Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 23

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 23 Stutt og hnitmiðuð 8 tíma námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Frábær kennsluaðstaða Fullkominn tækjabúnaður Þekking - Bæjarlind 2, Kóp. w w w . t o l v u s k o l i n n . i s Windows Tölvupóstur og internetið Word stig 1 Word stig 2 Excel stig 1 Excel stig 2 Excel stig 3 K O R T E R VIÐSKIPTASENDINEFND frá Stoke-on-Trent og Staffordskíri er stödd hér á landi og er þetta í ann- að sinn sem viðskiptanefnd frá Stoke kemur hingað til lands. Clive Drinkwater, framkvæmdastjóri hjá Trade Partners UK, segir að fulltrúar átján fyrirtækja frá Stoke hafi komið hingað til lands í nóv- ember og var áhuginn þá svo mikill að ekki komust öll fyrirtæki sem óskuðu eftir að taka þátt að í þeirri ferð. Stefnt sé að því að önnur nefnd komi síðan til landsins í október næsta haust en í þessari ferð eru fulltrúar níu fyrirtækja sem vilja kanna útflutningsmögu- leika hér en komust ekki að í nóv- ember. „Það er gríðarlega mikill áhugi hjá fyrirtækjum á svæðinu á að hefja útflutning til Íslands og stofna til viðskiptasambanda og það er alveg ljóst að aðkoma Guð- jóns Þórðarsonar og íslenskra fjár- festa að Stoke City vegur þar ákaf- lega þungt enda stuðningur við liðið mikill og almennur.“ Aðspurður segir Clive að Trade Partners UK, sem starfi á vegum breska ríkisins, einbeiti sér að því að aðstoða lítil og meðalstór fyr- irtæki við að kanna útflutnings- möguleika. Að mörgu leyti sé hent- ugt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að þreifa fyrir sér með útflutning til lands eins og Íslands og ná þannig að afla sér reynslu áður en haldið sé inn á stærri markaði. „Það skiptir auðvitað líka miklu máli að það er enginn tungu- málaþröskuldur. Íslendingar tala góða ensku og það ríkir sérstakur velvilji í garð Stoke-on-Trent- svæðisins á Íslandi. Í ferðinni í nóvember voru pant- aðar vörur hjá fulltrúum fyrirtækj- anna fyrir 65 milljónir króna og við vonumst til þess að fyrirtækjunum sem nú sækja Ísland heim vegni einnig vel.“ Morgunblaðið/þorkell þorkelsson John Culver, sendiherra Bretlands á Íslandi, og Clive Drinkwater með fulltrúum bresku fyrirtækjanna sem taka þátt í viðskiptasendinefndinni. Viðskiptanefnd frá Stoke-on-Trent Gríðarlegur áhugi á viðskiptum við Íslendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.