Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 28
UMRÆÐAN
28 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TALSVERT hefur
verið fjallað um ný-
gerðan kjarasamning
fyrir grunnskóla enda
felast í honum nýjar og
breyttar áherslur í
skólastarfinu. Morgun-
blaðið birti grein eftir
Jón Pétur Zimsen 21.
mars sl. þar sem hann
beindi til mín fjórtán
spurningum um samn-
inginn. Ég vel því svör-
um mínum sama vett-
vang og hann.
1. Handbók. Hand-
bók um framkvæmd
kjarasamningsins er í
vinnslu. Þó eru tveir
þriðju hlutar hennar þegar komnir í
notkun. Annars vegar kynningarefni
á námskeiðum með skólastjórum,
trúnaðarmönnum og fulltrúum
sveitarfélaga sem haldin voru á átta
stöðum á landinu 8.–12. mars sl.
Hins vegar 109 spurningar og svör
um kjarasamninginn sem finna má á
heimasíðum KÍ og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
2. Túlkun til að fyrirbyggja
ágreining. Það er rétt að ekki lá fyrir
túlkun á hverju einasta atriði samn-
ingsins þegar greidd voru atkvæði
um hann. Enn er verið að túlka
ákvæði gamla kjarasamningsins
enda á samstarfsnefnd KÍ og Launa-
nefndar sveitarfélaga að fjalla um
ágreiningsefni sem upp kunna að
koma eftir að samningar hafa verið
gerðir. Aldrei í sögu Kennarasam-
bands Íslands hefur legið fyrir eins
ítarleg túlkun og nú á kjarasamningi
áður en hann kemur til fram-
kvæmda. Samninga-
nefndirnar skipuðu
sérstaka verkefnis-
stjórn sem ásamt sam-
starfsnefnd ákvað að
taka fyrir atriði sem
hugsanlega gæti orðið
ágreiningur um til að
stuðla að því að fram-
kvæmd samningsins
takist sem best.
3. Einfaldari vinnu-
skýrslur. Allt bendir til
þess að vinnuskýrslu-
gerð verði mun ein-
faldari en áður og birti
í rauninni eingöngu
upplýsingar til launa-
greiðenda um greiðslur
til viðkomandi kennara.
4. Verkstjórnarþáttur skóla-
stjóra. Vald skólastjóra yfir störfum
kennara er verulega aukið í þessum
samningi enda var sá gamli gagn-
rýndur fyrir það hvað skólastjóri
sem yfirmaður hefði takmarkað um
störf kennara að segja. Verkstjórn-
arþátturinn eykst úr 3 klst. á viku í
9,14 klst. og eiga skólastjóri og
kennari að semja um fyrirkomulag
vinnunnar þ.á m. aukinn undirbún-
ingstíma.
5. 19 kennslustundir og yfirvinna.
Kennsluskylda 60 ára kennara verð-
ur áfram 19 kennslustundir á viku.
Kennari sem vill kenna meira á
kostnað annarra faglegra starfa fer
ekki strax á yfirvinnu. Ef kennarinn
á hins vegar, þrátt fyrir aukna
kennslu, að sinna faglegum störfum
miðað við 19 kennslustunda kennslu-
skyldu fer hann þá þegar á yfir-
vinnu. Þannig getur hann verið kom-
inn á yfirvinnu við 20. kennslustund-
ina.
6. 24 kennslustundir og yfirvinna.
Kennsluskylda 55 ára kennara er 24
klst. á viku og það sama á við um yf-
irvinnu þeirra og við 60 ára aldurinn.
Allt starf umfram vikulega vinnu-
skyldu greiðist sem yfirvinna.
7. Samningurinn í skóla og á
heimasíðu. Samningurinn var send-
ur út í skólana í sömu viku og hann
var undirritaður, bæði með tölvu-
pósti og almennri póstsendingu.
Jafnframt var hann settur á heima-
síðuna bæði í heild sinni og sem
minna skjal með samningsgreinum
um laun og vinnutíma. Verið er að
undirbúa sameiginlega útgáfu með
Launanefnd sveitarfélaga.
8. Hvernig geta þrjár vikur orðið
að einni? Fyrsti kynningarfundurinn
var haldinn 9. janúar, sama dag og
kjarasamningurinn var undirritað-
ur. Atkvæðagreiðsla fór fram dag-
ana 29.–31. janúar. Mér er óskiljan-
legt hvernig Jón Pétur fær út að
aðeins vika hafi liðið frá því að fyrstu
fundir voru haldnir og þar til at-
kvæðagreiðslan fór fram.
9. Viðbótarlaunaflokkar. Skipting
viðbótarlaunaflokka, sem eru að
meðaltali þrír fyrir hvern kennara,
fer eftir tilteknum þekktum leik-
reglum sem eiga að byggjast á mál-
efnalegum grunni. Skólastjóra ber
að lúta skyldu jafnræðisreglunnar
og gæta samræmis og jafnræðis og
mismuna ekki kennurum í neinu til-
liti.
10. Launamunur eftir aldri.
Launamunur á kennurum eftir líf-
aldri er ekki nýr og áður óþekktur.
Heldur dró saman á milli yngri og
eldri kennara við samninginn sem
gerður var 1997 enda var áhersla
lögð á að hækka byrjunarlaunin, ný-
liðar fengu þá um 10% meira en
aðrir. Auk þess fengu skólastjórar
verulega grunnkaupshækkun um-
fram kennara. Nú var áhersla lögð á
hinn dæmigerða grunnskólakennara
og fannst mörgum kominn tími til.
Þá fá umsjónarkennarar sérstaka
launaflokkaröðun.
11. Fleiri skóladagar til að auka
fjölbreytni. Skóladögum nemenda
fjölgar um tíu til að auka fjölbreytni
skólastarfs og skapa rými fyrir fleiri
daga en hefðbundna kennsludaga.
Sem dæmi má nefna foreldraviðtöl,
jólatréskemmtanir, skólasetningu,
skólaslit og vettvangsferðir.
12. Fleiri undirbúningsdagar.
Mér dettur ekki í hug að mótmæla
því að sérstökum undirbúningsdög-
um kennara (starfsdögum) er fjölg-
að um tvo.
13. 15 ára kennsluafsláttur í
launatöfluna. Sérstakur kennsluaf-
sláttur eftir 15 ára kennslu er felldur
niður og settur inn í launatöfluna.
14. Ákúrur? Ég kannast ekki við
að menn í samninganefnd Félags
grunnskólakennara hafi fengið ákúr-
ur frá skólastjórum vegna misvís-
andi kynningar á samningnum.
Enda gerði samninganefnd FG
samninginn en ekki þeir.
Ábyrgð og áhrif fagfólksins
í skólunum aukin
Auk spurninganna segir Jón Pét-
ur Zimsen ýmislegt annað sem gefur
tilefni til athugasemda. Fleiri skóla-
dagar nemenda verða til við til-
færslu úr vikulegum vinnutíma
kennara sem var samkvæmt gamla
kjarasamningnum 45,77 klukku-
stundir á viku en verður 42,86 í þeim
nýja. Gamli kjarasamningurinn ger-
ir ráð fyrir 28 mínútna undirbún-
ingstíma fyrir hverja kennslustund
að hámarki en sá nýi kveður á um 20
mínútna undirbúningstíma að lág-
marki. Skólastjóri á að meta í sam-
ráði við hvern kennara þörfina fyrir
rýmri undirbúningstíma. Þetta at-
riði er mjög einkennandi fyrir þá
nýju hugsun sem birtist í kjara-
samningnum; valdið til að meta og
ákveða vinnutímafyrirkomulag
hvers kennara er að stórum hluta
fært úr kjarasamningnum yfir til
skólanna. Þannig er gert ráð fyrir
því að skólastjóri og kennari komist
að samkomulagi um útfærslu vinn-
unnar. Kjarasamningurinn segir
ekki til um hve margar mínútur eigi
að fara í yfirferð verkefna, foreldra-
samstarf eða störf umsjónarkenn-
ara. Einn miðlægur samningur á
ekki að gefa bindandi fyrirmæli um
það hvernig skólastarfinu verður
best háttað á hverjum stað. Við
treystum fagfólkinu á staðnum best
til að meta það, skólastjórnendum og
ekki síst kennurunum.
Nýjar áherslur í kjarasamn-
ingi grunnskólakennara
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Kennarar
Einn miðlægur samn-
ingur á ekki að gefa
bindandi fyrirmæli um
það, segir Guðrún
Ebba Ólafsdóttir,
hvernig skólastarfinu
verður best háttað á
hverjum stað.
Höfundur er formaður Félags
grunnskólakennara.
MAGNÚS Péturs-
son, forstjóri Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss, ritar um
þessar mundir rað-
greinar í Mbl.og birt-
ust tvær þeirra fyrir sl.
helgi. Forstjórinn ósk-
ar m.a. eftir opinberri
umræðu um framtíð
sjúkrahússins. For-
stjórinn sér ástæðu til
að afsaka sjálfan sig og
fleiri er hann talar um
hæstaréttardóm sem
gekk í máli Gunnars
Þórs Jónssonar, pró-
fessors, 18. maí í fyrra.
Dómsniðurstöðu sem
leiddi til þess að forstjórinn sjálfur,
lögfræðilegur ráðunautur hans og
lækningaforstjórinn sitja nú með
valdþurrðardóm á bakinu, fyrir að
standa að ógildri uppsögn prófess-
orsins. Þremenningarnir urðu upp-
vísir að því að brjóta lög, misnota
vald sitt og ekki hvað síst bera fram
rangar sakargiftir til þess að ná sínu
fram. Ekki nóg með það, þeir eru
ennþá æðslu yfirmenn Landspítala
– háskólasjúkrahúss. Sjúkrahúss
sem þeir kappkosta nú að einka-
vinavæða. Það, eitt og
sér, ætti að vera í op-
inberri umræðu.
Ákvörðun verður
geðþóttaákvörðun
Magnúsi Péturssyni
hugnast ekki sú niður-
staða Hæstaréttar að
húsbóndavaldið yfir
prófessorum væri hjá
Háskólanum. Forstjór-
inn telur að ákvörðun-
arvaldið eigi að vera
hjá stofnuninni sem
hefur starfsmanninn í
vinnu. Af því að það er
hans skoðun, þá virðist
vera í lagi að vanvirða
niðurstöðu Hæstaréttar og augljós
réttindi starfsmannsins. Stjórnun-
arvald yfir stærstu ríkisstofnun
landsins er mikið og vandmeðfarið
vald og mestu skiptir að það breyt-
ist ekki yfir í geðþóttaákvörðunar-
vald eins og dæmin sanna á LSH. Á
það reyndi í máli Gunnars Þórs.
Magnús Pétursson, telur sig bæran
til þess að meta kröfur um nútíma-
rekstur en hvernig eru í raun hans
,,nútímastjórnunarhættir“ sem
hann hefur viðhaft þau rúmu tvö ár
sem hann hefur verið forstjóri spít-
alans?
Rangar sakir
Þegar Magnús kom til starfa 1.
janúar 1999 var búið að ákveða í
bakherbergjum og ,,kokkteil-
veislum“ að Gunnar Þór yrði að
víkja úr starfi svo annar maður
kæmist í prófessorsstarfið. For-
stjórinn hafði ekki svo mikið sem
fyrir því að kalla Gunnar á sinn fund
og kanna báðar hliðar málsins. Þess
í stað undirritaði hann ásökunarbréf
sem undanfara uppsagnar. Í bréfinu
var Gunnar ásakaður fyrir að hafa
ekki skilað af sér vottorði til sjúk-
lingsins X. Vottorðinu var Gunnar
búinn að skila en hinsvegar hafði
sjúklingurinn óskað eftir sjúkra-
gögnum sínum við skrifstofu sjúkra-
hússins og skrifstofan ekki sinnt
því. Málið hafði ekkert með Gunnar
Þór að gera en samt sem áður átti
hann að sitja upp með ásökun um
annað og uppsögn framundan. Sjúk-
lingurinn staðfesti þetta með bréfi
(hrd.133/2000 dskj.218) Þessari að-
för var mótmælt harðlega af lög-
manni Gunnars en allt kom fyrir
ekki. Forstjórinn svaraði bæði seint
og illa athugasemdum lögmannsins
og hafði þær að engu. Menn voru að
brenna inni á tíma. Sameining
sjúkrahúsanna var að skella á og
Gunnari varð að koma frá áður. Með
góðu eða illu, réttu eða röngu. Enda
varð rauninn sú og uppsögnin var
undirrituð af þremenningunum, er
að framan greinir.Vissi forstjórinn
ekkert um málið? Undirritar hann
bara einhver bréf sem aðrir leggja á
borð hans? Forstjóranum var í lófa
lagið að kanna þetta sjálfur. Senni-
lega á þetta að flokkast undir nú-
tímastjórnunarhætti! Öllum aðvör-
unum um að þeir væru ekki að fara
að lögum var stungið undir stól.
Örþrifaráð lækninga-
forstjórans
Gunnar vildi ekki una þessari nið-
urstöðu, og höfðaði mál gegn
sjúkrahúsinu. Þá greip lækningafor-
stjórinn til örþrifaráða og leitaði til
sjúklingsins Z í þeirri von að sjúk-
lingurinn væri reiðubúinn að leggja
fram einskonar kærubréf á hendur
Gunnari. Lækningaforstjórinn við-
urkenndi, eiðsvarinn og aðspurður
við yfirheyrslur hjá Héraðsdómi að
hafa haft samband við sjúklinginn Z
og farið þess á leit við hann að hann
skrifaði bréf sem lýsti samskiptum
sjúklingsins við Gunnar Þór. Sjúk-
lingurinn Z hefur lýst því svo, að
ítrekað hafi verið haft samband við
hann af ritara lækningaforstjórans
og hann beðinn að skrifa bréf sem
honum hafi skilist að ætti að vera
kvörtunarbréf. Hann hafi hinsvegar
ekkert haft uppá Gunnar Þór að
klaga svo að um kvörtunarbréf hafi
ekki verið um að ræða að hans
hálfu. Fannst Magnúsi Péturssyni
ekkert athugavert við þessi vinnu-
brögð eða vissi hann kannski ekkert
um þetta? Eiga slík vinnubrögð eitt-
hvað skylt við nútímann?
Sérfræðingar forðuðu
sér útaf spítalanum
Fjölmargir samstarfsmenn Gunn-
ars reyndu mótmæli gegn þessari
aðför. (hrd.133/2000 dskj.nr. 28, 29
og 30) Hjúkrunarfræðingar lýstu
vanþóknun sinni bréflega. Þær voru
teknar á teppið og þess krafist að
þær drægju mótmælin til baka.
Skoðun þeirra var ekki stjórnend-
um þóknanleg. Allir bæklunar-
skurðlæknar, nema einn, undirrit-
uðu mótmælabréf vegna málsins.
Viðbrögð yfirmanna urðu þau að
settur yfirlæknir á bæklunardeild
var settur af, símleiðis, fyrir að und-
irrita slíkt bréf og hafa skoðun.
Helmingur bæklunarsérfræðinga á
bæklunardeild hætti störfum
skömmu síðar. Þeir forðuðu sér. Og
svo undrast menn biðlista eftir
bæklunarskurðlækningum í dag?
Þessir svokölluðu ,,nútímastjórnun-
arhættir“ gera mönnum ekki kleift
að starfa undir stjórn þessara
manna. Á bak við tjöldin er verið að
einkavinavæða Landspítala – há-
skólasjúkrahús á kostnað skatt-
greiðenda.
Brottrekstur fyrir
að hugsa upphátt
Í ljósi þessa hefur sennilega aldr-
ei verið meiri þörf á stuðningi við
einkavæðingu í heilbrigðisþjónust-
unni, því aðilar sem myndu bera
rekstrarlega ábyrgð á slíkri starf-
semi myndu þó allavega ekki seilast
í fjármuni almennings, í tíma og
ótíma. Það er ekki skrýtið að for-
stjórinn óski eftir opinberri umræðu
um framtíð spítalans og ákalli bæði
starfsmenn og stjórnvöld. Því nú
þarf að breyta lögum svo einkavina-
væðingin verði fullkomnuð. Á for-
stjórinn von á því að starfsmenn tjái
sig opinberlega? Þeir aðilar, sem
fyrst og fremst, hafa eitthvað til
málanna að leggja. Nei, alveg
örugglega ekki, þeir geta átt von á
brottrekstri fyrir það eitt að hugsa
upphátt, eins og dæmin sanna, und-
ir merkjum ,,nútímastjórnunar-
hátta“.
Stjórnunarhættir á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi
Arnþrúður
Karlsdóttir
Valdþurrðardómur
Þremenningarnir urðu
uppvísir að því að brjóta
lög, segir Arnþrúður
Karlsdóttir, misnota
vald sitt og ekki hvað
síst bera fram rangar
sakargiftir til þess að
ná sínu fram.
Höfundur er eiginkona Gunnars
Þórs Jónssonar prófessors.