Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 38

Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Heiðar TheodórÓlason fæddist á Skagaströnd, A- Húnavatnssýslu, 23. nóvember 1954. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Óli Jón Bogason, skipstjóri í Keflavík, f. 17.4. 1930, og Erla Guðrún Lárusdóttir húsmóðir, f. 8.5. 1936, d. 23.8. 1995. Systkini Heiðars eru: Grétar, f. 21.7 1956, kvæntur Þór- unni Sigurðardóttur, f. 19.1. 1957, þau búa í Keflavík; Sólveig, f. 21.4. 1960, gift Kristni Kárasyni, f. 19.11. 1959, þau búa í Grindavík; og Valþór, f. 31.12. 1961, unnusta hans er Kristrún Sæbjörnsdóttir, f. 1.10. 1971, þau búa í Kópavogi. Heiðar kvæntist hinn 15. júlí 1978 eftirlifandi eiginkonu sinni, Rögnu nesja árið 1975, sem skipasmiður. Heiðar starfaði í Dráttarbraut Keflavíkur 1971–1975. Árið 1977 flutti Heiðar til Dalvíkur þar sem hann starfaði við gatnagerð fyrst um sinn. Hann vann einnig hjá Ó. Jónsson & co, Víkurbakarí, Steypu- stöð Dalvíkur hf. og Áhaldahúsi Dalvíkur, auk þess sem hann var til sjós, m.a á Otri EA og Grímseyj- arferjunni Sæfara. Hann var einn af stofnendum hlutafélagsins Sæ- plasts hf. og starfaði þar um árabil. Einnig starfaði hann mikið við hús- byggingar. Árið 1991 flutti Heiðar ásamt fjölskyldu sinni til Akureyr- ar. Þar starfaði hann m.a hjá bygg- ingavöruversluninni Metró, síðar BYKO hf. Fjölskyldan flutti svo til Reykjavíkur í byrjun árs 2000 þar sem Heiðar starfaði hjá BYKO hf. til síðasta dags. Heiðar var einn af aðalhvatamönnum þess að endur- vekja æskulýðsstarfsemi Ung- templarafélagsins Árvakurs í Keflavík árið 1970. Hann var einn- ig umsjónarmaður æskulýðsmið- stöðvarinnar Böggvers á Dalvík, auk þess sem hann var félagi í Kiw- anisklúbbnum Hrólfi á Dalvík. Útför Heiðars fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Valborgu Sveinsdótt- ur, f. 8.4. 1956, frá Þverá í Skíðadal. For- eldrar hennar eru Þórdís Rögnvaldsdót- ir, f. 5.5. 1920, og Sveinn Vigfússon, f. 30.3. 1917, d. 31.12. 1996. Börn Heiðars og Rögnu eru: Jóhann f. 8.11. 1974, unnusta hans er Jóna Sigurð- ardóttir, f. 14.11. 1978; Erla Ösp, f. 20.2. 1979, unnusti hennar er Eið- ur Arnar Pálmason, f. 9.6. 1976, barn þeirra er Andri Freyr, f. 27.7. 1999, Eiður á fyrir dótturina Söru Dögg, f. 28.6. 1994; og Heiðar Theodór, f. 18.11. 1983. Heiðar ólst upp á Skagaströnd til 12 ára aldurs, en flutti með foreldr- um sínum til Keflavíkur árið 1966. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gangfræðaskóla Keflavíkur árið 1971 og prófi frá Iðnskóla Suður- Á sofinn hvarm þinn fellur hvít birta harms míns. Um hið veglausa haf læt ég hug minn fljúga til hvarms þíns. Svo að hamingja þín beri hvíta birtu harms míns. (Steinn Steinarr.) Þannig kveð ég þig, ástin mín, með þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín Ragna. Elsku pabbi! Það nístir okkar hjörtu að þurfa að kveðja þig langt fyrir aldur fram, þú fórst alltof, alltof fljótt, elsku pabbi. En við yljum okkur við allar ynd- islegu stundirnar sem við áttum með þér, þær geymum við í hjörtum okk- ar sem dýrmætan fjársjóð. En hvers vegna þurftir þú að fara pabbi? Þér hlýtur að vera ætlað æðra starf ann- ars staðar. Hver á núna að koma og kippa öllu í lag, þegar eitthvað fer úrskeiðis? Þú varst alltaf fyrstur á staðinn ef okkur vantaði hjálp við eitthvað, því það var ekkert sem þú ekki gast gert, ekkert sem þér óx í augum. Við vitum að amma hefur tekið á móti þér með opnum örmum og sam- an munið þið vaka yfir okkur um ókomna tíð. Þessi sjúkdómur sem hrifsaði ykkur bæði frá okkur, hefur sameinað ykkur á ný, það huggar okkur að vita það. Það er svo sárt hvað lífið er mis- kunnarlaust, að þú skulir hafa verið tekinn frá okkur svona snemma, ung- ur maður í blóma lífsins. Þú sem áttir eftir að framkvæma svo margt, en varst þó búinn að koma svo miklu í verk á svo stuttum tíma. Þér var al- veg ómögulegt að sitja aðgerðarlaus, þú fannst þér alltaf eitthvað að gera. Elsku pabbi, við söknum þín svo sárt, missir okkar er svo mikill og það tómarúm sem til varð við fráfall þitt verður aldrei fyllt. En við reynum að takast á við sorgina sem berst um í okkar hjörtum, því að við vitum að þú gefur okkur styrk til þess. Við kveðjum þig með söknuði í hjarta. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Jóhann, Erla Ösp og Heiðar. Þegar ég fékk þær fréttir að Heið- ar bróðir væri alvarlega veikur hugs- aði ég með mér að þetta væri ekki neitt, hann myndi jafna sig fljótt á þessu. Það var aldrei neitt mál hjá honum að hrista hlutina fram úr erm- inni, það lágu allir hlutir svo vel fyrir honum. En hann var tekinn frá okkur svo fljótt. Hann var nýfluttur suður í nýtt hús sem þau voru búin að gera svo fínt. Það er erfitt að sætta sig við að þetta skuli vera raunveruleiki að hann skuli ekki birtast óvænt hjá mér eins og hann gerði svo oft eftir að hann flutti suður. Alltaf var hann tilbúinn að gera allt fyrir okkur ef við báðum hann um hjálp. Hann átti lítinn afastrák sem hann sá ekki sólina fyrir og talaði mikið um, litli snáðinn missir af miklu að hafa afa ekki til staðar. En Heiðar minn, þú munt lifa í huga mínum svo lengi sem ég fæ að vera á þessari jörð. Elsku góði guð, gefðu Rögnu, Jó- hanni, Erlu, Heiðari pabba og okkur öllum styrk við þennan mikla missi sem við eigum erfitt með að skilja. Sólveig systir. Það er erfitt að sætta sig við að kær bróðir og mágur skuli horfinn á braut í blóma lífsins eftir stutta sjúkrahúslegu. Minningarnar hrann- ast upp og þá sérstaklega frá því að við bræðurnir vorum litlir strákar. Eitt atvik frá þessum árum er mér sérstaklega minnisstætt. Við Heiðar fórum að taka á móti pabba þegar hann var að koma af sjónum. Við gerðum þetta oft en í þetta skiptið ákváðum við að fara í feluleik. Ég faldi mig svo vel að ég fannst ekki og beið lengi lengi, en þegar ég kom úr felum voru allir farnir frá borði – ég var aleinn. Ég hljóp heim á Hafn- argötu og þegar ég kom þangað var allt á öðrum endanum og Heiðar há- grátandi vegna þess að hann var viss um að bróðir hans sem hann átti að passa væri drukknaður. En það lag- aðist fljótt þegar hann sá mig. Ég man alltaf eftir því þegar Heið- ar fór að vinna við æskulýðsstörf í Keflavík hvað mér þótti vænt um að ég og félagi minn fengum að koma með honum niður í Æskulýðsheimili til að opna fyrir Opið hús, því okkur fannst upphefð í því að fá að hjálpa til áður en jafnaldrarnir komu. Ég dróst fljótlega inn í þetta starf en Heiðar var þar mikill leiðtogi og stjórnaði þar öllu ásamt vinum sínum, Valda og Einari. Ég leit alltaf upp til Heið- ars bróður, mér fannst hann frábær félagi og góður vinur. Vorið 1977 varð fjarlægðin meiri á milli okkar þegar hann fór norður á Dalvík að vinna. Þar kynntist hann Rögnu konu sinni, festi þar rætur, eignaðist fjölskyldu og byggði sér hús. Alltaf var gaman að koma til Heiðars og Rögnu til Dalvíkur og eins til Akur- eyrar, en þangað fluttu þau eftir nokkurra ára veru á Dalvík. Heiðar var dugnaðarforkur og þurfti alltaf að hafa mikið að gera, enda byggði hann líka hús á Akureyri. Á Akureyri bjuggu þau í allmörg ár en fyrir ári ákváðu þau að flytja til Reykjavíkur og varð það fjölskyld- unni til mikillar gleði að fá þau nær okkur. Fyrir einu og hálfu ári fórum við hjónin til Barcelona í skemmti- ferð og hittum Heiðar og Rögnu þar. Þau höfðu komið nokkrum dögum á undan okkur en það var nóg til þess að Heiðar var orðinn mjög fróður um menningu og siði Katalóna og leiddi okkur á ýmsa staði sem við hefðum annars farið á mis við. Heiðar var einstaklega barngóður og fylgdist alltaf mjög vel með börn- unum í fjölskyldunni. Hann var líka mikill fjölskyldumaður og var mjög mikið með litla dóttursoninn, Andra Frey. Heiðar hafði einnig mikinn áhuga á stórfjölskyldunni og ræktaði fjöl- skyldutengslin mjög vel, bar um- hyggju fyrir öllum í fjölskyldunni og var ættfróður með afbrigðum. Við kveðjum þig, elsku Heiðar, með sár- um söknuði en reynum að hugga okk- ur við að mamma hefur tekið vel á móti þér. Elsku Ragna, Jóhann, Erla og Heiðar, megi guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma. Elsku pabbi, megi guð vera með þér og styrkja þig í þinni erfiðu sorg. Grétar og Þórunn. Við viljum með fáum orðum kveðja stóra bróður, mág og stóra frænda. Maður verður alveg orðlaus þegar einum fjölskyldumeðlimi er kippt í burtu frá öllum sínum nánustu. Ég hringdi í Heiðar bróður á laugardag- seftirmiðdag og ætlaði að biðja hann að passa litla kútinn minn, hann Safír Stein, þá sagði hann að hann væri í bústað í Biskupstungum með Rögnu og sagði mér bara að koma með hann upp eftir og að hann ætti von á sínum börnum og barnabarni. Hljóðið var svo gott í honum og var hann í mjög góðu skapi, en ekkert varð úr að ég færi uppeftir. Svo leið tæpur sóla- hringur þar til Grétar bróðir hringdi í mig og sagði mér að það væri búið að leggja Heiðar bróður inná spítala og væri sennilega það sama að og var að mömmu þegar hún yfirgaf þessa veröld. Ég hringdi í Erlu Ösp og spurði hvað væri að frétta, hún sagði hann á leiðinni í aðgerð sem átti að taka um 7 klst. Eftir aðgerð var hon- um haldið sofandi og okkur sagt að aðgerðin hefði tekist vel og nú væri bara að bíða og sjá. Ég fór í vinnuna á þriðjudeginum og um miðjan daginn hringir Grétar bróðir aftur í mig og biður mig að koma heim til Rögnu strax og ég fann að ekki var allt eins og það átti að vera. Þegar ég kom þangað tóku Grétar og Jóhann á móti mér og ég sá strax hvað hafði skeð, stóri bróðir minn var dáinn. Ég fann strax fyrir þessu óréttlæti inni í mér sem greip mig þegar mamma dó. Mér finnst alltaf að það eigi að vera hægt að laga það sem er að, sérstak- lega hjá manns nánustu. Ég man vel eftir Heiðari bróður þegar ég var lít- ill strákur og var hann mín fyrir- mynd í einu og öllu, þeir voru mikið saman í þá daga, Heiðar og Grétar, og fékk ég oft að skottast með þeim. Þegar Heiðar var gæslustjóri í Galta- læk leyfði hann mér að koma með sér og hjálpa til við að leita í bílum og langferðabílum, ég man hvað það var gaman. Hann var líka vanur að spyrja litla bróður hvernig honum lit- ist á stelpurnar sem hann var að koma með heim og hverja mér litist vel á. Heiðar var duglegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og vildi helst gera allt einsamall. Heiðar fluttist norður yfir heiðar og kynntist sinni heittelskuðu Rögnu, en alltaf þegar maður kom til þeirra var manni tekið opnum örmum og þess krafist að maður gisti í þeirra húsi. Heiðar tók alltaf öllum mínum vinum vel og knúsaði börnin mín þegar hon- um gafst tækifæri til. Heiðar var vin- margur maður og heiðarlegur fram- úr hófi og alltaf fús til að rétta öllum hjálparhönd sem til hans leituðu. Ég bið guð að vera Rögnu, Jóhanni, Erlu Ösp, Heiðari Theódóri og fjölskyld- um þeirra til halds og trausts og styrkja þau í þessum stóra missi sem þau nú horfast í augu við. En eitt má styrkja okkur öll, að það verður tekið vel á móti honum, við fremsta hlið verður mamma og sér um hann þar eins og henni er einni lagið. Það eru orð með réttu sem sagt er að guðirnir taki þá fyrst sem þeir elska mest. Hvíldu í friði, elsku Heiðar minn, kveðja, litli bróðir, Valþór Ólason, Kristrún Sæbjörnsdóttir, Aðalheiður Ásdís Valþórsdóttir, Guðrún Ósk Valþórsdóttir og Safír Steinn Valþórsson. Hann Heiðar mágur minn er lát- inn! Horfinn af þessu jarðneska sviði. Maður sem alltaf hafði verið hreystin og lífsorkan uppmáluð. Ekkert fær HEIÐAR THEODÓR ÓLASON                                !          "     #   $ % #   &    ' ''((   !""#$ #      #        %   #& '(!)*  & + )   $     *#      ++  ,$        -           ,- & !".-''! ! & !  ""# /!".-''! 0!"' 1$! ""# -!""# 2#. "'!""# !!""# 3 #!!""#       /#    /$.            "#      456   7"' -!   (&2 5"'2   2  )     ++        /    0 1      2  8  ! & .-''! ! &  "#  .7".-''!     "# .  ! & .-''! &2.  ".-''! - ""#    ".-''! ,- ".-''!  /#    /$          #    "# %9 :;  6<   % ." )* ("  )  +'  3 ,$         #        %    %      "  )  0!"'% /".-''! !% /""#  ,- ""# = .% /""#$ % !.% /".-''!   ! &-""# ->    8".-''!    8%   ! &""# : ("'  (".-''!   !  ! ! &""# & >!& (".-''!$

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.