Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 21

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 21 Búðardal - Opnaður hefur verið reikningur í Búnaðarbankanum í Búðardal til styrktar fjölskyldunni á Giljalandi í Dalasýslu, en hún lenti sem kunnugt er í snjóflóði 7. mars sl. Þar urðu þau fyrir allmiklu fjár- hagslegu tjóni auk meiðsla og nú vilja vinir þeirra og velunnarar hjálpa þeim að vinna sig út úr þeim erfiðleikum. Þeir sem vilja taka þátt í þessari söfnun geta lagt peningaupphæð inn á reikning 312-13-140414 í Búnaðarbankanum í Búðardal. Safnað fyrir fjölskylduna í Giljalandi Hrunamannahreppi - Opnuð hefur verið sýning um sögu hins merka staðar Haukadals á annarri hæð Geysisstofu í Biskupstungum. Bisk- up Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, sem hefur að undanförnu verið á ferð um Árnesþing, opnaði sýn- inguna. Í setningarávarpi sagði hann meðal annars að á sýningunni fengj- um við þá innsýn í það verkstæði sköpunnar sem landið okkar væri, menninguna og sköpunarstarf hins góða mannlífs sem fór fram í Haukadal til forna og við vildum sjá að væri hliðstætt verkefni okkar með hverri kynslóð; sköpunarstarf mannsandans og guðsandans. Það voru þær Hildur Hákon- ardóttir og Alda Sigurðardóttir sem hönnuðu þessa mjög svo athygl- isverðu sýningu. Leiddi Hildur gesti um sýninguna og útskýrði, en hvert skref, sagði hún, spannaði hver 50 ár. Þær stöllur nutu aðstoðar Páls Lýðssonar, fræðimanns í Litlu- Sandvík, til handritsöflunar. Með til- komu þessarar sýningar má segja að enn ein skrautfjöðrin hafi bæst við á þessum merka og fjölsótta stað. Sýning um sögu Haukadals Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Alda Sigurðardóttir með son sinn Jónas og Hildur Hákonardóttir við opnun sýningarinnar. Laxamýri - Frost og stillur hafa einkennt veðurfarið í Þingeyjar- sýslu að undanförnu og hafa margir notað þessa góðu daga til útivistar. Sylwester Adamus frá Póllandi, sem starfar í Laugafiski, kann vel að meta veðráttuna og fer öðru hverju og dorgar á Vestmanns- vatni. Veiðin er nokkuð misjöfn en fyrir nokkru fékk hann nítján sil- unga í einni ferð og oftast er eitt- hvað að hafa. Sylwester beitir rækju og verður mikið var þó svo að hann nái þeim ekki öllum. Hann veit fátt skemmtilegra en að sitja á stól úti á ísnum og njóta veðurblíð- unnar. Góð veiði spillir ekki fyrir. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sylwester Adamus segist njóta þess að sitja úti á ísnum og bíða þess að fiskurinn bíti á. Dorgað á Vestmanns- vatni Húsavík - Fyrir skemmstu var Ís- landsmótið í boccia haldið í íþrótta- húsinu að Austurbergi í Reykjavík, að venju sendi boccia-deild Völs- ungs lið til keppni. Það er skemmst frá því að segja að árangur þeirra var góður, misgóður þó. Best stóðu sig þeir Olgeir Heiðar Egilsson, Kristbjörn Óskarsson og Hörður Ív- arsson. Þeir urðu Íslandsmeistarar í annarri deild og keppa því í þeirri fyrstu að ári. Kristbjörn fyrirliði liðsins sagði nú væri ekkert annað í stöðunni en að æfa vel og standa sig í deild þeirra bestu, fyrstu deildinni. Íslandsmeistarar í annarri deild Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Olgeir H. Egilsson, Kristbjörn Óskarsson fyrirliði og Hörður Ívarsson kampakátir með verð- launagripi sína. Góður árangur í boccia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.