Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands lækka næsta þriðjudag, þann 3. apríl, um 0,5% en frá árinu 1997 hafa vextir bankans hækkað og það nokkuð ört á árunum 1999 og 2000, að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra, á ársfundi bank- ans í gær. Eftir breytinguna verða stýrivextir bankans 10,9%. Það er mat Seðlabankans að efnahagslífið sé komið yfir erfiðasta hjallann í þenslunni og að tímabært sé að slaka nokkuð á í peningastefnunni til þess meðal annars að komast hjá því að sam- dráttur verði of mikill. Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti á árs- fundi Seðlabankans samkomulag sem ríkisstjórn- in og Seðlabankinn hafa gert um breytingar á fyr- irkomulagi stjórnar peningamála á Íslandi sem taka gildi í dag. Þar er kveðið á um að í stað þess að miða peningastefnuna við að halda gengi krón- unnar innan vikmarka mun Seðlabankinn hér eft- ir miða hana við að halda verðbólgu innan ákveð- inna marka. Stefnt skuli að því að árleg verðbólga verði að jafnaði sem næst 2,5%. Því markmiði verði náð fyrir árslok 2003. Forsætisráðherra kynnti frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem samþykkt var í ríkis- stjórn í gær og lagt verður fyrir Alþingi fljótlega. Þar er meðal annars kveðið á um að starfsemi Seðlabanka Íslands verði sett skýrt markmið um að tryggja stöðugt verðlag. Með því að festa það í lög ávinnst, að sögn forsætisráðherra, það að mun erfiðara verður að bregða út af stöðugleikastefnu í peningamálum fyrir skammtímahagsmuni. Davíð Oddsson segir að með frumvarpinu verði sjálfstæði Seðlabankans aukið og með þessu fái bankinn sambærilega stöðu og annars staðar ger- ist meðal seðlabanka sem þykja standa framar- lega hvað varðar gagnsæi og fagleg vinnubrögð við mótun og framkvæmd stefnu í peningamálum. Forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að túlka vaxtalækkun Seðlabankans á annan hátt en að bankinn meti það svo að þensla fari minnkandi. Birgir Ísleifur segir að Seðlabankinn telji að breytingar á gengisstefnu bankans muni eyða þeirri óvissu sem ríkt hafi á gjaldeyrismarkaði að undanförnu og markaðurinn muni róast í kjölfar- ið. Seðlabankinn ákveð- ur 0,5% vaxtalækkun Horfið frá sveigjanlegri gengisfestu yfir í verðbólgumarkmið  Tímabært/30 FJÓRAR breiðþotur bætast á næstu vikum við flugflota Flugfélagsins Atlanta en félagið hefur keypt tvær Boeing 767-200-þotur og leigt tvær til viðbótar. Kaupverð vélanna er tæpir fjórir milljarðar króna. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri og annar aðaleigenda Flugfélagsins Atlanta, segir það hafa lengi verið í undirbúningi að taka nýja breiðþotu- tegund í reksturinn. Síðustu vikurn- ar hafi staðið yfir lokahrina í flóknu samningaferli um kaup og leigu vél- anna jafnframt því sem ganga hafi þurft frá samningum um verkefni. Þrjár þotnanna verða framleigðar breska leiguflugfélaginu Excel Airways og verða þær einkum í sól- arlandaflugi út frá Englandi. Fjórða vélin verður í verkefnum út frá Skot- landi. Verkefnið fyrir Excel Airways er til fimm ára og er andvirði samn- ingsins um 7,2 milljarðar króna. Seg- ir Arngrímur þetta stærsta flug- leigusamning í íslenskri flugsögu.  Kaupir tvær/6 Atlanta kaupir og leigir fjórar breiðþotur GENGI krónunnar hélt áfram að veikjast í gær eftir veikingu síðustu daga. Upphafsgengi vísitölu krón- unnar í gær var 123 stig en loka- gengið 125,10 stig. Þegar vísitalan hækkar veikist gengi krónunnar og veikingin í gær nam 1,7%. Seðla- bankinn greip inn í viðskipti á milli- bankamarkaði í gær með því að selja gjaldeyri og kaupa krónur fyrir um 3,8 milljarða króna. Þetta var gert í því skyni að styrkja gengi krónunn- ar. Efri vikmörk gengisvísitölu ís- lensku krónunnar voru 125,36 stig í gær og var lokagildi gærdagsins því 0,22% frá vikmörkunum og hefur aldrei verið nær. Heildarviðskipti dagsins voru 18,4 milljarðar króna, sem er þriðja mesta velta frá upphafi á einum degi.                                           Seðlabank- inn varði vikmörk krónunnar ♦ ♦ ♦ NEI, þetta er ekki meðlimur úr Prúðuleikarafjölskyldunni heldur bergrisi sem hefur tekið sér ból- festu í Eden í Hveragerði. Til að koma tröllinu atarna á legg klæddi Bragi Einarsson, eig- andi staðarins, vænan haug af úrítani með dúk sem fylltur var með grasfræi. Með vökvun og umhyggju skapara þess óx það og dafnaði og því er óhætt að segja að fóstri þess hafi staðið í ekta mannrækt. Það er þó ekki aldeilis fyr- irhafnarlaust að hafa lifandi risa í áhöfninni því kauða sprettur grön meir en góðu hófi gegnir og þarf Bragi því að raka hann á hverjum degi og notar til þess skæri og greiðu að eigin sögn. Risinn hefur vakið óskipta at- hygli ferðalanga sem átt hafa leið um staðinn og hér má sjá einn þeirra heilsa upp á þann græna. Morgunblaðið/RAX Allt er vænt sem vel er grænt TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli handtók á sunnudaginn 36 ára íslenskan karlmann vegna smygls á ígildi 2.000 e-taflna. Alls fundust 1.333 e-töflur við leit á manninum og í farangri hans. Þá var hann með 167 g af e-töflumulningi innvortis. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði manninn á mánudag í 14 daga gæsluvarðhald að kröfu fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík sem fer með rannsókn málsins. Maðurinn kom til landsins frá Amsterdam síðdegis á sunnudag. Við gegnumlýsingu á handfarangri mannsins kom í ljós að böggli sem innihélt e-töflur hafði verið komið fyrir í úðabrúsa. Frágangurinn á brúsanum mun hafa verið þannig að ómögulegt var að sjá að við hann hafði verið átt. Við leit á manninum kom enn fremur í ljós að e-töflur höfðu verið saumaðar inn í buxna- streng hans. Maðurinn var afhentur fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að maðurinn hafði 167 g af e-töflumuln- ingi innvortis. Þetta er í fyrsta skipti sem maður er handtekinn á Keflavíkurflugvelli vegna fíkniefnasmygls frá því Ísland varð hluti af Schengen-svæðinu. Handtekinn með ígildi 2000 e-taflna á Kefla- víkurflugvelli Faldi efnið í úðabrúsa og buxna- streng TÍFALDA má verðmæti kolmunna- aflans með því að vinna hann til manneldis í stað þess að setja hann í bræðslu. Síldarvinnslan hf. í Nes- kaupstað vinnur nú að sérstöku verkefni um nýtingu á kolmunna og segir Björgólfur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri ótal tækifæri liggja í manneldisvinnslu á kolmunnanum. Verkefnið snýst fyrst og fremst um söltun á kolmunna fyrir markaði í Suður-Evrópu. Jafnframt er SVN að vinna að verkefni sem snýr að flökun og marningi. Stefnt er að manneld- isvinnslu á um 1.500 tonnum af kol- munna á þessu ári og gæti útflutn- ingsverðmæti þeirra numið ríflega 100 milljónum króna. Vinna kol- munna til manneldis  Ætla sér/C8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.