Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 51

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert óeigingjarn og leggur þitt af mörkum til þeirra sem minna mega sín. Gættu þess þó að ganga ekki of nærri sjálfum þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  \Flýttu þér hægt. Sígandi lukka er best og því eru allar sviptingar til lítils, þegar upp er staðið. Einhver kemur þér verulega á óvart í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  \Hlustaðu á eðlisávísun þína, þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nánustu. Finnist þér þar liggja fiskur undir steinu skaltu bregðast við sem svo sé. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  \Nú skaltu setjast niður og semja áætlanir um fram- kvæmd þeirra hluta, sem þú hefur hingað til aðeins látið þig dreyma um. Hálfnað er verk þá hafið er. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  \Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þinn hlutur. Gættu þess að haga vænting- um þínum alltaf í samræmi við það sem þú veist mögulegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  \Láttu allan kjaftagang sem vind um eyru þjóta. Þeir sem þjóna Gróu á Leiti munu renna sitt skeið og þá stendur þú uppi með pálmann í hönd- unum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  \Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Fáðu aðstoð, ef það er það sem þarf til þess að þú getir staðið við þitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  \Taumlaus sjálfselska hittir aðeins þann fyrir, sem beitir henni. Þess vegna skaltu söðla um og sýna öðrum tillitssemi og virðingu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  \Mál sem hefur legið í láginni um skeið, tekur nú allt í einu óvæntum vendingum, sem þú þarft að bregðast við. Þar koma nýjar hugmyndir við sögu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) \Taumlaus sjálfselska hittir aðeins þann fyrir, sem beitir henni. Þess vegna skaltu söðla um og sýna öðrum tillitssemi og virðingu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) \Láttu allan kjaftagang sem vind um eyru þjóta. Þeir sem þjóna Gróu á Leiti munu renna sitt skeið og þá stendur þú uppi með pálmann í hönd- unum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) \Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Mundu að flas er ekki til fagnaðar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) \Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir til þess að vinna málstað ykkar brautargengi. Vertu viðbúinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRESKI höfundurinn Dav- id Bird er þekktastur fyrir sögur sínar af bridsiðkun munka í ónefndu klaustri á Bretlandseyjum á þrett- ándu öld. Þetta eru skemmtisögur í anda Dýra- garðsbóka Mollos og auð- vitað skáldskapur einn, enda vafasamt að munkar á þréttándu öld hafi kunnað og iðkað spil sem búið var til á tuttugustu öld. En Bird hefur skrifað fleiri bækur um brids og nokkr- ar í samvinnu við Terence Reese. Sú síðasta sem þeir unnu í sameiningu heitir „Famous Bidding Decis- ions“ og kom út árið 1996, eða um svipað leyti og Reese lést í hárri elli. Við skulum líta á dæmi úr þessari bók: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 8 ♥ Á43 ♦ G75 ♣ KD9854 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 3 tíglar ??? Þetta er þrautin sem við blasir: Suður opnar á Standard laufi (sem getur við þrílitur) og vestur hindrar með þremur tígl- um. Höfundar telja fjórar sagnir koma til greina: Dobl, þrjú grönd, fjögur lauf og fimm lauf. Þeir gefa hverri sögn stig (eftir eigin „fordómum“ auðvitað). Hvaða sögn myndi lesand- inn velja hér? Höfundar leita víða fanga og þetta spil kom upp í bandarísku landsliðs- keppninni árið 1983. Warr- en Rosner var með spil norðurs og valdi fimm lauf. Norður ♠ 8 ♥ Á43 ♦ G75 ♣ KD9854 Vestur Austur ♠ G7 ♠ K1096543 ♥ 10987 ♥ KD ♦ KD109642 ♦ Á ♣ – ♣ 732 Suður ♠ ÁD2 ♥ G652 ♦ 83 ♣ ÁG106 Eins og sést eru þrjú grönd rétti samningurinn og sú sögn fær hæstu ein- kunn hjá höfundum. Rökin eru þau að fáir hindri með þrjá efstu í lit og því sé lík- legt að makker hjálpi eitt- hvað til í tígli (drottning blönk dugar), eða þá að lit- urinn sé stíflaður. Bob Hamman myndi orða það svo: „Segðu þrjú grönd ef það er einn af möguleik- unum í stöðunni.“ Fimm lauf virðast dæmd til að tapast, en sagnhafi – Marty Bergen – vann vel úr spilinu og fékk ellefu slagi. Útspilið var tígul- kóngur, sem austur varð að taka með ásnum. Hann valdi að skipta yfir í tromp. Bergen tók slaginn heima og spilaði strax tígli! Þann- ig vildi hann lokka vestur til að drepa og spila tígli áfram til að eyðileggja tíg- ulgosann (sem kom sagn- hafa að engu gangi). Vestur lét ginnast – tók á drottn- inguna og spilaði aftur tígli. Austur trompaði, suður yf- irtrompaði og spilaði öllum laufunum. Austur gat ekki bæði hangið á þremur spöðum og KD í hjarta, og Bergen fékk ellefta slaginn á spaðatvist eftir vel heppnaða svíningu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 28. mars, verður fimmtugur Ólafur Örn Jónsson prent- smiður, Breiðvangi 50, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Hafdís Jónsteins- dóttir. Fjölskyldan tekur á móti ættingjum og vinum að Hraunholti, Dalshrauni 15, kl. 19–22. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 28. mars, verður sextíu ára Gylfi Sigurðsson, Boga- braut 12, Skagaströnd. Af því tilefni taka hann og kona hans, Guðrún Guðbjörns- dóttir, á móti gestum í félagsheimilinu Fellsborg, Skagaströnd, laugardaginn 31. mars kl. 16-20. STAÐAN kom upp í síðustu umferð Íslandsmóts skák- félaga í viðureign a-sveita Skákfélags Akureyrar og Taflfélags Reykjavíkur. Jón Viktor Gunnarsson (2390) hafði svart gegn Arnari Þorsteinssyni (2220). Íslandsmeistar- anum í skák og hraðskák tókst með einfaldri fléttu að leggja sitt af mörkum til að tryggja hinu forna stórveldi í höfuðborginni Íslands- meistaratitilinn. 17... Bxa3! 18. bxa3 Dxc3 19. f6 Dxa3+ 20. Kb1 Hfc8 Svartur hefur tveim peðum meira og gjör- unnið tafl. Framhaldið varð: 21. Hh3 Da4 22. Dxa4 Bxa4 23. Bd3 g6 24. Hg3 Hc7 25. Hf1 Hac8 26. Hf2 a6 27. Kb2 Bb5 28. Bxb5 axb5 29. h5 g5 30. Hb3 Hc5 31. c3 Kf8 32. Hd2 Ke8 33. Hd4 Ha8 34. Hdb4 Ha5 35. Hg4 Hc4 36. Hd4 Kd7 37. Kb1 Kc6 38. Kb2 Kc5 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. l8.132. Þær heita Tanja Valdimarsdóttir og Aldís María Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Þorkell LJÓÐABROT ÚTI Nú tjaldar foldin fríða sinn fagra blómasal; nú skal jeg ljettur líða um lífsins »táradal«. Mjer finst oss auðnan fái þar fagra rósabraut, þótt allir aðrir sjái þar aðeins böl og þraut. Þorsteinn Erlingsson Heyrðu Konráð, ég held ég geti lært að elska þig ef ég æfi mig vel með Jónasi. COSPER Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Fágun – fagmennska Gullsmiðir Vor Sumar 2001 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 Fasteignasala lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfossi. Sími 482 2849, fax 482 2801 Netfang: logmsud@selfoss.is                     !  "  "  #$   "%      & "  '    " %    ()*    +  !  % , (** - .  , ()#$ /     0** + 1  2 #3 +    4!"   !- 5* + '    " " !    %      "%               

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.