Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 39
breytt þeirri átakanlegu staðreynd,
hvorki spakmæli né skáldlegar til-
vitnanir fá deyft sársauka og hugar-
kvöl sem harmur og sorg valda að-
standendum og vinum. Það er erfitt
að sjá á bak góðum samferðamanni
með svo skömmum fyrirvara. Eng-
inn aðlögunartími gefinn. Aðeins
tveggja sólarhringa óvissa frá
skyndilegum og algerlega óvæntum
veikindum. Tvísýn aðgerð þar sem
allt var reynt til bjargar. Svo er öllu
lokið. Það er einmitt undir þessum
kringumstæðum sem smæð og van-
máttur mannsins í samspili tilver-
unnar verður augljós þrátt fyrir alla
tæknina og framfarirnar.
Heiðar Ólason hittum við Valdís
fyrst þegar kynni hans og Rögnu
systur minnar hófust. Hann var þá
rúmlega tvítugur, ungur og hressi-
legur strákur frá Keflavík sem hafði
komið til að vinna eitt sumar á Dalvík
hjá fyrirtæki skyldmenna sinna. Síð-
an hafa leiðir okkar legið saman.
Margar samverustundir hafa fjöl-
skyldurnar átt í rúmlega tvo áratugi
og minnumst við þeirra með þakk-
læti og söknuði.
Heiðar var glaðvær að eðlisfari og
ekki vílsamur þótt á móti blési. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á málum og
kvikaði hvergi frá þeim þótt viðmæl-
endur hans kynnu að hafa aðra sýn.
Hann var duglegur að hverju sem
hann gekk, verkhygginn og útsjón-
arsamur með afbrigðum. Því kynnt-
ist ég af eigin raun þegar ég, þó að í
litlum mæli væri, vann með honum
að byggingu einbýlishúss þeirra við
Ægisgötu á Dalvík og þáði síðar í
staðinn ómetanlega aðstoð hans við
fyrstu skrefin við byggingu sum-
arbústaðar okkar. Þá var ekki verið
að tvínóna við hlutina. Verkefnið lá
opið fyrir honum þótt vinnuteikning-
ar væru engar, grindin reist yfir eina
helgi og sperrur settar upp þá næstu.
Þar með varð eftirleikurinn tiltölu-
lega auðveldur. Í sumarbústaðnum
hafa verið margar sameiginlegar
ánægjustundir. Grillveislur þar sem
Heiðar var gjarnan í hlutverki mat-
reiðslumannsins sem hann leysti
ávallt vel af hendi, „jólaboð“ sem
reyndar eru haldin að sumrinu þar
sem „stórfjölskyldan“ hefur komið
saman eina dagsstund. Þar var hann
hrókur alls fagnaðar í blaki og öðrum
leikjum og uppátækjum. Síðast en
ekki síst má nefna haustferðir sem
voru orðnar því nær árlegur viðburð-
ur þar sem safnað var eldiviði til vetr-
arins með tilheyrandi dagamun. Þar
munaði svo sannarlega um hendurn-
ar og sögina hans Heiðars.
Það var alltaf gott að leita til Heið-
ars ef á þurfti að halda. Hjálpsemi
var honum í blóð borin og þyrfti að-
stoð við lagfæringar á húsnæði eða
einhverju öðru var hann óðara kom-
inn með verkfæri og annað sem til
þurfti. Umhyggja fyrir öðrum var
honum líka eiginleg. Það er börnun-
um okkar mjög minnisstætt þegar
aflífa þurfti kanínur sem þau áttu. Þá
kom Heiðar færandi hendi með sæl-
gæti þeim til huggunar. Þessi eigin-
leiki kom einnig skýrt í ljós við veik-
indi og fráfall tengdaföður hans fyrir
rúmum fjórum árum. Sjálfur lét
hann ekki mikið á því bera en við
fundum hugann sem að baki lá.
Heiðar var mjög félagslyndur og
hafði ánægju af því að vera samvist-
um við aðra og kunni vel að gleðjast
með glöðum. Hann hafði einnig
ánægju af því að vinna að félagsmál-
um. Það sýndu störf hans á unga
aldri fyrir ungtemplararegluna í
Keflavík, vinna við félagsmiðstöð
unglinga á Dalvík og þátttaka í starfi
foreldrafélags Síðuskóla á Akureyri
svo eitthvað sé nefnt.
Á tiltölulega stuttri ævi sinni áv-
ann Heiðar sér almennar vinsældir
samferðamanna sinna bæði í leik og
starfi. Dugnaður, framtakssemi og
vandvirkni voru hans aðalsmerki.
Hann gat látið verkin tala svo eftir
væri tekið. Tvisvar sinnum byggði
hann og fjölskyldan einbýlishús að
mestu leyti á eigin spýtur fyrst, á
Dalvík og svo á Akureyri og nú síðast
eftir að fjölskyldan flutti til Reykja-
víkur vann hann að innréttingum á
íbúðinni að Skúlagötu 44. Allt þetta
hefur borið vitni um hagleik og hæfni
gerandans.
Elsku Ragna og fjölskylda. Kæri
Óli, systkini Heiðars og fjölskyldur,
svo og aðrir sem um sárt eiga að
binda. Guð styrki ykkur í sorginni og
leggi líkn með þján á þessum erfiðu
stundum. Verum þó öll meðvituð um
að við eigum góðar minningar sem
eru okkur dýrmætar og lýsa fram á
veginn ásamt hækkandi sól. Þótt
sorgin nísti hjartað nú mun tíminn
verða okkur smyrsl á sárin.
Vignir Sveinsson
og fjölskylda.
Þakka þér Heiðar við viljum,
nú þegar að við skiljum.
Héðan þú hverfur nú,
harm þrungin stundin sú.
Þína góðvild í okkar garð,
ei alla gátum þakkað,
það aldrei af því varð.
En til endurfunda
getum við þó hlakkað.
Elsku Heiðar, orðvana er maður á
svona stundu. Við viljum þó þakka
þér fyrir að hafa verið til og fyrir
þann tíma sem við áttum hér með
þér. Hvíl þú í friði. Elsku Ragna,
Heiðar, Jóhann, Jonna, Erla, Eiður,
Andri og Sara, Óli, Addý og fjöl-
skyldur. Megi góður Guð vera með
ykkur öllum.
Soffía og Stefán.
Það er skrítin tilfinning að kveðja
góðan félaga og vin, ekki eldri en
þetta, þegar við erum á toppi tilver-
unnar, lausir við mesta brauðstritið
og farnir að geta gert nánast allt sem
okkur langar til. Fjölskylda Heiðars
flutti til Keflavíkur 1965 frá Skaga-
strönd þegar Óli, faðir Heiðars,
fylgdi skipi sínu suður. Kynni okkar
félaganna hófust fljótlega upp frá
því. Margs er að minnast frá ung-
lingsárunum. Skátastarf, skútusmíði,
ferðir á puttanum til Reykjavíkur,
ferðalög um landið og Galtalækur.
Vinátta okkar strákanna styrktist til
frambúðar 1970 þegar Heiðar spurði
okkur hvort við værum tilbúnir að
taka við Ungtemplarafélaginu Ár-
vakri og taka að okkur unglingastarf
í Keflavík.
Aðdragandinn var að séra Björn
Jónsson og Hilmar Jónsson stór-
templarar vildu blása nýju lífi í félag-
ið. Okkur tókst að gera þetta og jafn-
framt fórum við fram á það við
Æskulýðsráð Keflavíkur að fá að
taka við viðameiri æskulýðsstarfsemi
í bænum. Við vorum gerðir að starfs-
mönnum Æskulýðsráðs og sáum um
opið hús tvisvar í viku fyrir aldurs-
hópinn 7 ára til 16 ára. Samhliða
þessu fengum við aðgang að Æsku-
lýðsheimilinu og stóðum þar fyrir
dansleikjum um helgar með stór-
hljómsveitum þess tíma, t.d, Júdas,
Roof Tops og fleirum, á milli þess
sem diskótek voru haldin. Það er svo-
lítið skrítið að við, þá 16 ára gamlir,
höfðum allan þann stuðning til að
standa fyrir þessu á eigin ábyrgð.
Í kringum þetta blómstraði svo
starfsemi Árvakurs og var stór hóp-
ur unglinga sem sótti ferðalög með
okkur og var Galtalækur þar okkar
stærsta aðdráttarafl. Þar áttum við
okkar eigið Árvakursrjóður og höfð-
um fengið stórt hertjald sem allir
sváfu í og var þar oft þröng á þingi.
Okkur er alltaf minnisstætt að með
þetta stóra tjald fórum við á Saltvík-
urhátíðina margfrægu og í því gisti
Árvakurshópurinn.
Samhliða þessu mikla starfi höfð-
um við mikil samstarf við ungtempl-
arafélögin í Reykjavík og Kópavogi
og stunduðum gömlu dansana í
Templarahöllinni og heimsóttum
Hrannarana á Bárugötunni. Ætli það
sé ekki nokkuð stór hópur sem fann
maka sinn í kringum þetta öfluga
félagsstarf.
Í öllu þessu starfi var Heiðar mikill
drifkraftur. Hann var skemmtilegur
í viðkynningu, var staðfastur á sínum
skoðunum og vildi ræða hlutina.
Hann gat verið uppátækjasamur og
stríðinn og það var alltaf eitthvað að
gerast í kringum hann. Hann hlífði
sér aldrei, var greiðvikinn og alltaf
tilbúinn að leggja öðrum hjálpar-
hönd. Hann var lærður skipasmiður
og var stoltur af því. Um 1976 flutti
Heiðar norður á Dalvík og fann hana
Rögnu sína, en við héldum þó alltaf
sambandi með heimsóknum og
ennþá meira eftir að þau fluttu til Ak-
ureyrar. Við stofnuðum síðar Fjöl-
skyldu- og rjóðravinafélagið Árvak
sem í var innsti kjarni gamla félags-
ins og hittumst reglulega þó Heiðar
og Ragna væru oft fjarverandi vegna
búsetu sinnar fyrir norðan. Það var
svo á síðasta ári að þau fluttu til
Reykjavíkur á Skúlagötuna og sam-
skiptin urðu nánari að nýju. Við
mættum einn sunnudagsmorgun í
morgunmat til þeirra fljótlega eftir
að þau hófu búsetu hér fyrir sunnan
og áttum anægjulega stund saman.
Fyrir aðeins fjórum vikum hitt-
umst við í Reykjavík og gerðum
margt skemmtilegt, skoðuðum Lista-
safn Íslands, barinn hans Gunna
Palla, borðuðum á veitingastaðnum
Iðnó og fórum á öldurhúsin. Það
vantaði Alla og Rannveigu sem búa á
Akureyri, en í því sambandi var
Heiðari rétt lýst þegar það var
ákveðið að sprella svolítið. Hann tók
upp símann og hringdi í kunningja-
fólk sitt á Akureyri, fékk þau til að
kaupa konfektkassa, fara með hann í
blómabúðina til Rannveigar, láta
hana pakka honum inn á þann hátt
eins og hún sjálf mundi vilja hafa ef
hann væri til hennar. Rannveig varð
mjög hissa, þegar henni var gefið upp
nafn viðtakanda og sagði að hún vissi
ekki til þess að hún ætti alnöfnu fyrir
norðan og var þá sagt að þetta væri
til hennar frá hópnum sem væri að
skemmta sér í Reykjavík.
Elsku Ragna, Jóhann, Erla, Heið-
ar og fjölskyldur ykkar, megi góður
Guð veita ykkur styrk á þessum erf-
iða tíma. Minning um góðan dreng
mun alltaf lifa þótt leiðir skilji að
sinni.
Valdimar Þorgeirsson,
Einar Þórðarson, Alexander
Pálsson og fjölskyldur.
Síðustu daga höfum við vinirnir
verið að rifja upp góðar stundir með
Heiðari, og með tárin í augunum höf-
um við getað brosað og jafnvel hlegið
að skemmtilegum uppákomum, sem
oft urðu við ýmis tækifæri í lífi okkar.
Heiðar var aldeilis ekki alltaf sam-
mála síðasta ræðumanni, þannig að
oft urðu ánægjulegar rökræður um
ýmis málefni, sem efst voru á baugi
hverju sinni. Erfitt er að hugsa sér
það, að aldrei framar eigi maður eftir
að heyra kvartað undan „árgangn-
um“, en það var samheiti sem hann
hafði yfir okkur félagana.
Fyrir réttum tíu árum, á 35 ára af-
mælinu mínu, bauð ég þremur jafn-
öldrum mínum og eiginmönnum
þeirra í mat. Yfir þeirri máltíð var
ákveðið að gera „matarkvöld“ að rík-
ari venju í lífi okkar, og var Heiðar
mjög áhugasamur um það. Heiðar
var listakokkur, og eftir að þau hjón
fluttu suður vorum við alltaf á leið-
inni suður yfir heiðar til að halda
„matarkvöld“ hjá þeim. Á þessu tæpa
ári, sem þau voru búin að búa í
Reykjavík, hafði það þó aldrei komist
í verk. Okkur fannst tíminn alltaf
vera nægur, nánast öll ævin fram-
undan. Í stað skemmtilega „matar-
kvöldsins“, sem við vinirnir vorum
sannfærð um að eiga í vændum með
þeim Heiðari og Rögnu innan tíðar,
sameinumst við með djúpa sorg og
sársauka í hjarta til að fylgja Heiðari
til grafar.
Heiðar minn, ég þakka þér fyrir
samfylgdina, allar ánægjustundirnar
og öll símtölin á síðasta ári. Elsku
Ragna, Jói, Erla, Heiðar og aðrir að-
standendur. Guð veiti ykkur styrk í
þessari miklu sorg, sem minningin
um góðan mann mun þó vonandi yf-
irskyggja um síðir.
Ellý Sæunn Reimarsdóttir.
Elsku afi minn. Það er erfitt fyrir
mig að skilja hvers vegna þú getur
ekki komið og sótt mig eins og þú
gerðir svo oft. Ég stend stundum úti í
glugga og kalla á þig og bíð eftir þér.
Við gerðum svo margt skemmti-
legt saman eins og þegar þú fórst
með mig á hestbak í fyrsta skipti. Svo
fórstu líka með mig í margar heim-
sóknir og það fannst okkur báðum
gaman. Þú kenndir mér svo mikið um
lífið, um hvað má og hvað ekki. Ég
ætla aldrei að gleyma þér og því sem
þú gerðir fyrir mig. Ég ætla oft að
skoða myndir af þér og kalla á þig,
því ég veit að þú munt hlusta.
Ég var alltaf litli kúturinn þinn og
verð það alltaf.
Andri Freyr.
*
5<
)
+(
"!(""# ! &,# .".-''!$
4
"# 5
)* $
$ 0
1
+'
,
/
0
1
51
/8
- ?
# 8 /" . $
.#
6<;6@4 @
>("8
-2
1 >AA!
)
6
3 #
1%1
%/!$
4
"#
0,
"!A"' -!
'B)
("
)
+2
7
8
0 ".-''!
C1
!!".-''! :"2.""#
!!,-!"
&C1
. 5! 8(""#
,- !".-''! 80 ""#
% D- & -".-''!
/".! -""#$
#
#
. /'E
! 8!&!
), "
*
+2
:" 2! ""#
-! ""# &(
$5
:"' ! ".-''! C1-8""#
-! ! ".-''!
!! ""#
&( 8".-''!
' ! ".-''! C1 ""#
/22 / /22 /
# /22 /$
6<F55
81' >#'!
5"'2 2
, "
0
1
+'
3
/
(
&G " ".-''! C1+2.""#
5 & " ".-''! @!&!:"2.""#
"! " ""# 0!"'
.".-''!
! / ' " ".-''! '!! ""#
! " ""#
/# /$