Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STRENGJASEXTETTSÁHÖFN tveggja fiðlna, tveggja víólna og tveggja sellóa er sjaldséður gestur á tónleikum. Þó mun greinin algengari í tónbókmenntum en halda mætti, því allt frá dögum Boccherinis hafa ólíklegustu tónskáld samið strengja- sextetta á stangli. Spohr, Dvorák, Gade, Schönberg, Bridge, Bax, Korngold, Schulhoff og Martinu, svo einhverjir séu nefndir. Engu að síð- ur er þröngin á raddþingi þessarar tilteknu áhafnar það mikil og vand- meðfarin, að margir hafa kosið þá augljósu leið eftir á að útsetja hana fyrir strengjasveit líkt og gert var með „Souvenir de Florence“, enda varð sú útgáfa mun þekktari. Hvers vegna höfundum skyldi oftast yfir- sjást sú jafnaugljósa leið að nota kontrabassa í stað 2. sellós, sem drægi stórum úr urgandi nálægð radda neðra sviðsins og bætti áþreif- anlega um fyllingu, sætir aftur á móti undrum. Nema skrifað verði á lakari bassaleiktækni fyrri tíma en nú er við lýði. Það var vissulega fengur í þessu fágæta prógrammi, sérstaklega í höndum jafnfærra spilara og ofan getur. Og trúlega hefur það gert uppátækið kleift á þeim takmarkaða æfingartíma sem tiltækur var. Því líkt og með höfuðform strengja- kammertónlistar, kvartettinn, kem- ur í rauninni ekkert í staðinn fyrir margra ára stöðugan samleik sömu iðkenda, þó að hinar fjölmennari strengjagreinar séu hlutfallslega minna viðkvæmar. Jafnvel heims- virtúósar þurfa tíma til að ná saman, enda heildaráferðin ávallt meira at- riði í kammertónlist en einstaklings- bundin glæsitilþrif. Þess gætti ilþyrmilega í Op. 18 (1859–60), einu fyrsta þroskaða kammerverki Johannesar Brahms, sem þrátt fyrir fjörleg hrynræn til- þrif kallar á margvísleg fíngerð og nærri vínarklassísk tjáningarmeðul í hendingamótun; einmitt atriði sem útheimta samstillingu byggða á langvarandi hópvinnu. Verkið verð- ur ekki keyrt í gegn á krafti einum, eins og virtist meginnálgun sex- menninganna eftir hrárri og á köfl- um jafnvel ósamstilltri túlkun þeirra að dæma. Þó voru innan um áhrifa- mikil augnablik á fíngerðari nótum eins og alþýðlegi „lírukassa“-söng- staðurinn í I. þætti, sem var útfærð- ur með fallegu etnísku senza vibrato. Hefði að skaðlausu mátt tjalda slíkri litafjölbreytni víðar, auk þess sem leiðarinn hefði almennt mátt halda aftur af safamiklum fiðlutóni sínum, sem skar sig oft óþarflega mikið úr heildinni. Eftir þessa fremur vonsvíkjandi frammistöðu í Brahms kom spila- mennskan eftir hlé óneitanlega eins og skrattinn úr sauðarleggnum, því meðferðin á Minningum Tsjækovsk- íjs frá Flórensborg (1890) var í sam- anburði nánast eins og svart hjá hvítu. Einkum eftir 1. þáttinn, þar sem enn eimdi svolítið eftir af hráum samhljómi fyrri hálfleiks. Reyndar virtist manni að hluta mega kenna hálfþurrum hljómburði Salarins, sem veitir sérstaklega veikum leik fulllítinn eftirhljóm og kann því ómeðvitað að kalla á kraft á kostnað fágunar, þótt alltaf sé einstaklings- bundið smekksatriði hversu „blaut- an“ menn vilja strengjahljóminn. En hvað sem því líður, þá gustaði nú svo um munaði af leik hópsins í þessu innblásna meistaraverki, sem virtist þola, og jafnvel þurfa, tölu- vert öflugri meðferð en Brahms. Eftir bráðfallegan samsöng í II. þætti fór tónlistin á flengjandi flug í síðustu tveim þáttum, þar sem klukkutær samstilling og sindrandi snerpa urðu allsráðandi í makalaust hrífandi samleik. Fúgatókafli Fín- alsins, með tvírödduðum raddinn- komum í „pörum“ eins og áhöfnin gefur upplagt tilefni til, varð eðlileg- ur hæsti klímax fjölda hápunkta, og standandi klapp og bravóhróp æstra áheyrenda að leikslokum urðu ekki nema sjálfsögð og verðskulduð af- leiðing af sannkölluðu músíkölsku grettistaki sem eftir hlaut að lifa í minni nærstaddra. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST S a l u r i n n Strengjasextettar eftir Brahms (Nr. 1 í B Op. 18) og Tsjækovskíj (Souvenir de Florence Op. 70). Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, fiðlur; Ásdís Valdimars- dóttir, Helga Þórarinsdóttir, víólur; Bryndís Halla Gylfadóttir, Michael Stirling, selló. Laugardaginn 31. marz kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Músíkalskt grettistak Á TVEIMUR tónleikaröðum sem Átjándu aldar hljómsveitin í Hol- landi hélt á dögunum spilaði Kjart- an Guðnason slagverksleikari í fyrsta skipti með hljómsveitinni. Einum tónleikum, sem fram fóru í Concertgebouw-höllinni í Amst- erdam, var sjónvarpað í hollenska sjónvarpinu síðastliðinn sunnudag. Hljómsveitarstjóri var Sir Simon Rattle. Átjándualdar hljómsveitin er al- þjóðlegur hópur af hljóðfæraleik- urum sem sérhæfa sig í að flytja tónlist frá 18. og fyrri hluta 19. ald- ar. Hún var stofnuð í Hollandi árið 1981 af Frans Brüggen með styrkj- um frá hollenska ríkinu, Prins Bernhard sjóðnum og stuðningi vina og vandamanna um allan heim. Hljómsveitin starfar í Hol- landi jafnframt því að halda tón- leika út um allan heim Tónleikarað- irnar voru hluti af árlegu tónleikaferðalagi hljómsveit- arinnar um Holland. Haldnir voru tónleikar meðal annars í Rotter- dam, Amsterdam, Utrecht og Gron- ingen. Á fyrri efnisskránni var spiluð sinfónía nr. 100 í G-dúr (Military symphony) og Die Schöpfung, eða Sköpunin, eftir Joseph Haydn undir stjórn Frans Brüggen. Hollenski Kammerkórinn söng og einsöngv- arar voru Johannette Zomer sópr- an, Marcel Beekman tenór og Dav- id Wilson Johnson bassi. Í hlutverki djöfulsins var Hans Dagelet og fór Frans Brüggen með hlutverk Guðs. Á seinni efnisskránni voru Die Jahreszeiten, eða Árstíðarnar, eftir Haydn og stjórnandi var Sir Simon Rattle. Söngurinn var í höndum hollenska Kammerkórsins og ein- söngvarar voru Christiane Oelze sópran, John Mark Ainsley tenór og David Wilson Johnson bassi. Mikil upplifun „Það var ofsalega gaman að spila undir stjórn þeirra beggja. Þeir eru ólíkir hvor á sinn hátt, Frans Brüggen er þarna að stjórna sinni eigin hljómsveit og er mjög örugg- ur og yfirvegaður þar sem hann þekkir alla hljómlistarmennina. Sir Simon Rattle er hins vegar mikill húmoristi, og í gegnum húmorinn dró hann fram það besta í hverjum og einum. Það kitlaði mig nátt- úrlega að vita að hann hafi verið sjálfur slagverksleikari áður en hann gerðist stjórnandi. Hann var ekki að þagga niður í slagverkinu eins og svo oft gerist heldur var það besta mál að það heyrðist vel í manni. Það væri gaman að fá ein- hvern tíma að spila undir hans stjórn í Fílharmóníuhljómsveit Berlínar þar sem hann er að- alstjórnandi. Það er aldrei að vita,“ segir Kjartan. Framundan hjá Kjartani eru svo tónleikar í apríl með hljómsveit sem heitir Les Perruques d’Amst- erdam þar sem spiluð verða verk eftir G.P. Telemann og J. Patzelt undir stjórn Henk van Benthem. Lék und- ir stjórn Rattle og Brüggen Kjartan Guðnason (t.h.) bregður á leik ásamt Sir Simon Rattle. Kjartan Guðnason slagverksleikari í Hollandi ÞAÐ hefur varla farið framhjá neinum að Jón Múli Árnason varð áttræður á laugardaginn var og að þá kom út geisladiskur með lögum hans og Óskar Guðjóns- son og frítt lið djassleik- ara efndu til afmælistón- leika í Salnum í Kópavogi. Vinir og aðdá- endur Múlans troðfylltu salinn og hylltu kappann í lokin með því að syngja fullum rómi Einu sinni á ágústkvöldi. Þar sannað- ist sem oft áður að það á við um lög Jóns Múla, sem hann sagði einu sinni um lög Bítlanna, að trúlega yrðu þau bestu talin bresk þjóðlög eftir 150 til 200 ár. Því miður gat Jón Múli ekki verið viðstadd- ur tónleikana nema í anda. Hann hafði fengið slæma flensu og þar sem hið mikla heita hjarta hans er orðið þreytt lenti hann á hjarta- deild Borgarspítalans. En kona Jóns, Ragnheiður Ásta Pétursdótt- ir, rauðklædd og á rauðum skóm, flutti kveðju frá honum með glæsi- brag þar sem sagði m.a.: ,,Senti- mental töffarar allra landa samein- ist. Þið hafið engu að tapa en allt að vinna ef þið munið hverja stund að það á að spila músík með hjart- anu.“ Og svo sannarlega var músík Jóns spiluð með hjartanu af þeirri úrvalssveit djassleikara af yngri kynslóðinni er stóð á sviði Salarins í Kópavogi þetta fagra marskvöld. Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson léku fyrri hluta tón- leikanna tveir einsog á nýju skíf- unni, Keldulandið, en þangað flutti Jón Múli og fjölskylda úr Breið- holtinu þarsem þau bjuggu í Stíflu- seli er Jón nefndi alltaf Djasssel. Lögin sem þeir léku voru sex. Án þín, Tempó prímó, Stúlkan mín, Ástardúett, Í hjarta þér og Undir stórasteini. Þau eru öll á nýja disk- inum og var flutningur þeirra félaga um margt keimlíkur því sem þar heyrist, en um sumt frábrugð- inn. Billie Holiday sagðist aldrei syngja sama lagið tvisvar eins. Ég efast ekki um að henni fannst það þótt oft hafi verið lítill munur á túlkun hennar frá degi til dags. En það sem skipti máli og gerði list hennar jafnmagnaða og raun bar vitni var að fyrir henni var sér- hvert klúbbkvöld eða konsert ný upplifun. Þannig var það líka í Salnum. Þegar Óskar og Eyþór léku söngdansana hans Jóns Múla fyrir fullum sal varð túlkun þeirra sem ný. Þeir náðu samlifun með áheyrendum. Einhver skemmtileg- asti og besti dúett þeirra er Ást- ardúettinn. Þarna í Salnum varð hann villtari og grófari en á disk- inum. Óskar vældi í sópraninn og Eyþór lét alla varfærni lönd og leið og varð Hinesískur í expressjónískum spuna sínum. Svo glitraði leikur þeirra af þeim húm- or sem aldrei má vanta þegar djass- inn og Múlinn eru annarsvegar. Eftir hlé sté Múlahljómsveit Óskars, Delerað, á svið og flutti fimm söngdansa. Þar réði hryngleðin ríkjum og slagverksleikar- arnir þrír komu salnum í rétta grúf- ið áðuren Óskar greip gamla tenórinn og blés uppá Rollinsku Augun þín blá. Gítararn- ir tveir fóru á kostum í andstæð- um; hinn hvelli rokkaði Eðvarð og mjúki djasstóna Hilmar. Ikavikiv/ Vikivaki var næst á dagskrá, en einsog nafnið gefur til kynna var hann leikinn í upphafi afturábak og sagði Óskar það hugmynd Péturs Grétarssonar. Slagverkið var glóð- in og bassinn kjölfestan í Fröken Reykjavík sem Óskar endaði með glæsilegri snerpu og svo fylgdi djasssveifla uppá gamla mátann í kjölfarið, Brestir og brak og trommuorgía a la Krupa og Rich. Einu sinni á ágústkvöldi var svo lokalagið og sungið eftir kveðju Múlans einsog getið var um í upp- hafi þessarar umsagnar. Að sjálf- sögðu sluppu tónlistarmennirnir ekki fyrren þeir höfðu leikið enn eitt lag og var Eyþór þá kominn í Delerahópinn. Sérlegur sendiherra kældi mannskapinn sem hélt glað- ur útí hlýja nóttina með þakklæti í hjarta yfir að svona fín tónlist fyr- irfyndist á ísaköldu landi og spil- arar af bestu sort til að glæða hana lífi. Að spila með hjartanu DJASS S a l u r i n n í K ó p a v o g i Óskar Guðjónsson tenór- og sópransaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Eðvarð Lárusson og Hilmar Jensson gítara, Þórður Högnason bassa, Birgir Baldursson, Matthías Már Davíðsson Hemstock og Pétur Grétarsson trommur og slagverk. Laugardagskvöldið 31. 3. 2001. ÓSKAR GUÐJÓNSSON OG FÉLAGAR Vernharður Linnet Jón Múli Árnason NÚTÍMAMAÐURINN hefur gleymt uppruna sínum, að áliti veiði- mannsins Róberts Schmidt, sem er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að komast í snertingu við nátt- úruna og veiðihvötina. Einn með byssunni, bráðinni, kajaknum og náttúrunni segist hann vera kóngur í ríki sínu. Láir honum nokkur? Heimildarmyndin Kajak – Bátur veiðimannsins, segir af degi í lífi skyttunnar og veiðiklóarinnar Ró- berts. Hann leggur upp á kuldalegum vetrardegi til atlögu við enn hráslaga- legri Húnaflóann. Róbert er greini- lega hörkutól og slíkum reisum van- ur. Vopnaður haglabyssu leggur hann útá flóann á 15 feta kajak. Nútíma- smíði úr plasti, en byggður að fyrir- mynd hinna kunnu veiðitækja inúít- anna. Þótt þeir séu næstu nágrannar okkar er þetta mikla þarfaþing nán- ast óþekkt fyrirbrigði við Íslands- strendur. Þegar maður fær jafngott tækifæri og í mynd Valdimars Leifs- sonar til að virða fyrir sér ótrúlegt notagildi kajaksins við íslenskar að- stæður verður manni spurn: Hefði hann ekki getað hjálpað þessari lang- soltnu þjóð, ekki síst á löngum og ströngum fimbulvetrum fyrri alda? Róbert og Valdimar leiða okkur inní nýjan heim, allavega fáum við nýtt sjónarhorn á landið; nánast séð með augum sjófugla, rétt yfir sjáv- arborðinu. Kajakinn skríður hljóð- laust í haffletinum, nánast ósýnilegur í ölduhreyfingunni. Aflinn eftir dag- inn 36 skarfar og eitthvað af öndum. Ekki ónýtur fengur það. Myndin gefur jákvæða innsýn í umdeildan þátt í mannlífinu á nýrri öld. Róbert nýtir sér grundvallarrétt hvers einasta þegns í þjóðfélaginu; að veiða sér í soðið. Hann segist hafa skömm á þeim sem engu eira, fara um landið drepandi allt sem á vegi þeirra verður. Fisk, fugl, ferfætlinga. Slíkir menn koma óorði á eðlislæga veiði- mennsku. Það er alltof mikið af veiði- böðlum sem kunna sér ekkert hóf og vilja allt drepa. Hrossagaukurinn efstur á þeirra ógeðfellda aftökulista. Hvað næst? Róbert er líklega einhvers staðar á milli morðvarganna og þeirra sem hann kýs að kalla „kerlingarnar í vesturbænum“. Á kajak í kulda og trekki Sæbjörn Valdimarsson SJÓNVARPS- MYND R í k i s s j ó n v a r p i ð KÓNGUR Í RÍKI SÍNU: KAJAK – BÁTUR VEIÐIMANNSINS Leikstjóri, handritshöfundur og kvikmyndataka: Valdimar Leifs- son. Tónskáld: Terie Rypdal. Samsetning: Gunnar Einar Jóhannsson og Sigurður Arnar Guðmundsson. Hljóðsetning: Gunnar Árnason. Heimildarmynd. Sýningartími 26 mín. Sýnd í Sjónvarpinu 25. mars. Lífsmynd. Árgerð 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.