Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 37

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 37 Vortónleikar Fóstbræðra Þriðjudag 3.apríl kl.20.30Fimmtudag 5.apríl kl.20.30Föstudag 6.apríl kl.20.30Laugardag 7.apríl kl.14.00 Einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzosópran Píanó: Jónas Ingimundarson Stjórnandi: Árni Harðarson Á efnisskrá eru lög eftir erlenda höfunda s.s. Anton Bruckner og Frans Schubert, íslensk þjóðlög í útsetningu Árna Harðarsonar, einnig lög eftir Bjarna Þorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Árna Thorsteinson, Hjálmar H. Ragnarsson og frumflutningur á „Alþingisrappi“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Miðasala við innganginn. Miðaverð 1500 kr. Í LANGHOLTSKIRKJU 85 ára AÐ SÆNSKI gítarleikarinn Gunn- ar Spjuth skyldi velja Áskirkju til tón- leikahalds sl. fimmtudag má vafalaust að hluta þakka sérkennilegri lögun kirkjuskipsins, þar sem veggir þess móta nánast trekt eða gjallarhorn frá altarispalli. Það kom líka á daginn að ómur þessa kannski viðkvæmasta allra strengjahljóðfæra barst mjög vel um salinn, og hefði akústíkin lík- legast verið fullkomin, væri ekki þykku teppi á kirkjugólfi til að dreifa. Viðfangsefnið var tvískipt. Fyrst voru verk frá 6. áratug 20. aldar, frumsamin fyrir hljóðfærið, en eftir hlé eldri klassísk spænsk stykki um- rituð úr píanó- eða hljómsveitarverk- um. Verkaval gítarbókmennta ber vissulega vott um hvað hljóðfærið hefur löngum staðið í útjaðri klass- ískrar tónsköpunar og farið ýmist í og úr tízku gegnum tíðina, enda frum- smíðar fyrir gítar oftast annað hvort úr höndum gítarista eða unnar í ná- inni samvinnu við flytjandann. Spænsk og S-Amerísk tónskáld hafa þar lengst af verið fremst í flokki, enda gítarinn spænskt þjóðarhljóð- færi. En þrátt fyrir aukinn áhuga nú- tímatónsmiða á þessu hljóðláta og nokkuð sértæka strengjaamboði hef- ur verkaframboðið greinilega ekki haft í við stóraukið framboð gítarleik- ara. A.m.k. mun enn í dag algengt að heyra gítarumritanir á verkum fyrir aðra tónmiðla, einkum píanó. Burtséð frá nöfnum eins og Albeniz og de Falla voru höfundar fæstir af þeirri frægðargráðu sem finna má í algengustu uppflettiritum. Því var miður að tónleikaskráin skyldi ekki eyða orði um tónskáld- in, hvað þá verk þeirra. Mér er þannig til efs að hlustendur utan hóps sérstakra gítarunnenda hafi kannazt við John W. Duarte (f. 1919) og Ensku svítu hans, Op. 31., þótt þríþætt svítan ætti það vissulega skilið, enda beinskeytt og blátt áfram á þjóðlegum nót- um. Forleikurinn (Pre- lude) var frísklegt göngulag, „Folk Song“, tregablandið og íhugult en „Round Dance“- lokaþátturinn seiðandi gikkur í ýmist 6/8 og 9/8 takti. Svítan var ágætlega flutt burtséð frá svolítið þvölu upphafi. „El Polifemo de Oro“ [Gullni Pólý- femos?] nefndist næsta verk og í öllu afstraktari nútímastíl, kennt við Reg- inald Smith-Brindle (f. 1917), sem undirr. vissi af tilviljun að væri brezk- ur og höfundur gagnmerkra bóka um slagverkshljóðfæri og raðtæknitón- smíðar. Þetta tæknilega krefjandi verk bar yfirbragð af fágaðri hálf-im- pressjónískri frásögn. Gunnar Spjuth sótti hér í sig veðrið og var orðinn vel upphitaður í þriðja atriðinu, „Estudio sin luz“ [katalónska fyrir „Stúdía í myrkri“] eftir Casals gítarsins, Andr- és Segovia (1893-1987), sem teymdi spænska alþýðuhljóðfærið inn í beztu sali snemma á undangenginni öld. Spjuth fór meistaravel með þetta bráðfallega etnískt syngjandi lag í sérlega innlifaðri og smekkvísri túlk- un. Sú varð beinlínis stórglæsileg í kraftmiklu síðasta verki fyrir hlé, „Elogio de la Danza“ [Minni dans- ins?] eftir Leo Brouwer (f. 1939) sem eftir krókaleiðum tókst að grafa upp að væri fyrrum kúbverskur mennta- málaráðherra. Verkið var eins og heiti þess bar með sér afar rytmískt og úði og grúði af spennugjöfulum pedalköflum, þrástefjum og leiftur- snöggum tónarunum í blöndu af módernísku og hefðbundnu tónmáli og lék allt í öruggum höndum sænska gítar- istans. Eftir hlé voru umrit- anir á 8 verkum eftir katalónska píanistann Isaac Albéniz (1860- 1909) og hinn spænsk- argentínska Manuel de Falla (1876-1946) og sá varla á milli atriða í glæsilegri útfærslu Gunnars Spjuth sem var ekki sízt leikinn í því að láta gítarinn syngja fagurlega á allra veikustu nótunum. „Rumores de la caleta“ var gætt lipr- um þokka, „Cadiz“ litríkri dýnamík og áferð, „Mallorca“ næfurtærum fín- leika og hin innblásni mars eftir Alb- éniz, „Zambra Granadina“ var sér- lega hugmyndaríkt útfærður. Eftir Manuel de Falla komu loks fjögur stutt skapgerðarstykki. „Rom- ance de Pescador“ var gætt fersku og frumlegu hljómamáli, hið impressjón- ískulega „Canción del Fuego fatuo“ í 6/8 ympraði á grótesku, „Homme- naje“ í seguedillu-kenndri hrynjandi var sömuleiðis sveipað debussýskum hljómum, en meir í dulúðugum anda, og hið blóðheita „Danza de Molinero“ [úr ballettsvítunni Þríhyrnda hattin- um] leiddi hugann að stílfærðum eð- albornum flamenco-dansi með „strömmandi“ sígaunaívafi. Sem aukalag var leikinn hin frægi Spænski dans nr. 5 eftir Granados af skáldlegri smekkvísi. Þrátt fyrir hlédræga framkomu var Gunnar Spjuth ekki allur þar sem hann var séður. Innsæ og fáguð túlk- un hans leyndi á sér og opnaði vand- látum hlustendum töfraheim, þar sem veikt varð sterkt og lítið að miklu. Sá galdur auðnast aðeins spilurum í fremstu röð. Fágaður gítargaldur TÓNLIST Á s k i r k j a Verk eftir Duarte, Smith-Brindle, Segovia, Brouwer, Albéniz og de Falla. Gunnar Spjuth, gítar. Fimmtudaginn 29. marz kl. 20. GÍTARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Gunnar Spjuth HJÁ fasteignasölunni Húsvangi, Grensásvegi 13, verður opnuð sýning á málverkum Gabríelu Friðriksdóttur í dag, þriðjudag, kl. 17. „Hin hefðbundna hugmynd um fasteignir er líklega hús, bátur, bíll, verðbréf og önnur fyrirbæri sem talin eru hafa notagildi. Notagildi þessara hluta mætti flokka að nær öllu leyti undir hið líkamlega,“ segir Gabríela. „En þegar öllu er á botninn hvolft verður sú staðreynd ekki umflúin að andlegi þátturinn í lífi hvers og eins er ekki minna mik- ilvægur. Það má því segja að listaverkið hafi notagildi. Það býr til farveg fyrir möguleika á hinu andlega sviði. Málverkin hafa löngum þótt prýði á veggjum híbýla í siðmenn- ingunni og langflestir hafa þá í huga málverkið í betri stofunni en listin er lengri og hefur und- anfarin misseri náð að teygja sig upp á naglann við hlið almanaks hins iðjusama skrifstofumanns, honum til gleði og andlegrar upp- örvunar,“ segir Gabríela. Sýningin stendur til 3. maí. Gabríela Friðriksdóttir með eitt verka sinna fyrir utan Höfða. Málverkasýning á fasteignasölu NÚ stendur yfir sýning Ingi- bjargar Heiðarsdóttur (Íbbu) á leirmyndum í kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Verkin eru teikningar í leir, málaðar og með bæsuðum bakgrunni. Sýningin stendur til 31. apríl nk. Leir- myndir á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.