Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 42

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EF skattpeningarnir erunotaðir þannig að heil-brigðiskerfið sé viðun-andi, skólarnir í lagi og eftirlaun nógu há er almenningur ánægður með velferðarkerfið. En fólk vill líka að fátækum sé hjálpað svo að þeir þurfi ekki að svelta á göt- unum. „Mestu skiptir að fólk styður kerfi sem það telur að gagnist því þegar upp er staðið, kerfi sem skilar því sem beðið er um. Við dæmum því velferðarkerfið með tilliti til þess hvernig það bætir hag fátækra en einnig hag okkar sjálfra. Ef örygg- isnet almannatrygginga hefur ekki veitt nógu góða þjónustu getur farið svo að skattgreiðendur efni til upp- reisnar. Þá finnst þeim að verið sé að borga mikið án þess að fá mikið í staðinn,“ segir sænski félagsfræð- ingurinn Joakim Palme. Hann er 42 ára gamall prófessor við Sænsku félagsvísindastofnunina, er einn af helstu sérfræðingum á Norðurlönd- um í lífeyrismálum og hefur kennt við háskóla víða um heim. Palme var meðal ræðumanna á fundi sem Al- þýðusamband Íslands hélt í liðinni viku um framtíð velferðarkerfisins. Palme segir að sumum norrænum þjóðum virðist ganga betur en Ís- lendingum að draga úr fátækt og launamun. Er erfitt að mæla ná- kvæmlega árangurinn í þessum efn- um og sjá hver munurinn er? „Þegar slíkur samanburður er gerður er auðvitað beitt dálítið ólík- um aðferðum eftir löndum en rann- sóknir af ólíkum toga hafa staðfest þessar niðurstöður. Hve munurinn er mikill fer nokkuð eftir því hvar fá- tæktarmörk eru skilgreind en með þeim er reynt að miða við hlutfalls- lega fátækt í hverju samfélagi. Jafn- vel þótt reynt sé að samræma að- ferðirnar er alltaf nokkur óvissa. En tölurnar sem ég hef séð gefa til kynna að fátækt sé ívið meiri á Ís- landi en á hinum Norðurlöndunum og sama sé að segja um launamun.“ Hann er spurður um aukna áherslu sem nú er víða lögð á að ein- staklingar leggi sjálfir fyrir til elliár- anna til að íþyngja síður almenna tryggingakerfinu. „Ég held að mögulegt sé að tengja saman í einni stefnu persónubund- inn einkalífeyrissparnað og almenn- an lífeyri sem ríkið greiðir öllum,“ svarar Palme. „Ég er ekki á móti einkareknum lífeyrissjóðum sem slíkum en held að mikilvægt sé að horfast í augu við ákveðnar stað- reyndir í þeim efnum sem menn hafa að mínu mati ekki gert til dæm- is í Bretlandi. Ef almennar lífeyrisgreiðslur eru tekjutengdar og þeir sem betur mega sín bæta sér upp skertar greiðslur með einkasparnaði má ekki gleyma því að greiðslur einka- reknu sjóðanna byggjast á arði sjóð- anna. Verði samdráttur og hagnaður þeirra minnkar eða hverfur munu þessir skattgreiðendur ekki fá neitt meira en hinir sem aðeins fá al- menna lífeyrinn. Þetta dregur úr hvatningunni til að spara. Menn verða að skilja þættina tvo að, greina almenna lífeyrinn í ríkis- rekna kerfinu vandlega frá einka- sparnaði til að hvatningin verði til staðar, almenni lífeyririnn verður að vera fyrir alla borgarana og má ekki vera tekjutengdur. Sé almenni þátt- urinn raunverulega almennur og án tekjutengingar stuðlar hann að auknum einkasparnaði. Lífeyris- kerfi eiga að vinna gegn fátækt og tryggja öllum einhverjar lágmarks- tekjur, leggja þannig grunn að stöð- ugleika og treysta lýðræðið í sessi. Við tókum upp einkarekna lífeyr- issjóði í Svíþjóð í fyrra og eignir vin- sælasta sjóðsins hafa minnkað um 40% á fjórum mánuðum vegna ástandsins á mörkuðunum. Þetta er hins vegar ekki eins mikið vandamál og það gæti verið vegna þess að til staðar er almennt lífeyriskerfi án tekjutenginga.“ Tekjutenging og hagsmunir Palme segir að þegar skortur sé á peningum hjá ríkinu geti tekjuteng- ing stundum verið góð aðferð við að nýta fé. En henni fylgi ýmsir van- kantar. „Einn er að hún býr til fá- tæktargildrur. Ef fátækt fólk ákveð- ur að vinna meira og fá þannig meiri launatekjur fær það ekki neitt meira í sinn hlut vegna þess að það missir jafnmikið í bótum og það fær í aukn- um tekjum. Einnig er dýrt að fram- fylgja slíkum reglum, kanna þarf fjárhagslegar aðstæður hjá hverjum og einum sem sækir um bætur. Barnabætur eru hins vegar dæmi um aðstoð sem ekki festir fólk í fá- tæktargildrum vegna þess að allir sem eiga börn fá þær. Að sjálfsögðu merkir þetta að rík- ustu foreldrarnir fá einnig barna- bæturnar og á vissan hátt má segja að verið sé að bruðla með fé vegna þess að ríka fólkið þarfnast ekki bót- anna. En vandinn er sá að e um að undanskilja ríka fólk við byrjað á að undanskilj ustu 10 prósentin, svo að nefnt, án þess að það sk rædda bótaþega nokkru síðan gæti mönnum dottið undanskilja 20% foreldra vegna þá ekki 50%? Forsen að þeir sem virkilega þurfa ar eru þeir fátæku. En þega að taka á brott meira en þeirra sem eiga börn gæti þ meirihluti farið að virða fyr sem fá bætur og farið a Hvers vegna vinna þeir sér svo mikla peninga að þeir ekki barnabætur, rétt ein Hagsmunirnir af því að s bakið á foreldrum með a gætu orðið mjög mismunan fólks. Allt opinbera tryggingar kerfið í Svíþjóð er ótengt t einkasparnaði og reynslan einkalífeyrissparnaður hef mun meira í Svíþjóð en í D þar sem almennu greiðslu tekjutengdar.“ Hann segir aðspurður a um virðist menn gleyma r legum markmiðum velferð ins. Mikilvægast hljóti að fátækum sé rétt hjálparhön verið að múta vel stæðu millistéttunum til að styðja arkerfið með því að tryggj ríkir sem fátækir fái barna fleira af því tagi án tillits til „Þannig má með vissu orða þetta. Allir sem tak skipulaginu fá eitthvað í þetta er leið til að ýta undi inlega hagsmuni millistét verkalýðsins. Við myndu þessu tengsl og drögum úr ingu í samfélaginu. Allir borgararnir hafa ré skyldur. Skyldurnar við velferðarkerfið eru þær að það geta reyni að vinna til a ir sér og börnunum og e greiða skatta.Ég hygg að e hafi umræðurnar eingöng um réttindi. Mér dettur í hug mál einu sinni upp í Svíþjóð. mikið rætt um atvinnuley ingar og vinnumálaráðune tillögur um breytingar til Markmið séu ofar leiðunum Sænski félagsfræðing- urinn Joakim Palme segir í samtali við Krist- ján Jónsson að norræna velferðarkerfið hafi borið árangur sem lýsi sér í minni fátækt og meiri stöðugleika í sam- félaginu en gengur og gerist í heiminum. Morgunblað Joakim Palme segir að tryggja þurfi stöðugleika með því að al almenna lífeyrisins en geti síðan bætt við með eigin sparna ’ Allir sem takaþátt í skipulaginu fá eitthvað í staðinn, þetta er leið til að ýta undir sameig- inlega hagsmuni millistéttanna og verkalýðsins. ‘ „AÐEINS“ 1.700 SPILAFÍKLAR MILOSEVIC HANDTEKINN Handtaka Slobodans Milosevic aðheimili hans í Belgrað umhelgina er fagnaðarefni. Ef ein- hver einn maður á sök á þeim hörm- ungum, sem dunið hafa yfir fólkið á Balkanskaga, er það Milosevic. Hann hratt af stað fjórum styrjöldum á þessu svæði. Nafn hans er nánast samnefnari fyrir þjóðernishreinsanir. Núverandi stjórnvöld í Belgrað hafa hins vegar ekki ákært Milosevic fyrir þá glæpi sem framdir voru í nafni serb- neskrar þjóðernishyggju og draumsins um Stór-Serbíu. Verði réttað yfir Mil- osevic í Serbíu munu réttarhöldin ekki snúast um þau ósköp sem dundu yfir Balkanskagann í stjórnartíð Milosevic – glæpi á borð við fjöldamorðið í Srebren- ica – heldur hvort hann hafi dregið sér tugi milljarða króna úr fjárhirslum rík- isins og sennilega hvort hann hafi lagt á ráðin um að ráða pólitíska andstæðinga sína af dögum. Það væri of langt gengið að kalla slík réttarhöld skrípaleik en því fer fjarri að þar sé um jafn alvarleg af- brot að ræða. Það er því eðlilegt að þess verði kraf- ist að stjórnvöld í Belgrað framselji Milosevic til stríðsglæpadómstólsins í Haag. George Bush Bandaríkjaforseti hefur þegar sett fram þessa kröfu. Um leið hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að haldið verði áfram að láta fé af hendi rakna til uppbyggingar í Júgóslavíu og halda áfram að styðja umsóknir stjórn- valda í Belgrað um lán hjá alþjóðlegum lánastofnunum. Það er ljóst að óttinn við að Bandaríkjamenn stæðu við hót- anir um að skorið yrði á aðstoð átti stór- an þátt í því að ákveðið var að handtaka Milosevic. Eins og fram kemur í blaðinu í dag í fréttaskýringu Urðar Gunnarsdóttur, blaðamanns Morgunblaðsins sem fylgd- ist með atburðum í Belgrað um helgina, lýsir ekkert orð betur viðbrögðum Serba við handtöku Milosevic en léttir. Það myndi hins vegar ekki mælast vel fyrir í Júgóslavíu ef Milosevic yrði framseldur. Ástæðan er ekki sú að Mil- osevic njóti enn stuðnings. Hins vegar líta Serbar svo á að dómstóllinn sé leik- soppur Bandaríkjamanna. Það má heldur ekki gleyma því að dómstóllinn hefur aðeins ákært Mil- osevic fyrir stríðsglæpi þá sem framdir voru í Kosovo 1999. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir þjóðarmorð í Króatíu og Bosníu. Carla del Ponte, yf- irsaksóknari dómstólsins, hefur lýst yf- ir því að brátt verði bætt við ákæru- atriðum varðandi Króatíu og Bosníu en margir spyrja hvers vegna það hafi tek- ið svo langan tíma. Embættismenn dómstólsins hafa kvartað undan því að vestrænar ríkisstjórnir hafi ekki verið viljugar til að láta gögn af hendi og skorast undan kröfum um að handtaka meinta stríðsglæpamenn. Ein ástæðan fyrir þessari tregðu til að veita upplýs- ingar kann að vera sú að þá kynni að koma í ljós að vestræn yfirvöld vissu hvaða glæpir stóðu fyrir dyrum án þess að reyna að afstýra þeim. Það er einnig ljóst að ekki yrði auð- velt að rekja ábyrgðina til Milosevic þannig að dugi til að fá hann dæmdan. Það hlýtur hins vegar að vera krafan að „slátrarinn frá Balkanskaga“ verði lát- inn svara til saka fyrir þá blóðugu at- burðarás sem hann hratt af stað og bar að miklu leyti ábyrgð á. Forráðamenn Íslenzkra söfnunar-kassa, fyrirtækis sem stofnað var um rekstur spilakassa Rauða krossins, SÁÁ og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, kynntu í síðustu viku niður- stöður könnunar, sem gerð var á spila- hegðun Íslendinga, undir stjórn sérfræðings við háskólann í Las Vegas, höfuðborg fjárhættuspilanna. Ekki fór hjá því að stjórnendur Íslenzkra söfn- unarkassa væru í yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum sigri hrósandi yfir því að könnunin hefði sýnt að „aðeins“ 0,6% Íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára, eða um 1.700 manns, væru haldin spilafíkn. Var jafnframt tekið fram að þetta væri „mun lægra“ hlutfall en búizt hafði ver- ið við. Væntanlega hafa niðurstöður könn- unarinnar átt að slá á þær gagnrýnis- raddir, sem hafa heyrzt undanfarin ár vegna þess að þau merku samtök, sem standa að fyrirtækinu, auk Háskóla Ís- lands, skuli fjármagna starfsemi sína að hluta til með rekstri fjárhættuspila og hagnast á þeim sjúkdómi, sem spila- fíknin er að margra mati. Því fer hins vegar fjarri að þessi nið- urstaða sé fagnaðarefni. Eins og Ög- mundur Jónasson alþingismaður, sem barizt hefur gegn spilakössunum, benti á í samtali við Morgunblaðið sl. laug- ardag, er óvíst að mælingin sé rétt vegna þess að ólíklegt er að fólk gefi það upp í símakönnun að það sé haldið spilafíkn. En jafnvel þótt svo kunni að vera að rétt sé mælt er niðurstaðan skelfileg. Spilafíknin hefur lagt líf fjölda Íslend- inga í rúst. Fólk hefur glatað aleigu sinni og lífsviðurværi, fjölskyldur hafa sundrazt og spilafíklar lent í alls konar öðrum persónulegum þrengingum. Ef spilafíklarnir eru 1.700 þýðir það að jafnmargar fjölskyldur eiga eða hafa átt um sárt að binda vegna fíknar ein- hvers fjölskyldumeðlims. Það er ekki lítið, þótt reynt sé að gefa annað í skyn. Morgunblaðið hefur áður bent á að það hljóti að orka mjög tvímælis að samtök og stofnanir á borð við Rauða krossinn, SÁÁ, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og Háskóla Íslands fjár- magni starfsemi sína með rekstri spila- kassa og að kanna þurfi hvort ekki megi finna aðrar og heppilegri fjármögnun- arleiðir. Í leiðara blaðsins 20. febrúar á síðasta ári sagði: „Það er tímabært að skoða þetta upp á nýtt og endurmeta það sem hér er að gerast. Fjárhættu- spil er ekki haldbær siðferðilegur grundvöllur fyrir starfsemi þessara samtaka.“ Það er vissulega jákvætt, sem fram kom í máli Magnúsar Snæbjörnssonar, framkvæmdastjóra Íslenzkra söfnun- arkassa, í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag, að fyrirtækið hyggist grípa til að- gerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum fjárhættuspila. M.a. hefur ver- ið ákveðið að hækka aldurstakmark úr 16 árum í 18, opna hjálparlínu fyrir þá, sem telja sig eiga við „áráttukennda spilahegðun“ að stríða og hafa fræðslu- bæklinga við spilakassana. Allt stuðlar þetta að því að draga úr afleiðingum spilafíknarinnar, en þeirri spurningu er ósvarað, hvort þau samtök, sem um ræðir, telji sér sæmandi að afla fjár með rekstri fjárhættuspila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.