Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÚ VAR tíðin að íslensk skáld og
rithöfundar gáfu út á eigin vegum
ljóðabækur, skáldsögur, minninga-
þætti og svo má telja. Prentsmiðjan
Leiftur reyndist mörgum vel og ýms-
ir rithöfundar áttu þar hauk í horni
með ódýrt prentverk fyrir eiginút-
gáfu. Verulega hefur dregið úr slíkri
útgáfu, sem er miður, en vestan hafs
virðist líf með einyrkjum ef marka má
ritið El cumpleaños de Paco, afmæli
Pacos, eftir Mickey Hess, sem höf-
undur dreifði í bókaverslanir fyrir jól.
Afmæli Pacos, sem er á ensku, seg-
ir frá ævintýrum Hess sjálfs, að því er
virðist, en frásögnin er í fyrstu per-
sónu. Framvinda í bókinni er lítil og
persónusköpun engin, þótt Hess tak-
ist stundum skemmtilega upp í mann-
lýsingum, eins og þegar hann segir
frá félaga sínum Shane sem var bund-
inn við hjólastól, en annars kemur
fólk og fer í frásögninni í algjöru til-
gangsleysi að því er virðist. Við kom-
umst að því að verðir í leiguhjalli voru
leiðinlegir, að það snjóaði þegar þeir
félagar fóru að sjá Nirvana á tónleik-
um, að einu sinni kom upp vandræða-
legt augnablik fyrir utan skiptiklefa í
stórverslun þegar Hess hélt að mað-
ur væri að kalla á sig, en sá var að
kalla á son sinn og svo framvegis;
frekar óspennandi líf óspennandi
fólks sem gefur lesandanum enga
nýja sýn á lífið og tilveruna.
Það er kannski ósanngjörn krafa
að ætlast til þess að rithöfundar hafi
eitthvað að segja og reyndar er það
oft svo að færir höfundar segja hvað
mest með því að segja ekkert. Óneit-
anlega er það þó heldur þunnur þrett-
ándi að lesa Mickey Hess. Fjölmargt
af því sem hann rekur er svo hvers-
dagslegt að það gefur lesanda ekkert
að lesa það. Snjall höfundur getur
gert sér mat úr hinu smáa, sjá til að
mynda snilldarlega frásögn Nich-
olsons Bakers í The Mezzanine, en
Hess hefur ekki tæknina sem þarf til
að gæða frásögnina lífi og ekki innsæ-
ið. Frásögnin er blátt áfram og ein-
föld, en þegar hann beitir vitundar-
flæði sem stílbragði í upphafi kafla er
það bara hallærislegt. Það er þó ágæt
dægrastytting að lesa El cumpleaños
de Paco og hún gefur sína mynd af lífi
ungmenna sem hafa enga sérstaka
stefnu eða markmið, láta reka á reið-
anum frá degi til dags. Frásögnin er
ekki samfelld, en smám saman fær
lesandinn mynd af tímabili í lífi Hess
og fólkinu sem hann umgekkst á þeim
tíma. Það versta er að það tímabil er
afskaplega óspennandi.
Aftan á ritinu stendur að þegar
menn séu orðnir leiðir á því eigi þeir
að gefa það næsta manni. Þeir sem
langar í eintakið sem hér hefur verið
sagt frá sendi nafn og heimilisfang á
netfangið arnim@mbl.is.
El cumpleaños de Paco, ritverk eft-
ir Mickey Hess. 95 síðna hefti í litlu
broti. 3. eintak af 1.000 tölusettum.
Höfundur gefur út 2000. Ritið
fékkst gefins í nokkrum bókabúð-
um í Reykjavík í vetur, en annars er
hægt að nálgast ókeypis eintak hjá
höfundi, sjá: http://www.louis-
ville.edu/~mshess01/blue4.html.
Þunnur
þrettándi
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
„OH COME on, who wouldn’t want
a cannon?“ – Warren Ellis. Hérna er
verið að spyrja myndasöguhöfunda
hvernig þeir vinna sína vinnu.
Spurningarnar eru hafðar frekar
almennar og miða helst að því að fá
upp úr þeim góð ráð, upplýsingar um
hvernig þeir nálgist efnið, hvernig og
af hverju þeir hafi leiðst út í þetta. Þó
ekki almennari en það að aðdáendur
höfundanna eru að fá heilmikið fyrir
sinn snúð.
Þetta er aðgengileg bók fyrir þá
sem lítið þekkja til myndasagna. Fyr-
ir utan sjálf viðtölin þá eru sérhæfð
hugtök útskýrð og leitast við að sýna
innbyrðisstöðu myndasagnanna í sér-
stökum römmum þar sem titlar og út-
gáfur sem minnst er á í viðtölunum
eru útskýrð. Hver einasti höfundur
sem tekinn er fyrir fær sinn eigin
prófílramma með ljósmynd þar sem
talin eru upp helstu verk hans. Síðast
en ekki síst er hér að finna nokkrar
upprunalegar teikniskissur og hand-
rit sem er mjög gagnlegt þeim sem
vilja læra til verks.
Meðal höfundanna sem rætt er við
eru Garth Ennis (Preacher), Neil
Gaiman (Sandman), Frank Miller
(Dark Knight Returns), Grant Morri-
son (Invisibles), Todd McFarelane
(Spawn) og Warren Ellis (Trans-
metropolitan), 14 höfundar allt í allt.
Þessir menn eru vel þekktir innan og
utan myndasöguiðnaðarins.
Sá síðastnefndi hefur tvisvar sótt
Ísland heim og haldið fyrirlestra hér
við góðar undirtektir. McFarelane er
ameríski draumurinn holdi klæddur,
byrjaði sem teiknari á Spiderman en
er nú með sína eigin „Citizen Kane“-
fjölmiðlavél sem framleiðir allt frá
leikföngum til kvikmynda. Neil
Gaiman er margverðlaunaður rithöf-
undur sem hefur skrifað tvö smá-
sagnasöfn, barnabók og er von á ann-
arri skáldsögunni hans í júní,
American Gods. Auk þess hefur
myndasöguserían hans, Sandman,
hlotið mikið lof frá ekki ómerkari
mönnum en Norman Mailer og
Stephen King. Hann er sannarlega í
hópi athyglisverðustu rithöfunda
dagsins í dag og því gaman að lesa
hvað hann hefur að segja. Það sem
stendur þó upp úr í viðtalavaðlinum
er Grant Morrison en sá maður hlýtur
bara að vera einn sá snarsérvitrasti
maður sem nokkurn tímann hefur
lagt fingur á lyklaborð. Hann fræðir
okkur um hvernig á að vekja upp
John Lennon með göldrum og sam-
einast sögupersónunum sínum. Hann
einn og sér er peninganna virði og
bækurnar hans ekki síðri.
Spyrlinum tekst nokkuð vel upp.
Hann endurtekur sig mjög sjaldan og
hefur greinilega rannsakað feril við-
mælenda gaumgæfilega áður en hann
hófst handa.
Mynda-
sögukarlar
að masa
Writers on Comic Scriptwriting eft-
ir Mark Salisbury. 240 bls. Titan
Books gefa út. 2.800 kr í Nexus 6.
Ragnar Egilsson
Forvitnilegar bækur
ÁN járnbrautar er Kongó einskis
virði.“ Þetta mat breska land-
könnuðarins og blaðamanns-
ins Henrys Morton Stanley
átti eftir að reynast rétt; auð-
urinn sem Kongó hafði að
geyma varð trauðla fluttur á
brott með öðru móti. En til þess
að unnt reyndist að leggja járn-
braut varð að hneppa innfædda í
þrældóm og sá gjörningur vafðist
ekki fyrir Leopold II Belgíukon-
ungi.
Leopold II (1835–1909) var mað-
ur vel gefinn, slægur og einstaklega
gráðugur. Þessir eiginleikar mótuðu
alla framgöngu hans er hann ákvað
að leggja undir sig risastór land-
svæði í Mið-Afríku. Þá sögu segir
skoski blaðamaðurinn og rithöfund-
urinn Neil Achersons í þessari fróð-
legu bók, The King Incorporated –
Leopold the Second and the Congo.
Einkaeign konungs
Takmark Leopolds II var ekki
hefðbundin útþenslustefna því kon-
ungurinn braut ekki Kongó undir
Belgíu til að nýta landið á þann veg
sem hefð var fyrir um nýlendur
Evrópuríkja. Til varð Fríríkið
Kongó (État Indépendant du
Congo) sem var 80 sinnum stærra
en Belgía. Þetta ríki, sem síðar varð
Belgíska Kongó (1908–1960), Lýð-
veldið Kongó (1960–1964), Zaire
(1971–1997) og loks Lýðveldið
Kongó á ný, varð í raun eign kon-
ungsins með því arðráni og kúgun
sem því fylgdi. Og vitanlega var
landið lagt undir hvíta manninn til
að „villimennirnir“ fengju loks að
kynnast „siðmenningunni“ og njóta
ávaxta hins óhefta framtaks.
Þannig var nýlenduránið yfirleitt
réttlætt með tilvísun til „mann-
úðar“.
Enginn veit með vissu hversu
mörg mannslíf arðrán Leopolds II í
Kongó kostaði. Sjálfur auðgaðist
hann ævintýralega á brölti sínu í
Afríku og fjármunina faldi hann á
hugvitsamlegan hátt í ótalmörgum
félögum, fyrirtækjum og sjóðum.
Græðgin rak hann áfram en jafn-
framt taldi konungurinn að hann
gæti aukið skriðþunga sinn gagn-
vart þingi með því að hafa úr næg-
um fjármunum að spila. Leopold II
átti oft erfitt með að sætta sig við
þingið sem komið var á fót eftir að
Belgía hlaut sjálfstæði 1830. Hann
hafði oftar en ekki aðrar hugmyndir
en þingheimur en ákafastar urðu þó
deilurnar
þegar frásagnir af
grimmdarverkum og hams-
lausu arðráni í Kongó tóku að ber-
ast til Evrópu.
Helvíti á jörð
Arðránið fólst einkum í skefja-
lausri gúmmívinnslu og útflutningi á
fílabeini. Menn konungsins beittu
bæði klækjum og hótunum til að
brjóta innfædda undir sig. Allri
þjóðfélagsgerðinni var í raun snúið
á hvolf. Komið var á sérstöku
„skattkerfi“ sem gerði íbúana í raun
að þrælum. Þeim var ætlað að upp-
fylla vissan „kvóta“ og var konum
og börnum gjarnan haldið í gíslingu
til að tryggja að auðæfin skiluðu
sér. Refsingum var beitt uppfylltu
innfæddir ekki skyldur sínar; fjölda-
morð voru framin og aðstæðum íbú-
anna breytt í helvíti á jörð.
Auðinn nýtti konungurinn á
margvíslegan veg. Hann og fjöl-
skylda hans lifðu í vellystingum og
stór hluti þeirra gríðarlegu upp-
hæða, sem arðránið gaf af sér, var
nýttur til fjárfestinga í Belgíu og
víðar. Konungurinn var ekki ein-
ungis gráðugur og slægur, hann var
einnig nautnabelgur hinn mesti, hélt
hjákonur og gat tvö börn með þeirri
síðustu sem hann gekk raunar að
eiga fáeinum dögum fyrir andlát
sitt.
Svo fór að lokum að Leopold II
var neyddur til að gefa eftir þetta
krúnudjásn sitt og Kongó var inn-
limað í Belgíu 1908. Stjórnmála-
mennirnir, sem að þeim gjörningi
stóðu voru almennt lítt hrifnir af því
að Belgía eignaðist svo stóra og van-
þróaða nýlendu. Hugsunin var mun
fremur sú að taka landið úr höndum
konungsins.
Takmörkuð frumvinna
Saga Leopolds II og Kongó er
skilmerkilega rakin í bók Neil Ach-
ersons, sem er sérfróður um málefni
þessa heimshluta. Bók þessi kom
fyrst út 1963 en var endurútgefin
fyrir tveimur árum. Acherson fer
ekki dult með andúð sína á persónu
og framferði konungsins og höf-
undur fullyrðir í formála að Belgar
hafi enn ekki gert upp við þessa for-
tíð þjóðarinnar. Þvert á móti sé kon-
ungurinn frekar haldinn í hetjuhópi
fyrir la mission civilisatrice eða „sið-
menningarviðleitni“ sína í Kongó.
Acherson fer nærri því að líkja
framgöngu konungs Belga við út-
rýmingu þýskra nasista á gyðingum
á árum síðari heimsstyrjaldarinnar
og segir „slátrunina“ í Kongó í hópi
viðurstyggilegustu glæpa manns-
andans.
Frumvinna er lítil á bakvið
bókina, hún er fremur samsafn
heimilda. Á köflum hefur þetta
fyrirkomulag í för með sér að
frásögnin verður of hæg og
aukaatriði renna saman við aðal-
atriði. Auðvelt er að missa þráðinn
þegar höfundur lýsir flóknum og læ-
vísum aðferðum Belgíukonungs
bæði til að fela auðinn og fá við-
urkenningu helstu ríkja Evrópu á
framferði sínu í Kongó. Jafnframt
skortir nokkuð á að tæmandi yfirlit
yfir glæpaverkin og stuldinn á þjóð-
arauðnum sé að finna í þessari bók
Achersons en þar um er þó að finna
fjölmargar heimildir. Fyrir vikið
fjarlægist lesandinn viðfangsefnið
sem þó var æði framandi fyrir.
Skrautlegu einka- og fjölskyldulífi
konungsins er hins vegar gerð góð
skil og bókin er vissulega fallin til að
dýpka skilning á nýlendustefnunni
og þeim lygum og blekkingum sem
beitt var til að fela græðgina, arð-
ránið og kúgunina.
Fríríkið Kongó var einungis til í
23 ár en það hafði mikil áhrif á íbúa
Afríku. Þjóðernissinnar í álfunni
nýttu sér óspart grimmdarverkin til
að æsa innfædda upp gegn nýlendu-
herrunum og leppum þeirra. Leo-
pold II Belgíukonungur nýtur þess
vafasama heiðurs að verða enn um
langa hríð tengdur öllu því versta
sem nýlendustefnan gat af sér; við
þá hugmyndafræði að hinn sterki og
ríki megi nýta sér fátækt og ógæfu
annarra.
Og sú sýn til meðbræðra og um-
hverfis heyrir víst ábyggilega ekki
sögunni til.
The King Incorporated – Leopold
the Second and the Congo. Þessi
pappírskilja gefin út af Granta
Books í Lundúnum árið 1999. 310
blaðsíður. Verð í Eymundsson-
Pennanum 1.975 kr.
FRÓÐLEG BÓK UM ÆVI LEOPOLDS II BELGÍUKONUNGS
Reuters
Saga Kongó er blóði drifin og á það ekki síður við um síðustu áratugina en nýlendutímann. Á myndinni ávarpar
Laurent Kabila liðsmenn sína. Myndin var tekin 1997 þegar Kabila var leiðtogi skæruliða sem börðust gegn
stjórnvöldum í Zaire eins og Kongó nefndist þá. Kabila varð síðar forseti Kongó en hann féll fyrir morð-
ingjahendi í janúar í ár.
Kóngur í ríki sínu
Ýmsir telja að Leopold II Belgíukonungur
eigi heima í hópi mestu illmenna sögunnar.
Ásgeir Sverrisson segir frá bók um ævi
konungsins og arðránið og kúgunina sem
hann bar ábyrgð á í Kongó.