Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 35 Rýmum til í undirfatnaði þessa viku Brjóstahaldarar, bolir, sloppar og fleira 20-50% afsláttur Laugavegi 24, sími 562 4235. AFLEITT sálarástand, ekki síð- ur en bágt, líkamlegt ásigkomulag vistmanna á vistheimili fyrir fatlað fólk, er til umfjöllunar í óvenju hreinskilinni og afdráttarlausri mynd franska leikstjórans og hand- ritshöfundarins Jean-Pierre Sinapi. Aðalpersónurnar eru René (Olivier Gourmet), miðaldra maður, bund- inn hjólastól vegna illvígs hrörn- unarsjúkdóms og sykursýki, sem er smám saman að ganga af honum dauðum. René hefur greinilega átt betri daga og á erfitt með að sætta sig við ástand sitt og samvistirnar við aðra vistmenn, sem hann telur að standi sér vitsmunalega langt að baki. Hann er nánast óþolandi, ill- skeytt og orðljótt fatlafól, sem búið er að fá alla uppá móti sér þegar Julie (Nadia Kaci), ný hjúkrunar- kona, byrjar að annast hann. René reynir að halda í sjálfsvirð- inguna og koma Julie í skilning um að bak við deyjandi rustamennið í hjólastólnum býr maður með sínar langanir og þrár, þrátt fyrir allt. Stynur því loks upp að mest af öllu þrái hann líkamlegt samneyti við kvenmann og hefst erfið barátta hinnar skilningsríku Julie við að fá slíka framandi draumsýn uppfyllta. Hún þarf að fullvissa starfsfólk, lækna og aðra yfirmenn vistheim- ilisins um nauðsyn málsins – og hafa uppá gleðikonu sem treystir sér til að veita jafnsérhæfða þjón- ustu. Eftirmálin eru mörg og marg- vísleg því Þjóðvegur 7 er ekki dramatísk klútamynd með ódýrar niðurstöður, heldur hlý og afar manneskjuleg innsýn í umhverfi og líf fjölfatlaðs fólks. Hugrekki þess í erfiðri lífsbaráttu, þrár, hömlur og einmanaleika. Sinapi tekst að sneiða hjá væmni og óþarfa tilfinn- ingasemi og blanda ískaldan raun- veruleikann með kolsvörtum húm- or. Þannig að upplifun Þjóðvegar 7 er fjarri því að vera þungbær, miklu frekar fræðandi og trúverðug mynd af einstaklingum sem eiga um sárt að binda og hvernig unnt er að lina þjáningar þeirra með skilningi, hleypidómaleysi og góðra manna hjálp. Gleðikonur, eðli þeirra og staða í nútímaþjóðfélagi, sem setur spurningarmerki við allt snakkið um vændið í höfuðborginni. Sinapi bætir myndina með nokkrum hliðarsögum af einsemd hjúkrunarkonunnar góðu, sem sjálf situr eftir með sárt ennið, óvæntum ástum á vistheimilinu; margvísleg- um raunum vistmannanna og vændiskonu með gott hjartalag. Allar sagðar af sömu virðingunni fyrir viðfangsefninu og réttu skop- skyni. Myndin um fólkið á vistheimilinu við þjóðveg 7 er vel í stakk búin til að auka skilning okkar á marg- þættu ástandi þeirra sem þar eiga skjól og á það fyrst og fremst að þakka næmu innsæi Sinapis, sem mun þekkja til umfjöllunarefnisins af eigin raun. Eins er myndin ein- staklega vel leikin, reyndar ótrú- lega vel af Olivier Gourmet í hlut- verki Renés, Nagia Kaci stendur honum ekki langt að baki. Þá er frammistaða hinna fötluðu með ólíkindum, þar fer Saïd Taghmaoui fremstur, sem vistmaðurinn sem fær að heyra það hjá sálfræðingi stofnunarinnar að hann eigi jú fjári bágt; fjölfatlaður, múslimi, samkyn- hneigður og eins og það hálfa sé ekki nóg vilji hann gerast kaþólsk- ur. Ekki ónýtt að eiga slíka fag- menn að þegar á móti blæs. Mannúð, fötlun og mannleg reisn KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n F r a n s k i r b í ó d a g a r Leikstjóri: Jean-Pierre Sinapi. Handritshöfundur: Sinapi, Anne- Marie Catois. Tónskáld: Jean- Michel Chauvet. Kvikmyndatöku- stjóri: Jean-Paul Meurisse. Aðal- leikendur: Nadia Kaci, Olivier Gurmet, Lionel Abelanski, Chantal Neuwirth, Gérald Thomassin, Saïd Taghmaoui. Sýningartími 90 mín. Frönsk. Rézo Films. Árgerð 2000. ÞJÓÐVEGUR 7 – NATIONALE 7  Sæbjörn Valdimarsson SÖNGLEIKIR þeirra Múla- bræðra, sumir reyndar samdir í slagtogi við aðra, eru náttúrulega sí- gild íslensk leikverk. Frábær tónlist- in, hnyttnir textarnir, húmorinn og sú sérstaka hlýja sem einkennir efn- istök öll gera þau að sjálfsögðum við- fangsefnum á öllum tímum. Smá- krimmaóperettan Rjúkandi ráð, sjúkrahússöngleikurinn Allra meina bót, Jóla- og bílnúmerarevían Del- eríum Búbónis, og síldar- og spírít- ismasöngleikurinn Járnhausinn eru hvert öðru skemmtilegra. Íslensk áhugaleikfélög munu alltaf standa í þakkarskuld við þá bræður og því er viðeigandi af Eflingu að senda Jóni Múla kveðju á áttræðisafmælinu með þessari bráðskemmtilegu sýn- ingu. Arnór Benónýsson hefur tínt saman söngva og leikatriði úr verk- unum fjórum, auk þess sem sungin eru tvö lög úr ófluttu verki, Forseta- kosningar 2012, sem mun vera að uppistöðu skopleikurinn Halelúja, aukinn söngvum. Mörg laganna eru vitaskuld alþekkt og heyrast oft, en hér gat einnig að heyra söngdansa sem standa óverðskuldað í skugga þeirra frægari. Kavatína Kristínar úr Rjúkandi ráði, Sérlegur sendi- herra úr Deleríum Búbónis, Hvað er að, hvíta ský? úr Járnhausnum og Barbídúkka úr nýja verkinu eru frá- bær lög sem gaman var að rifja upp kynnin við með Eflingarfólki. Þá var líka gott að heyra gamalkunnug lög tekin ferskum tökum, sérstaklega óborganlega útgáfu af Ástardúettin- um fallega úr Deleríum Búbónis, sem var sunginn þrisvar, af pörum á öllum aldri, og með ólíkum forsend- um. Þeir Reykdælir eru vel búnir tón- listarkröftum og því ekki að undra að sá þáttur sýningarinnar væri vel af hendi leystur. Hljómsveitin var vel spilandi og söngvarar upp til hópa fínir. Hraðaval var að jafnaði í frískari kantinum, sem kom stund- um niður á textunum, einkum í hóp- söngvum, en kunna ekki allir Fröken Reykjavík hvort eð er? Leikatriðin voru flest ágæt, en ég gæti trúað því að erfitt sé fyrir þá sem lítt eru kunnugir verkunum að henda reiður á hvað er að gerast í sumum þeirra. Kannski hefði verið ráð að gera stutta grein fyrir efnisþræði verk- anna í leikskrá. En leiktexti Jónasar stendur auðvitað fyrir sínu og skilaði sér alla jafna til áhorfenda. Umgjörð sýningarinnar er eins einföld og hugsast getur, leikmyndin fyrst og fremst leikhópurinn sjálfur, engir búningar, bara föt leikaranna sjálfra, að mér sýndist. Þetta var ágæt lausn, hér voru skáldbræðurnir í forgrunni. Myrkvanir á sviðinu milli atriða voru eiginlega óþarfar í þessu óþvingaða andrúmslofti. Augun þín blá er skemmtileg og kraftmikil yfirlitssýning sem fær áhorfendur, allavega undirritaðan, til að bíða spennta eftir næsta tæki- færi til að sjá söngleikina í heild. Slík sýning myndi augljóslega ekki vefj- ast fyrir Ungmennafélaginu Eflingu. Sígræna LEIKLIST L e i k l i s t a r h ó p u r u n g m e n n a f é l a g s i n s E f l i n g a r Dagskrá úr verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Leikstjórn og dagskrárgerð: Arnór Benónýsson. Tónlistarstjórn: Sigurður Ill- ugason. Breiðumýri, Reykjadal, 30. mars 2001. AUGUN ÞÍN BLÁ Þorgeir Tryggvason ÓPERUIÐJA Tónlistarskóla Kópa- vogs flytur tvo óperueinþáttunga í Salnum í Kópavogi í kvöld, 3. apríl, og á fimmtudaginn, 5. apríl, og hefjast sýningarnar kl. 20.30. Fluttar verða óperurnar Bastían og Bastíana eftir Wolfgang Ama- deus Mozart og Fræðimaður á far- aldsfæti eftir Gustav Holst. Leik- stjórn og íslenska þýðingu annast Anna Júlíana Sveinsdóttir söng- kona og Krystyna Cortes leikur á píanó við flutninginn. Bastían og Bastíana segir frá smalastúlku sem telur að smalinn Bastían hafi yfirgefið sig, þar til töframaðurinn Kolur hjálpar þeim að ná sáttum. „Mozart var tólf ára gamall þegar hann samdi Bastían og Bastíönu og þess vegna þótti okkur við hæfi að yngstu nem- endur söngdeildar skólans, frá 14 til 17 ára, flyttu óperuna. Hún er byggð á franskri fyrirmynd eftir heimspekinginn og rithöfundinn Jean-Jacques Rousseau, en fæstir vita að hann var líka tónskáld. Mozart samdi síðan sína eigin hug- arsmíð við franska þýðingu á þessu efni,“ segir Anna Júlíana Sveins- dóttir sem leikstýrir óperunum. Fræðimaður á faraldsfæti (The Wandering Scholar) er samin árið 1930. Hún á sér stað í Frakklandi á 13. öld, og segir frá því er bóndinn Louis bregður sér í bæjarferð. Á meðan fær Alison eiginkona hans þorpsprestinn í heimsókn, en hann hefur áhuga á fleiru en að bragða á hnetuköku, svínasteik og búrgúndívíninu hennar. Fræðimaðurinn Pierre truflar hins vegar fyrirætlanir prestsins og bóndakonunnar. Flytjendur í Fræðimanni á far- aldsfæti eru Oddný Sigurð- ardóttir, Hulda Jónsdóttir, Helga Heimisdóttir og Anna Hafberg. Tveir hópar flytja óperuna Bastían og Bastíana. Í kvöld koma fram þær Lára Rúnarsdóttir, Svanhvít Yrsa Árnadóttir og Guðrún Ragna Yngvadóttir, en á fimmtudaginn verða flytjendur þær Vigdís Ás- geirsdóttir, Oddrún Ólafsdóttir og Þórhalla S. Stefánsdóttir. Óperurnar eru sem fyrr segir fluttar í Salnum í Kópavogi og hefjast kl. 20.30 báða dagana. Að- gangseyrir er 500 kr. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Úr óperunni Fræðimaður á faraldsfæti sem nemendur Tónlistar- skóla Kópavogs flytja í Salnum í kvöld og á fimmtudag. Nemendur flytja tvo óperueinþáttunga LEIKFÉLAG Seltjarnarness frum- sýnir gamanleikinn Saklausi svallar- inn í Mýrarhúsaskóla í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20.30. Leikritið er í leikgerð og leikstjórn Einars Þor- bergssonar en þetta er fyrsta leik- ritið í fullri lengd sem leikfélagið tekur til sýningar. Með helstu hlut- verk fara Grétar G. Guðmundsson, Monika Abendroth, Gyða Valdís Guðmundsdóttir og Einar Þorbergs- son. Í leikritinu segir frá skoplegum tilraunum þýsks verksmiðjueiganda, Júlíusar Seibold, við að koma dóttur sinni, 19 ára blómarós, og miðaldra klunnalegum meðeiganda sínum í eina sæng. Mörg ljón eru á veginum og þarf Júlíus að grípa til örþrifa- ráða og gera meðeigandann að „sak- lausum svallara“. En það dregur dilk á eftir sér fyrir þá félaga. Miðaverð er kr. 1.000 en 500 kr. fyrir eldri borgara og börn 12 ára og yngri. Miðasala verður við inngang- inn. Gamanleikur á Seltjarnarnesi Úr Saklausa svallaranum í uppsetningu Leikfélags Seltjarnarness.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.