Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 30
Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri, Geir H. Haarde fjármála
Íslands. Þar var k
B
ANKASTJÓRN
Seðlabanka Íslands
ákvað á fundi sínum í
gær að lækka vexti
sína í endurhverfum
viðskiptum við lánastofnanir um
0,5%. Eftir breytinguna eru stýri-
vextir bankans 10,9%.
Ástæðan fyrir lækkun vaxta nú
er að sögn Birgis Ísleifs Gunnars-
sonar seðlabankastjóra horfur á að
verðbólga muni lækka á næsta ári
samhliða því að hægja mun á efna-
hagsstarfseminni. Verðbólguhorf-
ur eru innan þeirra marka sem
miðað er við í sameiginlegri yfirlýs-
ingu ríkisstjórnar og Seðlabankans
um verðbólgumarkmið. Við mat á
þessari ákvörðun var einnig tekið
mið af vaxtalækkunum undanfarna
mánuði í ýmsum viðskiptalöndum
Íslendinga. „Seðlabankinn hefur
lýst yfir því að hann muni reka að-
haldssama peningastefnu þar til
þess sjáist ótvíræð merki að úr of-
þenslu sé tekið að draga. Að und-
anförnu hafa slík merki verið að
koma fram. Nefna má að heildar-
velta í atvinnulífinu hefur dregist
saman. Velta í smásöluverslun hef-
ur dregist verulega saman og sam-
dráttur er í heildsölu. Stöðnun virð-
ist í veltu í iðnaði. Hins vegar er
mikil veltuaukning enn í bygging-
arstarfsemi og mannvirkjagerð og
allnokkur í þjónustu,“ að því er
fram kom í ræðu Birgis Ísleifs á
ársfundi Seðlabankans í gær.
Hann sagði enn fremur að dreg-
ið hafi úr útlánaaukningu þótt hún
sé enn mikil. Á fyrri hluta árs 1999
höfðu útlán aukist á 12 mánuðum
um 35% en síðan hefur dregið úr
vaxtarhraða þeirra. „Útlán inn-
lánsstofnana jukust um rúmlega
26% á síðasta ári og er það meira
en árið á undan. Útlán lánakerfis-
ins í heild jukust um 18,4%. Mest
jukust útlán til atvinnuvega eða um
23% en útlán til heimila jukust lítið
eitt minna eða um 19%.“
Birgir Ísleifur segir að það sé
mat Seðlabankans nú að efnahags-
lífið sé komið yfir erfiðasta hjallann
í ofþenslunni og að tímabært sé að
slaka nokkuð á í peningastefnunni
til þess m.a. að komast hjá því að
samdráttur verði of mikill.
Tryggja verður
stöðugt verðlag
Davíð Oddsson forsætisráðherra
gerði á ársfundi Seðlabanka Ís-
lands grein fyrir frumvarpi til laga
um Seðlabanka Íslands. Frum-
varpið var samþykkt í ríkisstjórn í
gær og verður lagt fyrir Alþingi á
næstunni.
Veigamestu breytingar sem
frumvarpið gerir ráð fyrir, að sögn
Davíðs, eru að starfsemi Seðla-
banka Íslands verði sett skýrt
markmið um að tryggja stöðugt
verðlag. „Þetta markmið er valið í
ljósi þess að verðbólga er fyrst og
fremst peningalegt fyrirbrigði. Það
er margt sem getur valdið tíma-
bundinni verðbólgu en veruleg og
viðvarandi verðbólga er hins vegar
afleiðing ófullnægjandi aðhalds í
peningamálum. Til langs tíma hef-
ur stefnan í peningamálum því
áhrif á verðlag en minni á hagvöxt
og atvinnu. Þar sem seðlabankar
hafa í aðalatriðum aðeins eitt
stjórntæki, það er vexti, og geta að-
eins náð einu þjóðhagslegu mark-
miði til langs tíma er eðlilegt að
meginmarkmið peningastefnunnar
sé stöðugt verðlag. Þetta þýðir ekki
að þetta markmið sé mikilvægara
en til dæmis markmið um hagvöxt
og fulla atvinnu, heldur
einfaldlega að stjórn-
tæki peningamála henti
betur til að hafa áhrif á
verðlag.
Tilgangslítið er að
setja peningastefnunni
markmið sem hún getur ekki náð.
Reynsla gefur einnig til kynna að
slík markmiðssetning geti leitt til
verri árangurs í stjórn peninga-
mála en ella. Með verðstöðugleika
geta peningamálin með framsýnni
stefnumótun lagt sitt af mörkum til
að stuðla að stöðugu efnahagsum-
hverfi sem er undirstaða vaxtar-
getu hagkerfisins til langs tíma.
Í þessu sambandi skiptir máli að
skilningur hefur vaxið á nauðsyn
þess að festa í lög stefnu sem miðar
að verðstöðugleika. Með því
ávinnst það að mun erfiðara verður
að bregða út af stöðugleikastefnu í
peningamálum fyrir skammtíma-
hagsmuni.“
Ákvörðun um verðbólgu-
markmið í höndum
forsætisráðherra
Ákveðið hefur verið að afnema
núverandi vikmörk gengis íslensku
krónunnar og þess í stað tekin upp
verðbólgumarkmið. Stefnt skuli að
því að árleg verðbólga, reiknuð
sem hækkun vísitölu neysluverðs á
12 mánuðum, verði að jafnaði sem
næst 2,5%.
Í frumvarpinu felst að það sé í
höndum forsætisráðherra að
ákveða það verðbólgumarkmið
sem bankanum er sett. Að sögn
Davíðs er eðlilegt að slík ákvörðun
sé í höndum lýðræðislega kjörinna
fulltrúa sem þurfa að standa al-
menningi skil gerða sinna í kosn-
ingum.
„Þegar verðbólgumarkmiðið
hefur verið ákveðið og því lýst yfir
opinberlega hefur bankinn vald til
að beita stjórntækjum sínum á
þann veg sem duga þykir til að
tryggja að sett markmið náist.
Verði ágreiningur á
milli stjórnvalda og
Seðlabankans um
markmið peningamála-
stefnunnar hefur
Seðlabankinn alla
möguleika á að lýsa op-
inberlega ágreiningnum og afstöðu
sinni til hans. Í núgildandi lögum er
sérstaklega kveðið á um að banka-
stjórn Seðlabankans hafi rétt til að
lýsa slíkum ágreiningi. Engu að
síður beri bankanum að vinna að
því að tryggja að sú stefna sem rík-
isstjórnin hefur markað nái fram
að ganga. Sú breyting verður nú á
að Seðlabankanum er gert skylt að
stuðla að framgangi stefnu ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum svo
fremi sem bankinn telji það ekki
ganga gegn meginmarkmiði sínu.
Fellt er út ákvæðið um að bank-
anum sé heimilt að lýsa ágreiningi
sínum enda er það nú óþarft. Á
er að líta að Seðlabankinn he
undanförnum árum tekið up
stefnu að gera opinberlega r
lega grein fyrir mati sínu á stö
horfum í efnahags- og peninga
um. Með útgáfum sínum st
bankinn mjög að opinni og
lýstri umræðu um peningam
stefnuna og er það vel.
Ákvörðun um val á gengiss
verður tekin að fengnu samþ
ráðherra. Þetta er í samræm
núgildandi lög um Seðlaban
en hafa ber í huga að val á g
isstefnu verður að vera í sam
við meginmarkmið stefnunn
peningamálum.“
Davíð segir að samfara brey
um á markmiðum Seðlabanka
möguleikum hans til að upp
þau verða gerðar breyting
stjórnskipulagi bankans.
stjórn Seðlabankans er áfr
höndum forsætisráðherra
bankaráðs en stjórn bankans
ur að öðru leyti í höndum ba
stjórnar. Bankastjórar ban
verða áfram þrír en verða
kvæmt frumvarpinu skipaðir t
ára í senn í stað fimm áður.
ungis verður heimilt að skipa
mann bankastjóra tvisvar sin
Bankastjórarnir verða skipað
ráðherra sem skipar form
bankastjórnarinnar sérstak
Formaður stjórnarinnar ve
talsmaður bankans opinber
Bankastjórnin mun hafa ákvö
arvald í peningamálum og þar
ekki að ráðfæra sig við ráðherr
ákvarðanir um hvernig hún hy
beita stjórntækjum bankans
þess að tryggja að ætíð séu vi
fagleg vinnubrögð við mótu
framkvæmd peningastefnu
þykir rétt að festa í lög ákvæð
að sérstakar starfsreglur gild
undirbúning, rökstuðning og k
ingu ákvarðana bankastjórna
ar í peningamálum. Nauðsy
er að tryggja að ákvarðanir ba
Tímabæ
í penin
Á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær k
um 0,5%. Jafnframt kynnti forsætisráð
banka og sameiginlega yfirlýsingu rík
mið og vikmörk gengisstefnunnar v
Horfur á að
verðbólga
muni minnka á
næsta ári
30 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BRÝN ÞÖRF Á
AKSTURSKENNSLUSVÆÐI
TÖKUM SJÁLFSVÍG
TIL UMRÆÐU
Fleiri falla fyrir eigin hendi árhvert en í umferðarslysum.Vafalaust kemur þessi stað-
reynd mörgum í opna skjöldu. Ástæða
þess er sennilega fyrst og fremst sú að
greint er frá umferðarslysum í fjöl-
miðlum en ekki sjálfsvígum. Á vissan
hátt eru sjálfsvíg því dulinn og þögull
vandi í samfélaginu.
En þetta er mikill vandi og flókinn
viðureignar. Eins og fram kom í grein
Árnýjar Hildar Árnadóttur hér í
blaðinu nýlega voru skráð 324 sjálfs-
víg á árunum 1980 til 1990 samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands. Á sama
tíma voru skráð dauðsföll vegna um-
ferðarslysa 247. Fjöldi þeirra sem
kemur inn á sjúkrastofnanir í Reykja-
vík vegna sjálfsvígstilrauna bendir til
þess að einn maður reyni að svipta sig
lífi á degi hverjum í höfuðborginni
eins og greint var frá í frétt Morg-
unblaðsins í desember síðastliðnum.
Meirihluti þeirra sem reyna sjálfsvíg
eru konur en hins vegar falla fleiri
karlar en konur fyrir eigin hendi og
þar eru ungir karlar í meirihluta.
Ástæður sjálfsvíga eru ákaflega
margvíslegar sem gerir vandann erf-
iðan viðureignar. Þær virðast meðal
annars ólíkar eftir kyni og aldri.
Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að
tengsl séu á milli sjálfsvíga og geð-
sjúkdóma. Heimskunnur bandarískur
sálfræðingur og prófessor við John
Hopkins-háskóla, Kay Redfield Jam-
ison, hefur rannsakað þessi tengsl,
einkum meðal ungs fólks, og fjallað
um þau í nýlegri bók sinni, Night
Falls Fast, sem greint var frá hér í
blaðinu fyrir skömmu. Þar kemur
fram að sjálfsvíg séu einkum tengd
þunglyndi og geðhvarfasýki. Misnoti
þessir sjúklingar einnig áfengi eða
eiturlyf aukist hættan margfalt.
Jamison, sem varð heimsþekkt fyr-
ir bók, sem komið hefur út á íslenzku
hjá Máli og menningu og nefnist Í róti
hugans og lýsir hennar eigin baráttu
við geðhvarfasýki, segir þunglyndi í
sinni alvarlegustu mynd hafa lamandi
áhrif á lífskraft mannsins. Lífið verði
litlaust og tilgangslaust og hinn sjúki
sitji uppi með sársauka og skelfingu.
Að mati Jamison skiptir vonin um
bata öllu máli. Fólk getur umborið og
þolað þunglyndi svo lengi sem sú von
er fyrir hendi. Hverfi þessi von grípi
menn hins vegar oft til örþrifaráða,
segir Jamison.
Í drögum að heilbrigðisáætlun til
ársins 2010 kemur fram sú stefna
stjórnvalda að dregið verði úr tíðni
sjálfsvíga um 25% á tímabilinu. Ljóst
má vera að það þarf að fara fram mik-
ið forvarnarstarf til þess að þetta
markmið náist. Jamison telur að með
samstilltu þjóðfélagslegu átaki megi
stórlækka dánartíðni af völdum sjálfs-
víga. Allir þurfi að taka höndum sam-
an, heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld.
Miklu máli skipti að hefja jákvæða
umræðu um sjálfsvíg og sýna fólki
fram á að það sé mögulegt að fá lækn-
ishjálp og eðlilegt sé að leita sér
stuðnings.
Nauðsynlegt er að rjúfa þá þögn
sem ríkt hefur um sjálfsvíg. Íslenskt
samfélag ætti að vera vel í stakk búið
til þess að hefja opna og upplýsta um-
ræðu um þennan vanda og freista þess
að draga úr honum.
Það er einkar ánægjulegt að núskuli hilla undir að áform um að
koma upp aksturskennslusvæði á
höfuðborgarsvæðinu verði loks að
veruleika. Í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag var greint frá áformum dóms-
málaráðuneytisins, Reykjavíkur-
borgar, Sambands tryggingafélaga,
Vegagerðarinnar og Ökukennara-
félagsins um að byggja upp mynd-
arlegt æfingasvæði til ökukennslu í
Gufunesi.
Aksturskennslusvæði er gamalt
baráttumál margra, sem hafa látið
sér annt um umferðaröryggi. Víðast
hvar í nágrannalöndunum hafa öku-
nemar aðgang að æfingasvæðum, þar
sem hægt er að kynnast margs konar
aðstæðum, sem upp geta komið á
götum og vegum og læra að bregðast
rétt við. Þessu hefur ekki verið til að
dreifa hér.
Fyrir liggur að yngstu ökumenn-
irnir valda flestum slysum í umferð-
inni og eru jafnframt í mestri hættu
sjálfir. Ökumenn á aldrinum 17–24
ára eiga aðild að um þriðjungi allra
umferðarslysa á Íslandi. Að hluta má
rekja þetta til þess að þeir koma ekki
nægilega vel undirbúnir út í umferð-
ina.
Stórt skref var stigið í þessum efn-
um þegar heimilaður var æfingaakst-
ur undir eftirliti foreldra eða for-
ráðamanna í allt að eitt ár áður en
bílprófsaldri er náð og fram hefur
komið að 90% ökunema nýta sér
þennan kost. Æfingaaksturinn stuðl-
ar að því að ökunemar kynnist því
t.d. að aka í snjó en áður var það und-
ir hælinn lagt og fór eftir því hvenær
ársins menn lærðu á bíl. Enn vantar
þó upp á að hægt sé að skapa þær að-
stæður sem óskað er eftir í „vernd-
uðu umhverfi“ þar sem tryggja má
öryggi til hlítar og kenna ungling-
unum hvernig bifreiðin lætur að
stjórn t.d. í lausamöl eða hálku.
Í Morgunblaðinu á laugardag er
haft eftir Guðbrandi Bogasyni, for-
manni Ökukennarafélagsins, að leit-
að hafi verið eftir því við sveitarfélög
á höfuðborgarsvæðinu og bifreiða-
umboð að taka þátt í hlutafélagi um
aksturskennslusvæðið. Óhætt er að
hvetja alla aðila, sem lagt geta sitt af
mörkum, til að leggja þessu verkefni
lið. Mikið er til vinnandi að bæta und-
irbúning og þjálfun ungra ökumanna
og stuðla þannig að því að draga úr
umferðarslysunum, sem árlega kosta
alltof marga Íslendinga lífið.