Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 15 TILTÖLULEGA fleiri konur en karlmenn taka þátt í félagsstarfi aldraðra í Mos- fellsbæ eða að jafnaði um 70%, að sögn Svanhildar Þor- kelsdóttur, forstöðumanns félagsstarfsins þar, en hún sagðist ekki kunna skýringu á því en vonast til að það komi í ljós í þeirri könnun sem ráð- gert er að framkvæma. En eins og fram kom á höfuð- borgarsíðunni síðastliðinn laugardag er vinna hafin að samþættingu í félagsstarfi í Mosfellsbæ og hefur Stefanía Traustadóttir félagsfræðing- ur verið ráðin tímabundið til að fylgja því tilraunaverkefni eftir. Markmiðið er að gefa bæði öldruðum borgurum sveitarfélagsins og unglingum kost á fjölbreyttu frístunda- og/eða tómstundastarfi. Samþætting felur í stuttu máli í sér að flétta sjónarhorn kynferðis inn í stefnumótun og ákvarðanatöku. Byggt er á því að við undirbúning stefnu- mótunar og ákvörðunartöku sé safnað saman kyngreind- um upplýsingum og tekið mið af annars vegar þörfum og væntingum karla og hins veg- ar kvenna. Við samþættingu er beitt sömu aðferðum og við árangursstjórnun, þó með áherslu á sjónarhorn kynferð- is. Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbær hafa unnið að sam- bærilegum verkefnum. Ráð- gert er að verkefninu ljúki 30. júní. Af þessu tilefni hafði Morg- unblaðið samband við Svan- hildi og spurðist fyrir um hvernig félagsstarfi aldraðra væri háttað þar núna, í upp- hafi þessa tilraunaverkefnis. Ýmislegt um að vera „Það er ýmislegt um að vera hjá okkur á veturna,“ sagði Svanhildur. „Þetta til- raunaverkefni, sem er nýfarið af stað hér í Mosfellsbæ, og sem Stefanía Traustadóttir heldur utan um, gengur út á að kanna hvað meira er hægt að gera og þá hvernig. Félagsstarf fyrir eldri borg- ara hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Starfsemin fer fram á þriðjudögum frá miðjum september til maíloka og felst m.a. í hannyrðum, spilamennsku, söng, leiklist, leikfimi, bókbandi og ýmiss konar annarri skemmtun, s.s. bíó- og leikhúsferðum. Í tengslum við tómstundastarf- ið er einnig boðið upp á fót-, andlits- og hársnyrtingu. Og undanfarin ár hefur svo verið farið í nokkurra daga skemmtiferð í júní eða júlí. Haustið 1990 var stofnaður kór aldraðra, Vorboðinn, sem er undir stjórn Páls Helga- sonar og það hefur verið öfl- ugt félagsstarf í tengslum við kórstarfið.“ Konur í meirihluta Eins og áður sagði sækja fleiri karlar en konur það sem í boði er í félagsstarfinu eða að jafnaði einungis um 30%. „Við erum með skraut- skriftarnámskeið í gangi núna og það er að verða hálfnað. Þar eru 9 þátttakendur og þar af er einungis einn karlmaður. Örlygur Richter er leiðbein- andi. Þetta hefur ekki verið áður hjá okkur. Það er nefni- lega ekki hlaupið að því að fá kennara í þessu en ég var svo lánsöm að ná í Örlyg sem er í ársleyfi frá skólastjórastarfi í Fellaskóla. Í bókbandinu hef- ur hlutfallið verið nokkuð jafnt milli kynjanna en á tré- skurðarnámskeiðinu eru karl- mennirnir í meirihluta. En karlmenn taka þátt í ýmsu öðru líka; ég hef t.d. séð þá prjóna.“ Sumarferð á Norður-Strandir Þjónustumiðstöð aldraðra er til húsa í íbúðum aldraðra við Hlaðhamra. Þar er mið- stöð heimaþjónustu og þar fer fram félagsstarf aldraðra. Að sögn Svanhildar eru allir vel- komnir að taka þátt, í raun ekki um nein neðri aldurs- mörk að ræða, en formlega sé þó miðað við 67 ára aldur. Hins vegar sé ekkert sem banni fólki að koma þótt það sé yngra. Og heilmikið stendur til á næstunni í félagsstarfi aldr- aðra í Mosfellsbæ, því 24. apr- íl næstkomandi er áætlað að fara í skoðunarferð út í Viðey, 4. maí er ráðgerð skemmtun í Hlégarði með eldri borgurum frá félagsmiðstöðinni Gerðu- bergi, 15. maí ferð upp með Þjórsá til að skoða þar tvær virkjanir og 23. maí verður svo lokahóf haldið á Mótel Venusi. Og sumarferðin að þessu sinni verður norður á Strandir, 1., 2. og 3. júlí. Ekki er að efa, að hún muni vekja lukku í röðum þeirra sem í hana fara. Mikið hefur verið um að vera í félagsstarfi aldraðra í Mosfellsbæ í vetur Karlmenn í mikl- um minnihluta Morgunblaðið/Jón Svavarsson Örlygur Richter leiðbeinir á skrautritunarnámskeiði á vegum félagsstarfs aldraðra í Mos- fellsbæ. Eitt af því sem stefnt er að því að gera er að framkvæma könnun meðal eldri borg- ara um hvert áhugasvið þeirra sé, til að gera enn betur við þá í tómstundum og dægradvöl. Mosfellsbær SAMÞYKKT hefur verið nýtt skipulag fyrir Aðalstræti. Gatan verður gerð að ein- stefnu í norður en hún hefur verið með tvístefnu frá Bröttugötu að Túngötu. Gatan verður að hluta til hlaðin með tilhöggnum steini og að hluta til malbikuð með ljósu mal- biki. Einnig verður hún snyrt og settur við hana trjágróður. Á móts við verslunina Linsuna verða gerð tvö bílastæði og stæði fyrir þrjá leigubíla verð- ur framan við Morgunblaðs- húsið. Þá verður eitt bílastæði fyrir fatlaða við hlið veitinga- staðarins Hlöllabáta. Að sögn Helga Pétursson- ar, formanns samgöngunefnd- ar Reykjavíkurborgar, ber gatan ekki tvístefnu á kaflan- um milli Bröttugötu og Tún- götu og þar fara um 20 stræt- isvagnar á hverri klukku- stund. Aðalstræti breytt Miðbærinn BÆJARYFIRVÖLD í Hafn- arfirði hafa einkavætt rekst- ur ferðamálaskrifstofu og upplýsingamiðstöðvar ferða- mála. Bæjarstjórnin gerði í lok mars þjónustusamning við Jón Halldór Jónasson, sem starfað hefur sem ferða- málafulltrúi bæjarins um nokkurra ára skeið, um reksturinn. Inntak samn- ingsins er að Jón Halldór mun taka að sér að vinna þau verkefni sem heyra undir ferðamál bæjarins og kveður samningurinn á um að það verði gert fyrir sömu upp- hæð og varið hefur verið til málaflokksins undanfarin ár. „Í samningnum er skil- greint hvað við eigum að gera fyrir bæinn,“ sagði Jón Halldór. „Ef við náum að gera það á hagkvæman hátt, þá gerir það okkur kleift að nýta önnur sóknarfæri sem fyrir hendi eru og vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum að ýmsu markaðsstarfi.“ Jón Halldór sagði að nýja fyrirtækið hefði hlotið nafn- ið Upplýsingamiðstöð Hafn- arfjarðar ehf. og sagði hann að eftir því sem hann best vissi væri þetta í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki hefði verið falið að sjá um öll ferðamál sveitarfélags. Auk þess að vinna verk- efni fyrir bæinn mun Jón Halldór geta útvíkkað starf- semina og tekið að sér verk- efni fyrir aðra aðila en bæj- arfélagið, eins og áður sagði. Slíkt var ekki mögulegt á meðan málaflokkurinn var hluti af rekstri bæjarsjóðs og er það von bæjarstjórnar að þetta nýja fyrirkomulag geti orðið málefninu til fram- gangs og auðveldað til muna þjónustu við einstaka aðila í ferðaþjónustu. Nýtt fyrirtæki fær 10 milljónir á ári frá bænum Jón Halldór sagði að vegna aðhalds í fjármálum bæjarins hefði framlag til ferðamála verið skorið niður fyrir árið 2000. Hann sagði að fyrirhugað hefði verið að skera meira niður fyrir þetta ár en að eftir heilmikla um- ræðu um málið hefði verið hætt við frekari niðurskurð. Ákveðið hefði verið að fara þá leið að gera þjónustu- samning þar sem grunnþjón- usta bæjarins í ferðamálum væri vel skilgreind. Hann sagði að samningurinn væri til þriggja ára og að Upplýs- ingamiðstöðin fengi 10 millj- ónir króna á ári frá bænum í reksturinn. Upplýsingamiðstöðin verður áfram til húsa á Vest- urgötu 8 í Hafnarfirði, en bærinn, sem á húsið, mun áfram sjá um rekstur þess. Jón Halldór sagði að í kjölfar samningsins hefði starfs- mönnum verið fjölgað, en auk hans eru tveir starfs- menn í hlutastarfi. Hann sagði að ferðamálanefnd Hafnarfjarðar myndi áfram starfa að stefnumótun í ferðamálum fyrir bæinn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar ehf. mun vinna að ferðamálum fyrir bæinn sem og vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum að ýmsu markaðsstarfi. Frá vinstri: Fanný Gunnarsdóttir, rekstrarfulltrúi upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, Sigurbjörg Karlsdóttir markaðsfulltrúi og Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrúi og framkvæmdastjóri. Ferðamálaskrifstofa Hafnarfjarðar einkavædd Hafnarfjörður GUÐRÚN Sóley Gunnars- dóttir og Jóhann Friðrik Har- aldsson hafa verið kjörin íþróttamenn Seltjarnarness. Aðrir sem fengu tilnefn- ingu í kjöri á íþróttamanni ársins eru Enric Már Du Teitsson, knattspyrna, Gígja Gunnlaugsdóttir, frjálsar íþróttir, og Gísli Kristjánsson, handknattleikur. Guðrún Sóley verður tvítug á þessu ári. Hún leikur knatt- spyrnu með meistaraflokki KR þar sem hún er uppalin og hefur leikið með öllum yngri flokkum félagsins. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1996 þá aðeins 14 ára gömul. Í dag hefur hún leikið 103 meistaflokksleiki. Hún hefur unnið til margra titla með liði sínu, s.s. Íslands- meistara, bikarog deildarbik- ar bæði innan- og utanhúss. Hún hefur leikið með 18 ára landsliði Íslands og er nú fastamaður í A-landsliði KSÍ og hefur leikið 8 leiki með því liði. Guðrúnu hefur boðist full- ur námsstyrkur til náms í hin- um þekkta Notre Dame-há- skóla í Virginíu í Bandaríkj- unum næsta haust. Ef hún þiggur það boð mun hún leika í bandarísku háskóladeildinni en í henni keppa um 270 há- skólar um öll Bandaríkin. Jóhann Friðrik er 21 árs gamall Seltirningur og byrj- aði að æfa skíði með skíða- deild KR þegar hann var 8 ára gamall. Hann hefur unnið til margra verðlauna í gegn- um tíðina og undanfarin ár hefur Jóhann æft mikið er- lendis til þess að geta náð þeim árangri sem þarf til þess að skipa sér í fremstu röð. Ár- ið 2000 var Jóhann við æfing- ar með landsliði Íslands sem var með aðsetur í Altemark í Austurríki. Árangur Jóhanns á alþjóð- legu FÍS-móti sem haldið var á Akureyri í fyrra var mjög góður en þá var hann í fyrsta sæti í stórsvigi. Á Íslands- mótinu árið 2000 var hann í þriðja sæti í stórsvigi og í öðru sæti í svigi á eftir Kristni Björnssyni. Með þessum ár- angri tryggði Jóhann sér þátttöku á heimsmeistara- móti og heimsbikarmóti fyrir árið 2001. Í vetur hefur Jó- hann Friðrik æft með breska skíðalandsliðinu sem ámjög góða skíðamenn og æfir liðið í Lofer í Austurríki. Íþróttamenn ársins kjörnir Seltjarnarnes
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.