Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 10

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP fimm stjórnarand- stöðuþingmanna um breytingar á lögum um grunnskóla var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntamálaráðherra hyggist leyfa að skólastarf í nýju hverfi í Hafnarfirði verði boðið út eins og hver önnur atvinnustarf- semi og ábyrgð og framkvæmd þess falin þeim sem best býður. Flutningsmenn frumvarpsins, þau Guðmundur Árni Stefánsson og Sigríður Jóhannesdóttir, þing- menn Samfylkingarinnar, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jón- asson, þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs, og Guð- jón A. Kristjánsson lýsa sig algerlega andvíga þessum áform- um. Menntamálaráðherra hefur í þessu máli stuðst við 53. grein grunnskólalaga en þar segir m.a. að ráðherra geti veitt sveitarfélög- um leyfi til að reka tilraunaskóla eða gera tilraunir með ákveðna þætti skólastarfs. Flutningsmenn frumvarpsins segja að það sé hæpið að hægt sé að túlka heimildir í 53. gr. grunn- skólalaga þannig að útboðið marg- umrædda í Hafnarfirði rúmist inn- an ramma laganna. Þingmennirnir leggja því til að við umrædda grein bætist eftirfar- andi texti: „Heimildir, undanþágur eða til- raunastarfsemi samkvæmt þessari málsgrein geta þó aldrei falið í sér að sveitarstjórnir framselji öðrum ábyrgð og framkvæmd skólastarfs og kennslu.“ Með þessu sé verið að taka af öll tvímæli um skyldu og ábyrgð sveitarstjórna til að bera sjálfar alla ábyrgð á kennslu og framkvæmd skólastarfs í grunn- skóla. Snýst um grund- vallarviðhorf Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins, sagði að hér væri tekist á um grundvallaratriði stjórnmála, hvorki meira né minna. „Hér er hnykkt á því viðhorfi mín og jafn- aðarmanna að heilbrigðis- og menntakerfið á ekki að fara undir mælistiku markaðarins.“ Það væri hins vegar alkunna að slík viðhorf hefðu verið á kreiki innan Sjálf- stæðisflokksins í nokkurn tíma. Guðmundur Árni sagði málið ekki snúast um þennan eina skóla. Færi svo að bæjarstjórn Hafnfirð- inga fengi undanþágu til að bjóða út kennsluna væri þess ekki langt að bíða þar til það yrði gert í fleiri bæjarfélögum þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn er við völd. Með þessu væri verið að opna leiðina fyrir einkavæðingu grunnskólans í land- inu. Guðmundur Árni sagði flutn- ingsmenn hafa farið yfir umræður og nefndarálit og annað er lýtur að grunnskólalögunum síðasta aldar- fjórðung eða svo. Aldrei fyrr en nú hafi verið ýjað að því að 53. grein grunnskólalaganna heimili útboð líkt og fyrirhugað er í Hafnarfirði. „Það skal því fullyrt hér og nú að hæstvirtur menntamálaráðherra er á afskaplega hálum ís, svo ekki sé fastara að orði kveðið þegar hann telur sig hafa heimild til að leyfa slíkt útboð. Úr því álitaefni hefur ekki verið leyst og gæti komið til úrskurðar dómstóla eða umboðs- manns Alþingis áður en yfir lýkur. Hins vegar er auðvitað langeðlileg- ast að Alþingi sjálft kveði upp úr með þetta,“ sagði Guðmundur Árni. Þá hafi stjórnarmeirihlutinn undir forystu Sjálfstæðisflokksins lagst gegn því að menntamála- nefnd kannaði sérstaklega hvort ráðherra hafi í raun leyfi til að veita þessa undanþágu. Guðmundur Árni sagði Sjálf- stæðisflokkinn einan á báti í þessu máli og minnti á að Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, Guðni Ágústsson, ný- kjörinn varaformaður, auk flokksþings Framsóknarflokksins hafi lýst því yfir að útboð, líkt og fyrirhugað er í Hafnarfirði, falli ekki að stefnu flokksins í málefn- um grunnskólans. „Ég hlýt auðvit- að að vænta þess að málsvarar Framsóknarflokksins í menntamál- um taki þátt í þessari umræðu,“ sagði Guðmundur Árni. Honum varð þó ekki að ósk sinni því eng- inn þingmaður Framsóknarflokks- ins tók til máls. Guðmundur Árni sagði að þeir sem legðust gegn útboðinu væru gjarnan úthrópaðir sem talsmenn afturhalds og íhaldssemi. Hann sagðist styðja heilshugar nýbreytni og þróun í skólastarfi í ljósi breyttra aðstæðna. „Ég styð hins vegar einfaldlega ekki tilraunir sem miða að því að verðleggja grundvallarþjónustu við börn samkvæmt lögmálum mark- aðarins og það er í því ljósi sem ég hef talað um útboð á börnum. Því það er vitaskuld fjöldi barnanna, aldur þeirra og hæfi sem einstak- lingar, sem nemendur, sem mun ráða því af hálfu bjóðenda hvert endurgjaldið verður. Flóknara er þetta ferli ekki. Öll lögmál útboðs- ins gilda hér. Hins vegar er hér ekki verið að sækja lágt verð út á markaðinn vegna bygginga fast- eigna heldur vegna kennslu barna á aldrinum 6-16 ára. Þar er hin rauða lína sem skilur í millum,“ sagði Guðmundur Árni. Ábyrgðin eftir sem áður sveitarfélagsins Sólveig Pétursdóttir, dómsmála- ráðherra og starfandi menntamála- ráðherra, sagði að hvort sem kennsluþáttur skólastarfsins væri boðinn út eða ekki bæri Hafnar- fjörður eftir sem áður ábyrgð á rekstri skólans í samræmi við grunnskólalög. Það væri því ekki rétt sem fram kæmi í greinargerð frumvarpsins að verktaki myndi bera ábyrgð á kennsluþætti grunn- skólans í Hafnarfirði. Bæjarfélaginu bæri að tryggja að réttur nemenda yrði ekki fyrir borð borinn og að nemendur hljóti lögboðna fræðslu og fái a.m.k. jafn góða kennslu og í öðrum skólum. „Hvort sem sveitarstjórnir kjósa að bjóða út framkvæmd einstakra þátta skólastarfs eða ráða starfs- menn til þeirra verka milliliðalaust í sína þjónustu breytir það engu um þá ábyrgð sem sveitarstjórnir hafa samkvæmt grunnskólalög- um,“ sagði Sólveig. Þá minnti Sól- veig á að skilyrði fyrir leyfisveit- ingunni væri að kennslan yrði nemendum að kostnaðarlausu og óheimilt væri að krefja nemendur eða forráðamenn þeirra um greiðslu fyrir kennslu eða náms- gögn. Sólveig taldi frumvarpið reyndar óskýrt og ekki að sjá að það myndi á nokkurn hátt koma í veg fyrir út- boð á kennsluþætti grunnskóla. Ekkert græðist á útboði Þau Kristján Pálsson og Þor- gerður K. Gunnarsdóttir, þing- menn Sjálfstæðisflokks, svöruðu einnig fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar í þessu máli. Þorgerður taldi að um væri að ræða merkilega nýj- ung sem ætlað væri að þróa og efla skólastarf en ekki til þess að spara fjármuni. Kristján sagði stjórnar- andstöðuþingmenn vera að reyna gera eðlilega tilraun tortryggilega og minnti á að víða hefði það gefist vel að fela einkaaðilum rekstur sem áður hefði verið á hendi hins opinbera, s.s. leikskólakennslu og menntun á háskólastigi. Guðmundur Árni svaraði Krist- jáni og ítrekaði að ekki væri hægt að bera saman skyldubundna grunnskólakennslu í hverfisskóla og kennslu á öðrum skólastigum. Ögmundur Jónasson sagði stjórnarandstöðuna mæla einum rómi í þessu máli. Það væri sjálf- sagt og eðlilegt að gera tilraunir í skólastarfi. Það væri hins vegar ekki hægt að réttlæta einkavæð- ingu grunnskóla með því að segja að verið væri að gera slíka tilraun. Ögmundur spurði einnig hvernig þeir sem tækju að sér kennsluna í Áslandsskóla ætluðu sér að hagn- ast á rekstrinum. Myndi hagræð- ingin felast í því að fækka kennslu- stundum eða e.t.v. fjölga í bekkj- um? Ögmundur sagði að til þess að breytingarnar væru réttlætanlegar yrðu þær að uppfylla ákveðin skil- yrði. Myndu nemendur hagnast á breytingunum? Yrði fjármunum betur varið eða væru breytingarn- ar til bóta fyrir starfsmenn? Ög- mundur sagði ekkert þessara skil- yrða uppfyllt. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði það grundvallaratriði að eins væri staðið að grunnskólakennslu alls staðar á landinu og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir því að hvað myndi gerast yrði þetta yfirfært á þörf á landsbyggðinni, þar sem fólk hefði ekkert val um í hvað skóla börnin þeirra stunduðu nám. Einnig tóku til máls þau Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, og Einar Már Sigurð- arson, þingmaður Samfylkingar- innar. Frumvarp 5 stjórnarandstöðuþingmanna um breytingar á grunnskólalögum Segja leiðina opnaða fyrir einkavæðingu Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra er starfandi menntamálaráðherra í fjarveru Björns Bjarnasonar. LÖGÐ hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um að ríkisstjórn- inni verði falið að skipa nefnd full- trúa allra þingflokka til að leita leiða til að stemma stigu við út- breiðslu spilafíknar. Að tillögunni standa þingmenn úr öllum flokkum, þau Ögmundur Jónasson, Drífa Hjartardóttir, Gísli S. Einarsson, Hjálmar Árnason og Sverrir Her- mannsson. Í greinargerð með tillögunni seg- ir meðal annars: „Ljóst er að um leið og spilasalir hafa verið opnaðir víðs vegar um land, alls kyns getraunaleikir sem gefa von um há- ar peningaupphæðir í vinning hafa orðið algengari og spilakassar leyfð- ir til fjáröflunar fyrir ýmis samtök hefur komið í ljós að margir ánetj- ast þeirri spennu sem leikjum af þessu tagi fylgir og verða henni háðir. Þannig hafa margir hætt aleigu sinni og afkomu fjölskyldna sinna í von um skjótfenginn gróða. Nú munu vera um 900 spilakassar á liðlega 370 stöðum á landinu.“ Minnt er á að ýmis þingmál hafi verið lögð fram á undanförnum þingum „sem tengjast þessu alvar- lega þjóðfélagsmeini, spilafíkn og fjárhættuspilum,“ segir einnig og að þessi mál hafi ekki hlotið afgreiðslu. Nú sé leitað nýrra leiða til að stemma stigu við þessu meini og um þær leiðir verði að nást almenn samstaða. Verði nefndinni falið að afla greinargóðra upplýsinga um út- breiðslu spilafíknar meðal Íslend- inga og finna úrræði til að leysa vanda þeirra fjölskyldna „sem búa við þennan alvarlega sjúkdóm og leita leiða til að hefta útbreiðslu hans“. Útbreiðsla spilafíknar verði heft TILLAGA til þingsályktunar um auknar aðgerðir til eyðingar villts minks og um rannsóknir á minka- stofninum hefur verið lögð fram á Alþingi. Flutningsmenn eru Árni Gunnarsson, Ólafur Örn Haralds- son, Drífa Hjartardóttir og Arn- björg Sveinsdóttir. Með tillögunni er ætlað að fela umhverfisráðherra að skipa nefnd sem leggi til stórauknar aðgerðir til eyðingar villiminks. Nefndinni verði jafnframt falið í samvinnu við embætti veiðistjóra að gera tillögur um fjármögnun aukinna minka- veiða og frekari rannsókna á minkastofninum og áhrifum hans á íslenska náttúru. Lagt er til að nefndin verði skipuð fulltrúum frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, Bændasamtökum Íslands og emb- ætti veiðistjóra. Í greinargerð segir að flest bendi til að minkur sé mun meiri vágestur í lífríkinu en hingað til hafi verið talið. Hefja þurfi nýja sókn í veiðum á mink til að halda stofninum niðri. Sagt er að miklir hagsmunir séu í húfi, ekki aðeins fyrir æðarbændur, veiðiréttarhafa í ám og vötnum og aðra er horfi upp á tekjutap vegna búsifja. Frekari útbreiðsla minks geti haft mjög skaðleg áhrif á ýmsa fuglastofna hér á landi. Vitnað er til orða veiðistjóra í veiðidagbók 2000 þar sem hann segir: „Í þeim til- raunum okkar til að halda minka- stofninum niðri erum við í besta falli á skipulögðu undanhaldi, í versta falli er stríðið tapað með nú- verandi aðferðum.“ Hert verði á eyðingu villiminks 104. fundur hefst á Alþingi í dag, þriðjudag, kl. 13.30. Á dagskrá fundarins eru 46 mál. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.