Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 38

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 38
MENNTUN 38 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Könnun Söru Daggar Jónsdóttur um fræðslu í grunnskólum um samkynhneigð var send til allra skólastjórnenda í grunnskólum landsins. Svörunin var 60% (115 svör af 193). Spurningalistinn skiptist upp í 7 liði. Könnunin er hluti af B.Ed ritgerð hennar í grunnskólaskor Kennaraháskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar er Guðmundur Páll Ásgeirsson námsstjóri í Iðnskólanum í Reykjavík. Niðurstöður hennar voru meðal annars eftirfarandi: 1) Umræður um samkynhneigð í grunnskólum eru fátíðar. 2) 58% skólastjórnenda telja þörf á skýrari stefnumótun um þessi mál. 3) 70% stjórnenda telja mikilvægt að starfandi kennarar fái fræðslu um samkynhneigð. 30% telja kennara hafa næga þekkingu. 4) 87% telja þarft að ræða um samkynhneigð við nemendur. 12% telja ekki þarft að ræða við nemendur. 1% svaraði ekki. 5) 56% telja að umræðan um sam- kynhneigð eigi heima innan ákveðins aldurshóps. Flestir nefna 8. bekk, bilið er frá 4. og upp í 10. bekk. 30% telja um- ræðuna eiga heima hjá öllum ald- urshópum. 24% kjósa að tilgreina engan aldurshóp. 6) 69% telja umfjöllun um sam- kynhneigð eiga heima innan ákveðinnar námsgreinar. 61% nefna lífsleikni. 41% nefna líf- fræði. Sumir nefna fleiri en eina námsgrein. 7) 41% skólastjórnenda í könnun Söru Daggar telja að nemendur fái ekki fræðslu um samkyn- hneigð. Ástæðurnar sem þeir nefna eru að kennarar séu ekki í stakk búnir til þess, þá vanti þekkinguna um viðfangsefnið, þeir séu hræddir við að taka á viðfangsefninu vegna þess hversu viðkvæmt það er, eða vegna þess að námsefni er ekki til. Samkynhneigð og grunnskólinn Á blaðsíðu 84 í heilsufræðifyrri kynslóða stóð eitt-hvað um kynfærikynjanna og þar voru ef til vill teiknaðar myndir. Óvíst var hvort kennarinn treysti sér til að kenna þessa blaðsíðu, hann gat sleppt henni ef honum sýndist svo. En hvernig er kynfræðslunni háttað á tuttugustu og fyrstu öldinni? Hvað er börnum kennt um kynhneigð? Gagnkynhneigð, samkynhneigð og hin ótal kyngervi (gender) sem hafa birst í menningu mannsins? Þar sem hefðina fyrir kynfræðslu skortir í skólakerfið getur þessi kennsla reynst kennurum erfið. En þekkt er að foreldrar, sem bókstaf- lega vilja ekki að börn þeirra hljóti kynfræðslu í skólanum, hringi í bekkjarkennara og banni þeim að fræða börnin þeirra um þetta efni. Einnig eru dæmi um að hringt sé og krafist þess að börnin læri ekki neitt um samkynhneigð. Kennarinn getur því verið undir miklum þrýstingi hinna ströngu í samfélaginu. Annað er að það er ekki augljóst undir hvaða grein flokka eigi kyn- fræðsluna eða vitundina um sjálfan sig sem kynveru. Menntun á að veita nemendum innsýn og þekkingu á sjálfum sér og samfélaginu sem hann tekur fullan þátt í. Fellur þessi menntun þá undir líffræði, siðfræði, samfélagsfræði, lífsleikni, bók- menntir eða einhverja aðra grein? „Ekki aðeins undir líffræði, heldur einnig undir fræðslu um menn- inguna og sjálfið,“ svaraði Erla Kristjánsdóttir, lektor í Kennarahá- skóla Íslands. Tilefnið var opinn há- degisfundur FSS eða Félags sam- kynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Hvernig ber að fjalla um samkynhneigð í skólakerfinu? Samkynhneigð er feimnismál í grunnskólum og sennilega öll fræðsla um kynhneigð, líkurnar á fordómum eru því talsverðar. Erla sagði hinsvegar að í þekkingarsam- félaginu mætti ekki líða fordóma og því skylda að vinna gegn þeim. „Ein- staklingar eru meira líkir en ólíkir,“ sagði hún og að efla þyrfti samhygð með börnum, en það er að geta bæði vitsmuna- og tilfinningalega sett sig í spor annarra. Drengurinn sem átti tvær mömmur Boðað var til þessa fundar í tilefni af B.Ed. könnun Söru Daggar Jóns- dóttur nemanda í KHÍ (sjá niður- stöður í rammagrein). Sara Dögg sagði frá niðurstöðum könnunarinn- ar um viðhorf skólastjórenda til um- fjöllunar um samkynhneigð í grunn- skólum. Þar kemur glöggt fram að flestir (87%) skólastjórnendur telja samkynhneið vera þarft umræðuefni í grunnskólum, en einnig að 41% þeirra telji að nemendur fái ekki fræðslu um þessi mál og að umræð- urnar séu í raun fátíðar. Á fundinum höfðu einnig Anna Kristín Sigurðar- dóttir, deildarstjóri kennsludeildar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og Salvör Nordal, starfsmaður Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands og lífsleiknikennari við Menntaskólann við Sund, stutta framsögu um efnið, og umræður voru á eftir sem Guðný Björk Eydal, lektor við HÍ, stjórn- aði. Augljóst er að námsefni sem snertir samkynhneigð á einhvern hátt er ekki er mikið að vöxtum. Á fundinum var nefnt að í nýju náms- efni sem er í smíðum eða er nýkomið út hjá Námsgagnastofnun og flokk- ast undir lífsleikni, er samkynhneigð viðurkennd. Bókin „Ég er bara ég“ sem er þemahefti um jafnrétti fyrir miðstig eftir Ásdísi Olsen og Karl Ágúst Úlfsson segir m.a. sögu af drengnum Reyni sem á tvær mömm- ur: „En Reynir er heppinn. Hann á tvær mömmur og þær mæta alltaf báðar [á fótboltaleiki] til að hvetja hann. Ætli það sé venjulegt? Reynd- ar er bara önnur þeirra mamma hans Reynis, en hún er gift hinni konunni, og þess vegna segjum við Reyni oft að hann eigi tvær mömm- ur. Hann þekkir líka krakka sem eiga tvo pabba og honum finnst það ekkert skrýtið heldur. Það eru til svo margir litir og það er svo gott að þekkja sem flesta þeirra.“ Vissulega er reynt að stríða Reyni: „Hvar er pabbi þinn, Reynir? Þú veist að tvær konur geta ekki eignast barn saman, er það ekki? Er það rétt að mamma þín sé **** [lessa] ?“ Reynir getur sem betur fer svarað fyrir sig: „Það eru ekki allir sem eiga mömmu. Þeir eru heppnir sem eiga góða mömmu. Og ég á tvær góðar mömmur.“ (Ég er bara ég, sjötta opna). Fjölskyldur samkynhneigðra Ofangreindur texti gefur kennur- um og nemendum færi á að ræða samkynhneigð, m.a. um hvort at- hugasemd þurfi að gera þótt einstak- lingar af sama kyni búi saman og elski hvor annan. Hvað er það sem hefur gildi í lífinu: Að fylgja innri rödd eða lúta valdi óræðs þrýstings samfélagins? Í annarri bók Náms- gagnastofnunar fyrir unglingastig verður kafli um þætti sem varða samkynhneigð. Samkynhneigður grunnskólakennari, sem kvaddi sér hljóðs í umræðum á fundinum, sagði að svona efni væri mikilvægt og brýndi einnig mikilvægi þess að vera sýnilegur. Kennarinn sagði að í hverjum skóla væri góður hópur nemenda sem ætti samkynhneigða foreldra, og sumir væru að uppgötva sig sem samkynhneigða. „Við þurf- um að vera sýnileg, tölum um okkur á öllum vígstöðvum, alls staðar, sem eðlilegan hluta af lífinu,“ sagði kenn- arinn. Anna Kristín hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (FMR) sagði að fræðsla um samkynhneigð væri ekki nefnd í aðalnámskrá grunnskólanna, enda væru áhöld um hvort það þyrfti að nefna hana sérstaklega. Hún nefndi ýmsar námsgreinar sem þessi fræðsla rúmaðist innan, og að í grunnskólum væru hinar ólíku fjöl- skyldugerðir viðurkenndar og um þær fjallað af virðingu, fjölskyldur samkynhneigðra væru jafnréttháar öðrum formum. (Samfélagið (lög- gjafi/þjóðkirkjan) leyfir þó ekki heil- agt hjónaband og barneignir sam- kynhneigðra). Anna Kristín benti á að námsráð- gjafar í skólum væru góður kostur í þessum efnum. Í umræðum kom fram sú skoðun að best væri ef börn samkynhneigðra þyrftu ekki að leita til námsráðgjafa vegna þess hvernig fræðslu um kynhneigð er háttað eða vegna fordóma og eineltis. Anna Kristín sagði einnig frá að FMR hefði boðið öllum kennurum á leikrit Felixar Bergssonar, Jafninginn, þar sem samkynhneigð er í brennidepli og umræður skapaðar um efnið. Ljótu orðin skoðuð og rædd Salvör Nordal sagði frá reynslu sinni af kennslu í lífsleikni í fram- haldsskólum og námsefni sem hún og Sigrún Hrafnsdóttir hafa skrifað. Hún sagðist reyndar hafa meiri reynslu af kennslu gegn fordómum gagnvart útlendingum, en ef til vill væri hægt að yfirfæra það. Hún mælti ekki með að fræðsla gegn for- dómum væri hólfuð niður, heldur væri betra að flétta hana inn í náms- efni og nota ýmis tækifæri sem bæk- ur og kvikmyndir eða önnur lista- verk gefa til að skapa umræður um efni eins og samkynhneigð. Hún lagði sérstaka áherslu á að kenna umburðarlyndi og gæta þess að fest- ast ekki í neikvæðni. Í umræðum var gerð athugasemd við þessa skoðun hennar að fjalla fremur um umburðarlyndi og sam- hygð en fordóma. „Við verðum fyrst að fá ljótu orðin upp á dekk; hommi, lessa, tæjur og tæjar, og horfast í augu við þau. Það þýðir ekkert að vera pukrast með þetta,“ sagði gest- ur í salnum. Salvör sagðist vera sam- mála og að hún hafi ekki verið að mælast til þess, fremur að hvort tveggja þyrfti að gera í fræðslunni, því vissulega þyrfti að efla fræðslu um umburðarlyndi og samhygð í kennslunni. Erla Kristjánsdóttir bætti við að nota ætti tækifærið þeg- ar ljótu orðin heyrðust eins og: „Hel- vítis homminn þinn“ og spyrja strax: „Hvers vegna segir þú þetta?“ í stað þess að segja: „Þetta mátt þú alls ekki segja, segðu þetta aldrei aftur.“ Þá getur viðkomandi tengt vitlaust, því margsannað er að ekki dugir að- eins að skamma, heldur verður frem- ur að skapa umræður og benda á aðra möguleika. Verða nemendur fordómafullir í skólum? Fleiri áhugaverðar spurningar og fullyrðingar komu fram á fundinum. Nefna má t.d. athugasemd um fræðslu um gagnkynhneigð: Hver er hún? Hvað er gagnkynhneigð? Hvað eru gagnkynhneigðir að gera? Annar gestur efaðist um að for- sendan fyrir fræðslu um samkyn- hneigð í grunnskólum væri rétt, ef forsenda er: Hvernig gerum við börnin fordómalaus? „Ég held að þessu sé í raun öfugt farið. Börnin koma án fordóma í skólann en út- skrifast sem fordómafullir einstak- lingar.“ Erla Kristjánsdóttir sagði að lok- um að að markmið allrar góðrar kennslu í skólum væri að gera börn að góðum manneskjum. Orðin minna á orð Platóns um um að kenna dyggðir til að gera börn að góðu fólki. Samkynhneigð/Hvernig ber að fjalla um samkynhneigð í skólakerfinu? Félag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra stúdenta við Háskóla Íslands stóð nýlega fyrir fundi um samkynhneigð og grunnskólann til að vekja umræður. Gunnar Hersveinn velti málinu fyrir sér og hlustaði á frummælendur og fundargesti tjá sig um efnið. Skólabörn frædd um kynhneigð Morgunblaðið/Sverrir Umræða um samkynhneigð. Athygli vakti hversu fjölsóttir Hinsegin dagar í Reykjavík árið 2000 voru.  87% skólastjórnenda telja samkyn- hneigð vera þarft umræðuefni.  41% þeirra telja að nemendur fái ekki fræðslu um samkynhneigð. Morgunblaðið/Ásdís Hvernig á að kenna börnum um samkynhneigð? Sara Dögg Jónsdóttir gerði könnun um fræðslu á samkynhneigð í grunnskólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.