Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MJÖG góð veiði var fyrsta veiðidag stangaveiðivertíðarinnar er nokkr- ar sunnlenskar sjóbirtingsár voru opnaðar á sunnudaginn. Skilyrði voru góð, fremur hlýtt og bjart, strekkingur framan af en síðan stillt og gott veður. Mikill fiskur sást og veiddist víða, m.a. um hundrað stykki í Varmá við Hvera- gerði. „Þetta er einhver líflegasta byrj- un sem ég man eftir, ég held að stengurnar sex séu með a.m.k. um hundrað fiska og það var góð taka alveg fram á kvöld. Mest var þetta 1-2 punda fallegur geldfiskur en einnig stærri. Ég fékk t.d. einn rúmlega 5 punda birting og tvær næstum 3 punda bleikjur. Þá var einnig slangur af regnbogasilungi,“ sagði Haukur Haraldsson sem var meðal þeirra sem renndu fyrst í Varmá. Mok í Hörgsá og Eldvatni „Þetta var frábær byrjun. Við félagarnir opnuðum Hörgsá á sunnudaginn og það komu 18 fisk- ar á land. Við slepptum þeim öllum enda eingöngu með flugu,“ sagði Jón Marteinsson, leigutaki árinnar. Hann sagði mikinn fisk að sjá, einkum í tveimur veiðistöðum, númer 3 og 6. Stærstu fiskarnir voru áætlaðir 10 og 11 punda. „Kunningjar okkar voru austur í Eldvatni á Brunasandi og þeir fengu 36 birtinga. Voru þar í fínum málum. Þeir fengu fiska um alla á en langflesta þó neðst, í ármót- unum við Hverfisfljót. Þeir fengu held ég átta fiska á beitu og hirtu þá en hina á flugu og var þeim flestum sleppt. Þetta var mest 2 til 4 punda í Eldvatni, mikið af björt- um geldfiski,“ bætti Jón við. Gunnar Óskarsson, formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, sagði félaga sína hafa opnað Geirlandsá á sunnudag og hefðu 12 veiðst þann daginn og hafi lítið verið staðið við. „Þeir voru mest uppteknir við að standsetja húsið fyrir vertíðina en í morgun (gærmorgun) fóru þeir á kreik og voru búnir að landa 30 um hádegi. Það gera 32 fiska en þeir höfðu ekki hirt nema held ég 14 stykki. Þetta er nánast allt flugu- veiði hjá þeim og hafa þeir jafnvel verið að fá fiska á örlitlar Peacock- kúlupúpur,“ sagði Gunnar. Mikið af fiskinum í Geirlandi er boltafiskur, sá stærsti var 12 pund og síðan voru einn 11,5 og annar 11 punda og „slatti“ af 10 punda,“ eins og Gunnar komst að orði. Veiðin var öll tekin í Ármótunum og hafði Gunnar eftir félögum sínum að þar væri mikið af fiski og sýndi sig mikið. Þá voru Vatnamótin opnuð á sunnudag og þar veiddust tíu fisk- ar fyrsta daginn, allt að 11 punda. Líflegt á sjóbirtingsslóðum Morgunblaðið/GG Haukur Haraldsson þreytir birting í Varmá á sunnudaginn. Örn Sveinbjörnsson með tvo fal- lega birtinga úr Eldvatni á Brunasandi. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? STEFNT er að því að fram- kvæmdir við skálabyggingu við Alþingishúsið hefjist í haust og ljúki á næsta ári. Á fjárlögum í ár er veitt 100 milljónum kr. til verksins, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við skálann full- frágenginn verði 3–400 milljónir kr. að sögn Halldórs Blöndals, forseta Alþingis. Framkvæmdum við skálann var frestað á sínum tíma þegar stjórnvöld drógu úr fram- kvæmdum á þess vegum vegna mikillar þenslu á byggingamark- aði. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að bjóða verkið út og stefnt að því að framkvæmdir hæfust á hausti komanda og hægt yrði að ljúka þeim á næsta ári. Hann sagði að það sé orðið þröngt um margvíslega starfsemi í Alþingishúsinu. Skálinn verði nokkurs konar kjarnabygging undir ýmsa þjónustustarfsemi og horft sé til framtíðar í þeim efn- um. Skálinn rís að vestanverðu við Alþingishúsið og verður bíla- geymsla undir honum. Þar er gert ráð fyrir fundarherbergj- um, matstofu og aðstöðu til að taka á móti gestum. Þá er þjónustuskálanum meðal annars ætlað að verða nýr inn- gangur fyrir Alþingi og verður tengdur eldri byggingu með glergangi. Byggingin verður þrjár hæðir, kjallari sem búið er að byggja og tvær hæðir til við- bótar. Nýr þjónustuskáli við Alþingishúsið Framkvæmdir hefjast í haust Tölvuunnin teikning af fyrirhuguðum skála við Alþingishúsið en gert er ráð fyrir að veggir hans verði að hluta til klæddir flísum úr íslensku grágrýti og að hluta til glerklæddir, en innan við glerveggi verði við- arklæddir fletir og sólskermur úr lerki. Meginhluti þaks er stálklæddur. RANNSÓKN á upptökum elds í gamla BÚR-húsinu við Grandagarð hinn 27. janúar sl., er lokið og benda niðurstöðurnar helst til þess að kviknað hafi í út frá rafmagni. Í hús- inu stóð til að opna tölvufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni eru taldar mestar líkur á því að kviknað hafi í út frá rafmagni því þarna var mikið af framlenging- arsnúrum og rafmagn ófrágengið í húsinu. Þó er ekki talið útilokað að óvarlega hafi verið farið með eld í húsinu, t.d. í tengslum við reykingar. Húsið var mikið brunnið og torveld- aði það rannsókn málsins. Þó telur lögreglan fullvíst að ekki hafi verið um íkveikju að ræða. Mikill eldsmat- ur var í húsinu, sag á gólfum og mik- ið af fínu ryki. Eldsvoðinn í BÚR-húsinu Helst talið að kviknað hafi í út frá rafmagni ATLI Helgason, sem sætir ákæru ríkissaksóknara fyrir að hafa banað Einari Erni Birgissyni hinn 8. nóv- ember sl., neitaði sök um að hafa haft ásetning til manndráps, við þingfest- ingu málsins í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Atli er ákærður fyrir að hafa banað Einari Erni með því að slá hann margoft í höfuðið með hamri á bifreiðastæði í Öskjuhlíð í Reykjavík umræddan dag. Fyrir dómi kvað ákærði Einar Örn hafa verið besta vin sinn og það hefði ekki verið ætlun sín að bana honum. Um hefði verið að ræða hræðilegt slys og hefði hann talið sig vera að verjast eftir að hann lenti í deilum við hinn látna. Ríkissaksóknari krefst þess að Atli verði dæmdur til refsingar og hann verði sviptur leyfi til málflutn- ings fyrir héraðsdómi. Ríkissaksóknari ákærir Atla einn- ig fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu rúmlega fjórar milljónir sem voru eign fyrirtækis sem hann og Einar Örn áttu. Lögmaður fyr- irtækisins krefst þess að Atli verði dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmlega sex milljónir auk dráttar- vaxta. Neitar að hafa dregið sér fé Atli er einnig kærður fyrir fjár- drátt með því að hafa í opinberu starfi á árunum 1999 og 2000 sem héraðsdómslögmaður og skipaður skiptastjóri dregið sér 1,2 milljónir króna. Þá er honum gefið að sök að hafa dregið sér um 1,7 milljónir sem skiptastjóri þrotabús Agnars W. Agnarssonar. Ákærði neitaði fyrir dómi sök um öll ákæruatriði vegna fjárdráttar. Aðalmeðferð í málinu hefst 3. maí. Ákærði ber við sjálfsvörn Meintur banamaður Einars Arnar Birgissonar leiddur fyrir dómara FLUGREKSTRARSTJÓRI Leigu- flugs Ísleifs Ottesen hefur óskað eft- ir að draga sig í hlé meðan rannsókn stendur yfir á meintum ávirðingum hans við flug frá Vestmannaeyjum til Selfoss 7. ágúst í fyrra. Hefur fyr- irtækið tilnefnt nýjan flugrekstrar- stjóra en beðið er samþykkis Flug- málastjórnar. Að sögn Friðriks Ottesen, hjá Leiguflugi Ísleifs Ottesen, hefur Birgir Björgvinsson flugrekstrar- stjóri óskað eftir að draga sig í hlé meðan lögreglurannsókn stendur yf- ir á umræddri flugferð í fyrra þar sem hann var flugstjóri. Óskað hefur verið eftir rannsókn lögreglunnar vegna upplýsinga sem fram hafa komið um að of margir farþegar hafi verið í flugvél undir stjórn hans. Friðrik segir að nýr flugrekstrar- stjóri hafi verið tilnefndur í gær sem staðgengill Birgis meðan mál hans er í rannsókn. Kvaðst hann eiga von á svari flugmálastjóra í dag um hvort staðgengillinn yrði samþykktur. Flugrekstrarstjóri LÍO dregur sig í hlé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.