Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 20

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá afhendingu nætursjónaukans. Frá vinstri: Guðni Grímsson og Ey- þór Þórðarson sem báðir eru í Björgunarfélaginu, Ögmundur Frið- riksson, framkvæmdastjóri FAJ, og Adolf Þórsson, formaður félagsins. Gaf nætur- sjónauka til björgunar- starfa Vestmannaeyjum - Björgunar- félagi Vestmannaeyja barst fyrir skömmu gjöf frá fyrirtækinu Friðriki A. Jónssyni, sem selur siglingatæki og er m.a. með um- boð fyrir Simrad. Ögmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri FAJ, afhenti Adolfi Þórssyni, for- manni Björgunarfélagsins, nætur- sjónauka til nota við björgunar- störf. Nætursjónauki er eins og nafn- ið bendir til sjónauki sem nota má að nóttu til þ.e. í myrkri og er þessi sjónauki þannig útfærður að smella má honum á grind sem sett er á höfuð notanda. Þetta gefur m.a. stjórnanda björg- unarbáts eða bílstjóra björg- unarbifreiðar möguleika á að ferðast í myrkri eða lélegu skyggni og nota báðar hendur við stjórn farartækis og njóta samt þeirra möguleika sem nætursjón- auki býður upp á. Þetta tæki er hið mesta þarfa- þing og vill Björgunarfélag Vest- mannaeyja færa gefanda hinar bestu þakkir fyrir. Sandgerði - Laugardaginn 24. mars var opnuð ný og glæsileg verslun Sparkaups í Sandgerði. Versl- unin stendur við Miðnestorg 1 og er fyrsta bygg- ing sem reist er á væntanlegum miðbæjarkjarna í Sandgerði. Sandgerðingar fjölmenntu við opn- unina enda 51 ár liðið frá því hér var opnuð ný mat- vöruverslun. Nýja verslunarhúsið er 517 fm að grunnfleti, verslunargólfið sjálft er 352 fm sem er talsvert stærra en í eldra húsnæðinu. Vegna þessa verður boðið upp á breiðara vöruúrval og betri þjónustu. Í versluninni er bakaraofn og bakaðar eru um 20 tegundir af brauðum og kökum alla daga vikunnar. Afgreiðslutími verður meiri en áður en opið verður frá kl. 9 til 21 virka daga, 10 til 21 á laug- ardögum og frá kl. 12 til 19 á sunnudögum. Í tilefni opnunarinnar færði verslunin Unglinga- deildinni Von í Sandgerði 150 þúsund til styrktar starfsemi hennar og Körfuknattleiksdeild Reynis 150 þúsund en Reynismenn voru að vinna sig upp í 1. deild í körfubolta. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Nýja verslunarhúsið við Miðnestorg 1, gamla verslunarhúsnæðið í baksýn. Sparkaup opnar verslun í Sandgerði Fagradal - Dýralæknar hjá Dýra- læknaþjónustu Suðurlands héldu fræðslufund um gin- og klaufaveiki með bændum í Mýrdal og var hann haldinn á Hótel Dyrhólaey. Páll Stefánsson dýralæknir fór yfir helstu smitleiðir og hvernig veiran sem veldur gin og klaufa- veiki hagar sér, hann sýndi einnig myndir af sýktum dýrum og segir að það skipti höfuðmáli að menn séu vel meðvitaðir um sjúkdóminn og viti í hverju helstu hætturnar liggi. Hann telur ákveðna hættu á að veikin berist til landsins þegar ferðmenn fara að koma með Nor- rænu, af því að þeir taki oft með sér matvæli sem gætu verið smituð. Hann telur einnig að nánast útilok- að sé að bólusetja gegn veikinni vegna þess að veiran er alltaf að breyta sér og þá virkar bóluefni aldrei nema mjög skamman tíma. Hann er búinn að halda marga fundi með bændum til að kynna við hvað sé að eiga og eru bændur mjög áhyggjufullir út af þessum vágesti. Yfirdýralæknir hefur gefið út bækling sem er bæði á íslensku og ensku um helstu smitleiðir og áhættuþætti. Honum er dreift á stærri ferðaskrifstofur og til ferða- manna sem koma til landsins. Það er mjög brýnt að allir leggist á eitt til að koma í veg fyrir að veikin ber- ist til landsins því að búfjársjúk- dómar eru kostnaðarsamir fyrir þjóðfélagið. Bændur á Suðurlandi fræðast um gin- og klaufaveiki Ótti meðal bænda Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Páll Stefánsson dýralæknir kynnir veiruna sem veldur gin- og klaufa- veiki á Hótel Dyrhólaey. Borgarnesi - Árshátíð Nemenda- félags Grunnskólans í Borgarnesi var að þessu sinni flutningur á völdum þáttum úr leikritinu „Gaukshreiðinu“ í leikstjórn Stef- áns Sturlu Sigurjónssonar. Leik- ritið er eftir Ken Elton Kesey og byggt á skáldsögu hans „One flew over the cuckoo’s nest“. Frumsýning var laugardaginn 17. mars í félagsmiðstöðinni Óðali en að auki voru haldnar 5 sýningar og komu alls yfir 300 manns að sjá leikritið. Þetta er í þriðja sinn sem Stef- án Sturla leikstýrir nemendum í efstu bekkjum grunnskólans á árshátíð þeirra. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Atriði úr leikritinu Gaukshreiðrinu. Settu upp Gaukshreiðrið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.