Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHermann Hreiðarsson og Ipswich Town nálgast Arsenal /B3 Sigurður Jónsson frá vegna meiðsla /B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM 15 ÁRA íslensk stúlka beið bana í umferðarslysi á Djurslandi á Jót- landi í Danmörku aðfaranótt laugar- dags. Hin látna hét Hafrún Freyja Sig- urðardóttir og bjó ásamt foreldrum sínum og systkinum í Grenå á austur- strönd Jótlands, um 60 km norðaustur af Árósum. Hafrún Freyja fæddist 28. desem- ber árið 1985, dóttir Sigurðar Hafsteinssonar og Maríönnu Bjargar Arnardóttur. Hún var farþegi í bifreið tveggja vina sinna, 17 og 18 ára, sem hafnaði á húsvegg eftir að hafa farið út af veg- inum milli Kolind og Grenå. Mun bifreið- in, sem var á mikilli ferð, hafa hafnað á húsveggnum af miklu afli með þeim afleiðingum að hún gjöreyðilagðist. Samferðamenn Haf- rúnar Freyju kom- ust lífs af úr slysinu en liggja slasaðir á sjúkrahúsi og mun líðan þeirra vera eft- ir atvikum. Vegna slyssins hafa aðstandendur hinnar látnu og fjölskyldu hennar stofnað söfnunarreikning nr. 308-13- 850500 í Búnaðarbankanum á Hellu, til styrktar foreldrum hinnar látnu. Lést í umferðar- slysi í Danmörku BANASLYS varð á Þorlákshafnarvegi um klukkan 15 á sunnudag þegar bif- reið valt út af vegin- um með þeim afleið- ingum að sextán ára piltur frá Þorlákshöfn lést. Hinn látni hét Gunnar Jón Guð- mundsson, til heimilis að Lýsubergi 16, Þor- lákshöfn. Hann var fæddur 16. nóvember 1984. Foreldrar hans heita Guðmundur Karl Baldursson og Kim Brigit Sorning. Slysið átti sér stað skammt frá mótum Eyrarbakkavegar og Þor- lákshafnarvegar og varð með þeim hætti að öku- maður lítillar fólks- bifreiðar, sem í voru þrír farþegar, missti stjórn á bifreiðinni sem fór út af vegin- um og valt tvær til þrjár veltur. Piltur- inn sem lést var far- þegi í aftursæti bif- reiðarinnar og kastaðist út úr henni. Hann mun hafa látist sam- stundis, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Sel- fossi. Samferðamenn hans þrír sluppu ómeiddir. Rannsókn á til- drögum slyssins er í höndum lög- reglunnar á Selfossi. Lést í bílveltu á Þorlákshafnarvegi FÓLKIÐ, sem lést í bílslysinu við Lög- bergsbrekku á Suð- urlandsvegi síðast- liðinn laugardag, hét Nelson Ivan Japke Adriasola, 44 ára, til heimilis að Bjargi, Hellu, og Paula Andrea Yanez Vega, 25 ára, til heimilis að Þrúðvangi 31, Hellu. Þau voru frá Chile og höfðu verið búsett hérlendis undanfarin ár. Maðurinn var fæddur 22. mars 1957 og lætur eft- ir sig eiginkonu og þrjú börn. Kon- an var fædd 11. maí 1975 og lætur eftir sig eiginmann og eitt barn. Létust í bílslysi á Suðurlandsvegi TEKIN hefur verið ákvörðun um að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Þetta kom fram á fundi ráðuneytisstjóra og skrifstofu- stjóra forsætisráðuneytis með starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar í gær, samkvæmt upplýsingum Katrínar Ólafsdóttur, formanns Starfsmannafélags Þjóðhagsstofn- unar. Katrín sagði að á fundinum hefði komið fram að tekin hefur verið ákvörðun um að leggja stofnunina niður. Málið yrði ekki tekið fyrir í ríkisstjórn heldur yrðu verkefni Þjóðhagsstofnunar flutt til annarra stofnana og það væri ekki fyrr en það hefði verið gert sem lögum um Þjóðhags- stofnun yrði breytt, samkvæmt því sem komið hefði fram á fundinum. Katrín sagði að þarna væri mjög furðulega að verki staðið og sam- kvæmt þessu virtist til dæmis sem biðlaunaréttur stofnaðist ekki þar sem starfsmenn Þjóðhagsstofnun- ar yrðu annaðhvort hættir störfum eða komnir til starfa hjá öðrum stofnunum áður en stofnunin verð- ur lögð niður. Starfsfólkið litlu nær Hún sagði að annars væru þau litlu nær um hvað fram undan er. Starfsmönnum hefði algerlega ver- ið haldið utan við umræður um þessi efni. Það væri því þungt hljóð í fólki en fram hefði komið að það er von á bréfi til starfsmanna í næstu viku þar sem nánar verður útlistað hvað fram undan er. Þegar hún var spurð um hvenær stofnunin yrði lögð niður og hvert verkefni hennar yrðu færð sagði hún að ákveðnar tímasetningar hefðu ekki komið fram á fundinum en þetta yrði væntanlega gert á næstu mánuðum. Fram hefði kom- ið að hugmyndir eru uppi um að færa verkefni til fjármálaráðu- neytis, Seðlabanka og Hagstofu og að starfsmönnum verða boðin sam- bærileg störf. Hún sæi þó ekki hvernig það væri hægt þegar búið væri að deila verkefnum stofnun- arinnar milli þriggja stofnana. Verkefni starfsmanna Þjóðhags- stofnunar hefðu einmitt alltaf ver- ið mjög fjölbreytt. Tilkynnt að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður Talsmaður starfsmanna segir þungt hljóð í fólki Á SUNNUDAGSKVÖLD féllu nokkur snjóflóð á veginn til Siglu- fjarðar og var hann lokaður af þeim sökum fram á mánudagsmorgun. Stærsta flóðið féll úr svokölluðu Selgili en það er á leiðinni frá Strákagöngum að Siglufirði. Það flóð var nokkuð breitt og hátt. Sakir hættu á fleiri snjóflóðum var ákveðið að halda veginum ekki opnum og mokstri hætt um kl. 19. Farþegum sem komið höfðu með áætlunarflugi frá Reykjavík til Sauðárkróks, og voru í rútu á leið til Siglufjarðar, var snúið við í Mánárskriðum um 10 km frá Siglufirði. Ákveðið var að fólkið eyddi nóttinni í húsi skammt frá Ket- ilási í Fljótum. Húsið er í eigu starfs- mannafélags Kaupfélags Skagfirð- inga. Að sögn eins farþeganna fór ágæt- lega um fólkið þarna því að aðstæður eru góðar. Ferðinni var síðan haldið áfram um morguninn en þá hafði vegurinn verið ruddur og ekki vænst frekari flóða. Morgunblaðið/Halldór Þormar Nokkur snjóflóð féllu á Siglufjarðarveg. Snjóflóð lokuðu Siglufjarðarvegi Siglufirði. Morgunblaðið. VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli verður með opið hús 5. maí næstkomandi í tilefni af 50 ára af- mæli varnarsamningsins. Að sögn Friðþórs Eydals, upp- lýsingafulltrúa varnarliðsins, verða þeir staðir opnaðir sem auðvelt er að láta fólk komast að til þess að skoða. Þá verða flugvélar til sýnis sem og annað markvert á vell- inum. Friðþór segir að varnarliðið hafi staðið fyrir sambærilegum upp- ákomum einu sinni til tvisvar á ári en að þessu sinni verði meira haft við en ella. Afmæli varnarsamningsins Opið hús hjá varnarliðinu HÁSKÓLABÍÓ og Sambíóin hafa stofnað sameiginlegt fyrirtæki sem þau eiga að jöfnu og er því ætlað að sjá um innkaup, dreifingu og mark- aðssetningu á kvikmyndum. Björn Árnason, framkvæmdastjóri Sam- bíóanna, segir í samtali við Morgun- blaðið að nýja fyrirtækið fari af stað af fullum krafti eftir páska og segir markmiðið að ná niður kostnaði og bæta markaðssetningu á kvikmynd- um fyrirtækjanna. Alls ræður nýja fyrirtækið yfir sjö kvikmyndahúsum sem eru Háskóla- bíó, Bíóborgin, Kringlubíó, Bíóhöll- in, Sagabíó, Nýja bíó í Keflavík og Nýja bíó á Akureyri. Ætlunin er að auka þjónustuna með betra úrvali kvikmynda að sögn Björns svo og að styrkja stöðuna við erlend innkaup. Í frétt frá þeim Einari S. Valde- marssyni, framkvæmdastjóra Há- skólabíós, og Birni Árnasyni segir að kvikmyndahús hafi unnið æ meira saman síðustu árin og að samkomu- lag um nýtt fyrirtæki staðfesti í raun formlega þá þróun sem verið hafi hérlendis sem erlendis. „Kvikmyndahús hér á landi hafa verið fremst í flokki varðandi tækni og alla umgjörð um kvikmyndasýn- ingar og er því nauðsynlegt að leita nýrra leiða til að auka þjónustuna við neytendur og halda jafnframt niðri kostnaði um leið. Er það trú okkar að samstarfið styrki fyrirtækin í því að þjóna enn betur mismunandi hópum kvikmyndaunnenda og munu þeir í framtíðinni geta gengið að vísu fjöl- breyttara úrvali kvikmynda en í dag,“ segja þeir. Sambíóin og Háskóla- bíó í samstarf Stofna sam- eiginlegt markaðs- fyrirtæki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.