Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I byggingaverktakar, Skeifunni 7, 2. hæð, 108 Reykjavík, s. 511 1522, fax 511 1525 Kranamenn Óskum eftir að ráða vana kranamenn til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur Theódór í síma 892 5605. Starfsmaður í þjónustustarf Starfsmannafélag Granda hf. óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustustörf við verslun starfsmannafélagsins. Vinnutími frá kl. 9.00 til 13.00. Upplýsingar gefur Dýrley Sigurðardóttir í síma 550 1000 milli kl. 14.00 og 16.00. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. Grafískur hönnuður Hið vandaða kvennablað NÝTT LÍF leitar að snjöllum grafískum hönnuði, sem vill takast á við spennandi verkefni á skemmtilegum vinnustað. Fylgist þú með stefnum og straumum í tíma- ritahönnun? Ert þú sjálfstæð/ur, frumleg/ur og fljót/ur að vinna? Hafðu þá samband! Góð laun í boði. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. NÝTT LÍF, Seljavegi 2, 101 Reykjavík sportvöru- og reiðhjólaverslun Afgreiðsla Óskum eftir að ráða duglegan og hressan starfsmann til afgreiðslu í verslun okkar. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á reiðhjólum, skíðum og öðrum sportvörum. Verkstæði Okkur vantar einnig laghentan og duglegan starfsmann á verkstæði okkar til samsetningar og viðhalds á reiðhjólum og skíðum. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfs- menn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Ármúla 40. Bókasafns- og upp- lýsingafræðingur Biskupsstofa óskar eftir að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing í fullt starf til að stýra skjala- og bókasafnsmálum. Starfið er einkum fólgið í skjalastjórnun biskups- stofu en jafnframt umsjá bókasafnsins. Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi með þekkingu og helst reynslu af skjalastjórn. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt, búa yfir frumkvæði og hafa ánægju af að vinna með öðrum. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Starfið veit- ist frá 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir sendist á Biskupsstofu, Lauga- vegi 31, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á biskupsstofu, í síma 535 1500. Hjúkrunarfræðingar - ljósmæður - 3ja árs hjúkrunarfræðinemar Sjúkrahús Akraness Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga, ljós- mæður og 3ja árs hjúkrunarfræðinema til starfa á allar deildir sjúkrahússins í sumar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á handlækningadeild sem fyrst í fastar stöður. Nýjum hjúkrunarfræðingum er boðin aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Þeir, sem hafa áhuga á að skoða stofnunina, eru velkomnir. Sjúkrahúsið á Akranesi er fjölgreinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Lögð er áhersla á fjölþætta þjónustu á eftirtöldum deildum: Lyflækningadeild, handlækninga- deild, fæðingar- og kvensjúkdómadeild, öldr- unardeild, slysamóttöku, skurðdeild, svæfing- ardeild, röntgendeild , rannsóknadeild og end- urhæfingadeild. SHA tekur þátt í menntun heil- brigðisstétta. Upplýsingar um stöðuna gefur Steinunn Sig- urðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 430 6000. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Grænland Í kvöld, miðvikudaginn 28. mars, verður sýning með grænlenskum grímu- og trommudansi. Vivi Nielsen og Bolethe Bernhardsen sýna grímudans og Anda Kuitsi sýnir trommudans frá Austur-Grænlandi. Sýningin verður í sal Norræna hússins og hefst kl. 20:00. Aðgangur ókeypis og eru allir velkomnir. Stjórn Kalak. Aðalfundur 2001 Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja 2001 verður haldinn á Stórhöfða 31, 1. hæð (gengið inn að norðanverðu), fimmtudaginn 5. apríl nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja. Aðalfundur deildarinnar verður á Hótel Loftleiðum, Víkinga- sal, fimmtudaginn 5. apríl kl. 18.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Önnur mál. Kvöldverður. Kristín Einarsdóttir, yfiriðjuþjálfi Skógarbæjar, segir frá starfi iðjuþjálfa í Skógarbæ. Nemendur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna dans. Tilkynnið þátttöku í síma 568 8188. KENNSLA Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Innritun í grunnskóla Innritun 6 ára barna (fædd 1995) fer fram í grunn- skólum Hafnarfjarðar miðvikudaginn 4. apríl og fimmtudaginn 5. apríl nk. kl. 9.00—16.00. Sömu daga fer fram innritun barna sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Hafnar- fjörð. Innritun barna, sem hefja nám í nýjum skóla í Áslandshverfi, fer fram á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar sömu daga í síma 585 5800. Vorskóli fyrir nemendur sem hefja nám í 1. bekk næsta skólaár verður haldinn í skólun- um 28.—30. maí nk. Sérstök athygli er vakin á því, að umsóknar- frestur um heimild til að stunda nám í einka- skólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar á eyðublöðum sem þar fást. Hver umsókn gildir fyrir eitt skólaár í senn. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 5. apríl 2001 kl. 9.30 á eftirfarandi eignum: Áshamar 63, 1. hæð fyrir miðju, þingl. eig. Erna Fannbergsdóttir, gerðarbeiðandi Tréverk ehf. Áshamar 71, 1. hæð B, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Boðaslóð 7, efri hæð, þingl. eig. Hreinn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Búhamar 70, þingl. eig. Sigrún Kristbjörg Gísladóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Flatir 27, norðurendi, 51% eignarinnar, þingl. eig. Bílverk sf., gerðar- beiðandi Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 27. mars 2001. TILKYNNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.