki efnt til raunverulegrar samkeppni við einkaaðila. Apótek spítalans er síðan hlutafélag í eigu ríkisins. Í fjórða lagi verður að meta hvaða rekstrarform henti best háskóla- sjúkrahúsinu hér. Í nágrannalönd- um, einkum Svíþjóð og Noregi, hef- ur sumum af helstu spítölunum verið breytt í hlutafélög sem eru al- farið í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Rökin eru þau að sem hlutafélag geti spítali betur eflt starfsemina, mætt samkeppni um starfsfólk, fengið meira fjármagn til uppbygg- ingar og yfirleitt að allar breytingar á rekstri verði auðveldari og hag- kvæmari. Því fer örugglega fjarri að allur vandi opinbers sjúkrahúss leysist með hlutafélagsforminu en þetta verður að meta eins og annað. Breytta fjármögnun hið fyrsta Núverandi tilhögun á fjármögnun LSH er löngu úrelt og henni þarf að breyta hið fyrsta. Spítalinn fær um 20 milljarða króna á fjárlögum. Fyr- ir þá upphæð á hann ekki aðeins að þjóna sjúklingum, heldur stunda umfangsmikið kennslu- og rann- sóknarstarf. Þarna er brýnt að koma á samhengi milli spítalastarfs- ins og fjárframlaga. Verið er að greina kostnað við sem flest í starf- semi LSH. Til fróðleiks kostar venjuleg mjaðmaliðaaðgerð um 275 þúsund, kransæðavíkkun allt að 225 þúsund og venjuleg barnsfæðing um 130 þúsund krónur. Síðastliðið sum- ar var mikið fjallað um öldu alvar- legra slysa og reyndist viðbótar- kostnaður spítalans af hennar völdum, umfram eðlilegt álag, vera 40 m.kr. Útgjöld spítalans eru þann- ig oft óvænt og geta þá riðlað áætl- aðri starfsemi. Því er brýnt að fjár- veitingar ráðist af verkefnum á hverjum tíma. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndum hafa stjórn- völd horfið frá föstum fjárveitingum og tekið upp greiðslukerfi sem yf- irleitt miðast við tiltekinn fastan kostnað og síðan breytilegan kostn- að vegna einstakra verka. Starfsemi kvennasviðs hefur nú að mestu verið greind eftir alþjóð- legum stöðlum samkvæmt svoköll- uðu DRG-kerfi. Fjárframlög til starfseminnar miðast á þessu ári við greiðslur fyrir unnin verk. Þetta er mikilvæg nýbreytni í starfi spítalans sem vonandi verður gagnleg fyrir- mynd. Kjarni málsins er sá að heil- brigðisyfirvöld líti á sig sem kaup- anda að heilbrigðisþjónustu, líkt og TR gerir með samningi við einka- reknar læknastofur, en spítalinn „selji“ stjórnvöldum þjónustu á um- sömdu verði. Opin umræða Ég hef nú í fjórum Morgunblaðs- greinum fjallað um mótun háskóla- sjúkrahússins en starfsemi þess skiptir alla landsmenn miklu. Nauð- synlegt er að efna til opinnar um- ræðu um framtíð Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss Magnús Pétursson Háskólasjúkrahús Það hefur vantað að leita kjarnans og móta stefnu um rekstur sjúkraþjónustunnar með framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í huga, seg- ir Magnús Pétursson í fjórðu og síðustu grein sinni um háskólasjúkra- hús í mótun. Höfundur er forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Ekki má dragast að móta stefnu um hvernig eigi að mæta aukinni þörf á sjúkraþjónustu, segir greinarhöfundur, svo sem fjölgun aldraðra. Í Morgunblaðinu í gær eru undarleg um- mæli höfð eftir Kristni H. Gunnarssyni, þing- manni Framsóknar- flokksins og formanni Byggðastofnunar, þar sem hann hreytir í Þorstein Vilhelmsson skipstjóra og útgerð- armann: „Hann (þ.e. Þorsteinn) hefur nú sjálfur fengið stærstu gjöfina frá ríkinu, 3.150 milljónir kr., og mér finnst það skekkja samkeppnis- stöðu í sjávarútvegi verulega þegar einn aðili fær svo mikla peninga fyrir það eitt að selja veiðiheimildir. Þetta er stærsta gjöfin sem ríkið hefur veitt nokkrum manni“ o.s.frv. Við þetta er margt að athuga: 1. Meðan Þorsteinn Vilhelmsson var skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja ávann hann sér traust og virðingu sem einn af aflasælustu skipstjórum landsins. Hann fór vel með skip og veiðarfæri og naut trausts áhafnar sinnar. Meðferð afla um borð í skipi hans mátti vera öðrum til fyrirmyndar. Þessir eðliskostir hans nýttust honum eftir að hann kom í land. 2. Þeir bræður og frændur, Þorsteinn og Kristján Vil- helmssynir og Þor- steinn Már Bald- vinsson, stofnuðu Samherja, sem brátt varð eitt af stærstu útgerðar- fyrirtækjum lands- ins. Velgengni fyr- irtækisins er meðal annars því að þakka, að það var frumkvöðull í útgerð á frystitog- urum og söluafurða þeirra. Það er óþarfi af formanni Byggða- stofnunar að öfundast yfir því, þótt nú sem fyrr gefi sjávar- útvegurinn þeim mikið í aðra hönd, sem fyrstir færa sér í nyt nýjar verkunar- og geymsluað- ferðir til þess að koma fiskinum á markað og hækka með því verðið en draga úr geymslu- kostnaði. Á þessu hafa allir hagnast, þjóðarbúið, útgerðin og að sjálfsögðu og ekki síst sjó- mennirnir. 3. Samherji var meðal þeirra út- gerðarfyrirtækja sem fyrst hösl- uðu sér völl erlendis með mynd- arlegum hætti eins og alþjóð er kunnugt. 4. Þegar Þorsteinn Vilhelmsson seldi hlutabréf sín í Samherja fór ekki króna út úr sjávarútveg- inum eins og ég hef áður gert grein fyrir hér í Morgunblaðinu. Það sem gerðist var að nýir hlut- hafar komu að Samherja en Þor- steinn hefur fjárfest í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. 5. Samherji, eins og mörg önnur fyrirtæki og raunar einstaklingar í sjávarútvegi, hefur keypt veiði- heimildir til að styrkja stöðu sína og hefur þar með styrkt stöðu sjávarútvegsins í heild. Það hef- ur með öðru átt þátt í hagvexti síðustu ára og byggt upp batn- andi lífsafkomu þjóðarinnar. Nú vill Kristinn H. Gunnarsson gera allar veiðiheimildir upptæk- ar bótalaust á svo og svo mörg- um árum, brjóta niður sjávar- útveginn og skilja þá ein- staklinga eftir í skuldum og sárum sem hafa kosið að gera út- gerð og fiskveiðar að ævistarfi. Síðan sér hann það fyrir sér að hann geti svifið á milli sjávar- plássanna á loftbelg Byggða- stofnunar, útdeilt kvótanum og sagt: ,,Sjá, gjafir eru yður gefn- ar!“ Hann kom einu sinni norður þessara erinda færandi hendi með því að segja við Hríseyinga að sér fyndist að þeir ættu að fá byggðakvótann frá Grímsey. Undir þetta var lítið tekið. 6. Þingmaðurinn segir „fyrir það eitt að selja veiðiheimildir“ og fer með ósannindi. Þorsteinn Vil- helmsson seldi hlut sinn í Sam- herja sem er ekki það sama. Á þessum tíma átti Samherji 18 togara og nótaskip, fiskimjöls- verksmiðju í Grindavík, rækju- verksmiðju á Dalvík sem nú er verið að breyta í kjúklingabú, Strýtu, rækjuverksmiðju á Ak- ureyri, síldarverkunarstöð á Eskifirði auk útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Skotlandi og Þýska- landi, svo að ég muni. Loks má nefna hlut Samherja í Fiskeldi Eyjafjarðar og áhuga þeirra frænda fyrir því merka braut- ryðjendastarfi sem þar hefur verið unnið og fyrir fiskeldi yf- irleitt. Svo er önnur villa í þessum um- mælum sem líka er vond. Það er gefið í skyn að það beri vott um siðferðisbrest ef einstak- lingur sem leggur fé sitt, atorku sína og sjálfan sig í útgerð, fær raunvirðið greitt þegar selt er. Auðvitað vill enginn festa fé sitt í fyrirtæki sem ekki má selja. Auð- vitað sýnir hátt verð á sjávarút- vegsfyrirtækjum að atvinnugreinin stendur vel af því að henni hafa verið búin heilbrigð rekstrarskil- yrði og af því að hæfir menn og framsýnir starfa innan greinarinn- ar. Megi það áfram vera svo. Að síðustu get ég ekki stillt mig um að víkja að rótarlegum ummæl- um Kristins H. Gunnarssonar um Hraðfrystihús- ið Gunnvöru á Ísafirði sem er í hans kjördæmi. Það hafði 23 m.kr. í hagnað á síðasta ári og var meðal þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem bestri afkomu skiluðu af rekstri. Ekki féllu viðurkenning- arorð af munni þingmannsins eins og ástæða var til heldur slöngvaði hann þessu fram: „Það er ekki til svo aumt sparnaðarform í nokk- urum banka á Íslandi að þeir bjóði ekki betri ávöxun en þetta.“ Svo mælti formaður Byggðastofnunar og endurspegluðu þessi köldu orð hug hans til sjávarútvegsins. Lítill er skilningur hans á því á hverju byggð á Vestfjörðum er reist. Nú er of langt gengið ef rétt er eftir haft Halldór Blöndal Sjávarútvegur Endurspegluðu þessi köldu orð formanns Byggðastofnunar, segir Halldór Blöndal, hug hans til sjávarútvegsins. Höfundur er forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.