Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 40

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 40
GREINARGERÐ 40 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Stofnun, sem telur sig óskeikula, á það á hættu að ganga fram af hengi- fluginu við að rökstyðja hversu óskeikul hún er. Stofnun, sem telur sig aldrei gera mistök, lærir aldrei af mistökum sínum. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri er ófær um að viður- kenna að mistök hafi getað átt sér stað hjá stofnuninni í tengslum við brotlendingu TF-GTI í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Hann endurtekur ein- faldlega í sífellu: Það er og var allt í lagi hjá okkur. Þorgeir skynjar ekki úr fílabeinsturni sínum að fólkið í landinu hefur misst traust sitt á stofnun hans. Hann hreinlega getur ekki viðurkennt að flugmálastjórn, sem rekin er af almannafé til að tryggja almannahagsmuni, hafi brugðist hlutverki sínu. Fólkið í landinu hélt að flugmálastjórn hefði vakandi auga á öllu slugsi og sleif- arlagi í flugi á Íslandi. Fólkið í land- inu veit nú betur. Hér á eftir fylgja nokkrar athuga- semdir við málflutning Þorgeirs Pálssonar, sem undirritaðir telja nauðsynlegt að komi fram á þessum tíma, en síðar verður fjallað um stöðu Flugmálastjórnar í smáatrið- um. „Óafturkallanlegar“ afleiðingar Í máli Þorgeirs Pálssonar hefur komið fram að flugmálastjórn geti ekki svipt flugrekandann leyfum eða skírteinum. Geri flugmálastjórn það komi málið bara til kasta dómstóla. Slíkt væri einungis af hinu góða. Flugmálastjórn með alla sína sér- fræðinga ætti ekki að vera í nokkr- um vanda með að vinna slíkt mál fyr- ir dómstólum, við eðlilegar að- stæður, væru yfirmenn og starfs- menn á annað borð starfi sínu vaxnir. Skýr lagaákvæði er að finna í 84. gr. laga nr. 60 frá 1998, um loft- ferðir, en þar segir að brjóti leyfis- hafi í mikilvægum atriðum lagaboð og önnur fyrirmæli skuli svipta hann leyfi. Hér er ekki um túlkun ljóða að ræða heldur skýr lagaákvæði. Þorgeir Pálsson hefur sagt að mis- brestur, sem orðið hafi í fortíðinni, sé ekki endilega ógn við flugöryggi til framtíðar og einnig að til þess að svipta megi aðila flugrekstrarleyfi þurfi brot að vera mjög alvarlegt og afleiðingarnar óafturkallanlegar (Vísir.is 29. mars sl.). Þá sagði Þor- geir Pálsson í fréttatíma ríkisút- varpsins að flugfélagið héldi áfram rekstri sínum „eins og ekkert hefði í skorist“. Enginn þarf að velkjast í nokkrum vafa um að afleiðingar brotlendingar flugvélarinnar TF- GTI 7. ágúst í fyrra hafi verið „óaft- urkallanlegar“. „Komi á gæðakerfi“ Þorgeir Pálsson hefur miklað þau störf sem Pétur K. Maack á að hafa unnið vegna gæðakerfis flugörygg- ismála. Frá miðju sumri árið 1997 hefur Pétur K. Maack starfað sem framkvæmdastjóri flugöryggissviðs flugmálastjórnar. Samkvæmt samn- ingi flugmálastjórnar við Háskóla Íslands frá því í septemter 1999 hef- ur Pétur verið í fullu starfi prófess- ors við skólann og er það enn í dag – en sinnir auk þess framkvæmda- stjórastarfinu. Í viðtali við Þorgeir Pálsson í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag hefur komið fram að afskipti Péturs K. Maack af þessu gæðakerfi nái enn lengra aftur í tímann og að þar fyrir utan sé stofnunin með aukaverkfræðing í aðalvinnu að verkefninu. Öll þessi vinna hefur ekki skilað meiri árangri en svo að rannsóknarnefnd flugslysa segir í tillögum sínum vegna brotlendingar TF-GTI að flugmálastjórn „komi á gæðakerfi“ fyrir flugöryggissvið stofnunarinnar. Í 6. grein loftferða- laga segir skýrt að ráðherra ráði framkvæmdastjóra sviða stofnunar- innar. Starf framkvæmdastjóra flug- öryggissviðs flugmálastjórnar hefur ekki verið auglýst og ráðherra hefur ekki ráðið framkvæmdastjóra þess sviðs eins og lög kveða á um. Væri starfið auglýst þykir einsýnt að Pét- ur K. Maack myndi ekki uppfylla þær kröfur sem til starfsins eru gerðar. Til þess hefur hann hvorki tilskilda menntun né þekkingu. Við skoðun gagna þeirra, sem fyr- ir flugmálastjórn lágu vegna skrán- ingar og útgáfu lofthæfisskírteinis flugvélarinnar TF-GTI, liggur fyrir einföld staðreynd. Flugvélin hefði aldrei átt að fá lofthæfisskírteini á grundvelli þessara gagna. Rétt er að fram komi að umsókn um lofthæf- isskírteini, sem Flugmálastjórn af- henti, er ekki sú sama og rannsókn- arnefnd flugslysa fjallar um í skýrslu sinni og hlýtur því sú spurning að vakna hver sé hin raunverulega um- sókn. Við skoðun þessara gagna kom ekkert athugavert í ljós, er varðaði pappíra frá bandarísku flugmála- stjórninni, og er því með öllu óskilj- anlegt hvað Þorgeiri Pálssyni er tíð- rætt um hvort sé hægt að treysta slíkum gögnum frá Bandaríkjunum. Stofnun sem ekki er til Vegna margítrekaðrar rangrar nafngiftar Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra og starfsmanna hans varðandi samtökin JAA (Joint Av- iation Authorities – Samtök evr- ópskra flugmálastjórna), sem þeir hafa kallað Flugöryggissamtök Evr- ópu, er rétt að eftirfarandi komi fram. Samtökin JAA heita í dag Central JAA. Samkvæmt upplýsing- um frá Central JAA er það röng nafngift að kalla félagsskapinn Flug- öryggissamtök Evrópu (t.d. Flight Safety Federation of Europe). Slík samtök eru ekki til. Eftir 4 til 5 ár stendur hins vegar til að breyta nafni Samtaka evr- ópskra flugmálastjórna (Central JAA) en ekki fyrr en gengið hefur verið frá öllum reglugerðarákvæð- um varðandi flug í löndum Evrópu- sambandsins. Meðal meginmarkmiða Samtaka evrópskra flugmálastjórna er að tryggja algjöra samvinnu varðandi reglur, bestu sameiginlegar öryggis- reglur, að ná fram fjárhagslega hag- kvæmu öryggiskerfi og að stuðla að réttlátri og jafnri samkeppni innan aðildaríkjanna með sameiginlegum stöðlum. Því er ljóst að um rangnefni flugmálastjóra og starfsmanna hans hefur verið að ræða. Upplýsingar um JAA má finna á heimasíðu JAA (www.jaa.nl). Þegar flugmálastjóri talar með hofmóði um „Flugörygg- issamtök Evrópu“ er hann að tala um eitthvað sem hann hefur búið til svo fólk haldi að þetta sé eitthvað annað og betra en það er í raun. Engin úttekt í tvö og hálft ár Hvað fortíð TF-GTI varðar ætti að vera að fullu ljóst að um var að ræða flugvél með vafasama fortíð, engin viðhaldsgögn voru til staðar hvað varðaði flugvélina eða hreyfil hennar þegar hún var slegin Ísleifi Ottesen prívat og persónulega á uppboði bandarískra yfirvalda. Ef þessi flugvél hefði verið flutt frá Ís- landi til Bandaríkjanna undir svip- uðum kringumstæðum hefði hún aldrei fengið útgefið lofthæfisskír- teini. Svo einföld er sú staðreynd. Engu máli skiptir hvort eitthvað hafi eða hafi ekki verið flutt með flugvél- inni. Flugmálastjóri segir að Flugmála- stjórn hafi „auðvitað“ afhent öll nauðsynleg gögn. Í því sambandi er rétt að minna á að lögreglan þurfti sérstakan dómsúrskurð til að Flug- málastjórn afhenti samskipti turns og flugumferðar þennan örlagaríka dag, gögn sem nú hafa að mestu leyti verið opinberuð af Flugmálastjórn. Flugmálastjóri fullyrðir að á veg- um Flugmálastjórnar sé gott eftirlit með flugrekstri. Á það má benda að engin úttekt hafði verið gerð á starf- semi LÍO í tvö og hálft ár fyrir brot- lendinguna en símasamskipti látin duga, samkvæmt skýrslu rannsókn- arnefndar flugslysa. „Opinbert veður“ Þorgeir Pálsson og starfsmenn hans hafa fullyrt að sjónflugsskilyrði hafi verið til staðar við Reykjavík- urflugvöll þegar brotlendingin átti sér stað og hafa stuðst við „opinbert veður“ klukkan 20:00 og 21:00. Þetta er rangt. Ein fárra óumdeildra stað- reynda í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa er að skyggni hafi verið frekar „dapurt“ og að skýjahæð í að- flugi að flugbrautinni hafi verið 600 fet. Sjónflugsskilyrði voru einfald- lega ekki til staðar og ekki þarf að ræða þá staðreynd nánar. Þorgeir Pálsson nefnir svokallað- an Q kafla JAR OPS 1-reglna JAA varðandi vinnutímareglur áhafna flugvéla. Samkvæmt upplýsingum frá aðalskrifstofu Central JAA í Hol- landi er þessi kafli ekki til. Ekki eru til drög að þessum kafla í dag og ein- ungis er tilgreint frátekið pláss fyrir hann í svonefndum JAR OPS 1- reglum. Þetta er dæmigert hvernig embættismaðurinn hagræðir stað- reyndum í þeirri von um að almenn- ingur (og blaðamenn) hafi ekki hug- mynd um hvað er verið að tala um. Fólkið veit nú betur Flugmálastjórn sem viðurkennir ekki mistök gærdagsins er ekki fær um að stuðla að auknu flugöryggi morgundagsins. Flugmálastjórn sem getur ekki svipt flugrekanda leyfum vegna faglegs og siðferðilegs misbrests í fortíðinni, vegna þess að flugrekandinn hefur um sinn tekið til hjá sér, er ekki fær um að tryggja fólkinu í landinu besta flugöryggi. Fólkið í landinu hélt að tveggja milljarða króna stofnunin Flugmála- stjórn verði sig fyrir fúskurum og fólum. Það hélt að í Vestmannaeyj- um væru haukfrán augu eftirlits- og vaktmanna Flugmálastjórnar hvar- vetna á gægjum til að koma í veg fyr- ir hvers konar sleifarlag sem stefnt gæti lífum flugfarþega í voða. Fólkið í landinu hélt að Flugmálastjórn tryggði að engar druslur með vafa- sama fortíð væru í notkun hér á landi. Fólkið í landinu veit nú betur.“ Athugasemdir vegna rangfærslna flugmálastjóra Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Friðriki Þór Guðmundssyni og Hilmari Friðriki Foss. Fyrirsögnin er höfunda. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.