Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngvari gefur ekki mikið fyrir vangavelturnar um arftaka ten- óranna þriggja í tímaritinu Time, sem vitnað er til hér á síðunni. Raunar segir hann að svo virðist sem engin sérstök leit standi yfir að tenórum framtíðarinnar. Hljóm- plötuútgefendur eigi hins vegar í vanda, mörg fyrirtæki í þeim geira séu að fara á hausinn og önnur að renna saman og hjá þeim gæti ákveðinnar tilhneigingar til þess að hanga of lengi á því sem hafi selst. „Þeir hanga á því og hafa hangið á því allt of lengi – og núna eru þeir með brækurnar á hnján- um,“ segir Kristján. Hann segist hafa lesið margar ámóta greinar um leitina að arf- tökum tenóranna þriggja. „Þeir eru bara ekki einu sinni að leita – það er kannski gallinn – miklu frekar að bíða. Svo þurfa menn að koma frá réttum aðilum og vera frá réttum stað, þannig að það er ekki endilega bara talentið sem gildir – nema síður sé.“ Sem dæmi um það nefnir hann rússneska ten- órinn Sergei Larin, sem sé sá sem hann beri langmesta virðingu fyrir í faginu. „Hann er ekki einu sinni nefndur á nafn.“ Við erum svona tíu sem önn- umst þessi stærstu óperuhús Um „tenórana þrjá“ sem svo hafa verið nefndir segir Kristján: „Þessir gaurar hafa varla sungið nema svona tíu, fimmtán sýningar á ári í óperuhúsunum og eru í rauninni mest í „sjóbissness“ og uppákomum í sjónvarpi og á stórum íþróttaleikvöngum. Carrer- as hefur náttúrulega varla farið á svið í óperu síðan 1984 og það eru sennilega svona tólf ár síðan Luc- iano hefur sungið á Scala. Í prívat- bissnessnum eins og Metropolitan er hangið á þeim vegna þess að þeir eru auðvitað heimsnöfn. En hjá okkur sem erum í bransanum og syngjum þessi stóru hlutverk eru þeir ekkert inni á kortinu lengur,“ segir hann. „Við erum svona tíu gaurar sem önnumst þessi stærstu óperuhús heims og við erum búnir að gera það í ein tíu, fimmtán ár,“ bætir hann við. Kristján segir langt frá því að hægt sé að tala um þá Roberto Alagna og José Cura sem arftaka í þessu sambandi. Um Marcello Alv- arez og Salvatore Licitra segir hann að þeir séu báðir að koma inn nú á allra síðustu árum og eigi eftir að sanna sig. „Þó að Roberto Alagna sé vinur minn get ég ekki séð að hann verði nokkurn tíma „il grande tenore“ eins og það er kall- að í bransanum. Hann hefur ekki það kvalítet. Hann hefur hvorki það sem Pavarotti, Domingo eða ég sjálfur höfum í að syngja þessar stærri rullur – enda hefur hann aldrei gert það. Ég held að hann sé fyrst núna að takast á við Il Trovatore hér á Ítalíu og hann er kominn eitthvað á fimmtugsald- urinn. En röddin er mjög falleg, „Sergei Larin er miklu betri en allir þessir gaurar“ hann hefur gert mjög vel og þetta er sætur strákur – og hefur kannski einmitt líka verið vinsæll þess vegna.“ Tek ofan fyrir Larin Þegar Kristján er spurður hverjir séu að hans mati bestu ten- órarnir í heiminum í dag segir hann: „Frá mínum bæjardyrum séð eru það bara nákvæm- lega þeir sem syngja mest og í stærstu hús- unum, allt þetta „grande repertoire“ – og þeir sem syngja mest í stærstu húsunum núna eru ég og Larin. Það er svo einfalt mál. Sá sem mér finnst „grande tenore“ og ég tek ofan fyrir er Larin – en hann er ekki einu sinni nefndur á nafn þarna. Hann er miklu betri en allir þessir gaurar og miklu meira varið í hann sem söngvara. Hann getur sungið Turandot og Aida en það er varla um það að ræða að bjóða neinum hinna að syngja þessar óp- erur, hvað þá heldur La Tosca, svo ekki sé talað um „verismo“-óper- urnar. Þeir hinir eru mjög góðir söngvarar með fallega rödd en ég myndi ekki telja neinn þeirra „il grande tenore“. Ég fæ ekki gæsa- húð af að hlusta á þá eins og Luc- iano og þá fyrir fimmtán, tuttugu árum,“ segir Kristján. Kristján Jóhannsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson TENÓRARNIR þrír, Luciano Pavar- otti, Placido Domingo og José Carrer- as, hafa verið söluhæstu klassísku tónlistarmennirnir frá því þeir sungu fyrst saman í Róm árið 1990. Í kjölfar tónleika þeirra hafa tónleikahaldarar og tónlistariðnaðurinn boðið áhorf- endum upp á fjölmargar útgáfur af tríóum tenóra – kínverskra, banda- rískra og írskra, svo dæmi séu nefnd. Pavarotti, Domingo og Carreras nálgast nú óðum sjötugsaldurinn þannig að tenóra framtíðarinnar er ákaft leitað af hljómplötuútgefendum um þessar mundir og fjallaði tímaritið Time um nokkra þeirra nýlega. Í skugga eiginkonunnar Einn sá fyrsti sem nefndur var til sögunnar var Ítalinn Roberto Alagna. Söngur hans í La Traviata í Scala- óperunni í Mílanó vakti vonir um „nýjan Pavarotti“, en hljómdiskasala hans hjá EMI-útgáfufyrirtækinu hef- ur hins vegar ekki gengið sem skyldi. Að mati sumra hefur Alagna staðið í skugga eiginkonu sinnar, Angela Gheorghiu, og telur Rupert Christ- iansen, gagnrýnandi breska dag- blaðsins Daily Telegraph, rödd Alagna bera merki streitu. „Hann hengir sig á hverja háa nótu sem gefst og kann að hafa valdið rödd sinni var- anlegum skaða,“ segir Christiansen. José Cura, argentínskur skjólstæð- ingur Domingos, hefur einnig verið talinn líklegur arftaki tenóranna þriggja. Warner Music-útgáfufyrir- tækið bindur a.m.k. vonir sínar við söngvarann, sem talinn er hafa bæði hlýja og dramatíska rödd. Það hindr- aði þó ekki New York Times í að segja söngstíl hans grófan, en Cura hefur einnig verið sakaður um að heillast meira af frægðarljómanum en tónlist- artækninni. Líkt við Pavarotti Tveir tenórar til viðbótar eru þá líklegir til að vinda sér í slaginn að mati Sony, sem undirritað hefur samninga við Argentínumanninn Marcelo Alvarez og Ítalann Salvatore Licitra. Rödd Alvarez er þó ekki talin nógu þróttmikil til að berast um stærstu íþróttavelli og enn hefur lítið reynt á Licitra, þótt honum hafi verið líkt við Pavarotti eftir að hann söng í Scala-óperunni fyrir skemmstu. Enginn þessara tenóra hefur þó enn talist verðugur arftaki þeirra Domingos, Carreras eða Pavarottis og útgáfufyrirtæki leita nú nýrra leiða til að vekja áhuga almennings. Universal hefur til að mynda tekið upp á því að láta Ítalann Andrea Boc- elli senda frá sér klassíska tónlist og popptónlist til skiptis. Þessi háttur hefur þó ekki aukið hróður Bocellis innan tónlistariðnaðarins og er hann ekki tekinn alvarlega af óperuheim- inum. Universal virðist einnig spennt fyr- ir íþróttaáhugamanninum Russell Watson. Fyrirtækið hefur markaðs- sett Watson undir nafninu „Röddin“, en fyrst vakti söngvarinn athygli er hann söng fyrir einn af leikjum enska fótboltaliðsins Manchester United. Til stendur að kynna Watson á Bandaríkjamarkaði nú í vor og virð- ast íþróttavellir þar ofar á dagskrá en óperuhús. Plötuútgefendur fullyrða gjarnan að tenórarnir þrír, Bocelli og sópran- söngkonan kornunga Charlotte Church fjölgi hlustendum klassískrar tónlistar. Tónlistargagnrýnendur eru þó á öðru máli og segir Christiansen iðnaðinn nú reyna að endurskapa ten- órana þrjá. „Þetta hefur orðið á sér Hollywood-blæ. Það er mikill þrýst- ingur á söngvara að endurtaka frægð- arferil tenóranna þriggja og þeim þannig ekki veitt tækifæri á að þróa sinn eigin stíl. Hæfileikarnir eru bældir niður,“ sagði Christiansen og tók þar í sama streng og sellóleikar- inn Julian Lloyd Webber, sem kveðst óttast að með þessu hindri útgáfufyr- irtækin allan framtíðarvöxt klassískr- ar tónlistar. Leitin að arftökum tenóranna þriggja heldur áfram Enginn sagður í sjónmáli Russell Watson José Cura Marcelo Alvarez Roberto Alagna Reuters Ítalski tenórsöngvarinn Salvatore Licitra ásamt Violeta Urmana á æf- ingu á Il Trovatore í Scala-óperunni fyrr í vetur. Andrea Bocelli MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barnaleikritið Langafi prakkari í Hvoli á Hvolsvelli á morgun, miðvikudag, kl. 17.15 og í íþróttahúsinu á Hellu á fimmtu- dag kl. 17.15. Leikritið, sem er eftir Pétur Eggerz, byggist á sögum Sig- rúnar Eldjárn, Langafi drullu- mallar og Langafi prakkari. Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa henn- ar. Þótt langafi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri er Pétur Eggerz. Almennt miðaverð á sýning- arnar er kr. 1.000. Langafi prakkari á Suður- landi MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barnaleikritið Lóma – mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér í félagsheimilinu í Sandgerði í dag, þriðjudag, kl. 17.15. Þar segir frá Lómu litlu tröll- astelpu sem er að byrja í skól- anum þar sem hún fær að lesa, reikna og skrifa og líður ekki á löngu þar til skólafélagar Lómu fara að hlæja að henni og stríða. Það finnst Lómu hund- leiðinlegt og hún ákveður að strjúka úr skólanum. Leikritið er eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, leikstjóri er Pétur Eggerz. Leikarar eru Aino Freyja Järvelä, Bjarni Ingvarsson og Ingibjörg Stef- ánsdóttir. Almennt miðaverð á sýn- inguna er 1.000 kr. Lóma í Sandgerði NÚ stendur yfir kvikmyndahá- tíðin Kvikar myndir í MÍR- salnum og Norræna húsinu. Yf- irskrift hátíðarinnar er Pólitík. Þriðjudagur Norræna húsið: Opið kl. 14– 18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: Kl. 15. Áróðursmyndir – ýmsir titlar. Gryfja: Heimildarmynd- ir. Kl. 14: Titicut Follies eftir Fredrick Wiseman. Kl. 15.30: Painters Paintings eftir Emile De Antonio. MÍR-salurinn: Kl. 20: Kvik- myndin Bóndinn eftir Þorstein Jónsson. Grenada, Grenada, Grenada mín (1967) eftir Rom- ans Karmen. Kvikar myndir Í NORRÆNA húsinu stendur nú yfir til 6. apríl kynning á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð. Þriðjudagur – Piteådagur Kl. 12–14 verður „Soð- brauðshátíð“ í anddyri og tón- list til skemmtunar. Kl. 20 verður Piteåkvöld- dagskrá. Frá árinu 1974 hafa 450 Íslendingar sótt sænsk- unámskeið í Framnesi í Piteå. Rifjaðar verða upp minningar og gefnar upplýsingar um væntanleg námskeið. Norður- botnsdagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.