Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 33

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 33 „ÞETTA eru ljúfustu piltar, mikill og góður félagsskapur. Ég hef víst hitt þá tvö kvöld í viku í hálfa öld og alltaf þótt skemmtilegt. Auðvitað hafa orð- ið kynslóðaskipti og nú er spurning hvað þeir þola mig lengi áfram sam- söngmenn. Maður er ekkert ung- lamb lengur en segir enn um kór- sönginn eins og einn ágætur lögreglumaður; ég er laglaus, en gæti kannski raulað bassa.“ Á árlegum vortónleikum karla- kórsins Fóstbræðra mun Aðalsteinn Guðlaugsson syngja með kórnum í fimmtugasta sinn. Hálfrar aldar af- mæli hans í þessum þekkta kór ber upp á 85 ára afmæli Fóstbræðra. Þeir skipa elsta karlakór Reykjavík- ur og þann næstelsta í landinu, en Þrestir í Hafnarfirði munu vera nokkrum árum eldri. Fyrstu tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Þeir verða endurteknir á sama stað og tíma 5. og 6. apríl og svo laug- ardaginn 7. en hefjast þá klukkan 14. Einsöngvarar með kórnum verða þau Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Rannveig Fríða Bragadóttir mezzo-sópran. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson, skólastjóri Tónlist- arskóla Kópavogs. Fjölbreyttari verkefni Séra Friðrik Friðriksson var hvatamaður að stofnun karlakórs KFUM árið 1916 en nafninu var breytt í Fóstbræður 21 ári síðar. Þá höfðu tengsl rofnað við kristilegan félagsskap ungra manna en áfram var sungið og ennþá ekkert lát þar á. Fyrsti stjórnandi kórsins var Jón Halldórsson og við hann er kennd stofan í Fóstbræðraheimilinu þar sem við hitttumst fyrir æfingu um helgina, Árni Harðarson og Jón Þor- steinn Gunnarsson formaður kórs- ins. Þeir segja að sú þróun hafi helst orðið síðustu ár að verkefnaval fyrir kórinn sé fjölbreyttara en fyrr. Nú spannar það nútímaverk, sígild og forn, íslensk lög og útlend, geistlega tónlist og veraldlega. Fyrir utan ár- lega vortónleika fyrir um 800 styrkt- arfélaga og þá aðra sem heyra vilja, syngur kórinn við alls konar opinber tækifæri, á tyllidögum og meirihátt- ar tónleikum. Til að mynda í fyrra í óperunni Aidu í Laugardalshöll og á hátíðartónleikum menningarborgar í Hallgrímskirkju. Oft eru Fóstbræð- ur beðnir að senda söngvara í jarð- arfarir og almennt reynir kórinn að verða við slíkum erindum. Sjö stjórnendur og um 400 söng- menn hafa komið við sögu kórsins á þessum 85 árum. Hún er ítarlega rakin í nýrri bók Páls Ásgeirs Páls- sonar blaðamanns og Fóstbróður. En kórinn var í upphafi skipaður nærri fimmtíu tónvissum körlum en nú eru félagar um 70 talsins. Þeir Árni og Jón Þorsteinn segja það í meira lagi og þess vegna hafi fáir ný- ir verið teknir inn á síðustu misser- um. Síðast hafi verið auglýst eftir söngmönnum haustið 1999, þá hafi 15 sótt en 2 komist að. Menn verði raun- ar ekki fullgildir félagar fyrr en eftir eins árs bærilega heppnaðan reynslutíma. Árni segir veltu kórmanna hæga, þeir séu yfirleitt í kórnum þetta tíu, fimmtán ár og þó nokkrir áratugin- um lengur eða svo. Og þá sé ekki allt- af allt búið því að fyrrum félagar, Gamlir fóstbræður kalla þeir sig, hittist mánaðarlega með Jónasi Ingi- mundarsyni. Sá ástsæli píanóleikari situr einmitt við slaghörpuna í Lang- holtskirkju á vortónleikunum í vik- unni. Fáheyrð lög og frum- flutningur þingmannakvæða Á efnisskrá tónleikanna kennir ýmissa grasa, sumra sjaldgæfra, eins og í lögum eftir Bruckner, Poulenc, Kodály og di Lasso. Önnur lög eru al- þekkt, íslenskir hetjusöngvar sem Jóhann Friðgeir Valdimarsson flytur með kórnum, og mið-evrópsk ljóð þar sem Rannveig Fríða Bragadóttir kemur til liðs við Fóstbræður. Þjóð- vísur verða sungnar, lítið lag frum- flutt eftir Óliver Kentish og verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson heyrist í fyrsta skipti í flutningi karlaradda. En rúsínan í pylsuendanum er lík- lega frumflutningur á Alþingisrappi sem Atli Heimir Sveinsson samdi fyrir Fóstbræður við vísur úr síðustu þingveislu. Þetta er þá nýjasta til- leggið til rappraðar Atla Heimis, en hann setur þessa tónlist götunnar inn í baðstofu með íslenskum rímum. Kórinn hvílir sig líka á tónleikun- um meðan einsöngvarar renna sér skalana. Rannveig Fríða hittir svo Fóstbræður aftur í júní til að syngja með þeim á tónleikum í Vín og Búda- pest. En aðaltilefni ferðarinnar er al- þjóðleg karlakórakeppni í Prag í Tékklandi.Fóstbræður hafa tvisvar áður att slíku kappi erlendis, einir ís- lenskra karlakórsmanna, og unnið verðlaun í bæði skiptin. Fyrst árið 1972 í Wales og síðan 1987 í Þýska- landi. Eiginkonur máttarstólpar Rannveig Fríða verður ekki eina konan í förinni, því venja er að eig- inkonur kórmanna fari utan með þeim. Viðmælendur blaðsins fá ekki fulllofað konurnar, stoðir og styttur í starfinu og svo almennilegar að þola fjarveru manna sinna vegna æfinga tvö kvöld í viku. Þær fjarverustundir verða vissulega fleiri fyrir viðburði eins og tónleikana nú. Og ekki eru konur Fóstbræðra með þeim á þekktum þorrablótum kórsins. Hins vegar ráða þær lögum og lofum á árshátíð sem jafnan er haldin í lok vortónleikaraðar. Áður en við stöndum upp úr stól- um Jónsstofu man ég eftir að spyrja út í samkeppnina. Karlakór Reykja- víkur er annar öflugur hópur í söng- lífi landsins og sumum þykir nokkur munur á söngstíl kóranna. Kröftugur hljómur, hvellur og bjartur, hefur verið sagt um Karlakór Reykjavíkur, en hljómur Fóstbræðra fremur kall- aður dökkur og fágaður. Hálf öld bróður Aðalsteins Árni samsinnir því síðarnefnda og lætur nægja að tala um sinn kór. Þó segir hann að í eina tíð hafi talsverð- ur rígur ríkt milli kóranna. Þá hafi verið sagt að best væri að stefna sam- an tenórum Karlakórsins og bössum Fóstbræðra. Það gildi varla lengur og heilbrigð samkeppni sé báðum hópunum til framdráttar. Með það segjum við amen og skundum til kirkju á æfingu. Þegar komið er í Langholtskirkju heyrist kliður úr salnum og kaffið rennur úr vélum. Aldursforsetinn Aðalsteinn tyllir sér með blaðamanni og gerir fyrst lítið úr þeirri staðhæfingu að hann sé reynd- asti kórsöngvari á Fróni. „Ætli það geti nú verið, ætli þeir hafi ekki einhverjir sungið lengi, ég hef svona enst þetta af því það er gaman að félagsskap drengjanna og auðvitað músíkinni. Ég var víst 25 ára þegar ég byrjaði og hafði þá lengi langað að syngja í kór. Þarna í blá- byrjun var ég svo heppinn að veljast með nokkrum kórfélögum öðrum til að syngja í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins, það var Rigoletto, og mér þótti þetta merkileg reynsla. Árið eftir varð ég aftur heppinn, söng þá á ný ásamt fleiri Fóstbræðrum og Þjóðleikhúskórnum í Leðurblökunni, og kynntist konunni minni, Eygló Viktorsdóttur söngkonu, sem nú er látin. Án hennar stuðnings hefði ég aldrei enst svona í kórnum.“ Stórkostlegt Goretex Aðalsteinn segist alæta á tónlist, honum sé jafnljúft að syngja íslensk- ar vísur og óperukóra. Allt frá „því stórkostlega Gore- tex“, eins og hann kallar hið forna Codex Calixtinus, sem flutt var í Hallgrímskirkju á menningarárinu í fyrra, til söngs með Stuðmönnum í Háskólabíói eða þá rappsins úr smiðju Atla Heimis. Fjölbreytnin fellur þessum vana manni sem sagt vel í geð og hann seg- ir stærsta vinning Fóstbræðra lík- lega núverandi stjórnanda, sem mik- ið hafi stuðlað að henni. Að öðrum ólöstuðum, bætir hann við, en hann söng hjá stjórnendunum öllum nema þeim fyrsta, Jóni Halldórssyni. Þetta eru þeir heiðursmenn Jón Þórarins- son, Ragnar Björnsson, Jón Ásgeirs- son, Jónas Ingimundarson og Garðar Cortes. Aðalsteinn er nú 75 ára gamall og var síðast skrifstofustjóri hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, „sem var lögð niður til þess að losna við mig, svona í og með.“ Nú er þessi bros- mildi söngrefur farinn að hitta Gamla fóstbræður, auk reglulegra kóræf- inga. „Svo læt ég eftir mér að spila golf á sumrin, núna þegar ég hef rýmri tíma en fyrr. Það fæst ég líka við með Fóstbræðrum, þetta gengur svo mikið út á kompaníið. Vináttan í kórnum þessi fimmtíu ár hefur gefið mér geypimikið.“ Fágæt lög og þingrapp hjá Fóstbræðrum Karlakórinn Fóst- bræður fagnar nú 85 árum og heldur vor- tónleika í Langholts- kirkju í kvöld og 5., 6. og 7. apríl. Þórunn Þórs- dóttir hitti stjórnanda, kórformann og aldurs- forseta söngmanna og fékk að heyra í kórnum ásamt einsöngvurum. Morgunblaðið/Þorkell Fóstbræðurnir Árni Harðarson söngstjóri, Aðalsteinn Guðlaugsson söngvari og Jón Þorsteinn Gunnarsson, formaður kórsins. PÍANÓLEIKARINN og djass- tónlistarmaðurinn John Lewis lést í New York síðastliðinn fimmtudag, áttræður að aldri. Lewis skapaði sér nafn sem píanóleikari, tónsmiður, útsetjari og kennari, en frægastur var hann fyrir ævilangt starf sem meðlimur og stjórnandi Nútíma- djasskvartettsins (The Modern Jazz Quartet). Kvartettinn starf- aði nær samfellt undir stjórn Lewis frá árinu 1952 fram til síð- ari hluta níunda áratugarins og naut mikillar hylli meðal breiðs hóps áheyrenda. Auk Lewis léku í kvartettnum víbrafónleikarinn Milt Jackson, bassaleikarinn Percy Heath og trommuleikarinn Connie Kay, sem tók við af Kenny Clarke. Lewis fæddist í Illinois-fylki ár- ið 1920 og hóf píanónám sjö ára gamall. Hann hóf djassferil sinn sem píanóleikari í stórsveit Dizzys Gillespies, en auk þess að stjórna Nútímadjasskvartettnum lék Lewis á tónleikum og í upptökum með ýmsum virtum djasstónlist- armönnum, Charlie Parker, Lest- er Young, Ellu Fitzgerald og Mil- es Davis svo dæmi séu nefnd. Þá hefur Lewis sent frá sér fjölda hljómplatna bæði með eigin tón- smíðum og sem meðlimur djass- kvartettsins. Meðal fægra djass- tónsmíða Lewis eru m.a. „Django“ og „Two Degrees East, Three Degrees West,“ en þessi lög hafa ölast sess sem sígildir djass„standardar“. Lewis lauk meistaragráðu frá Manhattan School of Music árið 1953 og sinnti hann alla tíð tónlist- arkennslu á háskólastigi, m.a. við Harvard-háskóla, auk ýmissa stjórnunarstarfa á tónlistarsvið- inu. Lewis skapaði sér einkum sér- stöðu sem djasstónlistarmaður með því að flétta saman aðferðum sígildrar tónlistar og djasstónlist- ar. Hann lagði alla tíð áherslu á að djasstónlist ætti sams konar virð- ingu skilið og sígild tónlist og settu þau vinnubrögð mark sitt á tónsmíðar hans og tónlistarflutn- ing Nútímadjasskvartettsins. Djasstónlistarmaðurinn John Lewis fallinn frá New York Times. AP Píanóleikarinn og tónsmiður- inn John Lewis er allur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.