Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 24

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 24
VIÐSKIPTI 24 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ● VERÐMÆTASTA knattspyrnufélag heims, Manchester United, hefur nú tilkynnt hagnaðaraukningu um 42% á fyrri hluta keppnistímabilsins miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Hagnaðurinn nam 17,3 milljónum punda fyrir skatta og er aðallega þakkaður aukinni sölu aðgöngumiða á Old Trafford. Leikvangurinn tekur nú 67.700 manns eftir breytingar og hefur verið uppselt á alla 17 leiki tímabilsins. Í könnun Deloitte&Touche frá des- ember sl. kom fram að Manchester United er ríkasta knattspyrnufélag heims þriðja árið í röð. Félagið hefur gert styrktarsamninga, m.a. við Nike og Vodafone, og samning um sam- eiginlegt markaðsstarf við New York Yankees-hafnaboltafélagið. Einnig hefur Manchester United tilkynnt áætlanir um að auka umsvif sín á fjármálaþjónustumarkaði. Þegar hef- ur félagið gert samninga við MBNA- bankann sem veitir nú ýmsa fjár- málaþjónustu í nafni Manchester United, t.d. greiðslukort. Laun leikmanna hækkuðu um 1,9 milljónir punda á tímabilinu og standa nú yfir samningaviðræður við nýja leikmenn. Aukið fjármagn mun renna til að þjálfa yngri deildir liðsins. Hagnaðaraukn- ing hjá Man- chester United ● FYRSTA hluta útboðs á hlutabréf- um norska ríkisins í Den norske Bank er lokið. Útboðsgengið hefur verið ákveðið 41,50 norskar krónur, 10 aurum yfir lokagengi síðasta út- boðsdaginn á föstudag, og eft- irspurnin var 2,5 sinnum meiri en það sem í boði var. Seldar voru 104 milljónir hluta í DnB og samsvarar það 13,4% af heildarhlutafé bankans en ríkið held- ur eftir 47,3% af hlutabréfum í bank- anum. Rúmlega 91% þess sem í boði var keyptu stofnanafjárfestar innan og utan Noregs en einstaklingar í Noregi annað. Stofnanafjárfestar í Banda- ríkjunum keyptu 31% og breskir stofnanafjárfestar 41%. „Við erum mjög ánægð með mikinn áhuga á þessu hlutafjárútboði … mikill áhugi alþjóðlegra fjárfesta sýnir að DnB nýtur trausts,“ segir Jan W. Hopland, yfirmaður eignarhaldsfélags ríkisins, í samtali við Dagens Næringsliv. Umframeftirspurn í hlutafjárútboði DnB ● Á NÆSTU 18 mánuðum verða 20 þúsund störf lögð niður í fjármála- hverfinu City í Lundúnum vegna hruns á hlutabréfamörkuðum í heim- inum, að því er fram kemur á frétta- vef BBC. Í skýrslu frá Rannsóknarstofnun efnahagsmála í Bretlandi (CEBR) kemur þetta m.a. fram. Einnig segir að FTSE 100-hlutabréfavísitalan sé undirmetin um 600 stig en lækki óumflýjanlega í takt við lækkun á bandarískum mörkuðum og muni gera það áfram. KPMG hefur einnig sent frá sér skýrslu og bjartsýni er ekki fyrir að fara í skýrslunum tveimur. KPMG sér engin merki um að markaðurinn sé á uppleið og CEBR gerir ráð fyrir frekari veikingu breska hagkerfisins út næsta ár, jafnvel þótt áhrif af gin- og klaufaveikifárinu séu undanskilin. Uppsagnir í fjár- málahverfinu City SAirGroup var rekið með meira tapi en nokkru sinni í sögu Swissair á síð- asta ári. Hallinn var 2,8 milljarðar svissneskir frankar eða um 149 millj- arðar íslenskra króna. Hátt olíuverð og hörð samkeppni áttu sinn þátt í rekstrarerfiðleikunum en höfuðor- sökin var fjárfesting í óarðbærum flugfélögum og sein viðbrögð stjórn- enda fyrirtækisins við erfiðleikun- um. Mario A. Corti, sem tók sæti í stjórn SAirGroup fyrir tæpu ári og var skipaður stjórnarformaður og forstjóri þess fyrir hálfum mánuði, gerði grein fyrir stöðu fyrirtækisins á fjölmennum fundi með fréttamönn- um í Zürich á mánudag. Hann dró ekki úr erfiðleikunum. SAirGroup á nú í samningaviðræðum við tvo svissneska banka, einn þýskan og bandarískan um fjárstuðning til að rétta fyrirtækið við. „En við verðum að koma lagi á reksturinn áður en við getum búist við fjárhagsstuðningi, sagði Corti. Fyrsta skrefið í þá átt er að draga fyrirtækið út úr óarðbær- um rekstri, hvort sem það er í Frakklandi, Þýskalandi eða í Belgíu. Eins og er kostar aðild SAirGroup að þremur frönskum flugfélögum móðurfyrirtækið 80 milljón sviss- neskra franka á mánuði. Belgíska fyrirtækið Sabena, sem SAirGroup á stóran hlut í, er einnig rekið með miklu tapi. „Hið sama gildir um rekstur Sab- ena og rekstur annarra fyrirtækja. Ef hann er ekki arðbær þá borgar sig ekki að halda honum áfram, sagði Corti. Rekstur flugþjónustufyrirtækja SAirGroup gekk vel á síðast liðnu ári. Flugmatarframleiðsla, fríhafn- arverslun, tækniþjónusta, vöruflutn- ingar og bókanir verða áfram mik- ilvægur þáttur í starfi SAirGroup en hótelkeðjan Swissotel og fasteigna- fyrirtækið AviReal verða seld af fjárhagsástæðum. Mario A. Corti er sá sem hefur setið skemmst í stjórn SAirGroup og ber þess vegna ekki ábyrgð á rauna- sögu fyrirtækisins. Hann hyggst sinna báðum störfum sem forstjóri og stjórnarformaður í nokkur ár og vonast til að koma fyrrverandi stolti allra landsmanna aftur á réttan kjöl. Corti var fjármálastjóri Nestle undanfarin 11 ár. Þar reyndist vel að gera starfsmönnum góða grein fyrir rekstri fyrirtækisins. Hann hyggst gera það sama hjá Swissair, eins og hann kallar SAirGroup, en nafninu var formlega breytt 1997. Starfs- menn flugfélagsins gera sér nú þeg- ar fulla grein fyrir erfiðleikunum. Corti tilkynnti á fundinum að flug- menn Swissair hefðu samþykkt 5% launalækkun næstu tvö árin gegn því að samningar sem áttu að renna út eftir 2 ár gilda áfram til 2005. Aðalfundur SAirGroup verður haldinn 25. apríl. Þrír af fyrrverandi stjórnarmönnum fyrirtækisins auk Cortis gefa áfram kost á sér í stjórn- ina. Corti ætlar að taka sér tíma fram á haust til að velja nýja menn til viðbótar í stjórnina. Hann sagðist hafa fengið fjölda bréfa með uppá- stungum og frá áhugasömum fram- bjóðendum. Hann sagði að fulltrúi starfsmanna fengi væntanlega sæti í stjórninni en aðalatriðið væri að finna menn með fjármálavit og þekk- ingu á sviði flugreksturs til að stjórna fyrirtækinu. Fyrrverandi forstjóra SAirGroup, Philippe Bruggisser, var sagt upp í lok janúar. Stofnandi Crassair, Mor- itz Suter, tók við af honum en gafst upp eftir nokkrar vikur. Allir nema einn í stjórn fyrirtækisins sam- þykktu að segja af sér um miðjan mars og stjórnarformaðurinn, Erik Honegger, pakkaði saman á skrif- stofunni um svipað leyti. Svisslend- ingar bera sterkar tilfinningar til Swissair. Stór hluti þjóðarinnar á hlutabréf í fyrirtækinu, svissneska ríkið á 3% og nokkrar kantónur eitt- hvað smávegis til viðbótar. Verð á SAirGroup-hlutabréfum hefur lækkað ört undanfarið ár. Í síðustu viku um 12.3% og 45% síð- ustu 12 mánuði. Önnur flugfélög í Evrópu eiga einnig við erfiðleika að etja. Þau þurfa öll að glíma við hærra olíuverð, sterkari dollara og harða samkeppni. En Lufthansa, SAS og Austrian Airlines njóta góðs af samstarfi sínu við önnur flugfélög í Star-bandalag- inu. Samstarf American Airlines og British Airways hefur einnig borið góðan árangur í One World. Star flýgur nú þegar til 815 ákvörðunar- staða og One World til 559. SAirGroup kaus að fara sína eigin leið. Í stað þess að vera frekar lítið flugfélag með nokkrum stórum í bandalagi kaus það að vera stærst og áhrifamest í hópi minni félaga innan Qualiflyer Group. Það ákvað að ein- beita sér að flugi til og frá Zürich, gera flugvöllinn þar að miðstöð smærri flugfélaga og fljúga sjálft lengri leiðir. Með því að fljúga fólki víðsvegar að var hægt að bjóða upp á beint flug frá Zürich til fjölda fjar- lægra borga í Asíu og Ameríku. Flugfloti Swissair átti að vera vel nýttur. Fjárfest í litlum flugfélögum Önnur evrópsk flugfélög fjölguðu langferðum sínum á sama tíma. Samkvæmt könnun Salomon Smith Barney fjölgaði sætakílómetrum frá 1996 til 1999 um 8% á ári, en það var helmingi meira en eðlileg framboðs- aukning. Bensínverð hækkaði á síð- asta ári um 50% frá 1999 en tekjur af hverju sæti hafa almennt dregist saman að meðaltali um 2% undanfar- in ár. SAirGroup fjárfesti í litlum evrópskum flugfélögum sem fljúga farþegum meðal annars til og frá Zürich. Fyrirtækið keypti 49,5% í þremur frönskum flugfélögum, AOM, Air Littoral og Air Liberte, 49,9% í þýska LTU, 49,9% í Volare á Ítalíu, 37,7% í pólska LOT og 20% í SAA í Suður-Afríku. Það tók yfir 49,5% í Sabena í Belgíu í upphafi síð- asta áratugar eftir að Svisslendingar felldu tillögu um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Swissair þurfti að tryggja sér fótfestu innan Evr- ópusambandsins á meðan tvíhliða samningar Sviss við Evrópusam- bandið um flugsamgöngur voru gerðir. Turkish Airlines og Air Portugal eru einnig aðilar að Quali- flyer Group. Stríð við verkalýðsfélög nýr vandi Gallinn við flest flugfélögin sem SAirGroup fjárfesti í er sá að þau kostuðu sitt, eru skuldum vafin og óarðbær. Þar að auki bætast verka- lýðsvandræði við í Belgíu og Frakk- landi en Svisslendingar eru ekki van- ir að kljást við sterk verkalýðsfélög. Verkföll eru svo til óþekkt í landinu. Fyrirtækið gat ekki reglum sam- kvæmt keypt meirihluta í flugfélög- unum en tryggði sér forkaupsrétt þegar reglurnar breyttust. Nú stendur það frammi fyrir því að geta eignast stærri hlut. Hvorki peningar né verulegur áhugi er lengur fyrir hendi en fyrirtækið hefur skuld- bundið sig og það kostar líka sitt að losa sig undan því. Miklar væntingar til nýs stjórnanda Mario Corti, sem er 55 ára, er lög- fræðingur með MBA frá Harvard og var mikils metinn starfsmaður sviss- neska seðlabankans í nokkur ár og starfaði í utanríkisviðskiptaráðu- neytinu við góðan orðstír áður en hann fór til Nestlé. Hann skilur markaðsvirði nafna fyrirtækja og talar sjálfur um Swissair þegar hann meinar SAirGroup, eins og flestir aðrir. Fall SAirGroup-verðbréfanna stöðvaðist um tíma þegar Corti var tilnefndur stjórnarformaður og for- stjóri. Þó benda sumir á að það er eitt að vera góður fjármálastjóri og annað að vera forstjóri. En hann hef- ur traust bankanna og góð sambönd í Bern. Nokkrar raddir úr vinstri armi stjórnmála hafa heyrst um að ríkið ætti að hjálpa Swissair. Sam- göngumálaráðherra, Moritz Leuen- berger, sem er sjálfur jafnaðarmað- ur, tók fyrir það á þingi. Hann benti á að Swissair hefur verið rekið sem venjulegt hlutafélag síðan 1998. Rík- ið hefur ekki átt fulltrúa í stjórn þess síðan þá. Hann sagði að hlutverk rík- isins væri að skapa Swissair sem besta starfsmöguleika en það ætti ekki að skipta sér af rekstrinum. Fyrsta verkefni Cortis er að fá gott og ábyrgt fólk með sér í stjórn fyr- irtækisins. Það þarf að endurskipu- leggja reksturinn fullkomlega. Á aðalfundinum verður kostnaður fyrirtækisins við mjög kostnaðar- sama ráðgjöf McKinsey-ráðgjafar- fyrirtækisins væntanlega ræddur og reynt að fá á hreint hvort Eric Hon- egger var heitið 5 milljóna franka greiðslu þegar hann hætti sem stjórnarformaður. Nokkrir hluthaf- ar hafa hótað málaferlum gegn fyrr- verandi stjórnarmönnum. Það er skjalfest að stjórnin vissi hvert stefndi og brást ekki strax við vand- anum. Rangar tölur voru birtar í hálfsársreikningum og staða fyrir- tækisins látin líta betur út en hún í raun og veru var. Reuters Flugrekstur SAirGroup hefur gengið illa en aðrir þættir eins og flugmat- arþjónusta, vöruflutningar, tækniþjónusta og fríhafnarverslun ganga bet- ur. Tap félagsins á síðasta ári nam 149 milljörðum íslenskra króna. Zürich. Morgunblaðið. Slæm lending Swissair

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.